Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 32
32
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988.
LífsstíH
Rallað með einum af yfirökuþórum landsins, Jóni S. Halldórssyni:
Með tvísprungið á
hundrað og fimmtíu!
Jón S. Halldórsson situr á Porsche-bilnum sinum. Hann hefur mikla
feynslu í keppnisakstri hvers kyns vélknúinna tækja.
Kappéikstur, góðakstur, rall, öku-
leikni, íscross, kvartmíla, allt eru
þetta íþróttir sem stundaðar eru
með hjálp bifreiða. Þar með hefur
verið sett eins konar samasem-
merki milli greinanna þó svo að
bílaíþróttamenn telji muninn á
íþróttunum svipaðan og á hundrað
metra hlaupi og handbolta.
Undirritaður átti þess kost nýlega
að fara í reynsluakstur með einum
harðskeyttasta rallökumanni
landsins, Jóni S. Halldórssyni. Jón
sigraði í fyrstu rallkeppni vorsins
ásamt aðstoðarmanni sínum, Guð-
bergi Guöbergssyni, á Porsche
vagni sem þeir eru nýbúnir að fá
til landsins.
Blaðamanni fannst Porscheinn
afar vígalegur, skreyttur auglýs-
ingum að utan en innandyra var
veltigrind, tvö sæti og mælitæki
sem gagnast í rallakstri. í bílnum
voru engin hljómflutningstæki eða
annar munaður sem menn setja í
samband við lúxuskerrur á borð
við Porsche. Bíllinn er greinilega
byggður upp sem rallökutæki, þó
svo að hann sé að grunninum til
götubíll og notaður sem slíkur af
Jóni og konu hans.
Ekki gera það!
Því er ekki að neita að ýmsir
höfðu orðið til þess að vará undir-
ritaðan við að fara í reynsluakstur
með Jóni. Hann væri góður bíl-
stjóri en kynni ekki að hræðast og
þeir sem ekki væru vanir að fara
upp í mikið meira en sextíu kíló-
metra hraða misstu sjálfsagt
meðvitund af hræðslu ef þeir færu
í rallakstur með Jóni. Undirritaður
lét þetta ekki á sig fá heldur leit á
fyrirtækið sem hluta af vinnunni
sem honum bæri að inna af hendi.
Hraustlega mælt!
Strax og blaðamaður settist inn í
Porsche-bílinn var honum gert að
spenna belti sem ekki voru lík
neinum venjulegum bílbeltum.
Svokölluð ijögurra punkta belti
sem njörvuðu þann spennta svo
gersamlega niður í .sætið að hann
gat sig varla hrært. Þá kom hjálm-
urinn sem var svo gerðarlegur að
engu var líkara en að sá sem inni
í honum var væri gersamlega ein-
angraöur frá umheiminum og að
hann yröi ekki var viö það þó dín-
amít spryngi á skallanum á honum.
Ekki heyrðist mannsins mál
Þessar varúðarráðstafanir virk-
uöu mjög róandi á viðvaninginn
sem gerði sig nú kláran í slaginn.
„Er ekki allt í lagi?“ heyrði blaða--
maðurinn skyndilega hljóma innan
úr hjálminum og gerði sér þá ljóst
að hann var í talstöðvarsambandi
við ökumanninn sem sat við hlið
hans. „Jú, jú, allt í lagi.“
Bíllinn þaut í gang og þá varð
undirrituðum ljóst hvers vegna
þörf var fyrir talstöðvarsamband.
Það heyrðist ekki mannsins mál
inni í bílnum fyrir þórdrunum vél-
arinnar. Vélin er aftur í í bílnum
sem er afturhjóladrifinn og til aö
létta ökutækið var ekkert aftursæti
og því stutt í vélina.
Þegar komið var út fyrir alfara-
leið upp á Hafravatnsleið fór
ökuþórinn að gefa örlítiö í. Sýndi
hann vesælum blaðamanninum á
nettan hátt hvemig rall færi fram.
Bíllinn endasentist á veginum en
Jón S. Halldórsson hafði fullkomna
stjórn á ökutækinu. Það var eigin-
legá ekki hægt aö verða verulega
hræddur. Jafnvel þegar ökumað-
urinn gerði tilraun, og það þrjár,
til að komast yfir brú án þess að
snerta hana eða flaug út í ísilagðan
poll á hraða sem sjálfsagt var meira
en hundrað kílómetra yfir leyfileg-
an hámarkshraða varð blaðamað-
Dægradvöl
urinn ekki hræddur. Við hlið
undirritaðs sat ökumaður sem
greinilega vissi hvað hann var að
gera.
Sprakk á tveimur
Á hraða, sem blaðamanni var tjáð
af einhverjum að væri töluvert á
annað hundruð kílómetrar á
kiukkustund en sjálfsagt hefur
ekki verið meira en sjötíu ef grannt
er hugsað um umferðarlögin,
sprakk á tveimur dekkjum á Porsc-
he-bílnum, báðum hægri dekkjun-
um. Jón hafði ekið yfir hvassa
steina og dekkin þoldu það ekki.
„Það er sprungið, sennilega á
tveimur!" sagöi Jón og stöðvaði
bílinn. Undirritaður haíði ekki orð-
ið var við neitt og bíllinn lét betur
að stjórn en þó sprungið hefði á
afturdekki ökutækis hans á þrjátíu
kílómetra hraða í Reykjavík.
Það kom fljótlega í ljós að Jón
hafði rétt fyrir sér. Sprungið hafði
á tveimur hjólum á einum og sama
steininum.
Iðulega skipt um dekk
Jón S. er snöggur að skipta um
dekk. Tvö sprungin dekk eru ekk-
ert tiltökumál enda hefur hann
skipt um dekk á Porsche-bílnum
oftar en meðalmaður þarf að gera
á stuttu æviskeiði sínu þó aðeins
séu liðnir nokkrir mánuðir frá því
að Jón festi kaup á bílnum. Nú
voru komin sterkari og traustari
dekk undir bílinn og því ákveðið
að reyna að láta hann fljúga örlítið.
Ekið var að Gufunesi og á leiðinnl
milli Gufuness og Korpúlfsstaða
var prýðispollur sem gott var að
fljúga að og lenda í. Ljósmyndarinn
var reiðubúinn á sínum stað,
blaðamaðurinn kirfilega negldur
niður í sæti sitt og svo var lagt af
stað.
Þetta var ótrúlega skemmtilegt!
Eftir fjórðu tilraunina, þegar ljós-
myndarinn var loks búinn að ná
mynd sem honum líkaði, sagði
hann: „Láttu nú blaðamanninn
verða hræddan!"
Jón S. sagði að það væri tæpast
markmið hans í lífinu að hræða
fólk en hann skyldi þó reyna. Eftir
eina ferð tii viðbótar var undirrit-
aður jafngiaðhlakkalegur og áður
og hætti Jón þá að reyna að hræða
hann. Það sem Jón ekki vissi var
hversu góður leikari undirritaður
var og að hann gat falið hræðsl-
ustunurnar með hljóðum sem gátu
líkst hlátri.
Fjári skemmtilegt!
Um þessa staðreynd veit sem bet-
ur fer enginn ennþá og ég held helst
'að Jón S. hafi undirritaðan í huga
ef aðstoðarmaðurinn hans skyldi
forfallast.
En guð forði okkur frá þvi. Enn
hugsar undirritaður um brýr sem
farið er yfir án þess að snerta þær,
90 gráðu beygjur sem teknar eru í
lausamöl án þess að hraðinn sé
færður mikið niður fyrir hundrað-
ið (að því er sagt er) og ísilagðir
drullupollar sem lent er ofan í á 180
kílómetra hraða (sjálfsagt ekki
nema svona um 90 kílómetra) og
hann getur ekki að því gert að hann
hugsar: „Ja, þetta var bara
skemmtilegt, fjandi skemmtilegt!“
-ATA
Blaðamaður kemur hálfskelkaður en um leið heillaður út úr rallbílnum og ökumaðurinn, Jón S. Halldorsson, hjálpar honum út.
DV-myndir KAE
Porsche billinn á fleygiferð á malarvegi i nágrenni Reykjavíkur. Kepp-
endur eru vel varðir með öflugum bílbeltum, hjálmum og veltigrindum.