Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. 47 Einar Tönsberg, íyrirliði Fram: „Þettavar rosalegur leikur" Einar Tönsberg, fyrirliði Fram: Ég vil byija á því að óska Valsmönnum til hamingju með íslandsmeistaratit- ilinn, 'þeir eru búnir að spila vel í vetur en í þessum leik höfðu þeir heppnina með sér. Ég held að óhætt sé að segja að ekkert lið i 4. flokki hafi tekið eins miklum framförum og við. Ég held að við höfum sýnt það í þessum leik að við erum orðnir jafn- góðir og Valur. En við töpuðum þessum leik vegna þess að taugarnar brugðust þegar staðan var 15-12 fyrir okkur. En þessum leik gleymi ég aldrei, þetta var rosalegur leikur og það er alveg sárgrætilegt að tapa honum niður, því að við spiluðum okkar besta leik í vetur. Annað liðið verður alltaf að vinna og í þetta sinn var það Valur en við vinnum þá næst.“ Þetta sagði Einar Tönsberg, fyrir- liði Fram, eftir úrslitaleikinn við Val og var frekar niðurdreginn sem er vel skiljanlegt. Handknattleikur unglinga • Einar Tönsberg, fyrirliði Fram i 4. flokki karla. Dagur Sigurðsson fyrirliðiVals: Meiri- háttar leikur Dagur Sigurðsson fyrirliði Vals: „Þetta var meiriháttar leikur, þegar 1,30 mín. voru eftir vorum við þrem- ur mörkum undir en við náðum aö jafna, þetta var ótrúlegt. Ég hélt fyrir úrslitin að Framarar væru ekki svona sterkir, en þegar ég sá þá á móti KR var ég orðinn mjög hræddur um að við myndum tapa okkar fyrsta leik í vetur. Framararnir eru með frábært liö og það er varla réttlátt að annað liðið þurfi að tapa svona leik. Þetta var rosalegur leikur. Kannski gerði sælgætisbindindið út- slagið en okkur var bannað að borða sælgæti í eina viku fyrir úrslitin. Ég vil nota tækifærið til að þakka þjálfaranum okkar fyrir veturinn og eigum við honum þetta mest að þakka. Þetta sagði Dagur Sigurðsson, fyr- irliði 4. flokks Vals, eftir leikinn og var aö vonum ánægður með íslands- meistaratitilinn. • Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslandsmeistara Vals. 4. flokkur kvenna Selfoss Islandsmeistari annað árið í röð Á Selfossi fór fram keppni í úr- slitum í 4. flokki kvenna og var hart barist í flestum leikjanna. Selfyssingar sigruöu örugglega í sínum riðli en þeir voru í riðli með Gróttu, ÍBV, HK og KA. ÍBV varð í öðru sæti, HK í því þriðja, Grótta í fjórða sæti en KA í fimmta sæti. í hinum riðlinum var um meiri keppni að ræða og réðust úrslit í riðlinum ekki fyrr en í siðustu leikjunum. ÍBK varð þó hlutskarp- ast en á hæla þeim kom lið UBK. Fram varö í þriðja sæti, UMFG í fjórða sæti en Haukar í fimmta sæti. Það voru því lið Selfoss og ÍBK sem mættust í úrslitaleik ,um ís- landsmeistaratitilinn og er þetta annað áriö í röð sem Selfoss spilar til úrslita í þessum aldursflokki. Leikurinn byrjaði frekar rólega og tókst hvorugu liðinu að skora mark í fyrri hálfleik, enda mar- kvarslan mjög góð hjá báðum liðunum. Um miðjan seinni hálf- leik hafði ÍBK yfir, 2-1, en með mikilli hörku og dugnaði tókst liði Selfoss að jafna leikinn og komast yfir, 3-2, og urðu það lokatölur leiksins. Eins og áður sagði er þetta í ann- að sinn á jafnmörgum árum sem Selfossstúlkurnar verða íslands- meistarar og eru þær vel að þessum titli komnar. Liðið er vel leikandi og hefur á að skipa mjög sterkri vörn og markvörslu. Þrátt fyrir að ÍBK hafi þurft að gera sér annað sætið að góðu má liðið vel við una og stúlkurnar geta verið stoltar af þeirri miklu baráttu sem þær sýndu í úrslitunum. UBK sigraði ÍBV í úrslitaleik um þriðja sætið, 12-9, og Fram varð í fimmta sæti eftir sigur á HK, 13-5. UMFG sigraöi Gróttu í leik um sjö- unda sætið, 10-5, en Haukar urðu í níunda sæti eftir sigur á KA, 12-8. Mynd af íslandsmeisturunum birtist um næstu helgi. Aðalfundir Samvinnutrygginga gt og líftryggingafélagsins And- vöku verða haldnir í Samvinnutryggingahúsinu, Ármúla 2, föstudaginn 29. apríl nk. og hefjastkl. 17.00. Dagskrá verður samkvæmt samþykktum félaganna. Stjórnir félaganna PEUGEOT TURBO INJECTION 1985 Rafmagn í rúöum, sóllúga, centrallæsingar, bílatölva, álfelgur, vökvastýri, Pirelli dekk, tvílitur; silver og steingrár, útvarp/segulband. TIL SÖLU HJÁ BÍLABANKANUM Hamarshöfða, sími 673232. F ermingarskeytasala KFUM og KFUK við Maríubakka - sími 76266 Opið 10-18 DULUX EL frá OSRAM - 80% orkusparnaður - 6 föld ending -E 27 Fatning 7 w = 40 W 11 W = 60 W 15 W = 75 W 20 W = 100 W Fæst í öllum helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum landsins. Heildsölubirgðir. JÓHANN ÓLAFSS0N & C0.HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.