Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Síða 8
8
MÁNUDAGUR 28. MARS 1988.
Viðskipti___________________________________________________________________________pv
Þoivaldur Gytfason hagfræðiprófessor:
Gengisfellingin ónauðsynleg
Þorvaldur Gylfason, prófessor í hag
fræöi við Háskóla íslands.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggö
Sparisjóðsbækurób. 19-20 Ib.Ab
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 19-23 Ab.Sb
6mán. uppsogn 20-25 Ab
12 mán. uppsögn 21-28 Ab
18mán. uppsögn 32 Ib
Tékkareikningar, alm. 8-12 Sb
Sértékkareikningar 9-23 Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb, Bb.Sp
Innlán með sérkjörum 19-28 Lb.Sb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 5,75-7 Vb.Sb
Sterlmgspund 7,75-8.25 Úb
Vestur-þýskmörk 2-3 Ab
Danskar krónur 7,75-9 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 29,5-32 Sp
Viðskiptavíxlar(forv.)(1). kaupgengi
Almenn skuldabrél 31-S5 Sp
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr) 32,5-36 Sp
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema
Úb
Utlántilframleiðslu
Isl. krónur 30,5-34 Bb
SDR 7,75-8.25 Lb.Bb, Sb
Bandarikjadalir 8,75-9,5 Lb.Bb, Sb.Sp
Sterlingspund 11-11,5 Úb.Bb, Sb.Sp
Vestur-þýsk mórk 5-5,75 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 45,6 3.8 á mán.
MEÐALVEXTIR
överðtr. feb 88 35,6
Verðtr. feb. 88 9.5
ViSITÖLUR
Lánskjaravisitala mars 1968stig
Byggingavísitala mars 343stig
Byggingavisitala mars 107,3 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% . jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Avoxtunarbréf 1,3927
Einingabréf 1 2,670
Einingabréf 2 1,555
Einingabréf3 1.688
Fjólþjóðabréf 1,342
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,724
Lífeyrisbréf 1.342
Markbréf 1,416
Sjóðsbréf 1 1.253
Sjóðsbréf 2 1,365
Tekjubréf 1,390
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 128 kr.
Eimskip 420 kr.
Flugleiðir 284 kr.
Hampiðjan 144 kr.
Iðnaöarbankinn 177 kr.
Skagstrendingurhf. 189 kr.
Verslunarbankinn 140 kr.
Útgeróarf. Akure. hf. 174kr.
(1) Við kaup á viðskiptavlxlum og viö-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavlxla gegn 31%ársvöxt-
um ög nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb=lönaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um penlngamarkaö-
inn birtast f DV á fimmtudögum.
betra að draga úr opinberum útgjóldum
Þorvaldur Gylfason hagfræðipró-
fessor segir það alvarlegt áfall fyrir
ríkisstjómina að hafa séð sig knúna
til að fella gengi krónunnar þegar
eitt af meginatriðum í stefnu hennar
væri að halda genginu stöðugu. Enn-
fremur telur Þorvaldur að gengis-
felling í miðjum kjarasamningum,
en gengið var fellt þann 29. febrúar
síðastliðinn, sé ekki vænleg til árang-
urs, því hún kalli á samsvarandi
kauphækkun næstum strax og að
fiskvinnslufyrirtækin, sem ætlunin
var að hjálpa, verði trúlega engu
betur sett innan skamms en áður.
Þjóðarheildin verði hins vegar verr
sett en áður vegna aukinnar verð-
bólgu af völdum gengisfellingarinn-
ar.
Þetta kemur fram í grein Þorvalds
Gylfasonar í nýjasta hefti Vísbend-
ingar, vikurits Kaupþings hf., um
viðskipti og efnahagsmál. Þorvaldur
segir að ríkisstjómin hafi sjálf gefið
þá skýringu fyrir gengisfellingunni
að fiskvinnslan hafi verið rekin með
óbærilegu tapi og að gengisfelling-
unni hafi verið ætlað að færa fisk-
vinnslufyrirtækjum um 3 milljarða á
árinu til að fleyta þeim yfir erfiðleik-
ana.
„Var gengisfelling þá besta fiáröfl-
unaraðferðin? Nei. Þetta stafar ekki
aðeins af því að gengisfellingin dugir
aö öllum líkindum ekki við núver-
andi aðstæður til annars en að kynda
undir verðbólgu þvert ofan í ásetning
ríkisstjórnarinnar, heldur einnig af
því að aðrar leiðir vom færar,“ segir
Þorvaldur.
Og síðar: „Það var til dæmis hægt
að draga fyrirhuguð opinber útgjöld
saman um 3 milljarða króna og færa
(eða lána) fiskvinnslunni þessa fiár-
hæð gegn því skilyrði að hún gerði
rækilegar ráðstafanir til hagræðing-
ar í rekstri. Hvaða útgjöld? Margt
kemur til greina. Árin 1984-87 hækk-
uðu ríkisútgjöld um 160 prósent, þótt
verðlag hækkaði „aðeins“ um 90 pró-
sent á mælikvarða vísitölu fram-
færslukostnaðar. Þessi þijú ár jukust
ríkisútgjöld um 8 til 9 milljarða króna
á ári að raungildi á núverandi verð-
lagi.“
Þá segir Þorvaldur: „Það er aö visu
auðvelt að fella gengið. Það er hægt
með einu pennastriki. En gengisfell-
ing er verðbólguráðstöfun, sérstak-
lega við núverandi aðstæður. Strangt
aðhald í ríksfiármálum hefði hins
vegar dregið úr verðbólgu og auð-
veldað áframhaldandi gengisfestu,
en þaö hefði jafnframt útheimt erfið-
ar ákvarðanir."
Og loks: „Það er til dæmis eftirtekt-
arvert, að fyrirhuguð bygging nýs
alþingishúss, ráðhúss og veitinga-
húss hitaveitunnar í Reykjavík á
vegum ríkisins og Reykjavíkurborg-
ar mun eiga að kosta svipaða upphæð
og gengisfellingin færöi fiskvinnsl-
unni eða 3 milljarða króna og
reyndar ríflega það,“ segir Þorvaldur
Gylfason.
-JGH
Iðnlánasjóður
malar gull
Iðnlánasjóður skilaði rúmiega
263 milljóna króna hagnaði á síö-
asta ári. Ástæðan fyrir þessum
mikla hagnaöi er fyrst og fremst
sú að sjóðurinn tók erlend lán sem
báru lága raunvexti vegna gengis-
þróunarinnar, en lánaði hins vegar
verötryggð lán með 7,1 prósent
vöxtum. Mismunurinn á þessum
ólíku vaxtakjörum, um 380 milljón-
ir króna, rann í sjóðinn.
Sjóðurinn þurfti að afskrifa lán
aö fiárhæð 116 milljónir króna á
síðasta ari. Þaö eru um 2,5 prósent
af heildarútlánum. Þetta haföi þó
ekki áhrif á góöa afkomu sjóösins.
Á þremur árum hefur eigiö fé
sjóðsins vaxið úr 410 milljónum
króna f 1.501 milijón. Hann er nú
oröinn næststærsti atvinnuvega-
sjóðurinn á eftir Fiskveiðasjóði.
. -gse
Þetta ár ræður
úrslitum í Norður-
AHantshafsfluginu
- segir Sigurður Helgason, forsljóri Flugleiða
Sigurður Helgason, forsfióri Flug-
leiða, segir í viðtali við fréttablað
starfsmanna Flugleiða að þetta ár
ráði úrslitum um hvernig rekstri
Norður-Atlantshafsflugs félagsins
verði háttað í framtíðinni.
„Það er Ijóst að arðsemin af rekstri
Flugleiða verður í framtíðinni að
vera mun meiri en hún hefur verið
á seinni árum ef okkur á að takast
að endumýja flugflotann og mæta
aukinni samkeppni," segir Sigurður
ennfremur.
„Ef áframhaldandi rekstur At-
lantshafsflugsins í núverandi mynd
samræmist því ekki þá er ég hrædd-
ur um að við veröum aö finna
þessum rekstri annan grundvöll eða
draga verulega úr honum ella, að
minnsta kosti hlutfallslega. Ég lít svo
á að þetta ár ráði úrslitum hvað þetta
varðar.“ -JGH
Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur:
Stjómmálamenn
hætti að vemda
þá sem steypa
sér í skuldir
Sigurður B. Stefánsson, hagfræð-
ingur og forstöðumaður verðbréfa-
markaðar Iðnaðarbankans, heldur
því fram að stjórnvöld verði að hlúa
betur að þeim sem vilja spara og
safna eignum, ef takast á að ná því
nauðsynlega marki að snúa við hugs-
unarhætti skuldarasamfélagsins á
íslandi og stöðva söfnun erlendra
skulda. „Sfiómmálamenn verða að
hætta að vemda sífellt þá sem steypa
sér í skuldir og stundum án nægrar
fyrirhyggju.“
Þetta kemur fram í grein sem hann
skrifar í nýjasta tölublað Verðbréfa-'
markaðar Iðnaðarbankans.
Sigurður segir ennfremur: „Þrátt
fyrir að kjör sparenda hafi mjög snú-
ist til hins betra á níunda áratugnum
nægir spamaður þjóðarinnar enn
ekki fyrir fiárfestingu innanlands. Á
árinu 1988 er talið að 10 til 15 millj-
arða vanti upp á og sú fiárhæð, jöfn
viðskiptahallanum, bætist við er-
lendar skuldir landsmanna.“ -JGH
Sigurður B. Stefánsson, hagfræð-
ingur og forstööumaöur verðbréfa-
markaðar Iðnaðarbankans.
Verðbólgan á íslandi
færist á hærra plan
Verðbólgan á íslandi hefur frá ár-
inu 1960 sífellt farið vaxandi. í
nýjasta fréttabréfi Verðbréfavið-
skipta Samvinnubankans er ísland
borið saman við OECD-löndin á
nokkmm tímbabilum frá árinu 1960.
Niðurstaðan er eins og vænta mátti
sú að veröbólgan á íslandi vex með
hverju árinu - og færist sífellt á
hærra plan. -JGH
Vodkinn Eldurís
á fleiri staði
Glenmore Distilleries, umboðs-
aðili vodkans Eldurís í Bandaríkj-
unum, ætlar nú að færa út
kvíamar og markaðssefia Eldurís
í Michiganfylki. Hingaö til hefur
Eldurís aðeins fengist í Washington
DC, Baltimore, Maryland og
Kentucky.
Þess má geta að markaðsherferð
Eldurís vodkans hefur vakið at-
hygh og komist á hsta yfir bestu
herferðimar í Bandaríkjunum.
-JGH
Forstöðumaður nýstofnaðs Verð-
bréfamarkaðar Útvegsbankans,
Friðrik St. Halldórsson.
Friðrik St.
Halldórsson
Friörik St. Hahdórsson hefur verið
ráðinn forstöðumaður Verðbréfa-
markaðar Útvegsbankans. Hann er
28 ára viðskiptafræðingur og hefur
starfað hjá Útvegsbankanum í sex ár.
Síðustu þrú árin hefur hann unnið
hjá Iðntæknistofmm íslands sem
fiármálasfióri.
Friðrik er kvæntur Bergljótu Frið-
riksdóttur nemanda og eiga þau eitt
bam. -JGH