Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRlL 1988.' 33 T .ffagrtii Porsche-bíllinn hans Jóns S. Halldórssonar á fleygiferð út í ísilagðan pollinn. Hraðinn var umtalsverður en billinn haggaðist ekki þó hann lenti á ísnum á ferð sem sjálfsagt var talsvert meiri en lög gera ráð fyrir. DV-myndir KAE Steínan tekin á íslandsmeistaratitilinn - segir Jón S. Halldórsson rallökumaður rallið skemmtilegt. Það er spennandi og oft eru það smáatriðin sem ráða úrslitum. Þá spilar heppni líka inn í dæmið en að sjálfsögðu er það hæfni ökumanns og aðstoðarmanns sem úrslitum ræður endanlega." Dýrt sport! - Er þetta ekki dýrt spor i? „Jú, þetta er feikilega dýrt fyrir- tæki. Við reynum aö hafa aðeins upp í kostnáðinn með auglýsingatekjum en þær gera yfirleitt lítið meira en að ganga upp í kostnað á dekkjum. En ánægja okkar kemur upp á móti kostnaðinum og yfirleitt nota rall- ökumenn allar sínar frístundir til að dytta að bílunum og æfa sig. Það eru alltaf einhver smáatriöi sem bæta má í bílunum eða ökulaginu og menn eru sífellt að velta vöngum yfir þeim.“ Jón er með umboð fyrir Porsche- bíla á íslandi og hefur flutt töluvert inn af þeim, sérstaklega þó notuöum bílum. Hann ekur sjálfur Porsche-bíl í rallmótum. Eru þeir bestir? Afturhjólaskvettur „Það er ómögulegt að segja. Porsche hentar mér langbest. Þetta eru afturhjóladrifnir bílar með vél- ina aftur í og skvetta því bakhlutan- um mikið. Það hentar mér. Ég held til dæmis að Jón Ragnarsson, sem er einhver þekktasti rallökumaður landsins, myndi ekki taka undir að Porsche væri besti rallbíllinn og ég efast um að honum gengi vel að keppa í honum. Ekki frekar en mér gengi vel að keppa í Escortinum hans. Þetta er svo einstaklingsbund- ið.“ Þess má geta að Jón S. keppir nú á 75 árgerðinni af Porsche. Bíllinn er með 210 hestafla vél og eru fáir aukahlutir í honum fram yfir það sem gengur og gerist í götubílum af þessari gerð, nema hvað hann er með veltigrind. En býst Jón við því aö verða íslandsmeistari í ár? „Já, ég stefni að því af alefli. Þó gæti til dæmis nafni minn Ragnars- son oröið erfiður og jafnvel fleiri. En nú er stefnan tekin á íslandsmeist- aratitilinn," sagði Jón S. Halldórs- son. -ATA Jón S. Halldórsson og kona hans, Louise Dahl, auk Guðbergs Guöbergsson- ar, aöstoöarökumanns Jóns, og konu hans, Kristinar Birnu Garöarsdóttur. Kristin og Louise hafa báðar áhuga á ralli og ætla aö keppa i sumar á gamla Porsche-bilnum hans Jóns sem skemmdist i veltu i rallkeppni f haust. Á fleygiferó i gegnum drullu og aur. ökuskilyrði eru ekki alltaf sem best á sérleiöunum sem rallökumenn þurfa að aka og því er þeim nauðsynlegt að æfa sig viö slæm skilyrði. Umlíkt en ég er þó ekki beinlinis hræddur viö þessar skepnur." - Er rallið hættulegt? „Nei. Það er ekki hættulegt ef menn vita hvað þeir eru að gera. Við erum svo vel búnir og varðir að ekkert á aö geta hent okkur. Ég hef fariö margar veltur en aldrei skaðast neitt. Það eina sem getur verið hættulegt er ef ökumennirnir lenda á tré, stór- um steinum eða fara fram af hengi- flugi. Aðalatriðið í ralh er að ökumennirnir þekki sín takmörk og fari ekki út fyrir þau.“ - En nú ert þú tahnn með þeim kaldari og hefur stundum lent í óhöppum. „Já, ég finn sjaldan til hræðslu. En ég þekki mín takmörk. Minn helsti annmarki er að ég er ahtaf á síðustu stundu með undirbúninginn. Það kemur oft fyrir að ég fer illa sofinn í keppni vegna þess að ég hef verið að búa bflinn til keppni og þanrúg hefur aht verið til reiðu nema ég. Ég er að reyna að bæta þetta. Annars er það svo margt sem gerir Jón S. Halldórsson er þrítugur Reykvíkingur. Hann hefur frá sautj- án ára aldri komið nálægt flestum íþróttum sem tengjast bifreiðum og vélhjólum. Hann hefur keppt í móto- crossi (vélhjól), íscrossi, sandspymu, torfæraakstri, kvartmílu og ralli. Jón hefur unnið til verðlauna í flest- um þessara íþrótta en gekk þó verst í jeppaakstrinum enda segist hann hafa minnstan áhuga á jeppum. „Það eina sem ég á eiginlega eftir að prófa er svifdrekaflug og fallhlíf- arstökk. Ég stefni að því að prófa þetta í sumar,“ sagði Jón S. Hahdórs- son er blaðamaður spurði hann hvort tíl væri nokkur sú áhættu- íþrótt sem hann hefði ekki reynt. Aldrei verið hræddur! - Ertu aldrei hræddur þegar þú ert að keppa eða æfa? „Nei, ég get eiginlega ekki sagt það. Ég man ekki th þess aö hafa nokkum tíma veriö hræddur. Mér er ekkert vel við stórar pöddur, snáka og því-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.