Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. Beðið eftir Abbaævintýri: Sverrir og unnusta hans, Margrét Hreinsdóttir, eöa sú heittelskaða sem Sverrir minntist á í sjónvarpinu eftir sigurinn. DV-myndir Brynjar Gauti — segir Sverrir Stormsker, sigurvegari í Hann segist ætla aö klippa sig og raka, fara í klæöskerasaumaðan smóking og stjórna sjálf- ur hljómsveit Eurovisi- onkeppninnar í Dublin. „Hárið á aö vera úfið þannig aö ég líti út eins og stjórnandi venjulega gerir. Eyþór Gunnarsson- fer í minn stað við píanó- ið en hann hefur þegar sannað ágæti sitt,“ sagði Sverrir nokkur Ólafsson betur þekktur sem Sverr- ir Stormsker, sigurvegari í söngvakeppni sjón- varpsins. Helgarblaöiö ræddi viö Sverri dag- inn eftir sigurkvöld$ og klukkan var aö verða kvöldmatur. Drengurinn var þreyttur eftir eril dagsins og hlakkaði mest til aö borða kvöldmat- inn sem móðir hans beið meö handa honum. Það var haldið upp á daginn með góðri steik. Viðtalið fór fram á heimili foreldra Sverris, Ólafs Stef- ánssonar flugumsjónarmanns og Vilhelmínu Baldvinsdóttur, viö Skólabraut á Seltjarnarnesi. Sverrir er löngu fluttur að heiman og býr með unnustu sinni, Margréti Hreins- dóttur. Sverrir er yngstur og óþekk- astur að eigin sögn. „Pabbi hefur alltaf viljað að ég færi í lögfræði," segir hann. „Ég held ég yrði betri prestur." Það lá beinast við að spyija stjörn- una hvemig dagurinn hefði farið í hann. „Ég veit það ekki,“ segir hann rólega. „Maður reynir að lifa þetta af í hæfilegu móki. Eftir keppnina í gærkvöldi fór ég á krá með Stefáni Hiliharssyni og við fengum okkur í svanginn. Síðan lá leiðin í partí með nokkrum hlj óms veitargaurum og eiginlega var ég að vakna fyrir tveimurtímum." Ekki í loftinu Sverrir hefur löngum látiö taka eftir sér með hreinskilnum svörum og hann hefur oft sagt að hann sofi á daginn og vaki á nóttunni. Nú seg- ir hann aö þetta sé að breytast. „Ég vakna núna klukkan eitt á daginn og það er mikil framfor,“ segir hann. Nú sýndu kannanir daginn fyrir keppnina að lagið var sigurlag. Varstu þá ekki vel undir sigurinn búinn? „Jú, og þó þessar kannanir hefðu ekki veriö gerðar og ég alger- lega grænn fyrir þessu þá hefði ég getað ímyndað mér að lagið færi eitt- hvað nálægt þessu. Þetta kom ekkert voðalega mikið á óvart. Maður tókst ekki beint á loft þó maður fengi tólf stig í fyrstu atrennu.“ - Enþúvarstorðinnhálfvandræða- legur þegar tólf stig komu upp í hveiju kjördæminu á eftir öðru? „Já, það var orðið dálítið trístað. Ég átti ekki von á að fólkið hefði þessa ótrúlegu dómgreind." - Áttuskýringuáhversvegnalagið fékk tólf stíg í öllum kjördæmum? „Það er einfaldlega það að lagið hefur að geyma þessa dæmigerðu Eurovision takta sem eru bráðnauð- synlegir til sigurs. Að minnsta kosti var þetta illskásta lagið ef ég á að vera óskaplega hæverskur. Ekki veit ég hvemig ég á að skilgreina þetta lag en það byrjar í fis-dúr, en það hefði ekki breytt neinu, og endar í gis-dúr, og það skiptir ekki heldur máli. Hvernig á maður að skilgreina af hveiju Obla di með Bítlunum var svona vinsælt. Var það vegna þess að Paul McCartney söng lagið? Var það vegna þess að hann söng Obla di en ekki Bra bra bra, ég veit það ekki?“ - Lagiðsamdirðufyrireinuoghálfu ári en varjtextinn gerður sérstaklega með keppnina í huga? , ,Þetta lag er eitt fárra laga sem ég samdi á kassagítar og textinn kom stuttu fyrir keppnina. Meiningin var að hafa hann á alþjóðlegu tungumáli eins og mér skilst að ástin sé. Mér fannst rétt að hafa nöfn sem allir þekkja eins og Sókrates, John Waine og Michael Caine og allt þetta. Það eina sem vantaði var Stefán Hilmars- son eða Sverrir Stormsker, Stevie Wonder, Sindy Lauper eða Adolf Hitler, það rímar líka. Ég gat alveg eins tekið inn landaheiti. En það er • hæpið því ég hefði aldrei getað tekið inn öll nöfn þeirra þjóða sem keppa. Þar með hefði ég þurft að draga Íönd í dilka sem er mjög vafasamt að gera. Þetta var bara trix því keppni er ekk- ert annað en karate, glíma eða júdó. Ég beitti svona tónlistarlegum hæl- krók.“ - Ertubúinnaðveljalagfyrirnæstu keppni? „Nei, églætþettaduga. Éghefá tilfinningimni að ég sleppi henni næst þó ég sé ekki búinn aö ákveða það. Ég bíð eftir Abbaævintýrinu." - Þúsagðirístuttuviðtalihéríhelg- arblaðinu fyrir keppnina að þú hefðir tekið þátt í keppninni vegna þess að þig langaði mikið í írskan bjór. „Já, ég hef heyrt að hann sé mjög góður þama úti og skemmtileg krár- stemning. Á öðru plani en var á Pöbbnum. í Dublin skilst mér að menn drekki úr kollunum en brjóti þær ekkf á höfði næsta manns. Ég hef aldrei komið til írlands og það er líka önnur ástæða fyrir þátttöku minni í keppninni að mig langar þangað. Mér skilst að ég sé ættaður þaðan eins og hver annar Frónbúi." Óalandi strákgemlingur - Núleikurlesendumsjálfsagtfor- vitni á að vita hvemig þú lýsir sjálf- um þér? „Það er skáldið sem situr hér, strákgemlingur sem kom fyrst í heiminn á Fæðingarheimilinu við Eiríksgötu og það hefur mjög margt skeð þar á milli. Samt ekkert mikið meira en menn reyna almennt. Ég hef til dæmis aldrei skotið fíla í Afr- söngvakepp íku. Aldrei farið til tunglsins. En reynt flest það sem menn reyna al- mennt. “ - Ertu alinn upp hér á Nesinu? „Nei, ég er hvergi alinn upp. Ég er gjörsamlega óalandi og óferjandi,_, segja foreldrar mínir. I bamaskóla var ég kallaður Láki eftir barnasögu- hetju sem hafði stór eyru oghala. Ég var víst stríðinn í meira lagi.“ - Af hveiju tókstu þér nafnið Storm- sker? „Ég var einfaldlega ekkipar hrif- inn af því að vera Sverrir Olafsson. Þetta kom til vegna þess að ég gaf út ljóðabók árið 1982 og mér fannst ekkert hallærislegra en að heita Sverrir Ólafsson á bókarkápunni. Ég vildi frekar heita Einar Ben. eða alla- vega eitthvað annaö en Ólafsson eða Gunnarsson eöa eitthvað þess háttar. Ég hringdi í bróður minn, sem átti hugmynd að síðasta plötuumslagi, hann er nokkuð hugmyndaríkur og ég vildi fá álit hjá honum á nokkrum nöfnum. Eitt var t.d. Sverrir Klakan. Ég var haldinn þeirri áráttu að það væri bráðnauðsynlegt að kenna sig viö ísland. Bróðir minn stakk upp á tveimur nöfnum, annað var Sverrir Dritvík og hitt Sverrir Stormsker og mér leist betur á það. Þetta var fyrsta ljóðabókin mín með ákaflega falleg- um og rómantískum kvæðum. Ári seinna gaf ég út þessa svokölluðu trébók. Hún kom út í sjö eintökum og hvert eintak var selt á sjö þúsund krónur. Blaðsíðurbókarinnar voru allar auðar nema ein þar sem stóð: „Þú keyptir bókina hvort eð er ekki tíl að lesa hana.“ Bókin var innsigluö og enginn vissi hvað stóö í henni." - Þúseldirölleintökinogeittþeirra er komið á safn í Kanada. „Ég seldi öll eintök nema eitt sem ég hélt sjálfur. Reyndar keypti pabbi eina fyrir sig og má nú heita að hann sé sæmilegur lestrarhestur. Hins vegar datt honum það snjallræði í hug að kveikja í bókinni. Það er arinn hér í húsinu og þar sem honum leist ekkert á innihaldið fannst honum upplagt aö nota þaö í eldivið. Það er spurning hvort hann gerir slíkt eftir að maður hefur rúllað þeim upp þarna úti. Ætli hann selji ekki frekar bókarkápuna á uppboði.“ - Kápa bókarinnar var haganlega útskorin. Var listaverkið eftir þig? „Nei, ég er alls enginn smiður og get ekki með neinu móti rakið ættir mínar tíl Steingríms Hermannsson- ar. Þaö vár karl hér á Nesinu, durgur á næsta bæ, sem smíöaði kápuna fyrirmig." - Gerðibókinþigheimsfræganáís- landi? „Nei, það held ég ekki en man þó ekki svo gjörla. Kannski einhverjir hafi vitað um mig fyrir utan foreldr- ana. Bókin vakti meiri athygli safnara heldur en gáfumanna þjóð- arinnar. Þaö voru bara fiíl sem keyptu þessa bók - það kaupir eng- inn bók sem hann ekki veit hvað stendurí." Hinirekkertbetri - Síðankomiextagerðogþúfórst að syngja. Af hveiju? „Eg veit það ekki. Ætli það hafi ekki verið einhver nostalgía frá því ég rak upp frumöskrið á fæðingar- heimilinu á sínum tíma. Ég vildi kannski endurtaka það, ég veit það ekki. Annars hef ég aldrei litið á mig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.