Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Page 44
60
MÁNUDAGUR 28. MARS 1988.
Sviðsljós
DV
Ólyginn
sagði...
Madonna
hefur fengiö svo margar lífláts-
hótanir um ævina aö henni er
hætt að standa á sama. Hún á
stóra villu við Malibu í Banda-
ríkjunum og nýlega lét hún
byggja fjallháa veggi meö gadda-
vírsgiröingum kringum villu
sína. Auk þess er hún búin aö
koma fyrir sjálfvirku þjófavarn-
arkerfi og tveir hundar af rott-
weilerkyni (eins og þessi í
rússneska sendiráðinu) spranga
um garðinn hjá henni ef einhver
skyldi komast yflr giröinguna.
Langar einhvern að prófa?
Raquel
Welch
er kyntákn og þarf náttúrlega aö
gera mikiö til þess að viðhalda
því tákni. Eitt af því er aö klæö-
ast réttu fotunum og gæta þess
aö þau passi. Um daginn fór hún
í búöir fll þess að kaupa sér galla-
buxur en var búin aö eyða
mörgum klukkustundum í leit
áöur en hún fann buxur sem pös-
suöu og hún var ánægö meö.
Þegar þaö loks tókst keypti hún
12 pör svo hún þyrfti ekki aö
leggja á sig erfiðið aftur.
Tom
Cruise
er frægur leikari og þykir með
laglegri mönnum. Vegna fríö-
leika síns fær hann oft hin
ótrúlegustu tilboð. Arabahöföingi
einn, sem veður í peningum, bauö
Tom rúmar fjörutíu milljónir
króna ef hann vildi koma í af-
mælisveislu dóttur sinnar og
syngja þar rokklag en hann mátti
aðeins vera íklæddur sundskýlu.
Dóttir arabahöföingjans er mikill
aðdáandi leikarans. Tom Cruise
afþakkaöi boðið kurteislega.
Önnum kafnir hljómlistamenn
Bítlavinir gáfu sér tíma til þess að
hlada eina hljómleika í Lækjartungli
fyrir stuttu, frá vinstri eru Jón Ólafs-
son, Eyjólfur Kristjánsson, Rafn
Jónsson, Stefán Hjörleifsson og
Haraldur Þorsteinsson.
Bítlavinir hafa lítið spilað saman
að undanfórnu enda eru flestir
hljómsveitarmeölimir önnum kafnir
við önnur störf.
Stefán Hjörleifsson hefur veriö við
nám erlendis, Rafn Jónsson trommu-
leikari er jafnframt í hljómsveitinni
Grafík og Eyjólfur hefur verið á
fleygiferö í Eurovisionkeppninni,
auk þess sem hann syngur í söng-
leiknum Jesús Kristur súperstjarna.
Jón Ólafsson og Haraldur Þorsteins-
son hafa einnig í mörg hom aö líta.
Þeir félagamir gáfu sér þó tíma um
daginn, Stefán Hjörleifsson geröi
stans á landinu, og héldu hljómleika
í Lækjartungli og mætti fjöldi gesta
til þess að hlusta á þá.
Áhorfendur, sem voru fjölmargir, skemmtu sér konunglega á hljómleikum Bítiavinafélagsins.
DV-myndir Ragnar S
Söngleikir eru í tísku um þessar mundir, bæði austan hafs og vestan,
og_ tigið fólk flykkist á helstu sýningamar.
í New York er söngleikurinn Phantom of the Opera sýndur og hefur
hann fengið fádæma góðar viðtökur. Forsetafrúin í Bandaríkjunum,
Nancy Reagan, brá sér á sýningu um daginn og fékk aö heilsa upp á söngv-
arana baksviös í hléi og var þá þessi mynd tekin af henni.
Nancy Reagan haföi mjög gaman af því að fá að hitta söngvarana i
söngleiknum Phantom of the Opera baksviðs i leikhtéi.
Símamynd Reuter
Ljósmyndari DV rakst á þennan hreykna hundeigenda, sem var að viðra
glæsilegan hund sinn af Sheaffer tegund á dögunum, og mátti til með að
festa þau á filmu. Hundar af þessari tegund eru mannhæðarháir þegar
þeir standa upp á afturfæturna og því ekki árennilegir, enda oft notaðir til
gæslustarfa.