Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 34
46 LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. Handknattleikur unglinga 4. flokkur karla: Stórgóð úrslitakeppni - enn betri úrslitaleikur Á Akureyri fóru fram úrslit í 4. flokki karla um síðustu helgi. Liðun- um var skipt í tvo riðla og var Valur í A-riðli ásamt FH, Þór, Víkingi og ÍA. í B-riðli var Fram ásamt KR, ÍR, Tý og Stjörnunni. Valsmenn áttu tvö stig, er þeir komu til keppni, en Framarar eitt stig. Valsmenn sigruðu alla andstæð- inga sína í riðlinum nokkuð örugg- lega en lentu þó í nokkrum erfiðleik- um með Þórsara sem þeir sigruðu 12-11 eftir að hafa verið með örugga forustu mestallan leikinn. Valsmenn sigruðu Víkinga, 13-10, ÍA, 21-11, og FH, 15-7. FH varö í ööru sæti riöilsins, tap- aði aðeins leiknum gegn Val. Viking- ur varð í þriðja sæti, Þór í því íjórða ' og olli liðið nokkrum vonbrigðum á heimavelli sínum enda lið sem getur mun betur. ÍA varð í neðsta sæti rið- ilsins með ekkert stig. í B-riðli varð Týr í neðsta sæti, hlaut aöeins eitt stig gegn ÍR, Stjarn- an varð í fjórða sæti eftir jafntefli við Fram og sigur á Tý. ÍR varð í þriðja sæti riðilsins, gerði jafntefli við Fram og Tý og sigraði Stjörnuna. Meiri barátta var í B-riðli og áttust þar við lið Fram og KR. KR-ingar unnu fyrstu þrjá leiki sína nokkuð örugglega. gegn Stjörn- unni, ÍR og Tý, en Framarar byrjuðu illa er þeir gerðu jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum gegn ÍR, 16-16, og Stjörnunni, 19-19. Er þeir sigruöu Tý, 17-11, var ljóst að síðasti leikur riðilsins, milli Fram og KR, yrði úr- slitaleikur um hvaöa lið myndi mæta Val í úrslitum. Frá fyrstu mínútu léíks Fram og KR var ljóst að Framarar ætluöu sér í þann leik og náðu þeir að yfirspila KR strax í upphafi leiksins. Náði Fram fljótlega sjö marka forustu. 8-1, og í hálfleik var staöan 10-3. í seinni hálfleik léku KR-ingar maður á mann en það dugði ekki til og urðu lokatölur leiksins 22-10, Fram í vil. Þaö var þvf ljóst að það stefndi í ■** hörkuúrslitaleik milli Reykjavíkur- stórveldanna, Vals og Fram. • Leikmenn Fram i 4. flokki karla sem stóðu sig svo vel í úrslitaleiknum gegn Val um síðustu helgi. Stórkostlegur úrslitaleikur tveggja frábærra liða Það er ekki oft sem menn skortir lýsingarorð til að lýsa leik í yngri flokkunum. Sú var þó raunin er Val- ur og Fram léku til úrslita í 4. flokki karla. Þessi lið sýndu Qölmörgum áhorfendum að drengir á þessum aldri geta spilað handbolta í háum gæðaflokki. Ekki spillti heldur fyrir að leikmenn héldu áhorfendum í mikilli spennu mest allan leikinn og er það til efs að jafnspennandi leikur hafi verið leikinn í íþróttahöllinni á Akureyri. En snúum okkur að gangi leiksins. Úrslitaleikur Vals og Fram verður lengi í minnum hafður. Þetta • Dagur Sigurðsson tekur við verðlaunum að leik loknum. ||!!t|: • íslandsmeistarar Vals í 4. flokki karla 1988, ásamt þjálfara sinum, Theódór Guðfinnssyni var leikur tveggja jafnsterkra liða sem spiluðu frábæran handbolta. Valsmenn byrjuðu betur og kom- ust í 3A) með tveimur mörkum Gústafs ísaksen og Óskars Óskars- sonar en Friðrik Nikulásson skoraði fyrsta mark Framara og kom þeim á bragðið með firna föstu skot neðst í markhomið. Framarar náðu síðan að jafna leikinn, 3-3. Jafnt var síðan á öllum tölum til loka fyrri hálfleiks en Valsmenn voru alltaf fyrri til að skora. Staðan í hálfleik var svo 7-7. Það var ljóst strax eftir fyrri hálfleik- inn að Framarar báru enga virðingu fyrir Valsmönnum sem ekki höfðu tapað stigi í allan vetur. Mikið jafn- ræði var með liðunum framan af seinni hálfleik en síðan tóku Framar- ar mikinn fjörkipp og sigu fram úr og þegar rúm 1 mínúta var til leiks- loka voru Framarar komnir með þriggja marka forskot, 15-12, og unn- inn leik. En Valsmenn voru ekki búnir að segja sitt síðasta orð. Þeir tóku það til bragðs að leika maður á mann og af miklu harðfylgi tókst þeim að jafna leikinn, 15-15, og skor- uðu þeir jöfnunarmarkið stuttu fyrir lok leiksins. Framarar náðu þó að komast í sókn og fengu dæmt fríkast er leiktíma lauk. Áttu þeir skot í inn- anverða stöng Vaísmarksins en inn fór boltinn ekki og sluppu Valsarar þar með með skrekkinn og var fógn- uður þeirra gífurlegur. Framlengja þurfti því um 2x5 mín- útur og aö þeim loknum var enn jafnt, 20-20. Enn var framlengt og skoruðu Valsmenn þá tvö mörk en Framarar aðeins eitt. Þeir höfðu þó tækifæri til að jafna leikinn úr víta- kasti sem dæmt var á síðustu sekúndu seinni framlengingarinnar. Ekki tókst þeim að nýta sér það og það voru þvi Valsmenn sem fögnuðu Islandsmeistaratitlinum í 4. flokki karla í ár eftir að Framarar höfðu haldið þeim titli undanfarin tvö ár. Valsmenn eru vel að titlinum komnir, þeir töpuðu ekki leik í vetur og var þetta eina skiptið sem jafnt var hjá þeim að loknum venjulegum leiktíma. Máttarstólpar Valshðsins eru þeir Dagur Sigurðsson og Óskar Óskarsson og eru þeir geysiefnilegar skyttur, báðir tveir. Hornamaðurinn Gústaf ísaksen er einnig góður en aðrir leikmenn liðsins eru jafnari og fylgja þeim félögum vel. Framarar hófu keppni í 2. deild þar sem þeir sigruðu fljótt en eftir það hafa þeir verið að fikra sig upp sæta- röðina í 1. deild. Hápunkti náðu þeir síðan í úrslitunum og voru ótrúlega nálægt því að halda titlinum í 4. flokki í Safamýri, þriðja árið í röð. Þrátt fyrir tap geta þeir vel við unað og þeir þurftu ekki að skammast sín er þeir gengu af leikvelli að leik lokn- um. Ekki er hægt að gera upp á milli leikmanna Framliðsins og í þessum leik áttu þeir allir góðan leik. Mörk Vals í þessum leik skoruðu þeir Dagur Sigurðsson 11/5, Theódór Valsson 3, Gústaf ísaksen 2, Ólafur Stefánsson 2, Óskar Óskarsson 2/1, Einar Birgisson 1 og Halldór Hall- dórsson 1. í markinu var Þórarinn Ólafsson sterkur. Mörk Fram skoruðu þeir Friðrik Nikulásson 8/4, Arnar Arnarsson 5/2, Þormar Þorbergsson 3, Guðmundur Benediktsson 3, Einar Páll Kjartans- son og Einar Tönsberg, 1 mark hvor. Markvörður Framara var Daníel Stefánsson og gaf hann kollega sín- um í marki Vals ekkert eftir. Umsjón Akureyringa var til mikillar fyrirmyndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.