Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. Frjálst,óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsirigastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Hreint og tært verð Verðlagsstofnun gæti tekið upp á að bera saman verð málverka. í niðurstöðunum kæmi sennilega í ljós, að fermetraverðið hjá Jóni frænda væri mun lægra en Kristjáni Davíðssyni. Þetta væri nytsamleg ábending þeim, sem þurfa að klæða bera veggi málverkum. • í rauninni væri fróðlegt að vita, hvert se markaðs- verð fermetrans hjá ýmsum listmálurum, lífs og hðnum. Verð er alltaf þáttur í mati á vörum og öðrum gæðum. En mat fólks á innihaldinu hlýtur einnig að vera mikil- vægt. Það er bara erfiðara að meta innihald gæðanna. Verðlagsstofnun hefur borið saman verð fermingar- mynda hjá ýmsum ljósmyndastofum og komizt að raun um, að það er afar misjafnt. Munurinn var mestur þre- faldur. Þetta eru afar hagnýtar upplýsingar, þótt þær segi ekkert um listrænt innihald fermingarmyndanna. Ástæðulaust er að gagnrýna Verðlagsstofnun fyrir að skoða eingöngu verðlagið. Hlutverk hennar er að segja fólki, hvernig það geti verzlað á sem hagkvæmast- an hátt. Þeir, sem vilja borga meira fyrir það, sem þeir telja vera meiri list, ráða áfram gerðum sínum. Kannanir Verðlagsstofnunar eru raunar að flestu leyti til fyrirmyndar, sem og annarra þeirra, er hafa fengizt við verkefni af því tagi. Um langan aldur hafa verðkannanir til dæmis verið mikill og vaxandi þáttur í upplýsingamiðlun DV og munu verða það áfram. • Við höfum ekki umtalsverðar áhyggjur af, að inni- hald kunni að einhverju leyti að vera misjafnt, þannig að samanburður á verði segi ekki alla söguna. Það nægir, að samanburðurinn segi nokkra sögu, sem eigi erindi til þeirra, er hafa lítið fé handa milli. Hitt er svo hka þarflegt að reyna að bera saman fleira en verðið, þegar það er mögulegt. í matvöru er til dæm- is hægt að skoða efnainnihald. í sumum tilvikum er fróðlegt að kanna bilanatíðni og viðgerðakostnað. Hér á DV höfum við árvisst kannað bragðgæði páskaeggja. Æskhegt væri, að Verðlagsstofnun, Neytendasamtök- in og aðrir aðilar, sem hafa kannað mál með þessum hætti, reyni að víkka könnunarsviðið frá verðinu einu og láti það ná yfir alla þætti gæðanna, sem fólk sækist eftir, þegar það hyggst verja peningum til einhvers. Meira að segja er unnt að fá sérfróða menn til að meta listrænt gildi fermingarmynda. Alls staðar er ver- ið að meta listrænt gildi. Dagblöðin eru til dæmis full af greinum, sem meta gæði ritverka, tónleika, leiksýn- inga, kvikmyndaspóla og jafnvel veitingahúsa. Margt fleira mætti kanna einstaka sinnum. Það er til dæmis ekki nóg að vita, að nokkrir stórmarkaðir hafi lægra vöruverð en almennt gildir. Við þurfum að vita, hvort strimlarnir, sem við fáum við greiðslukassann, séu í samræmi við vörurnar, er við höfum keypt. I erlendum stórmörkuðum eru vörur merktar á sama hátt og gert er hjá Ríkinu í Kringlunni. Á strimlunum er vöruheiti í hverri línu! Við getum því auðveldlega séð, hvort reikningurinn er í samræmi við raunveru- leikann. Það getum við hins vegar ekki í stórmörkuðum. Við kassann er enginn tími til að kanna innihald ^0-100 hna strimhs. Hann gæti, auk okkar viðskipta, náð yfir viðskipti þess, sem var næstur á undan. Gróði viðskiptavina af lágu vöruverði er fljótur að fara í súg- inn, ef einstöku sinnum verða mistök af slíku tagi. Aht 'shkt þarf að kanna. Samt hlýtur helzta verkefni Verðlagsstofnunar að vera að kanna hreint og tært verð út af fyrir sig, einnig fermingarmynda og páskaeggja. Jónas Kristjánsson „Attu góða helgiy/ Ahugamenn um óspjallaða ís- lenska tungu segja mér að málið sé í hættu vegna erlendra tökuorða og setningaskipunar og einnig vegna þess aö íslenskukennslu í skólum hafi hrakað hin síðari ár. Þar sem ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði þori ég ekki að leggja neinn dóm hér á. Aftur á móti hef ég lagt mig eftir að hlusta á málfar manna í hinum fjölmörgu útvarps- stöðvum landsins og ef til vill hef ég lesið blöðin með meiri gagnrýni en áður eftir að fleiri en tveir sér- fræðingar ýttu aö mér fyrrnefndri Mlyrðingu. Ég hef enn ekki sann- færst um að tungumálið okkar sé í hættu en viðurkenni að of marg- ir, sem vinna með málið, hvort heldur er í prentuðu eða töluðu máh, leika það skelfilega grátt. Gjörðu svo vel Eg var á leið til vinnu fostudags- morguninn 18. mars síðastliðinn og hlustaði á útvarp í bílnum mín- um. Stillt var á rás 2 sem er afar sjaldgæft f þeim bíl en einhverra hluta vegna var það svo þennan umrædda morgun. Ungur piltur, sem er einn af stjórnendum morg- unþáttar rásar 2, var aö ræða við einhvern mann um eitthvert efni sem ég tók lítið eftir. En svo allt í einu heyri ég að stjórnandinn segir: „Ég þakka þér fyrir samtalið, áttu góða helgi.“ ítalfæri Sigurdór Sigurdórsson ekki hvaö hún átti við en áttaði mig eftir smástund í ljósi þess að mér hafði um nokkum tíma þótt nóg um ofnotkun yngra fólks á sögninni að „ske“. Þessi sögn mun vera komin úr dönsku og ég er ekki viss um nema málfræðingar séu búnir að leggja blessun sína yfir hana og veita henni friðhelgi í máhnu. Mér þykir orðið ljótt og ekki síst vegna þess að við eigum fallegra verið bent að fólk, sem starfar um borð í flugvélum, tali sérstakt tungumál og hefur það verið gagn- rýnt. Einu sinni var ég staddur í upptökusal sjónvarpsins þar sem upptaka var að hefjast. Þar falaöi starfsfólkið tungumál sem ég skildi ekkert í nema orð og orð á stangh. Nú gæti einhver spurt sem svo: Er þetta ekki hættulegt fyrir íslénsk- una, síast þetta ekki út í hana? Ég held ekki. Og það sem ég tel mig hafa fyrir mér í því að þetta sé hættulaust er elsta stétt iðnaðarmanna á íslandi, prentararnir. Meðan prentverk var unnið við blý áður en offsetprentun tók yfir, og það eru ekki nema 10 th 15 ár síðan, má segja að fagmál prentara hafi samanstaðið af dönskum og latneskum orðum. Þau voru örfá orðin sem þar voru notuð og máttu kallast íslensk. Ekki veit ég til þess að þetta hafi haft nokkur áhrif th spillingar á málfar prentara. Ég kynntist mörg- um gömlum prenturum sem töluðu fegurri íslensku en aðrir menn og voru svo vel að sér í íslenskri staf- setningu að þeir kunnu ekki að stafsetja orð rangt. Ég kynntist einu sinni gömlum vélsetjara sem var svo góður ís- lenskumaður aö hann leyfði sér eitt sinn að hringja í forseta íslands að Bessastöðum og benda honum á setningu í ávarpi eftir hann sem Ég hrökk hlilega við og fór að velta því fyrir mér hvað stjórnand- inn ætti við. „Áttu góða helgi.“ Sennilega hefur hann ætlaö aö segja: „Eigðu góða helgi." Ef sú th- gáta mín er rétt þá er sú kveðja ekki íslensk málvenja frekar en þegar maður heyrir fólk segja: „Hafðu góðan dag“ þegar það kveð- ur einhvern. Aftur á móti segja sérfræðingar mínir um enska tungu að þaðan sé þetta komið. Þá rifjast það upp fyrir mér að oft þegar maður kveður fólk eftir símtal segir þáð: „Gjörðu svo vel.“ Mér er alveg fyrirmunað að skhja þessa kveðju og ég hef engan mann hitt sem getur útskýrt fyrir mér merkingu þessarar setningar að loknu samtali. Mér er sagt að það sé siður manna í Ameríku að kveðja menn á þennan hátt. Ég lærði það ungur að setningin „gjörðu svo vel“ væri notuð þegar maður átti að’ byija að borða eða ef maður bað leyfis að mega gera þetta eða hitt eða þá aö fá hluti lán- aða. En svo aht í einu vaknar maður upp við það að engilfagrar raddir símastarfsfólks kveðja mann með þessari setningu. Allt skeöur en ekkert gerist Fyrir nokkrum árum heyrði ég htla telpu spyrja: „Veistu hvað skeði fyrir mig?“ í fyrstu vissi ég orð sem þýðir það sama, sögnina „að gerast". En nú er svo komið að allt skeður en ekkert gerist. Ef málfræðingar hafa lagt blessun sína yfir sögnina „að ske“ rétt eins og ég hef heyrt þá leggja blessun sína yfir þágufallssýki þá er senni- lega ekkert við þessu að segja en þetta lýtir máhð óneitanlega. Setn- ingaskipan telpunnar hefði að sjálfsögðu verið jafnröng ef hún hefði sagt: „Veistu hvað gerðist fyr- ir mig?“ Er málið í hættu? Helstu rök þeirra sem segja aö íslenskan sé í hættu eru þau að sjónvarp og útvarp séu svo áhrifa- miklir fjölmiðlar að enskan, sem er það tungumál erlent sem oftast heyrist í þessum fjölmiðlum, muni síast hraðar inn í íslenskuna en menn óri fyrir. Vel má vera að þetta sé rétt. En þeir sem hafa kynnt sé áhrif danskrar tungu á íslenskuna fyrr á öldum vita hversu yfir- þyrmandi þau voru. Samt hfði íslenskan af. Þá komu áhrifm fram í rituðu máh hér á landi, sem var ef til vill áhka áhrifamikið á þeim tíma og loftmiðlarnir eru nú. í áratugi hafa ákveðnar starfs- stéttir í landinu talað tungumál sem utanstéttarfólk skhur ekki ef það rekst inn á vinnustaði þar sem fagmenn ræða saman. Á það hefur betur mætti fara. Forsetinn Sam- þykkti og þakkaði fyrir ábending- una. Ég kynntist lfka öðrum gömlum vélsetjara sem setti í blý yfir 100 blaðsíður í bók um sér- fræðilegt efni án þess að þar fyndist stafsetningarvilla. Prófarkálesar- inn hélt að eitthvað væri að hjá sér þegar hann fann enga vihuna og kallaði til annan mann til að fara yfir prófarkirnar en engin fannst villan. Meiri íslenskukennslu Helst er ég á því aö hvorki útvarp né sjónvarp muni skaða íslenskuna að nokkru marki. En til þess að svo verði þarf íslenskukennsla í skól- um að vera eins góð og frekast er kostur. Miðað við málfar margra af yngri kynslóðinni hafa þeir sennilega rétt fyrir sér sem segja aö henni hafi hrakað. Ég held helst að sá sem segir: „Veistu hvað skeði' fyrir mig“ eöa „áttu eða eigðu góða helgi“ eða „gjörðu svo vel“ eftir símtal hafi ekki fengið góða ís- lenskukennslu í skóla. Ef Einar Benediktsson hefði heyrt fólk tala svona er ég ekki viss um að hann hefði ort eftirfar- andi hendingu þegar hann ljóðaði th móður sinnar: „Mér skildist að orð er á íslandi th um allt, sem er hugsað á jörðu.“ -S.dór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.