Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988.
Fréttir
Fjarvarmaveitur:
Allt að fimm sinnum
dývari en olíukynding
Njóta ekki lækkunar Landsvirkjunar á rafmagni til húshitunar
Eftir ákvörðun Landsvirkjunnar
lækkar rafmagn til húshitunar um
14 prósent. Sú ráðstöfun snertir
ekki verð frá fjarvarmaveitum.
Hitunarkostnaður frá slíkum veit-
um getur orðið mun hærri en
kostnaður vegna olíukyndingar,
jafnvel eftir aö fjarvarminn hefur
verið greiddur niður.
Þegar litiö er á raunverulegt
dæmi frá Höfn í Hornafirði, kemur
þetta skýrt fram. Eigandi 110 fm
íbúðar segist hafa notað um 500
lítra af olíu til húshitunar aö með-
altali á mánuði. Olíulítrinn kostar
nú 8 krónur og 20 aura lítrinn. Á
ári væri því kostnaður þessarar
fjölskyldu um 49.200 krónur, eða
4.100 krónur á mánuöi ef olíukatl-
inum hefði ekki verið hent fyrir
nokkrum árum og heitt vatn frá
fjarvarmaveitunni á Höfn tekiö
inn. Nýlegur reikningur fyrir heitt
vatn í tvo mánuði hljóðaði upp á
19.883 krónur. Sá reikningur var
fyrir köldustu mánuöina, en að
sögn Þorsteins Þorsteinssonar,
hitaveitustjóra á Höfn, getur mun-
að allt að helmingi á reikningum
yfir köldustu og heitustu mánuö-
ina. Samkvæmt því má gera ráð
fyrir að hitunarkostnaður fyrir allt
árið hjá þessari fjölskyldu sé um
179 þúsund krónur. Það er 265 pró-
sentum dýrara en kostnaðurinn
við olíuna.
í þessu dæmi er tekið tillit til
þess aö heita vatnið hjá íjarvarma-
veitunni er niöurgreitt. Þannig
fékk þessi ákveðna fjölskylda 6.104
krónur í niðurgreiðslur fyrir þessa
tvo mánuöi. Óniðurgreiddur hitun-
arkostnaður í íbúðinni er því um
234 þúsund krónur, eða 377 prósent
dýrara en olíukynding.
Eins og áður sagði njóta þeir sem
skipta við fjarvarmaveitur ekki
lækkunar Landsvirkjunar. Þeir fá
hins vegar 3,7 prósent hækkun á
almennu rafmagnsverði. Fjöl-
skyldan, sem dæmið var tekið af,
greiddi 8.600 krónur fyrir rafmagn,
auk húshitunarinnar. Sá reikning-
ur hækkar um 318 krónur, sem
jafngildir 1.900 króna hækkun á
ári.
-gse
^ DV-mynd Jóhannes.
Isnes dregið af strandstað
jóhaimes Siguijónsson, DV, Húsavík:
Það var suðaustan strekkingur,
þegar flutningaskipið ísnes sigldi inn
í Húsavíkurhöfn aðfaranótt sl.laug-
ardags. Skipið átti að leggjast við
suðurgarðinn en ekki tókst að koma
skut skipsins að bryggju. Það snerist
og skipið rak inn hafnarkjaftinn og
strandaði á grynningum sem þar eru.
Björgunaraðgerðir hófust síðar um
nóttina, en ekki tókst að draga skipið
á flot þá. Önnur tilraun var gerð um
miöjan dag á laugardag í snarvit-
lausu veðri, svo varla var stætt til
að taka mynd. Hríöarhraglandi og
skafrenningur, sjá mynd. 25 félagar
úr Björgunarsveitinni Garöari unnu
að björguninni. Með aöstoð tveggja
veghefla og þungavinnuvéla þokað-
ist skipið hægt og sígandi að bryggju
og losnaði endanlega af sandrifinu
um kl. 17.30. Skipið hélt til Akureyrar
á laugardagskvöld.
Að sögn Bjama Þórs Einarssonar,
hafnarstjóra, eru grynningarnar
rækilega merktar á öll sjókort og
má því rekja óhappið til mistaka.
Hins vegar er mikil þörf á dýpkun í
höfninni en fjárveitingar til þess eru
af skornum skammti.
Verðum óhressir
ef við
gleymumst
- segir hHaveHusljórinn á Höfh
„Við yrðum ansi óhressir ef sú hærra. Það stenst einfaldlega
yrði raunin aö við yrðum haíðir ekki“
útundan. Þeir sem nota íjarvarma- Þorsteinn sagöi aö stofhanir og
veitur þurfa ekki síöur að borga fyrirtæki á svæði fjarvarmaveit-
háa reikninga en þeir sem nota uimar nytu ekki niöurgreiðslna.
rafmagniö beint,“ sagði Þorsteinn Eftir því sem olían lækkaði ykist
Þorsteinsson, hitaveitustjóri á hættanáþvíaöþessiraöilarskiptu
Höfn. „Við höfúm reynt að hafa yfir i olíuna. Þaö væri hlutfallslega
gjaldskrá okkar um 10 prósent hagkvæmara fyrir þann sem þyrfti
ódýrari en gjaldskrá Rafmagns- að hita upp stórt hús aö stofna til
veitunnar. Þaö er gert vegna þess einhvers stofnkostnaðar vegna
að fólk þurfti hér aö greiöa heim- þessara breytinga. Ef af slíku yrði
taugagjöld þegar fjarvarmastöðin tapaöi fjarvarmaveitan, og raf-
var tekin 1 notkun. Eftir að Lands- magnskerfiö í heild, markaöi. í
virkjun lækkaöi rafinagnsverð til framtíðinni kynni þaö að reynast
íbúðarhúsa er okkar verð oröið dýrtfyrirþessaaöOa. -gse
I dag mælir Dagfari_______________
íslenskur gálgahúmor
Til er útvarpsstöð sem heitir Rót.
í skoðanakönnunum hefur engin
hlustun mælst á þessari stöð, en
það er ekki alveg að marka því
ekki mun hafa náðst í þá sem reka
hana, en reikna verður með að þeir
hlustf við og við. Rót er í eigu
vinstri sinnaðra stjómmálasam-
taka, en aðgangur er frjáls og þarna
mun vera útvarpað þáttum á veg-
um allra handa minnihlutahópa,
allt frá hommum upp í Alþýðu-
bandalag, sem allir em frústreraðir
út í þjóðfélagið af þvi þeir em í
minnihluta. Þetta er út af fyrir sig
gott fyrirkomulag, að safna öllum
helstu fýlupokum þjóðarinnar
saman á einn stað og senda efni
þeirra út á einni bylgju, því þá
þurfum við hin ekki að hlusta á
nöldrið.
En einmitt vegna þess að maður
hélt að þetta væri aðallega nöldur
og niöurdrepandi barlómur um það
hvað allir væru vondir við minni-
hlutahópana, kom það skemmti-
lega á óvart þegar einhveijum
áhugamanni varð á að stilla á
bylgjulengd Rótarinnar fyrir mis-
skilning og uppgötvaði aö Rót haföi
rænu á að bregða á leik þann fyrsta
apríl og setja aprílgabb á sviö. Út-
varpsstöðin bjó til þá frétt að nú
væri búið að upplýsa að Kristur
hefði alls ekki verið krossfestur
heldur hengdur og í framhaldi af
þeirri uppgötvun ætti að eyðileggja
alla krossa, sem hafa verið ein-
kenni kristinna manna, en taka
upp gálga í staðinn.
Þetta er auðvitað ofsalega fyndið
aprílgabb og með því frumlegasta
sem sögur fara af. Gálgahúmor í
orösins fyllstu merkingu. íslensk
fyndni eins og hún gerist best og
skemmtilegust, enda heitir stöðin
Rót, sem orsakast af því að að-
standendur stöðvarinnar standa
traustum fótum í íslensku sam-
félagi. Rætur þeirra Uggja í ís-
lenskri fósturmold. Það er
misskilningur þegar illgjarnir
menn halda því fram að Rót sé
dregin af því að stöðin vilji vera
rótarleg eða rætin. Útvarpsstöðin
er grasrótin og samtökin sem að
henni standa eru grasrótarsamtök.
Útvarpsstöð, sem er jafn rótgróin
og Rót, skilur að sjálfsögðu íslenska
fyndni og hefur kímnigáfuna í lagi.
Þessa séríslensku kímnigáfu, sem
kann að gera grín á annarra kostn-
að og getur hlegið að öllu sem er
nógu andskoti andstyggilegt. Þetta
skilur hins vegar ekki kirkjan eða
hinn kristni söfnuður í landinu og
hefur þess vegna verið að hneyksl-
ast á aprílgabbinu um Krist. Skilur
ekki hvað þetta er fyndið meö
krossinn og gálgann og getur ekki
einu sinni hlegið, þótt brandarinn
sé á kostnað Krists sem er löngu
dáinn og upprisinn.
Biskupinn yfir íslandi hefur
greinilega ekki mikinn húmor, að
minnsta kosti ekki sams konar
húmor og þeir Rótarmenn, sem
voru búnir að liggja lengi yfir þessu
og áttuðu sig á því að það var
gráupplagt að gera grín að Kristi
og krossfestingunni, úr þvi pá-
skana bar upp á fyrsta apríl. Hvað
er kirkjan líka að halda upp á páska
þann fyrsta apríl, þegar vitað er að
húmoristarnir á Rótinni gera sér
grein fyrir að Kristur liggur vel við
höggi, einmitt þann daginn?
Þessi uppákoma sannar aðeins
gildi þess að þjóöin á nú kost á því
að hlusta á margar útvarpsstöðvar.
Meðan Ríkisútvarpið var eitt um
hituna og vinstri sinnaðir minni-
hlutahópar með rætur í grasrótinni
höföu ekki leyfi til að útvarpa, gát-
um við aldrei fengið að heyra svona
fyndið aprílgabb. Útvarspráð hefur
meira segja ekki meiri húmor en
svo, að það er að skamma Ingva
Hrafn fyrir að hafa skoðanir á út-
varpsráði og samstarfsmönnum og
lýsa vantrausti á fréttastjórann
fyrir að tala eins og honum sýnist.
Hvað mundi útvarpsráö Ríkisút-
varpsins hafa sagt ef fréttastofa
ríkisjónvarpsins heföi nú komið
með aprfigabb um Krist, sem ekki
getur einu sinni borið hönd fyrir
höfuð sér og hefur aldrei unnið hjá
stofnuninni?
Nei, þá er nú aldeilis munur aö
geta um frjálst höfuð strokiö og
notið brandara, án þess að þeir séu
ritskoðaðir af fólki sem heldur aö
það sjálft og Kristur sé hafiö yfir
gálgahúmorinn. Verst er að þjóöin
missir af allri þesari fyndni af því
hún nennir ekki að hlusta á Rót-
ina. Ekki nema þá næsta fyrsta
apríl, þegar við fáum aftur fréttir
af aftöku Krists.
Dagfari