Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988. 11 DV Utlönd Japanir ryðjast inn á banda ríska fjármagnsmarkaðinn Anna Bjamasan, DV, Denver: Japanir keyptu fasteignir í Bandaríkjunum á síðasta ári fyrir 12,8 milljarða dollara. Má segja að þeir hafi ruðst inn á fjármagns- markaðinn.í Bandaríkjunum þvi að 1985 nam fjárfesting þeirra þar aðeins 1,9 milljörðum dollara. Og þai- sem Japanir hafa nú ööl- ast mikilvæga reynslu í þessum ljárfestingum er reiknaö með að þeir kaupi bandarískar eignir fyrir 16 til 19 milljarða dollara á þessu an. í byriun fjárfestu Japanir aðal- lega í glæsilegum skrifstofubygg- ingum í New York, Los Angeles, San Francisco og á Hawai. Nú eru þeir sagöir eiga meira en helming af öllu skrifstofuhúsnæöi í miðborg Los Angeles/Upp á síökastið hefur áhugi þeirra beinst að verslunar- husnæði I minni borgum og einnig hafa þeir verið stórtækir í kaupum á aðstöðu til móttöku ferðamanna á vinsælustu ferðamannastöðun- um. Sem dæmi um hið fyrmefnda eru fasteignakaup þeirra i Phoenix, Dallas og í Miami. Pjárfesting Jap- ana á þessum stöðum hefur tutt- ugufaldast síðan 1985. Þá sýndu þeir lúxushótelum mikinn áhuga í fyrra og keyptu slíkar eignir fyrir 4,6 milljarða dollara. Japanskt bila- fyrirtæki keypti til dæmis Hyatt Regency hóteliö á Maui eyju á Hawai fyrir 319 milijónir dollara. Jaþanir eru nú sagðir eiga sam- tals eignir í Bandaríkjunum upp á 26 milljarða og hafa mjög nálgast Breta og Hollendinga sem eru stærstu erlendu fjármagnseigend- urnir í Bandaríkjunum. Japanir leggja líka mjög aukna áherslu á samvinnu við bandariska aöila um nýjar fjárfestingar í Bandaríkjun- um. Þannig stendur japanska fyrirtækið Aoki nú í samningum viö tvö bandarísk fyrirtæki um byggingu hótelbyggingar í næsta nágrenni við Disney-World í Flórida. Lækkun dollarans gagnvart jap- anska yeninu hefiir nú mjög ýtt undir fjárfestingar Japana í Banda- ríkjunum. Fjármálaspekingar hafa enn sem komiö er ekki áhyggjur af þessu. Þeir segja að þessi fjárfest- ing hafi Qeiri jákvæðar hhöar en neikvæðar. Á það er líka bent aö allar eigur erléndra aðila í Banda- ríkjunum nemi ekki nema 5 prósentum af þeim verömætum sem Bandaríkjamenn eiga í öðrum löndum. Ný herferð fyrir notkun greiðslukorta ARNARFLUG Þríréttuð glæsimáltíó á þýska vísu framreidd af kokkum Crest hótelsins í Hamhorg Verð aðeins kr. 2.800,- Miða- og borða- pantanir í símum 23333 og 23335 ■ Upplifum þýska stemmningu eins og hún gerist bcst med sku Brass-bandi og Burgeisum, hljómsveit hússins. Anna Bjamason, DV, Denver Stóru bandarísku greiðslukorta- fyrirtækin, Mastercard (Eurocard) og Visa, hyggjast nú blása nýju lífi í viöskiptin með greiðslukortum en slík viöskipti hafa staðnað nokkuð á undanfómum misserum. „Hið nýja líf‘ greiðslukortavið- skiptanna felst í aukinni útgáfu gullkorta og samkvæmt blaðafregn* um eru nýjar auglýsingaherferðir að hefjast til að auka notkun kortanna. Til þessa hafa verið gefnar út rúm- lega sjö milljónir gullkorta hjá Mastercard en sex og hálf hjá Visa. Nú hyggst Visa bjóða gullkortavið- skiptavinum sínum ýmsa áður óþekkta fyrirgreiðslu. Má til nefna að gullkorthafar eiga að hafa aðgang að lögfræði- og læknisþjónustu um allan heim. Þeir eiga að fá ódýr eða frí tryggingariðgjöld á bílaleigubíla og geta tekið út talsverðar fjárhæðir í reiðufé ef þeir lenda í erfiðleikum. Mastercardfyrirtækið býður auðvit- að einnig sömu þjónustu. Það var American Express fyrir- tækiö sem fyrst gaf út gullkort fyrir 22 ámm. Gullkorthafar þess eru nú um fimm milljónir talsins og eltir fyrirtækið hin kortafyrirtækin í fyr- irgreiðslunni við viðskiptavini sína. Það kostar 65 dollara á ári að hafa gullkort frá American Express. Gjald fyrir gullkort hjá Mastercard og Visa Læknaskorti spáð í Bandaríkjunum Anna Bjamason, DV. Denver: Útlit er fyrir að læknaskortur verði í Bandaríkjunum um aldamótin. Áð- ur hafði því verið spáð að þá yröi offramboð á læknum þar í landi. Nýja spáin um læknaskortinn var birt í hinu virta læknatímariti New England Journal of Medicine. Miklu fleiri konur leggja nú lækn- ingar fyrir sig. Konur vinna styttri vinnudaga en starfsfélagar þeirra af karlkyni, að sögn doktors Williams Schwarts frá læknaskóla í Boston. Um það bil 93 þúsund læknar verða við stjómunarstörf, kennslu og rannsóknir og stunda því ekki lækn- ingar í venjulegum skilningi. ‘Schwarts spáir því að um aldamótin verði þörf fyrir 592 þúsund lækna en ekki verði fáanlegir nema 585 þús- und. Læknaskorturinn getur hæglega orðið enn meiri og farið upp í allt að 60 þúsund. Gæti þaö einkum orðið vegná þess aö þörf yrði á fleiri lækn- um vegna eyðni, breytinga á trygg- ingalöggjöfmni og tæknilegra framfara. Þessi fyrirsjáanlegi Iæknaskortur stafar meðal annars af minnkandi aðsókn í læknaskólana en þar hefur nemendum fækkað um 15 prósent síðan 1980. er mishátt og fer það eftir því hjá hvaða banka þau eru gefin út. Kort- hafar hjá American Express verða að gera sín kortaviðskipti upp mán- aðarlega eins og tíðkast hjá íslensku greiðslukortafyrirtækjunum en handhafar bandarískra greiðslu- korta frá Mastercard og Visa geta dregið endanleet unneinr vnn úr viti en verða að greiða mjög háa vexti á þann hluta sem þeir óska að fá sreiðslufrest á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.