Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 36
•>* LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. Vel heppnað alþjóðamót á Akureyri Jóhann Hjartarson verðskuldaðiu- sigurvegari Fyrsta alþjóðlega skákmótínu á Akureyri og jafnframt sterkasta skákmóti, sem haldið hefur verið á íslandi utan höfuðborgarsvæðis- ins, lauk sl. mánudag. Það var Skákfélag Akureyrar sem stóð fyr- ir mótinu í samráði við Skáksam- band íslands, vitanlega með stuðningi fjölmargra fyrirtækja og veglegs framlags Akureyrarbæjar. Keppni í landsliðsflokki á Skák- þingi íslands fór fram á Akureyri í september og gerðu keppendur góðan róm að aðstæðum ölium og viðurgjörningi. Þannig þróaðist hugmyndin um að gera enn betur og bjóöa tO alþjóðlegs móts í bæn- um. Ákveðið var að mótið skyldi heíjast strax að loknu Reykjavíkur- skákmótinu þannig að gott tæki- færi gæfist til að „hremma“ nokkra valinkunna garpa áður en þeir færu af landi brott. Sumir sögðu að á þátttakendalistanum væri saman kominn „rjóminn af Reykja- víkurskákmótinu" en óvíst er að allir séu því sammála, því að færri komust að en vildu. Mótið var af 10. styrkleikaflokki Alþjóðaskáksambandsins. Sovésku stórmeistaramir þrír frá Reykja- víkurskákmótinu, Polugajevsky, Gurevits og Dolmatov, voru mættir til leiks; Adorjan hinn ungverski; norski alþjóðameistarinn Tisdall; heimamennirnir Jón Garðar Við- arsson og Ólafur Kristjánsson; Karl Þorsteins; að ógleymdri fjór- menningaklíkunni Jó Jó Ma Hól. Fjölmargt var áhorfenda í Alþýðu- húsinu þar sem teflt var og margir vildu berja þessa frægu meistara augum. Þó var áhuginn aldrei meiri en er það spurðist að von væri á Halli norður. Þátttakendalistinn lofaði vissu- lega góðu en „hvers vegna buðuð þið Adorjan á mótið?" spurðu þó margir sem vissu nokkur deili á manninum. Þó að Adorjan sé hinn hugljúfastí í viðkynningu er hann frægur skelfir mótshaldara um all- an heim. Ástæðan er óþrjótandi hæfileiki hans tíl að finna sér um- kvörtunarefni. Hann byrjaði strax er dregið var um töfluröð og hætti ekki fyrr en maturinn var kominn á borðið í lokahófinu. Þá var hann búinn að stílla vekjaraklukku upp á borðbrúninni svo hann ættí hæg- ara með að sjá hve matnum seink- aði um margar mínútur. Þess á milli skiptí hann um hótelherbergi, a.m.k. fjórum sinnum að því er hermt var og lesendum Sandkorns hér í DV ætti að vera kunnugt. Frægt var einnig orðið hvernig hann smurði andht sitt með tor- kennilegum kamfórudropum milli leikja og angaði eins og apótek. Gárungamir fyrir norðan upp- nefndu hann og kölluðu „Smyslov". En Adoijan er besta skinn og svo vel af guði gerður að hann getur ekki hugsað sér að vinna nokkra skák. Þess vegna býður hann yfir- leitt jafntefli a.m.k. einu sinni í skák og vih af þeim sökum skapa sér óvinsældir meðal áhorfenda. í þetta sinn komst hann þó ekki oft upp með friðsemdina því að mót- herjamir vildu gjarnan að hann sýndi þeim svart á hvítu að staðan væri jafntefli. Með öðmm orðum: Skemmtilega og fjörlega teflt á fyrsta alþjóðaskákmótínu á Akur- eyri. Skák Jón L. Árnason Jóhann Hjartarson stórmeistari, eða öllu heldur áskorandi, kom beint frá Linares á Spáni þar sem hann tók þátt í móti af 15. styrk- leikaflokki. Jóhanni gekk þar ekki sem skyldi og hafnaði í 10. sætí en Timman varð efstur. Kannski var ekki við öðru að búast en að Jó- hann fengi dulítið bakslag í seglin eftír frammistöðuna frækilegu í Saint John. Hann var aftur kominn í skákskap á Akureyri. Tefldi leik- andi létt og stóð að lokum uppi sem verðskuldaður sigurvegari. Samt kom hann degi of seint á mótið og tók með sér spænska kvefveiru sem angraði hann lengi fram eftir móti. Jóhann hlaut 8 vinninga af 11 mögulegum og var eini keppandi mótsins sem tapaði ekki skák - meira að segja Ádorjan mátti lúta í duftíð í einni skáka sinna. Pol- ugajevsky hafnaði einn í öðru sætí eftír sigur á Tisdall í lokaumferð- inni og fékk þar nokkra uppreisn æru eftir slælega frammistöðu á Reykjavíkurskákmótínu. Polu tap- aði aðeins fyrir Jóhanni eftir spennandi skák sem Jóhann taldi sína erfiðustu á mótínu. Margeir tapaði sinni einu skák á mótínu í síðustu umferð og líkleg- ast þriðju skákinni sem hann tapar í höfuðstaö Norðurlands. Ein- hveiju sinni tapaði hann fyrir Jóhanni í deildakeppninni og Halldóri heitnum Jónssyni. Mar- geir hefur haft á orði að sér falli sérlega vel að tefla á Akureyri eins og sigur hans á Skákþingi íslands sl. haust gefur ljóslega til kynna. Þrátt fyrir tapið náði Margeir þriðja sætínu óskiptu, því að Karl Þorsteins sá fyrir Gurevits í loka- umferðinni. Karl fléttaði í miðtafl- inu en missti við það skiptamun fyrir peð en smám saman sneri hann við blaðinu og vann um síðir, löngu eftir að lokahófið var byijað. Gurevits var nokkuð brugðið fyrst eftír skákina en tók fljótt gleði sína á ný og á endanum hrósaði hann Karli í hástert fyrir taflmennskuna í lok skákarinnar. Hann sagði að það væri óvanalegt af svo ungum manni að tefla endataflið af slíkri nákvæmni. Þess má geta að Karl hafði tveim peðum meira en á horð- inu voru hrókar og mislitir biskup- ar sem gerðu úrvinnsluna erfiða. í stað þess að reyna að nudda skák- ina af sovéska stórmeistaranum spann Karl mátnet og tókst með því að vinna þriðja peðið og tryggja sér sigurinn. Sá er þetta ritar byrjaði afleitlega, með 2 vinninga úr 6 fyrstu skákun- um. En endaspretturinn, 4 v. af 5 síðustu bjargaði því sem bjargað varð. Ég áttí erfitt með að einbeita mér í fyrstu umferöunum sem flokka mætti undir „skáklega timb- urmenn“ eftir Reykjavíkurmótíð. Skákin við Karl í 2. umferð var ein- hver sú vitíausasta sem ég hef teflt og er þá mikið sagt. Fyrstu 15 leik- ir skákarinnar voru af beggja hálfu leiknir með hraða snigilsins en síð- an var engu líkara en að snigilhnn félh fram af hengiflugi og þarf eng- an að undra útkomuna. Helgi og Dolmatov voru langt frá sínu besta en Tisdall kom skemmti- lega á óvart. Hann átti nokkra von í stórmeistaraáfanga, sem var 7 v„ á mótinu en það var kannski til of mikils ætlast að hann ynni tvær síðustu skákirnar - gegn Margeiri og Polu. Heimamennimir Jón Garðar og Ólafur Kristjánsson áttu við ramman reip að draga enda langstigalægstir allra keppenda. Einhvern veginn er það svo að í slíkri stöðu sjá aörir keppendur nokkra von um vinning og leggja sig því alla fram. Og þaö þarf sterk bein til að þola svipuhöggin. Ólafur fékk oft góðar stöður en var ber- sýnilega æfingalaus og Jón G. var sennilega orðinn leiður á því um mitt mót að þurfa að leika hlutverk fórnardýrsins. Gylfi Þórhallsson, Páll Hlöðvers- son, Sigurpáll Vilhjálmsson og fngimar Friðfinnsson skipuðu mótsstjóm, aðaldómari var Arnold Eikrem frá Noregi og honum til aðstoðar Albert Sigurðsson, Páll Hlöðversson og fngimar Friðfinns- son. Mótið var þessum mönnum og öðrum sem að því stóðu til mik- ils sóma. Vonandi verður framhald á alþjóðlegum skákmótum á Akur- eyri. Víst er að mótið vakti mikla athygli og áhorfendur vora fjöl- margir. Norðlensk æska virðist- einnig vera að sækja í sig veðrið í skáklífinu eins og úrslit í skák- keppni framhaldsskóla bera með Nafn Titill Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. 1. Jóhann Hjartarson SM 2590 1 '/2 '/2 '/2 '/2 1 '/2 '/2 1 1 1 8 2. L. Polugajevsky (Sovétrikin) SM 2575 0 '/2 /2 ‘/2 /2 1 1 '/2 1 1 1 7'/2 3. Margeir Pétursson SM 2540 '/2 '/2 0 1 '/2 /2 '/2 ‘/2 1 1 1 7 4. Jón L. Árnason SM 2540 '/2 '/2 1 0 '/2 '/2 1 '/2 0 1 1 6'/2 ■ 5. M. Gurevits (Sovétríkin) SM 2625 '/2 '/2 0 1 1 0 1 '/2 0 1 1 6/2 6. A. Adorjan (Ungverjaland) SM 2540 '/2 /2 '/2 '/2 0 1 '/2 '/2 '/2 '/2 1 6 7. J. Tisdall (Hbregur) AM 2425 0 0 '/2 '/2 1 0 '/2 1 '/2 1 1 6 8. Helgi Ólafsson SM 2510 /2 0 '/2 0 0 '/2 '/2 '/2 1 1 1 5/2 9. S. Dolmatov (Sovétrikin) SM 2565 '/2 '/2 '/2 ‘/2 . '/2 '/2 0 14 ‘/2 '/2 1 5/2 10. Karl Þorsteins AM 2440 0 0 0 1 1 '/2 /2 0 Zi 1 w 5 11. Jón G. Viðarsson 2305 0 0 0 0 0 '/2 0 0 '/2 0 /2 1/2 12. Ólafur Kristjánsson 2225 0 0 0 0 0 0 0 0 0 /2 /2 1 Ragnar og Aðalsteinn efstir hjá BR Nú stendur yfir aðaltvimennings- er staöan eftir 14 umferðir: Aðalsteinn Jörgensen 287 Þorlákur Jónsson 214 Éins og glöggir lesendur munu siá en keppni Bridgefélags Reykjavíkur og er staðan eftír 14 umferðir: 1. Ragnar Magnússon Aðalsteinn Jörgensen 2. Jacqúi McGreal - Ragnar Magnússon og Aðalsfeinn Jörgensen eru hæstir í barómeterkeppni Bridgefélags Reykjavíkur. Hér spila þelr gegn félögum sínum í Flugleiðasveitinni, Val Sigurðssyni og Jóni Baldurssyni. Þorlákur Jónsson 3. Eiríkur Hjaltason - Ólafur Týr Guðjónsson 4. Valur Sigurðsson - Hrólfur Hjaltason 5. Sigurður Sverrisson - Bjöm Halldórsson 6. Matthías Þorvaldsson - Ragnar Hermannsson 7. Björn Eysteinsson - Helgi Jóhannsson 8.Símon Símonarson - Stefán Guðjohnsen 9. Sigurður Sigurjónsson - Júlíus Snorrason 10. Björgvin Þorsteinsson - Guðmundur Eiríksson ser Björn Eysteinsson krækti góða skor í eftirfarandi spih úr 9. umferðinni. A/N-S ♦ ♦ + A64 K1076 K753 K7 ♦ ♦ + DG7532 G4 G2 G62 98 Á98 10984 ÁD43 ♦ ¥ ♦ + K10 D532 ÁD6 10985 Eins og glöggir lesendur munu sjá eru fjögur hjörtu á borðinu - vandinn er bara að komast í þau. En við skulum fylgjast með Birni og makker hans, Helga Jóhannssyni. Þeir sátu s-n: og sagnir gengu á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður pass pass 3 S pass pass ? Bjöm er í vanda staddur því makker treysti sér ekki til þess að segja neitt en það er hins vegar ljóst að hann getur varla verið langt frá opnurí. Eftir nokkra umhugsun skellti Bjöm sér í þrjú grönd. Vestri leist ekki á að spila út frá sínum auma spaðalit og valdi hjartagosa. Austur drap strax á ásinn og spilaði spaðaníu til baka. Björn drap á kónginn og íhugaði möguleikana. Ef tíg- ullinn skiptist 3-3 þá vom níu slagir upplagðir ef ekki væri hugsanlegt að fá niunda slaginn á lauf. Háspil annað hjá vestri væri nóg eða öll háspilin hjá austri. Hann spilaði þvi iitlu laufi og lét sjöuna úr blindum. Austur drap á drottninguna og spilaði meiri spaða. Bjöm drap slaginn á ásinn, tók hjartaslagina og spilaði laufi. Austur eygði nú þá von að setja spilið niður ef makker ætti tiguldrottningu. Allavega héldi hann spilinu í sléttu með því að gefa laufkónginn og það gerði hann. Þar með var Bjöm kominn með níunda slaginn og góða skor því fáir náðu fjórum hjörtum. Töfluröð sveita í úrslitum íslandsmóts- ins: 1. Grettir Frímannsson. 2. Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans. 3. Fataland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.