Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. 49 sér, en sveit Menntaskólans á Ak- ureyri varð þar hlutskörpust. Lítum á tvær skemmtilegar skák- ir frá mótinu þar sem sigurvegar- inn er í aðalhlutverki. Þar sem skákimar era nokkuð langar verða athugasemdir í styttra lagi. Hvítt: Andras Adorjan Svart: Jóhann Hjartarson Enskur leikur 1. c4 e5 2. Rc3 RfB 3. Rf3 Rc6 4. g3 Bb4 5. Bg2 6-0 6. 0-0 e4 7. Rg5 Bxc3 8. dxc3 Varlegri leið en 8. bxc3 He8 9. f3 eins og teflt var í heimsmeistara- einvígi Kasparovs og Karpovs í Sevilla. 8. - He8 9. Dc2 De7 10. Rh3 h6 Ekki er víst að þessi sé nauðsyn- legur. í lokaumferð mótsins gaf Helgi Adorjan kost á leppuninni á g5 og jáfnaði tafliö auðveldlega. 11. Rf4 De5 12. Hdl Re7 13. Be3 c5 14. Rd5 Rexd5 15. cxd5 b6 16. c4 d6 17. Bf4 Hér bauð Adorjan jafntefli en Jóhann hafnaði boðinu eftir nokkra umhugsun. Jóhann tapaði fyrir Adorjan á millisvæðamótinu í Szirak og hefur e.t.v. talið stund hefndarinnar upp runna. Hann teflir afar djarft í framhaldi skákar-' innar. 17. - De7 18. b4 cxb4!? 19. Da4 g5 20. Be3 Rg4 21. Bd4 f5!? 22. f3 22. - Re3! 23. Bxe3 exf3 24. Bxg5 f2+! 25. Kxf2 hxg5 26. Dxb4? Eftir skemmtilegar vendingar er tvíeggjuð staða á borðinu. Adorjan virðist ekki gera sér nægilega grein fyrir sóknarmætti svörtu stöðunn- ar. Annars hefði hann leikið 26. Kgl eða 26. Dc2. 26. - De3+ 27. Kfl f4! 28. Dxd6 BÍ5 29. gxf4 He7 Hótunin er nú 30. - Hf8 og hvíti kóngurinn er staddur á hættu- svæði. Adorjan er þó ekki af baki dottinn. 30. Dxe7! Dxe7 31. d6 Df8 32. Bxa8 Dxa8 33. Hd5 Be6? Með 33. - Bd7! hefði svartur haft góða vinningsmöguleika. Þá skorð- ar hann frelsingjann með biskupn- um en drottningin getur leikið lausum hala. 34. Hadl! gxf4 35. d7 Dd8 36. h4 Bxd5 37. Hxd5 Kf7 38. h5 a6 39. h6 Kg6 40. Hd6+ Kh7 41. a3 a5 42. a4 Kg8 43. Kg2 Margir áhorfendur töldu stöðu Jóhanns hartnær tapaða en hvítur kemur ekki kóngi sínum á vett- vang. Svarið við 43. Kel yrði einnig 43. - f3! og drottningin býst til að 43. - f3! 44. exf3 Dg5+ 45. Kfl Dcl + 46. Kg2 Dg5+ 47. Kfl Dcl+ 48. Ke2 Dxc4+ 49. Hd3 Dc2+ 50. Hd2 Dc4+ 51. Hd3Dc2+ 52. Hd2Dc4+ 53. Hd3 - Og jafntefli samið. „Ein sú fjör- ugasta skák norðan Holtavörðu- heiðar,“ segir í mótsblaðinu. Hvítt: Lev Polugajevsky Svart: Jóhann Hjartarson Drottningarbragð. 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 6. Bh4 0-0 7. e3 b6 8. Db3 Bb7 9. Bxf6 Bxf6 10. exd5 exd5 11. Hdl He8 12. g3 c6 13. Bg2 Ba6 14. Rgl Bc4 15. Dc2 a5 16. Rge2 Rd7 17. 0-0 Rf8 18. Hfel Re6 19. Rcl Hc8 20. f4 Hc7 21. b3 Ba6 22. Rd3 Bxd3 23. Dxd3 Hce7 24. Kfl Hd7 25. He2 Hd6 26. f5 Rc7 27. e4 dxe4 28. Rxe4 Hd7 29. Dc4 c5 30. d5 He5 31. g4? Eftir skákina höfðu keppendur á orði að með 31. d6! ætti hvítur hættuleg færi fyrir peðið. Nú snýr Jóhann á Polu með laglegri tafl- mennsku. 31. - Rxd5 32. Hd3 abcdefgh 32. - Rf4! 33. Hxd7 Dxd7 34. Hd2 Ef 34. Rxf6+ gxf6 35. Dxf4, þá 35. -Del+ ogvinnur. 34. - Rxg2! 35. Hxd7 Re3+ 36. Kf2 Rxc4 37. RxfB gxf6 38. bxc4 He4 Hvítur kemst ekki hjá því að tapa öðru peði og situr uppi með tapað hróksendatafl. 39. Hd6 Hxg4 40. Hxb6 Hxc4 41. Hxf6 Kg7 42. Hc6 Hf4+ 43. Kg3 Hxf5 44. a4 Hd5 45. Kg4 Hd4+ 46. Kh5 Hd5 + 47. Kg4 h5+ 48. Kh4 He5 49. h3 Hd5 50. Hb6 Hd4+ 51. Kxh5 Hxa4 52. Hb5 c4 53. Hc5 Ha3 54. h4 c3 55. Kg5 a4 56. h5 f6+ 57. Kf4 Hb3 58. Ke3 Hb7 59. Kd3 Ha7 60. Kc2 a3 61. Kbl Kh6 -Og hvítur gafst upp. -JLÁ Biddge Stefán Guðjohnsen 4. Flugleiðir. 5. Pólaris. 6. Bragi Hauksson. 7. Atlantik. 8. Sverrir Kristinsson. B-úrslit (M/fyrirvara um þátttöku greindra sveita): 1. Valtýr Jónasson (Alfreð Viktorsson). 2. Dröfn Guðmipidsdóttir. 3. Samvinnuferðir/Landsýn. 4. Sigmundur Stefánsson. 5. Sigfús Þórðarson (Sigurður Stein- grims son). 6. Ásgrímur Sigubjörnsson (Sigfús Örn Árnason). 7. Þorsteinn Bergsson. 8. Jón Þorvarðarson. Bridgefélag Siglufjarðar Fyrirtækjakeppni - úrslit. Nr. Stig 1. SR........................774 ~2. HótelHöfn.......... „...757 3. Bæjarstarfsmenn......."...741 4. Skeiðfoss.................737 5. Útvegsbankinn-Skeljungur..733 6. -7. Sjúkrahúsið...........730 ! 6.-7. Stórabrekka...........730 8. Opinberir starfsmenn......718 9. Verslunarmenn.............675 10. Bridgefélagið.............672 11. Kaupmenn................ 653 . í sveit Síldarverksmiðja ríkisins voru: Sigfús Steingrímsson, Þor- steinn Jóhannesson, Jóhann Möller og Björn Þórðarson. Bridgefélag Húsavíkur Bridgefélag Húsavíkur heldur opið sveitamót á Hótel Húsavík dagana 8.-10. apríl næstkomandi. Ferða- skrifstofa Húsavíkur tekur á móti pöntunum og er hægt að greiða flug, gistingu og keppnisgjald allt á sama stað. Skráningu lýkur væntanlega fyrir páska. Spilaðir verða níu 16 spila leikir. Upplýsingar um verð og fyrirkomulag hjá Ferðaskrifstofu Húsavíkur. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 22. mars hélt keppni í barómeter áfram og voru spilaðar 5 umferðir. Hæstu pör nú eru sem hér segir: Nr. stig 1. Jón Þorvarðarson - Guðni Sigurbjarnarson 162 2. Hjálmar Pálsson - Steingrímur Jónasson 94 3. Anton Gunnarsson - Hjördís Eyþórsdóttir 82 4. Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 80 5. Ólöf Ketilsdóttir J.Mc. Greal 55 6. Björn Pétursson - Haukur Sævaldsson 28 7. Alfreð Alfreðsson - Jóhann Gestsson 26 Næst verður spilað 29. mars. Keppn- isstjóri er Hjálmtýr Baldursson. I>V fþróttapistiU „Úr því sem komiö er tel ég ör- uggt að Valur verði íslandsmeist- ari. Valsmenn hafa mikið forskot á FH-inga þegar liðin mæta í úrslita- leikinn á miðvikudaginn þar sem heimavöllur Valsmanna er og svo bætist það við að Héðinn Gilsson er meiddur og óvíst er hvort hann leikur með gegn Val.“ Þetta sagði þekktur handknatt- leiksmaður viö mig eftir að FH hafði sigrað Víking og Valur Stjörnuna á miðvikudagskvöldið. Mikill slagur framundan Leikur Vals og FH á miðvikudag, úrshtaleikur íslandsmótsins, verð- ur hápunktur handknattleiksver- tíðarinnar sem senn hefur runnið sitt skeið á enda. Liðin eru jöfn að getu en óneitanlega mun heima- völlurinn vega þungt þegar á hólminn verður komið. Þeir voru eflaust margir sem bjuggust við því að Valsmenn myndu leika leikinn í Laugardalshölhnni með það í huga aö fá fleiri áhorfendur á úr- slitaleikinn og þar með fleiri aura í kassann. Titillinn meira virði en nokkrir þúsundkallar Auðvitað er það skynsamlegt af Valsmönnum að leika leikinn að Hhðarenda. Þar á hðið mun meiri möguleika gegn FH en í Höllinni og Islandsmeistaratitillinn er vita- skuld meira virði en nokkrir þúsundkallar. Valsmenn hafa mátt horfa á eftir íslandsbikarnum til annarra félaga um nokkurt árabil og leikmenn liðsins eru orðnir mjög æstir í sigur á íslandsmóti. Ógerningur að spá fyrir um úrslit Ekki verður spáð fyrir um úrslit í leik Vals og FH hér enda ‘ígern- ingur að segja til um hugsanlegan sigurvegara. Bæði lið hafa á að skipa sterkum leikmönnum en ein- hvern veginn finnst manni að Valsmenn séu sigurstranglegri. FH-ingar hafa þó staðið sig frábær- lega veí i vetur. Liðið er mjög ungt og um ókomin ár eiga leikmenn FH eftir að halda merki félagsins hátt á lofti og það ætti ekki að koma neinum á óvart þótt íslandsbikar- inn ætti eftir að verða tíður „gest- ur“ í Firðinum á næstu árum. Úrslitakeppnin nálgast í körfunni Á morgun, sunnudag, fer fram síðasta umferðin í úrvalsdeildinni í körfuknattleik en að þessum leikj- um loknum tekur við úrshtakeppni fjögurra efstu liðanna. íslands- meistarar Njarðvíkur, Keflvíking- ar og Haukar hafa þegar tryggt sér þátttökurétt í úrshtakeppninni en fjórða liðið vantar enn. Það kemur í hlut Vals eða KR að leika í úrslita- keppninni en liðin leika á morgun og er því leikurinn mjög mikilvæg- ur fyrir þau bæði. Öll liðin geta sigrað Ekki er auðvelt að spá fyrir um úrslit leikjanna í úrshtakeppninni en þó veðja flestir á áframhaldandi sigurgöngu íslandsmeistaranna frá Njarðvík undir stjórn Vals Ingi- mundarsonar. Það er mín skoðun að í raun hafi öh liðin fjögur búrði til þess að hampa íslandsbikarnum að úrslitakeppninni lokinni. Hafa verður í huga að hð UMFN og ÍBK eru fyrir löngu búin að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni og því verða þessi tvö hð eflaust enn grimmari í úrslitakeppninni en þau hafa verið í síðustu leikjum. Ég spái því að Suðurnesjaliðin leiki til úrslita um íslandsmeistaratitilinn. Ekki treysti ég mér til að spá frekar um gang mála en annað þessara- liöa mun verða íslandsmeistari. Ajlt vitlaust í blakinu íþróttafélag stúdenta hefur nú tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir langa og stranga baráttu. Mörg ár eru síðan barátt- an um íslandsmeistaratitilinn hefur verið eins -jöfn og í vetur og úrslitakeppni þriggja efstu hðanna eftir leikina í 1. deild dugði ekki til aö knýja fram úrslit. Þróttarar hafa verið svo til einráðir í blaki hér á landi í mörg ár en veldi þeirra hef- ur nú verið hnekkt af skemmtilegu liði ÍS. Fylgja hér hamingjuóskir til handa leikmönnum hðsins. Knattspyrnuvertíðin hafin Reykjavíkurmótið í knattspyrnu er hafið og knattspyrnuvertíðin þar með. Margir hafa beðið vertíðar- innar með óþreyju en þeir hinir sömu geta nú andað léttar. Útlit er fyrir afar skemmtilegt íslandsmót og svo virðist sem flest liðin í 1. dehd verði skipuð sterkari leikmönnum en á, síðustu spar- kvertíð. Mikið hefur verið um félagaskipti leikmanna og vonandi ná þeir sér allir vel á strik í sum- ar. Valsmenn hafa íslandsmeist- aratitil að verja en margir spá því að þeim muni reynast erfitt aö halda titlinum. Margir snjalhr leik- menn hafa horfið á braut til annarra liða, hér heima og erlend- is, og þvi verður róðurinn eflaust þungur hjá Hlíðarendaliðinu í sumar. Þó ber að hafa í huga að Hörður Helgason, þjálfari hðsins, er afar snjall á sínu sviði og hann hefur sýnt og sannað að hann kann vel til verka. Þeir sem eru að spá í spilin skyldu því ekki afskrifa Valsmenn. Smánöldur í lokin Varla er hægt að skrifa.pistil sem þennan án þess að nöldra svolítið, þó ekki sé þaö illa meint. í hvert skipti sem ég ek í námunda við gervigrasvöllinn í Laugardal og sé nýju áhorfendastúkuna fer um mig hrollur. Ég get ekki skihð hvers vegna þessari fallegu stúkubygg- ingu var valinn svo vitlaus staöur sém raun ber vitni. Ég er þegar farinn að fyhast samúð með þeim áhorfendum sem leggja munu leið sína á aðaheikvanginn í sumar og verða ef tU viU að gera sér að góðu að standa gegnt áhorfendastú- kunni, í lemjandi rigningu ef svo ber undir. Þá munu örugglega margir hugsa til þess hve notalegt og rétt hefði verið að staösetja stúk- una snotru á þeim eina stað sem henni bar. Stefán Kristjánsson • Stúdentar glaðir í bragði eftir að íslandsmeistaratHillinn var í höfn í blakinu. Lið ÍS varð íslandsmeistari á fimmtudagskvöld eftir mikla og stranga baráttu, DV-mynd G. Bender
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.