Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. 27 Sælnú! . . . Fyrsta útgáfan af hljómsveit- inni Doobie Brothers var endurreist i fyrra og skruppu gömlu mennimir í stutta tónleíkaferð. Reynslan af þessum endurfundum var svo góð að nú hefur verið ákveðið að drifa hljómsveit- ina i hljóðver til upptöku á plötu sem kemur svo út sið- aráárinu. . .Morrisey, fyrrum söngvarí Smiths, ger- irsér lítið fyrir ogfer beinustu leið á topp breska breíðskífulistans með plöt- una Viva Hate og em allar viðtökur plötunnar á einn veg. Meira að segja hefur platan fengið mjög lofsam- leg ummæli i Bandaríkjun- um en Smiths áttu aldrei mjög upp á pallborðíð vestra á meðan þeir vom og hétu. Kannski Morrisey vegni bet- ur þar einum síns liðs?. . . Yngsti Gibb bróðirinn, Andy, sem alla tíð stóð í skugga bræðra sinna i Bee Gees, er látinn, aðeins þrítugur að aldri. Banamein hans var hjartaáfall í kjölfar óhóflegr- ar eiturlyfjaneyslu. Andy sló í gegn i Bandaríkjunum fyrir umþaðbiltiuárum með iögunum I Just Want to Be Your Everything og Love is Thicker than Water, en dvöl- in á toppnum var stutt og fljótlega lenti hann í klóm eiturlyfja og háði harða bar- áttu við þau það semeftir var. Fyrir nokkru virtist vera að rofa til hjá honum og hann gerði hljómplötusamn- ing við Island fyrirtækið. Og fyrir skemmstu fór Andy yfirtíl Englands til að vinna aðnýrri plötu en féll fyrir eiturlyfjunum enn og aftur og nú i síðasta sinn. . . Söngkonan Sade hefur ekki látið i sér heyra um nokkurt skeið en ný smáskífa er nú komin útog i kjölfar hennar kemur ný breiðskífa sem hefur fengið nafnið Stronger thanPride. . .Princesendir frá sér nýja breiðskifu i mai oghann erviðsamahey- garðshornið i textum og heitir platan Lovesexy. . . Michael Jackson er margt til iista lagt og nú ryðst hannfram á ritvöllinn með ævisögu! sina, Moonwal- ker. Hann skilaði handriti að bókinni til útgefanda vestra fyrir nokkrum mánuð- um og að þeirra sögn fjailar Jackson bæði um einkalif sitt og opinbera lífið i bók- inni. Kvikmynd með nafninu Moonwalker er lika væntan- leg með vorinu. . .heilog sæl. . . ■- -SþS- Nýjar plötur Stranglers - Aiive and All of the Night Óneitanlega riijast upp ein og ein skemmtileg endurminning frá því í maí fyrir tíu árum þegar hlustaö er á nýjustu plötu Stranglers. Þá skemmti hljómsveitin í troðfullri Laugardalshöll, lék þar af slíkum krafti að fólk starði steinhissa. Þá var nýbylgjurokk í algleymingi úti í hin- um stóra heimi þótt enn hafi það ekki borist hingað. Stranglers voru í broddi fylkingar þeirrar stefnu með Sex Pistols, Clash, Buzzcocks, Gener- ation X og fleiri. Hinn villti kraftur frá því í gamla daga er greinilega úr sögunni hjá Stranglers. Tónarnir orðnir mildari og auðheyrilegt að hljómsveitin eld- ist með hlustendum sínum. Aðallög- in á prógramminu er ekki lengur trylltir rokkarar eins og Nice’n’Slé- azy, Grip, London Lady og fleiri slík heldur Golden Brown, Strange Little Girl og íleiri frá síðari hluta ferils Stranglers. Það er gleðilegt að hljómsveitir þróist meö aldrinum en staðni ekki „Ten Years After" í gömlum klisjum. Klisjur Stranglers voru vissulega góðar og gildar fyrir áratug en skelfmg er gleðilegt að fjór- menningarnir skuh ekki lengur vera að hjakka í sama farinu. Sú er kannski ástæða þess að hljómsveitin Stranglers lifir enn. Fyrir gamlan aðdáanda er Alive and All of the Night ágætis gripur. Gaman að heyra gamla kunningja á ný, svo sem No More Heroes og nokkra þá ellismehi sem fyrr voru nefndir. En það er jafnánægjulegt að hlusta á hljómleikaútgáfur Always the Sun, North Winds og Golden Brown. Stærsti ókostur plötunnar er langhundar tveir. Annars vegar Was It You?/Down in the Sewér. Hins veg- ar Toiler on the Sea. Gamla Kink- slagið All Day and All of the Night er eina lag plötunnar sem er ekki hljóðritað á hljómleikum. Það er á- gætt til síns brúks en á plötunni er það sem álfur út úr hól. Að öðru leyti heyrist mér allt vera í góöu gengi hjá gömlu góðu Stranglers. -ÁT- Robert Plant - Now And Zen Glímt við gamla Þegar fornfrægar hljómsveitir lið- ast sundur reynist liðsmönnum þeirra oftar en ekki mjög svo erfitt að gera það gott upp á eigin spýtur. Um þetta eru mýmörg dæmi og hér er eitt þeirra, fyrrum Led Zeppelin söngvarinn Robert Plant. Hann hef- ur sent frá sér nokkrar sólóplötur síðan Led Zeppehn hætti skyndilega, við ótímahæran dauða trommuleik- arans Jons Bonham. En þó svo að Plant hafi verið annar aðallagasmiður Led Zeppelin hefur honum ekki lukkast sem skyldi á sólóferlinum. Tónlist hans hefur ver- ið afar þungmelt rokk, mjög í ætt við það síöasta sem Led Zeppelin gerði. Og á þessum sömu miðum er Plant enn, þó greinileg merki heyrist á þessari plötu í þá átt að létta yfir- bragð tónsmíðanna aðeins. Fyrir mína parta gengur dæmið samt ekki upp nema í lögum eins og Heaven Knows og Ship of Fools. Hin lögin eru flest vægast sagt óaðgengi- leg og þurfa mikla hlustun. Mikil drauga hlustun dugir þó ekki í öllum tilvik- um. Einhvers staðar segir að hver hafi sinn djöful að draga og Robert Plant hefur greinilega gamla Zeppelin djöf- ulinn að draga. Kannski eru gerðar of miklar kröfur th Plants vegna for- tíðarinnar og kannski á hann erfitt með aö slíta tengslin við fortíðina. Það verður hins vegar aldrei frá manninum tekið að hann er fanta söngvari. -SþS-, George Thorogood & The Destroyers - Bom to Be Bad Rokkað af fullum krafti George Thorogood er gítarleikari og söngvari, ættaður úr miðríkjum Bandaríkjanna. Hann er enginn ný- græðingur í bransanum, hefur komið víða við undir eigin nafni og með öðrum. Ekki er hann vel þekkt- ur hérlendis en vestra nýtur hann nokkurrar virðingar og hefur hann ásamt hljómsveit sinni, The Destroy- ers, sent frá sér fjórar plötur og er sú nýjasta, Born to Be Bad, hér til umfjöllunar. Það þarf ekki mikla hlustun til að sjá hveijir hafa haft áhrif á Thoro- good þegar hann samdi Born to Be Bad. Leitaö er th gamalla rokkkónga á borð við Chuck Berry, Fats Domino og annarra áhka rokkara og lög þeirra færð í nýjan búning án þess þó að hreyft sé verulega við útsetn- ingum. Og Thorogood er einmitt maðurinn sem nær þessu hráa sándi sem einkenndi gullaldartímabh þess- ara öðlinga 1955-1960. Hann er kröftugur gítarleikari með ráma rödd sem fellur vel að lögunum á plötunni sem eru flest gömul en mis- munandi þekkt. Þekktust eldri laganna eru I’m Ready sem Fats Domino gerði þekkt og hefur htið heyrst með öðrum. Treat Her Right og hið klassíska I’m Moving on eftir Hank Snow. Minna þekkt en alveg jafngóð eru Shake Your Money Maker eftir Elmore James, You Can’t Catch Me, eitt af fáum lögum eftir Chuck Berry, er sjaldan hafa heyrst, og tvö lög eftir Chester Burnett, Smokestack Ligh- tning og Highway 48, og er síðara lagið af öðrum ólöstuðum besta lag plötunnar. Lög þessi eru spiluð og sungin af miklum krafti af Thorogood og félög- um og eins er um frumsmíðar Thorogoods. Hann hefur samið þrjú ný lög sem skera sig ekki neitt út úr heildinni heldur falla þau að gömlu lögunum og saman mvnda öll lögin jafna heild sem ætti að hrevfa við hverjum rokkunnanda; krafturinn mikill, sándið hrátt og leikgleðin mikh. Helsti galli plötunnar. og hann er nokkuð áberandi, er tilbreytingar- leysið. Má segja að lögin renni út í eitt allsherjarrokk þar sem hvergi er slakað á. Aðdáendur gömlu rokk- meistaranna ættu að vera ánægðir. George Thorogood er þeirra nútíma- maður. HK. Brautarholti 20 - simar 29098 og 23335 Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.