Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. Yasser Arfat: í hugum margra, einkum ísraela og Vesturlandabúa, er hann réttur og sléttur hermdarverkamaöur og ferill hans drifmn blóöi saklausra fórnarlamba vægöarlausrar grimmdar. Aðrir lita á hann sem frelsishetju, einu von Palestínu- manna um að eignast aö nýju heimkynni og tilverurétt. Hann þykir ekki hetjulegur útlits. Meira aö segja stuðningsmenn hans segja hann þybbinn stubb sem óftast skartar rytjulegum skeggbroddum, að mestu gráum. Ef ekki væri fyrir klæöaburö mannsins gæti vart nokkrum dottiö í hug að þar færi einn af leiðtogum Palestínumanna. Hann hefur náð frama sínum með skarpskyggni í stjórnmálum og ótrú- legri ræðumennsku. Haft er á orði að þegar maðurinn talar hlusti allir nærstaddir sem bergnumdir, hvort sem þeir skilja eitt orð af því sem hann segir eöa ekki. Hann heitir Mohammed Abed Ar'ouf Arafat en er oftast nefndur Yasser Arafat. Hann hefur verið virkur félagi í palestínsku skæru- liðasamtökunum A1 Fatah frá upphafi þeirra á sjötta áratug aldar- innar og lengst af leiðtogi þeirra. Frá árinu 1969 hefur hann einnig verið leiðtogi frelsissamtaka Palestínu, sem oftast eru nefnd PLO. Af aðalsættum? Yasser Arafat fæddist í Jerúsal- em árið 1929. Margir vilja telja hann af palestínskum aðalsættum en sjálf- ur heldur Arafat þeim hluta bak- grunns síns ekki á lofti. Vitaö er að fjölskylda hans átti Arafat hefur náð langt með pólitískrl skarpskyggni sinni og ræðu- mennskuhæfileikum. Símamynd Reuter töluverðar eignir í Kaíró en missti þær í málaferlum. Faðir Arafats varði miklum hluta lífs síns í mála- ferli vegna þess eignamissis. Heimildum ber ekki að fullu saman um fyrstu áratugina í lífi Arafats. Ein sagan hermir að íjölskylda hans hafi farið frá Jerúsalem snemma á fimmta áratug aldarinnar og hafi faðir hans opnað litla verslun í Ka- író. Önnur saga segir að fjölskyldan hafi verið flóttafólk á Gaza-svæðinu, eftir að Ísraelsríki var sett á stofn. Ljóst er þó að Yasser á tvo bræður og eina systur og að hann hefur nokkurt samband við fjölskyldu sína. Einnig er ljóst að Yasser tók þátt í baráttu araba gegn ísraelum þegar í bardögum á árunum 1948 og 1949. Verkfræðingur Yasser Arafat er verkfræðingur að mennt. Eftir að stríðinu lauk árið 1949 nam hann verkfræði við Fuad I háskólann, sem nú nefnist háskólinn í Kaíró. Arafat starfaði um hríð sem verk- fræðingur í Egyptalandi en flutti svo til Kuwait þar sem hann stofnaði verktakafyrirtæki. Árið 1958 réðst hann sem verkfræðingur til fram- kvæmdastofnunar ríkisins í Kuwait og gegndi því embætti til ársins 1965. Skæruliði Þegar á námsárunum voru af- skipti Yassers Arafat af stjórnmálum hafin. Hann var kjörinn formaður samtaka palestínskra stúdenta við háskólann og var virkur í starfi þeirra. Um svipað leyti fór Arafat að kynna sér baráttuaðferðir skæru- liða. Hann varð kennari og leiðtogi skæruliða sem herjuðu á Breta við Suez-skurðinn árin 1951 og 1952. Að loknu verkfræöinámi nam Ara- fat síðan við egypska herskólann og hlaut þar meðal annars þjálfun í meðferð sprengiefna. Hann varð liðs- foringi í egypska hernum og þjónaði sem sprengiefnasérfræðingur í bar- dögum við Frakka og Breta viö Port Said og Abu Kabir árið 1956. Á meðan hann starfaði í Kuwait hélt Arafat áfram að vinna með Pal- estínumönnum og skæruliðahreyf- ingum þeirra. Hann ritstýrði tímariti sem bar nafnið Okkar Palestína og var mjög þjóöernissinnuð útgáfa Pa- lestínumanna. Hann þjálfaði einnig palestínska skæruliða sem stóðu að aðgerðum í ísrael. A1 Fatah Yasser Arafat tók um þetta leyti upp dulnefnið Abu Amar og gerðist félagi í nýrri skæruliðahreyfmgu sem nefndist A1 Fatah. Fullt nafn hreyfingarinnar er Har- akat al Thrir al-Falastin, eða samtök til frelsunar Palestínu. Talið er að samtökin hafi verið stofnuð snemma á sjötta áratug aldarinnar eða um miðbik hans. Fyrstu hermdarverk A1 Fatah voru þó ekki framin fyrr en á fyrstu árum sjöunda áratugar- ins. Yasser Arafat tók við hlutverki leiðtoga A1 Assifa, sem var hemaðar- armur A1 Fatah, árið 1965. Hann stýrði þar málum af sömu röggsemi og hann hefur sýnt á öðrum vett- vangi síðar og vakti þegar athygli með þvi að vera hinn eini af leið- togum skæruliðaflokka Palestínu- manna sem stjómaði opinberlega og þoröi að sýna á sér andlitið. A1 Fatah gat sér íljótlega orð fyrir sjálfstæði og hörku og ólíkt flestum öðmm samtökum Palestínumanna lýsti hreyfingin ekki yfir fylgi við ríkisstjóm neins arabaríkis. A1 Fatah var í fyrstu talin ólögleg hreyfmg af ríkisstjómum arabaríkja jafnt sem öðrum. Félagar úr hreyf- ingunni vom oft fangelsaðir í þeim arabaríkjum þar sem þeir höfðu bækistöðvar. PLO Viðhorf araba til A1 Fatah áttu þó eftir að breytast fljótlega. Um miðbik sjöunda áratugarins var frelsishreyfmg Palestínu, PLO, orðin þau samtök Palestínumanna sem mest bar á. PLO var stofnað á ráðstefnu Arababandalagsins árið 1964 og gegndi frá því hlutverki eins konar útlagastjórnar innan banda- lagsins. Völd samtakanna voru þó í fyrstu meira í orði en á borði því að Nasser Egyptalandsforseti hélt fast um stjórnartaumana og lét öðrum eftir lítið ákvarðanavald. Þegar ísraelar niðurlægðu PLO, ásamt Egyptum, Jórdönum og Sýr- lendingum, í júní árið 1967, breyttust áherslur meðal araba nokkuð. Þeir fóm að leita sér nýrra leiðtoga, nýrra stuðningshreyfmga, og þá varð A1 Fatah fyrst verulega áberandi meðal þeirra. A1 Fatah var óumdeilanlega stærstu skæruliðasamtökin og þau sem best voru skipulögð. Fylgi araba við hreyfmguna jókst því skyndilega og sá leiðtoganna, sem þorað /hafði að starfa fyrir opnum tjöldmn, Yass- er Arafat, varð skyndilega eins konar þjóðhefja. í ársbyijun 1969 hafði A1 Fatah náð fullum völdum innan PLO og Arafat var orðinn framkvæmdastjóri hreyf- ingarinnar. Erfiðleikar Þótt margir arabar litu á PLO sem helstu von frelsisbaráttu sinnar hefur hreyfingin ekki alltaf verið velkomin í arabalöndunum. Fljót- lega eftir stríðið 1967 þótti uppbygg- ing hreyfingarinnar ógna innan- landsöryggi bæði í Líbanon og í Jórdaníu. Líbanir reyndu að hefta starfsemi skæruliðasamtaka innan landamæra sinna árið 1969 og kom þá til átaka milli skæruliða og stjórn- arhersins. Síðan hefur lengst af ríkt fremur þvingað andrúmsloft á milli og Palestínumenn oft verið augljós þymir í augum líbanskra stjóm- valda. Til átaka kom einnig í Jórdaníu áriö 1970 og eftir að skæruliðar reyndu að ná stjórn á nokkrum jórd- önskum borgum, til að mótmæla friðarviðræðum Jórdana og Egypta við ísraelsmenn, kom til uppgjörs þar. Jórdanski herinn vann þá sigur á skæruliðunum og varð Arafat loks að undirrita griöasáttmála við Hus- sein Jórdaníukonung síðari hluta ársins. Síðan hefur PLO oft orðið að þola hlutverk hornrekunnar. Starfsemi þeirra hefur verið heft, jafnvel bönn- uð meö öfiu í ýmsum arabaríkjum. Samtökin þoldu niðurlægingu á fyrstu árum áttunda áratugarins og virtust standa völtum fótum. Síðan hafa þau þó, undir forystu Arafats, náð sér nokkuð á strik að nýju og virðast í dag njóta mikils fylgis með- al Palestínumanna, jafnvel svo að meirihluti þeirra telur samtökin helstu fulltrúa sína, jafnt stjóm- málalega sem hemaðarlega. Innaníylkingarátök Þótt Arafat sé óumdeilanlega leiðtogi PLO í dag hefur hann aldrei 100 gr afléttmjólk innihalda aðeins 46 hitaeiningar. Og það eru verðmætar hitaeiningar, því aðþeim fyigja lífsnauðsynleg næringarefni. Efþú vilt grennast, þá erbetra að draga úröðrum og þýðingarminni hitaeiningum. Kalk er nauðsynlegt til þess að bein og tennurnái fullrilengd, þéttleika og styrk. Kalk í mjólknýtist vel vegna annarra efna í mjólkinni a sem vinna með kalkinu. f i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.