Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988. Spumingin Finnst þér skattbyrðin hafa þyngst með staðgreiðslu- kerfi skatta? Þóra Baldursdóttir: Mér finnst skatt- byröin vera svipuð og verið hefur. Karl Aspelund: Ég hef ekki hugmynd um það því ég var námsmaður í gamla kerfinu. Stefán Sturla: Ég hef ekki saman- burö en núverandi skattakerfi er tvimælalaust betra. Hildur Pétursdóttir: Já, hún er þyngri, að minnsta kosti þriöjungi hærri hjá minni fjölskyldu. Sigmar nauaorsson: ja, pao er eng- inn vafi á því, augljóst mál. Snorri Magnússon: Nei, það finnst mér ekki. Lesendur „Fastnúmerakerfi bifreiða mun spara þjóðarbúinu um 100 milljónir króna árlega", segir m.a. í bréfinu. Bílnúmer þingmanna: Víki fyrir þjóðartiagsmunum Magnús J. Tulinius skrifar: Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga, lagt fram af dómsmálaráð- herra, Jóni Sigurðssyni, en frumvarp þetta var ein af þeim greinum er felldar voru við atkvæðagreiðslu nýrra umferðarlaga á síðasta þingi. Þá féll umrædd grein á jöfnu í efri deild og olli úrslitum atkvæði þing- manns norðan heiða er átti gott bílnúmer, að hans hyggju, og þótti afar vænt um. Nú er það svo aö nokkrir þingmenn eiga lág og sæt bílnúmer og er þeim að sjálfsögðu mjög annt um að halda þeim-og svo er einnig um nokkra einstaklinga í þjóðfélaginu. En nái hið nýja fastnúmerakerfi fram að ganga mun það spara þjóðarbúinu a.m.k. um 100 milljónir króna árlega, og munar um minna. Að sjálfsögöu mun stofnkostnaður viö nýja kerfið verða nokkur en mun í tímans rás leiða til meiri sparnaðar og hagræðingar. Einnig mun það spara bifreiðaeigendum það mikla umstang er ætíð fylgir umskráning- um, að ekki sé talað um þann mikla fjölda vinnustunda er fara til spillis sem samfara er öllu því stússi. Meðal þeirrar hagkvæmni er af nýja kerfmu leiöir er að sama núm- erið - fylgir bifreiðinni frá fyrstu skráningu þar til bifreiðin er afskráð ónýt, og í öðru lagi gildir númerið fyrir landið allt og með því losna menn við hinar sífelldu umskráning- ar milli umdæma er kosta sitt samkvæmt núverandi kerfi. En hvað varðar þingmennina okk- ar, blessaða, hefði ég haldið að er þeir leggja atkvæði sitt á vogarskál- amar, væru þeir fyrst og fremst að fara meö umboð kjósenda og bæta þjóðarhag, EN EKKIAÐ HUGSA UM EIGIN HAGSMUNI. Er fiárlög eru lögð fram er mikið bitist um framlög til hinna ýmsu verkefna, allt frá 500 þús. króna upp í 2-3 milljónir. Þá hlýtur að muna um 100 milljónir, samkvæmt hinu nýja kerfi, fyrir síblankari ríkiskass- ann. Kassinn er jú þjóðarbúið, ekki satt? Vona ég að hið háa Alþingi komi máh þessu farsællega í höfn, öllum til hagsbóta, og vona jafnframt að þingmenn og aðrir er nú „njóta“ lágra númera beri harm sinn í hljóði. Hringið’í síma 27022 milli kl. 13 og 1S, eða skrifið. Bamavagninn hvarf um páskana Leitin að týndu örkinni: Rugl og hiyllingur Einar Guðmundsson skrifar: Sýnd var á Stöð 2 á páskadagskvöld kvikmyndin Leitin að týndu örkinni. Ég held að þessi mynd hljóti að slá öll met hvað rugl og hrylling varðar. Að virðuleg sjónvarpsstöð skuli bjóða áhorfendum sínum upp á slíka mynd um páskana er fyrir neöan allar hellur. Hvaða boðskap er höfundur og leikstjóri slíkrar myndar að flytja fólki? Fjölskylda mín, börn, tengda- börn og barnaböm, um 10 manns, var samankomin heima hjá okkur á páskadag, eins og hún gerir alltaf á hátíðisdögum. Viö horfðum öll sam- an á myndina og það munaði minnstu aö kvenfólkið fengi hjarta- slag af hryllingnum sem sýndur var. Ég fékk sjálfur mjög slæma martröð um nóttina og konan mín hrópaði lengi upp úr svefninum. Ef við ræðum almennt um íslensk- ar kvikmyndir í dag virðist íslenska ríkissjónvarpiö vera afar seinheppið með þær kvikmyndir sem það hefur látið gera síðustu árin. Einu höfund- arnir, sem virðast geta skrifað óbrengluð kvikmyndahandrit, eru Halldór Laxness og Indriði G. Þor- steinsson. Cathy og Larry Miners skrifa: Fjölskylda okkar hefur búiö. í Reykjavík frá því f janúar síðasthðn- um þar sem eiginmaðurinn kennir hagfræði við Háskóla íslands á veg- um Fulbright-stofnunarinnar. Við höfum þegar eignast margar góðar minningar hér og allt þar til fyrir stuttu hefur dvöl okkar verið dásam- leg lífsreynsla fyrir okkur og þrjú ung böm okkar. En nú hefur nokkuð gerst sem hryggir okkur meir en orð fá lýst. Þegar við vöknuðum á páskadags- morgun komumst við að því að einhvem tíma um nóttina hafði barnavagn verið tekinn ófrjálsri hendi við heimfii okkar að Grettis- götu 63. Hvarf bamavagnsins er því verra þar sem hann er ekki okkar eign. Vinir okkar hér í Reykjavík höfðu lánað okkur vagninn. Vagninn hefur mikiö tilfinningalegt gildi fyrir vini okkar, þar sem þeir hafa notað hann undir öll börn sín. Við ákváðum því að skrifa í Dag- blaðið-Vísi í þeirri von að einhver gæti sagt okkur hvar barnavagninn væri nú. Ekkert mundi gleðja vini okkar meira en að heyra að bama- vagninn þeirra væri fundinn. Cathy og Larry Miners Grettisgötu 63 Sími 27375 Ónýtt kjöt: Virðingaiverð viðbrögð María Lára Atladóttir hringdi: _Á miðvikudaginn fyrir páska keyptum við kjöt í Hagkaupum í Kringlunni. Þétta átti að vera nauta- kjöt og ætluðum við að gera okkur góða máltíð úr því. Kjötið reyndist hins vegar vont og raunar ónýtt og lagt til hhðar og ekki notað til mats- eldar. Nú var hringt í verslunina Hag- kaup og forráðamönnum skýrt frá hvemig ástatt væri um vöru þeirra. Þeir bmgðust viö á þann hátt sem best verður á kosið, sögðust senda mann til að ná í kjötið. Við það var staðið og vel það því þeir sendu okk- ur nýtt og gott úrvalskjöt með öllu tilheyrandi. Þetta kaUa ég virðingarverð við- brögð og óvenjuleg. Ég vildi bara láta þessa getið því nógu oft er kvartað yfir því sem iUa fer og hins látið óget- ið sem vel er gert. - Ég þakka Hagkaupi fyrir frábær viðbrögð við leiðinlegri kvörtun, sem við gátum þó ekki komist hjá að bera fram. Þetta verður líka til þess aö fram- vegis sneiðir maður ekki hjá þessari annars ágætu verslun. Öllum geta orðið á mistök en að bregðast við á réttan hátt er ekki öllum gefið. Það kunna þeir Hagkaupsmenn. Hugleiðing um húsnæðisbætur Sigríður 8krifar: sem keyptu íbúð á þessum tilteknu möguleika á tvennum launum. upphæð á hverja íbúð, sem hlýtur Eg get ekki stillt mig um að stinga ámm fa 42.484 kr. hvort eða saman- Mér finnst vera hægt að leggja að vera rökréttast, hvers vegna þá niður penna og skrifa um hús- lagt kr. 84.968. þann skilning í þetta, að 100% hús- ekki að miöa við fiölskyldustærö? næöisbætur þær sem greiða á út Þetta finnst mér óskiljanlegt og næðisbætur séu 84.968 kr„ en til Efiir þessum reglum fær t.d. ein- síöar á þessu ári. Það sem kemur get engin rök fundiö þessu til að fá þær, þurfa tveir aðilar að stætt foreldri meö tvö böm, helm- mér undarlega fýrir sjónir er aö stuönings.Mínreynslaersúaöþað standa aö íbúðarkaupunum en ef ingi lægri húsnæöisbætur en einstaklingur sem keypi íbúð á ár- er erfiðara fýrir einstakling aö fiár- einn aðili stendur aö kaupunum bamlaus hjón. - Þið lesendur góöir unum 1984 fil 1987 mun fá í magna íbúöarkaup, hann hefur fáer hann ekki nema 50%. getiö svo lagt ykkar mat á réttlætið húsnæðisbætur 42.484 kr., en þjón bara sín laun en hjón hafa alltaf Ef ekki var hægt að ákveöa fasta f þessum reglum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.