Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988. Viðskipti__________________________________________________________________________dv Þórður Friðjónsson, forsljóri Þjóðhagsstofnunar: Gott og hæft fólk hefur komið í stað þeirra sem hafa hætt „Það er vissulega rétt að þetta er mikið prýðisfólk sem hefur hætt hér á síðustu árum, fólk sem hefur haft mikla reynslu. En það er, eins og alltaf, að það kemur maður í manns stað. Hér hefur gott og hæft fólk tek- ið til starfa,“ segir Þórður Friðjóns- son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, en eins og DV greindi frá í gær hafa óvenjumargir hæfir hagfræðingar hætt hjá stofnuninni á síðustu árum. Þessir eru nýir á Þjóðhags- stofnun Þeir sem hafa komið inn á Þjóð- hagsstofnun á síðustu misserum eru þessir: Ásgeir Daníelsson doktor í þjóðhagfræði, Friðrik Már Baldurs- son doktor í tölfræði, Yngvi Harðar- Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 19 20 Ib.Ab Sparireikningar 3jamán uppsogn 19 23 Ab.Sb 6 mán uppsógn 20 25 Ab 12 mán. uppsögn 21 28 Ab 18mán. uppsogn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 8 12 Sb Sértékkareikningar 9 23 Ab Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsógn 3,5 4 Ab.Úb, Lb.Vb. Bb.Sp Innlán með sérkjörum 19 28 Lb.Sb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 5,75 7 Vb.Sb Sterlingspund 7,75 8.25 Ub Vestur-þýsk mork 2 3 Ab Danskar krónur 7.75-9 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv) 29,5 32 Sp Viðskiptavixlar(forv ) (1) kaupgengi Almenn skuldabréf 31 35 Sp Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi AHir Hlaupareiknmgar(yfirdr) 32.5 36 Utlán verðtryggð Skuldabréf 9.5-9.75 Allir nema Úb Utlántilframleiðslu ísl. krónur 30.5 34 Bb SDR 7.75 8.25 Lb.Bb, Sb Bandarikjadalir 8.75 9.5 Lb.Bb. Sb.Sp Sterlingspund 11 11.5 Úb.Bb, Sb.Sp Vestur-þýsk mork 5 5.75 Ub Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 9 Dráttarvextir 45.6 3.8 á mán. ; MEÐALVEXTIR överðtr. feb. 88 35,6 Verðtr. feb. 88 9,5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala mars 1968 stig Byggingavísitala mars 343stig Byggingavísitala mars 107.3stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávöxtunarbré( 1,4969 Einingabréf 1 2.670 Einingabréf 2 1.555 Einingabréf 3 1.688 Fjólþjóðabréf 1.268 Gengisbréf 1.0295 Kjarabréf 2.753 Lífeyrisbréf 1 342 Markbréf 1,432 Sjóðsbréf 1 1.253 Sjóðsbréf 2 1,365 Tekjubréf 1.360 Rekstrarbréf 1.06086 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 128kr. Eimskip 420 kr Flugleiðir 284 kr Hampiðjan 144 kr. Iðnaðarbankinn 177 kr. Skagstrendingur hf. 189 kr. Verslunarbankinn 140 kr Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb=í Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóö- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum. son MA í hagfræði, Stefán Þór Jansen tölvunarfræðingur, Vilborg Júlíusdóttir viðskiptafræðingur, Benedikt Valsson hagfræðingur, Jó- hann Rúnar Guðmundsson hagfræð- ingur og Bjöm Rúnar Guðmundsson. Ráðunautur tveggja ríkis- stjórna Þórður Friðjónsson hóf störf sem forstjóri Þjóðhagsstofnunar í bytjun síðasta árs. Hann er menntaður hag- fræðingur og starfaði sem efnahags- ráðunautur ríkisstjóma Steingríms Hermannssonar og Gunnars Thor- oddsen. Að sögn Þórðar hafa verkefni stofnunarinnar frekar aukist en hitt á síðustu árum. „Dæmi um verkefni, sem lögð hefur verið mikil áhersla á, er endurmat og uppbygging nýs Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar: „Hér hefur byrjað margt gott og hæft fólk á undanförn- um misserum." þjóðhagslíkans, nýs líkans af efna- hagslífmu." Alls eru 23 starfsmenn á Þjóðhags- stofnun. Það em jafnmargir starfs- menn og hafa verið á undanfomum árum. Er traustið hið sama og áður? - TelurþúaðÞjóðhagsstofnunhafi sama traust og áður í viðskiptalífinu vegna mannabreytinganna? „Ég tel það vera. Annars er ekki mitt að meta það.“ Menn viijað reyna sig á nýjum vettvangi - Er einhver sérstök óánægja inn- an stofnunarinnar ástæða þess að svo margir þekktir hagfræðingar hafa hætt á undanfómum árum? „Það held ég ekki. Annars veröur þú að spyrja þá, sem hafa hætt hér, hvers vegna þeir hafi hætt. En ég tel að ástæðumar séu misjafnar eins og gengur. Það er einu sinni gangur lífs- ins að fólk langar til að breyta tíl og skipta um störf. Og ég held að í þessu tilviki hafi menn einfaldlega viljað reyna fyrir sér á nýjum sviðum," segir Þórður Friðjónsson. Einn þeirra hagfræðinga sem hafa hætt hjá Þjóöhagsstofnun sagði við DV í gær að ákveðinn kjarni manna, eins og Jón Sigurðsson, Ólafur Dav- íðsson, HaUgrímur Snorrason, Sigurður B. Stefánsson, Bolli Bolla- son og Gamalíel Sveinsson, hafi hafið störf saman hjá stofnuninni á árun- um í kringum 1970. Það sé aðalástæð- an fyrir því aö þeir hverfi á önnur miö í efnahagslífinu á svipuðum tíma. -JGH Timburvöruverslun Ama Jóns- sonar&Co með sitt síðasta orð Timburvömverslun Árna Jóns- sonar & Co við Laugaveginn er þessa dagana að segja sitt síðasta orð eftir fiöruga timburdaga um ævina. Verið er að jafna húsakynni fyrirtækisins við jörðu, en nokkuð er síðan það hætti starfsemi. Þetta var eitt af fomfrægum fyrirtækjum Reykjavíkur. Reykjavíkurborg keypti lóðina og skipulagði. Samkvæmt því skipu- lagi er gert ráð fyrir um 50 íbúðum á lóðinni í framtíðinni, auk versl- unarhúsnæðis. Margir sendu inn tilboð til Reykjavíkurborgar um lóðina. Hæsta tilboöið kom frá Dögun hf„ en fallið hefur verið frá viðræð- um við það fyrirtæki þar sem það gat ekki lagt fram nægilegar trygg- ingar. Nú standa yfir viðræður við byggingafyrirtækið Asparás sem átti næsthæsta tilboðið um fram- kvæmdir á lóðinni. -JGH Síðustu leifar hins fornfræga fyrirtækis Timburvöruverslunar Árna Jónssonar & Co. Verið er að rífa húsakynn- in við Laugaveginn en á lóðinni eiga aö rísa yfir 50 íbúðir auk verslana. DV-mynd GVA Harald Henrikssen flytur erindi Harald Henrikssen, bankastjóri Den Norske Industribank sem er fiárfestingabanki, flytur erindi um hlutverk og starfsemi bankans á árs- fundi stjómar Iðnlánasjóðs sem haldinn verður á Hótel Sögu í dag. Fundurinn hefst klukkan hálffiögur. Gerö veröur grein fyrir starfsemi og stöðu sjóðsins, en á síðasta ári hafði Iðnlánasjóður yfir 200 milljónir í hagnað og sjóðurinn er oröinn annar stærsti fiárfestingalánasjóðurinn á íslandi. -JGH SÍS-húsið á að vera tilbuið næsta vor Stefnt er að því að SÍS-húsið á Kirkjusandi verði tilbúið næsta vor, að þá flytji SÍS aðalstöðvar sínar þangað. Samkvæmt kaupsamningi ríkisins á húsi SÍS við Sölvhólsgötu, fær SÍS að vera í því húsi þar til Kirkjusandur verður tilbúinn. En SÍS mun greiða leigu fyrir afnotin frá og með 9. október í haust. -JGH Þetta er Kirkjusandur. Þar vinnur SÍS baki brotnu við breytingar. Inn í þetta hús skulu aðalstöðvar fyrirtækisins fara næsta vor. DV-mynd GVA þrjú tækin Fyrirtækin Birtingur og Vaki em nú aö ganga frá sölu á fyrstu þremur seiðatalningartækj unum fyrir fiskeldisstöðvar. Fyrirtækið Birtingur hannaði tækið sem býður upp á hraðvirkari og ná- kvæmari talningu á seiöum en áöur hefur verið möguleg. Fyrir- tækin raunu leggja megináherslu á sölu tækjanna erlendis. Nú er verið að sefia þijú tæki til Þýska- lands og verið er að ganga frá samningum við uraboðsaðila þar- lenda. Þá eru samningar við norska umboösmenn á lokastigi. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.