Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 26. MARS heimsfræg Valgerður A. Jóharmsdóttir, DV, London; Um miðjan apríl byrjar bandaríska blökkusöngkonan Whitney Houston þriggja mánaða hljómleikaferð um Evrópu. í tilefni af því bauð hún evr- ópskum blaðamönnum til hádegis- verðarfundar á Dorchester hótelinu í Lundúnum. Þar gafst blaðamanni DV tækifæri til að spjalla við Whit- ney um hana sjálfa og tónlist hennar. „Halló, gaman að sjá ykkur,“ sagði Whitney um leið og hún gekk í sal- inn, þar sem blaðamenn og ljós- myndarar höfðu beðið á þriðja tíma. „Því frægari sem þú ert, þvi lengur lætur þú bíða eftir þér,“ sagði fransk- ur blaðamaður sem var farinn að óttast að hann yrði of seinn í flugiö heim. Samkvæmt þeirri speki verður Whitney Houston aö teljast heims- fræg. Þegar maður hittir hana augliti til auglitis er þó ekki hægt að merkja að frægðin hafl stigið henni til höf- uðs. Hef ekkert breyst „Ég hef ekkert breyst," sagði hún. „Auðvitað finnst mér ekki alltaf gaman að vera heimsfræg. Stundum langar mig bara til að vera venjuieg manneskja og geta farið hvert sem er án þess aö nokkur taki eftir mér. Stundum segi ég við fóljdð mitt: í dag er ég ekki Whitney. Ég vil hvorki heyra tónlist með Whitney né um hana talað. Oftast er ég þó sátt við þetta allt. Annað væri líka heimsku- legt. Ég er í þessari aðstöðu af því að ég vildi það. Það neyddi mig eng- inn til að fara að syngja. Ég er að fást við það sem ég hef alltaf viljað gera. Frá þvi að ég var krakki hefur það alltaf verið draumur minn að verða söngkona." Þegar Whitney var spurð hvað henni fyndist um blaðamannafundi af þessu tagi, þá svaraði hún að bragði: „Þegar ég er spurð gáfulegra spuminga finnst mér gaman. Þegar það eina sem ég heyri eru heimsku- legar spumingar um mennina í lífi mínu þá leiðist mér.“ Enginn nýgræðingur Whitney Houston skaut snöggt upp á stjömuhimininn. Fyrsta stóra platan hennar, sem heitir Whitney Houston og kom út í júni 1985, seld- ist í 14 milijónum eintaka. Þess em lífsglöð manneskja. Það endurspegl- ast í tónlist minni," sagði Whitney. Whitney semur hvorki lögin sín né textana sjálf. Flest lögin hafa verið send henni eða útgáfufyrirtækinu af hinum og þessum höfundum sem vildu fá hana til að syngja lögin sín. „Viö hlustum á öll þessi lög og velj- um úr það besta. Flestir þeirra sem eiga lög á plötunum mínum voru óþekktir áður og urðu frægir fyrir að semja fyrir mig,“ sagði Whitney. Hún sagðist gera ráö fyrir að semja tónlist sjálf einhvemtíma í framtíð- inni. „Framtíðin kemur, en eins og er nýt ég þess að syngja lög annarra höfunda, túlka þeirra tilfinningar og gera að mínum,“ sagði hún. Tónleikar Whitney fór síðast í hljómleika- ferð fyrir 18 mánuöum. Hún sagðist hlakka mikið til ferðarinnar í vor. Fyrstu tónleikamir verða í Rotter- dam 19. apríl og þeir síðustu í Múnchen í lok júní. í millitíöinni mun Whitney m.a. koma fram í Lundúnum, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Gautaborg og Par- ís. íslenskir aðdáendur Whitney Houston, sem hyggja á Evrópuferð í sumar, ættu að slá tvær flugur í einu höggi og skella sér á tónleika. „Eg hlakka til þessarar feröar. Tónleikamir verða að sumu leyti svipaöir og síðast en skemmtilegri, rafmagnaðri og meira lifandi. Ég lærði mikiö á síðustu tónleikaferð og naut hennar alveg sérstaklega. Það er eitthvað alveg sérstakt viö að ferðast stað úr stað og syngja fyrir nýjan og nýjan áhorfendahóp hveiju sinni og sjá hvemig fólk bregst við. Sums staðar skildist ef til vill ekki hvað ég var að segja en fólkið skynj- aði það. Það er stórkostlegt að finna það,“ sagði Whitney Houston. Whitney því ekki framandi þegar hún fór sjálf að syngja inn á plötur. Whitney sagði fjölskyldu sína alltaf hafa staðið við bakið á sér og stutt sig á alla lund. „Mamma sagði aö hún hefði aldrei hleypt mér út í þetta nema af því að hún vissi að ég var góð. Hún sagði mér að fara og gera mitt besta og ég gerði það,“ sagði Whitney. Hamingjusamlega einhleyp Whitney Houston er 24 ára, fædd 9. ágúst 1963, og því í Jjónsmerkinu. Hún segist vera frekar heimakær manneskja og eyðir mestu af tíma sínum í að hlusta á plötur eða tala við kisumar sínar. Öllum spuming- um um kærasta og ástarsambönd vísar hún hlæjandi á bug og segist vera „hamingjusamlega einhleyp". Whitney segist líka eyða eins miklum tima og hún geti með foreldrum sín- um og bræðrum sínum tveim. Hún gerir mikið af því að synda og spila tennis og er mikill körfuboltaað- dáandi. Eldri bróðir hennar, Gary, er fyrrverandi atvinnumaður í körfubolta. Uppáhaldssöngkonur Whitney eru móðir hennar, Barbara Streisand, Ella Fitzgerald og Anita Baker. Tón- list Whitney hefur stundum verið gagnrýnd fyrir að vera of poppuð og áhrifa soultónlistarinnar, þar sem rætur henna liggja, gæti ekki nógu mikið. En hún segist sjálf líta á sig sem soulsöngkonu. „Soul er miklu fremur spurning um tilfinningu en ákveðna tegund tónlistar. Ég er soul- söngkona. Tónlist mín er vissulega léttari, en t.d. Anitu Baker eöa Billy Holiday, en ég hef heldur ekki reynt það sama og þær. Ég er aðeins 24 ára og átti hamingjusama bernsku og er er iiis- glöð og það kemurtram í tónlist minni,“ segir Whitney Ho- uston. ekki áður dæmi í poppsögunni að sólósöngkonu hafi tekist svo vel upp með frumraun sína. Lögin Saving All My Love for You og Greatest Love of AU, sem allir íslenskir popp- unnendur þekkja, sátu í efsta sæti á vinsældalistum um allan heim og Whitney sópaði að sér tónlistarverð- launum. í fyrra sannaði Whitney síðan að velgengni hennar var ekkert stund- arfyrirbæri. Árið 1987 kom út önnur sólóplatan hennar. Hún heitir ein- faldlega Whitney. Sú plata hefur selst í yfir 10 milljónum eintaka og færði Whitney Grammy-verðlaunin eftir- sóttu fyrir besta sdbúm ársins. Lagið I Want to Dance with Somebody þaut upp vinsældalistana, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. „Ég var ánægð með útkomuna á þessari plötu. Við reyndum að blanda saman rólegum lögum og fjörugum til að höfða til sem flestra og ég held að það hafi tekist vel. í samanburði við fyrri plotuna finnst mér einnig röddin þroskaðri nú. Ég og samstarfsmenn mínir.náðum líka betur saman á seinni plötunni af því að við vorum farin að þekkja hvort annað betur,“ sagði Whitney. Þótt vinsældir Whitney og frægð séu tiltölulega nýtilkomin þá fer því fjarri að hún sé einhver nýgræðingur á tónlistarsviðinu. Hún hefur fengist við að syngja frá því hún var krakki, enda tónlist stór þáttur í uppeldi hennar. Móðir hennar, Cisse Hous- ton, er vel þekkt soulsöngkona og frænkur hennar, sem eru Bee Bee og Diana Warwick, voru hennar fyr- irmyndir. Ellefu ára gömul byrjaði hún að syngja í kirkjukór og fimmtán ára var hún farin aö syngja bakradd- ir i næturklúbb þar sem móðir hennar söng. Fljótlega fór móðir hennar einnig að taka hana með sér í plötuupptökur. Stúdíóvinna var Whitney Ho- uston með Grammy- verðlaunin fyrirsöng sinn á siðusu plötu. Ekkialltaf DV á hádegisverðarfundi með Whitney Houston:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.