Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 21
) LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. , 21 \ Jack Lemmon heiðraður fyrir framlag til kvikmyndanna M lei ra i er U 0 m anle ikari John Uhler „Jack“ Lemmon III fæddist fyrir 63 árum í Boston. Hann er af ríku foreldri og útskrifaðist úr Harvard árið 1947. Þetta gæti verið upphafið að ósköp venjulegri ævi- sögu og næst segöi frá ferli hans sem bankamanns eða lögfræðings en svo er ekki. Að loknu prófi fór Lemmon til New York með 300 dah í vasanum, staðráðinn í að gerast leikari. Lemmon átti eríitt uppdráttar í fyrstu - sá kafli er oft framarlega í ævisögum leikara - en árið 1953 fékk hann fyrsta hlutverkið á Broadway. Ári síðar var hann kominn til Hollywood og lék á móti Judy Holliday í myndunum It Should Hap- pen to You og Phifíft!. Enn leið ár og næst lék hann Ensign Pulver, aukahlutverk í myndinni Mister Ro- berts og fékk fyrir óskarsverðlaun. Sjö tilnefningar Frá þeim tíma hefur hann sjö sinnum verið útnefndur til óskars- verðlauna og einu sinni hlotið þau fyrir aðalhlutverk. Það var fyrir leik í myndinni Save the Tiger, árið 1973. Þekktustu myndimar, sem hann hefur leikið í, eru Some Like It Hot, The Apartment, Irma La Douce, The Odd Couple, Save the Tiger, The China Syndrome og Missing. Fyrir þetta hefur hann, auk tveggja óskara, tvívegis fengið verðlaun í Cannes, átta sinnum á kvikmyndahátíðum víða um heim. Nú í mánuðinum var hann heiðraður sérstaklega fyrir framlag sit til kvikmyndanna sem reyndar hefur ekki alltaf verið í stjörnuflokki. Nafn hans er hka tengt nokkmm miður góðum myndum. Alls em myndirnar nú orðnar 46. En kvikmyndaleikur er ekki það eina sem hann kann. Hann þykir afburðasnjall ljósmyndari, ballskák leikur hann af snilld, er veiðimaður góður og tónskáld í frístundum. Hann hlaut Emmyverðlaunin árið 1972 fyrir sjónvarpsþátt og leikstýrði myndinni Kotch við góða dóma árið 1971. Til þess var tekið að Lemmon er í röð þeirra yngstu sem fengið hafa viðurkenningu fyrir „framlag sitt til kvikmyndanna" sem venjulega fell- ur aöeins mönnum á eftirlaunaaldri í skaut. „Ég varð svolítið hissa en ég kvarta ekki,“ var haft eftir Lemmon af þessu tilefni. „Svo furðulegt sem þaö er þá fæ ég hvergi vinnu en vinn samt til verðlauna.“ Einu sinni leikstjóri Lemmon hefur aðeins leikstýrt einni mynd og segist ekki áfjáður í að gera meira að því. „Ég kann betur við að leika,“ segir hann. „Og ég gæti ekki hugsað mér að leikstýra mynd sem ég leik í sjálfur. Þeir eru til sem geta það en ég er ekki einn af þeim. Ég ætlaði heldur aldrei að leikstýra Kotch. Ég las handritið af greiðasemi við félaga minn og fann þá að ég hafði ýmsar hugmyndir um hvemig hægt væri að gera myndina. En ég er ekki maðurinn til að setja á svið eltingaleiki og tæknibrellur." Af leikstjórum hefur Lemmon mest áht á Billy Wilder sem m.a. leik- stýrði The Apartment. „Sumir leik- stjórar eru harðstjórar," segir Lemmon „en Wilder er ekki einn af þeim. Hann kann að leita ráöa hjá leikurum og öðrum. Mér þótti einnig gott að vinna með Costa-Gavras við gerð Missing. Ég treysti þeim manni um leið og ég hitti hann fyrst. Góðir leikstjórar hafa hæfileika foringja." Lemmon hefur leikið með frægum stjömum á borð við Judy Holhday og Shirley MacLaine og lýsir þeim sem ólíkum leikkonum. „Holliday vildi æfa senurnar oft og gera marg- ar tilraunir en MacLaine vildi helst ljúka öhu af í tveim tökum," segir Lemmon. Lemmon var lengi þekktur sem gamanleikari en hefur á síðari árum einnig tekið að sér alvarleg hlutverk. „Ég var alltaf ósáttur við að vera aðeins tahnn gamanleikari," segir Jack Lemmon - hefur leikið í 46 kvikmyndum. ég að skjálfa og brast í grát. Það átti sinn þátt í þessu að atriöin í mynd- inni voru tekin upp í réttri röð og ég fylgdi örvæntingu mannsins eftir eins og hún magnaðist í myndinni. Ég var svo heppinn að konan mín, Felicia Farr, sem er leikkona, sá að hverju stefndi og að ég tók hlutverk- ið of alvarlega. Hjónabandið var enginn gleðileikur á þessum tíma.“ Af ungum handritshöfundum hef- ur Lemmon mest álit á Oliver Stone og segir að handritin sem hann hefur gert séu nær alltaf fyrsta flokks. Samt segist Lemmon sakna gömlu jálkanna í kvikmyndagerðinni. „Þetta voru skepnur en þeir kunnu aö gera kvikmyndir," segir Lemmon. „Þó eru nú gerðar myndir eins og Missing sem ekki hefðu verið gerðar í Hollywood á blómatíma hennar. En núna eru færri myndir gerðar og áhættan með hverri meiri. Kvik- myndagerðarmenn standa heldur ekki eins þétt saman og þeir gerðu.“ Lemmon segist ahtaf lesa dóma um myndir sínar og segist oft læra af þeim. „Ég veit ekkert betra en að lesa eitthvað fallegt um sjálfan mig,“ segir Lemmon. „Eg veit heldur ekk- ert verra en að lesa slæma dóma. Ég tók það mjög næ'rri mér þegar einn gagnrýnandinn skrifaði um Missing að ég gæti ekki lengur hrifiö áhorf- endur meö mér. Hafnaði hlutverki í The Hustler Ég tek það líka nærri mér að hafna hlutverki sem síðan slær í gegn. Robert Rossen sýndi mér einu sinni sögu um tvo menn sem gerðu fátt annaö en að leika ballskák. Hann vildi gera kvikmynd eftir henni og fá mig í annað hlutverkið. Ég sagði honum að sagan væri vonlaus en mátti naga mig í handarbökin þegar The Hustler var frumsýnd. Eina ástæðan fyrir að ég gekk ekki út og hengdi mig var að Paul Newman var stórkostlegur í hlutverkinu. Ég hef líka tekið að mér hlutverk í myndum sem mér þóttu svo lélegar að ég var farinn að óttast að ferli mínum lyki með þeim. Að því er þó ekki komið enn.“ Þýtt/-GK I The Apartment árið 1960. hann. „Það var ekki fyrr en meö Days of Wine and Roses sem mér tókst að sanna að ég gæti leikið fleira. Ég var líka lengi að átta mig á að það er betra að gera aðeins eina mynd á ári ef hún er góð heldur en íjórar eða fimm miðlungsmyndir. Ég hef leikið í lélegum myndum og ég hef líka leikið í myndum sem ekki hafa orðið vinsælar en eru samt góð- ar. The Prisoner of Second Avenue var ekki vinsæl mynd en ég held að hún sé með því besta sem ég hef gert. Sjónvarpsmyndin The Entertainer hlaut aðallega slæma dóma en ég er vel sáttur við minn hlut í henni og það á við um fleiri myndir sem ég hef leikið í.“ Gamanhlutverkin erfiðari Lemmon segir að þaö sé erfiðara að leika gamanhlutverk en alvarleg því gamanhlutverkin geri meiri kröf- ur um að halda athygli áhorfend- anna. Alvarlegu hlutverkin gangi þó oft nær leikurunum. „Hlutverkið í Save the Tiger lagöist mjög þungt á mig,“ segir Lemmon. „Eg brotnaöi smátt og smátt niður rétt eins og persónan, sem ég lék, gerði. Þegar ég ók heim að loknum vinnudegi fór Vorð miðast við nuverandi gengi. SÖLUSÝNING Næstkomandi laugardag og sunnudag frá kl. 13 - 19 Hjallabrekku 2 í húsi Brekkuvals Kópavogi mjglysingastof^TiagniKa^lafesona^ LOKSINSI LOKSINS! Eru komnar sundlaugar sem alllrættu afi geta fenglö sér. Verðifi er ótrúlegt og gæðin fyrsta flokks. Sundlaugarnar eru í 4 stærðum (sjó töflu fyrir ofan) og upp- lagðar vlð fjölbýlishús, sumarbústaði og bara allsstaðar þar sem fólk er samankomið. Ef margir taka sig saman er veröið hlægilegt. Við skorum á ferðaþjónustu bænda að kynna sér þessar laugar og bjóða gestum sinum upp á sundsprett I sumar. KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFAÆRIST Hjallabrekku 2 - Kópavogi f húsi Brekkuvals - Sími 64-16-50 TAFLA YFIR STÆRÐ OG VERÐ Á SUNDLAUGUNUM Radius botns Hæð Vatnsmagn i lítrum Eigin þyngd Verð 3,50 m 0,90 m 7.000-8.0001 45 kg 67.350 kr. 5,00 m 1,20 m 18.000-20.0001 65 kg 96.875 kr. 6,00 m 1,20 m 26.000-29.0001 80 kg 113. 850 kr. 7,00 m 1,20 m 36.000-40.000 1 100 kg 139.250 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.