Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 36
36
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRlL 1988.
Jarðarfarir
Gestur Magnússon cand. mag. lést
31. mars síðastliðinn. Gestur var
fæddur að Túngarði á Fellsströnd í
Dalasýslu 20. desember 1923. For-
eldrar hans voru hjónin Björg
Magnúsdóttir og Magnús Jónasson.
Vorið 1949 lauk Gestur cand. mag.
prófi í íslenskum fræðum. Haustið
1951 gerðist hann kennari við Gagn-
fræðaskóla verknáms í Reykjavík.
Kennslustörf stundaði hann til árs-
ins 1978 en þá hóf hann störf hjá
Alþingi og vann þar einkum við út-
gáfu Alþingistiðinda. Því starfi
gegndi hann þar til 1. nóvember á
liðnu ári. Gestur kvæntist ekki. Útfór
hans verður gerð frá Fossvogskirkju
í dag kl. 15.00.
* Haraldur Erlendsson verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 14. apríl kl. 15.00.
Svanborg Þ. Ásmundsdóttir verður
jarðsett frá Kópavogskirkju fimmtu-
daginn 14. apríl kl. 13.30.
Guðrún Helga Jónsdóttir verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 14. apríl kl. 13.30.
Sveinjóna Vigfúsdóttir verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 14. apríl kl. 10.30.
Andlát
Jón Þór Jónson, lést af slysforum
9. apríl síðasthðinn.
Lothar Sæborg, Lothusvejen 8, Oslo,
lést 8. apríl síðasthðinn.
Einar Sigmundsson, Borgarbraut 30,
Borgamesi, lést 9. apríl siðastliðinn.
Rósa Júlíusdóttir, Hólavegi 28, Sauð-
árkróki, lést 8. apríl í Sjúkrahúsi
Skagfirðinga.
Guðrún S. Jónsdóttir, Köldukinn,
lést í Héraðshæh Austur-Húnvetn-
inga 10. apríl síðasthðinn.
Sóley Jónsdóttir, Töndebindervej 4,
Kaupmannahöfn, er látin.
Fundir
Mígrensamtökin
Aðalfundur Mígrensamtakanna verður
haldinn í Gerðubergi þriðjudaginn 12.
apríl kl. 20:30, venjuleg aðalfundarstörf.
Brynhildur Briem næringarfræðingur
talar um mataræði. Allir velkomnir.
Kvenfélag Kópavogs
heldur fund nk. fimmtudag, 14.4., kl. 20.30
í félagsheimilinu. Rætt verður um fyrir-
hugaða vorgleði, einnig verður sýning á
nýtísku skartgripum
Tapaðfundið
Dömuúr
fannst fyrir utan Einholt 2 síðasthðinn
fóstudag. Eigandi hafi samband í síma
20596.
Tilkyimingar
Geðhjálp
Geðhjálp heldur fyrirlestur fimmtudag-
inn 14. apríl. Anna Valdimarsdóttir
sálfræðingur flytur erindi um Sjálfsvit-
und, sjálfstraust og sjálfsstyrk. Fyrirlest-
urinn hefst kl. 20.30 á geðdeild Landspít-
alans í kennslustofu á 3. hæð.
Fyrirspumir, umræður og kaffi verða
eftir fyrirlesturinn. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara
Opið hús i Goðheimum, Sigtúni 3, þriðju-
dag. Kl. 14 félagsvist, kl. 17 söngæfmg og
kl. 19.30 bridge.
Kvennadeild flugbjörgunar-
sveitarinnar
verður með félagsfund miðvikudaginn
13. apríl kl. 20.30, félagsvist.
ITC deildin Irpa
heldur fund í kvöld, þriðjudag 12. apríl,
kl. 20.30 að Síðumúla 17.
Kvenfélag Óháða safnaðarins
heldur félagsvist í safnaðarheimilinu
Kirlgubæ fimmtudag kl. 20.30. Góð spila-
verðlaun og kaffi.
Uppskeruhátíð Framara
Uppskeruhátið handknattleiksdeildar
Fram verður haldin í félagsheimili Fram
fimmtudaginn 21. apríl nk. ki.15.00, verð-
launaafhendingar, kaffiveitingar.
Kvenfélag Kópavogs
heldur félagsfund nk. fimmtudag kl. 20.30
í Félagsheimilinu. Rætt verður um fyrir-
hugaða vorgleði, einnig verður sýning á
nýtiskuskartgripum.
Sýningar
Listasafn Islands
í Listasafni íslands er kynnt vikulega
mjmd mánaðarins. Fjallað er ítarlega um
eitt verk í eigu safnsins, svo og höfund
þess. Mynd aprílmánaðar, íslandslag eft-
ir Svavar Guðnason, ohumálverk frá
árinu 1944. Málverkið var keypt til safns-
ins árið 1946. Leiðsögn sérfæðings alla
fimmtudaga kl. 13.30-13.45 og er safnast
saman í anddyri safnsins.
Tónleikar
Gunnar Kvaran leikur einleik
Síðustu Háskólatónleikar vetrarins
verða haldnir í Norræna húsinu mið-
vikudaginn 13, aprii kl. 12.30-13.00. Þar
flytur Gunnar Kvaran sellóleikari svítu
nr. 5 í C-moll fyrir einleiksselló eftir J.S.
Bach.
Áskriftartónleikar
Sinfóníuhljómsveitar íslands
Sinfóníuhljómsveit íslands flytur þrjú
verk á næstu reglulegu tónleikum sínum
nk. fimmtudag kl. 20.30. Þau eru Haust-
spil eftir Leif Þórarinsson, Sinfónia nr. 7
eftir Beethoven og Don Quixote eftir Ric-
hard Strauss. Stjómandi verður Banda-
ríkjamaðurinn Gilbert Levine og
einleikari ísraelinn Mischa Maisky.
Fréttir
Kjaradeila kennara:
Líkur á að kennarasamtökin
sameinist í Kjarabaráttunni
- sem aftur gæti orðið til að kennarar sameinuðust í eitt félag
Svanhildur Kaaber, formaður
Kennarasambands íslands, sagði í
viðtali við DV á fóstudaginn að að-
gerða væri að vænta frá kennurum
eftir að þeir höíðu tapað verkfalls-
boðunarmálinu fyrir félagsdómi.
Hún vildi þá ekki skýra nánar við
hvað hún ætti og hún vildi heldur
ekki gera það í gær, sagði aðeins að
það myndi koma í Ijós á næstunni.
Samkvæmt heimildum DV mun
Kennarasambandið hafa ákveðið að
bíða úrslitá verkfallsboðunarmáls
Hins íslenska kennarafélags fyrir fé-
lagsdómi. Ef félagið tapar því máh
er talið víst að Kennarasambandið
og Hið íslenska kennarafélag muni
bæði bíða til hausts með aðgerðir í
kjaramálum sínum en gætu beitt
öðrum aðgerðum það sem eftir lifði
þessa skólaárs.
Það hefur verið áhugamál margra
félaga í þessum tveimur kennarafé-
lögum að þau sameinuöust en til
þessa hefur ekki orðið af því. Nú eru
taldar auknar hkur á að svo verði
og að grunnskólakennarar, verk-
menntaskólakennarar og framhalds-
skólakennarar sameinist í eitt öflugt
félag.
Sumir kennarar, sem DV hefur
rætt við, segjast ekki sjá til hvaða
aðgerða kennarar geti gripið á þessu
skólaári. Aðeins sé um tvennt að
ræða eins og staðan er nú, að vísa
máhnu til sáttasemjara í von um
kjarasamninga eða bíða hausts. En
margir henda á að það væri ekki hth
kjaraskerðing fyrir kennara að þurfa
aö bíða með kjarabætur til hausts í
þeirri verðbólgu sem nú er.
Einn kennari, sem DV ræddi við,
sagði að persónuleg afskipti Jóns
Baldvins fjármálaráðherra af deil-
unni á dögunum hefði hleypt ihu
blóði á marga kennara og gert deh-
una pólitíska. Hann sagði líka að ef
ríkið væri thbúið th að bjóða kennur-
um sömu kjarasamninga og samið
var um á Akureyri á dögunum, það
er að segja með upphafslaunahækk-
un, myndi það hðka verulega fyrir
um samninga nú þegar. Þessi sami
aðhi fullyrti að ef samningar dræg-
just fram á haust yrði harkan shk
að „aht myndi loga,“ eins og hann
komst að orði. -S.dór
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra:
ÆUar að halda fund
um skreiðarskýrsluna
- Seðlabankinn ætiar að leita leiða til að innheimta nígerísku skuldimar
Skreiðarskýrslan svonefnda, sem
unnin var fyrir forsætisráðherra um
skreiðarviðskiptin við Nígeríu síð-
asthðin 7 th 8 ár, hefur valdið dehum.
í ljós hefur komið að hún er alls ekki
tæmandi um málið og skreiðarfram-
leiðendur eru ekki hrifnir af þeirri
leið sem bent er á í skýrslunni th
lausnar 'vanda skreiðarframleið-
enda. Þar að auki hefur Seðlabank-
inn hafnað hugmyndinni að
skuldahréfakaupurium.
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra sagði í samtali við DV að hann
hefði hug á því að halda fund með
skreiðamefndinni og yfirmönnum
Seðlabankans th að ræða skýrsluna
og leiðir th að innheimta skuldir Níg-
eríumanna. Þorsteinn sagði að
Seðlabankinn væri tilbúinn th að
leita leiða þar um en þetta þyrfti að
ræða frekar.
Vitað er að margir skreiðarfram-
leiðendur hafa þegar bjargað sér út
úr þeim vanda sem skreiðarviðskipt-
in bökuðu þeim en þeir eru hka
nokkrir sem ekki hafa gert það og
standa mjög hla. Þorsteinn sagði að
það væri ahtaf spuming hvað ætti
að ganga langt í björgunaraðgerðum
af þessu tagi, menn hefðu vissulega
tekið míkla áhættu rheð þessum
skreiðarviðskiptum og það á mörg-
um árum. En ef Seðlabankinn gæti
fundið leið th að innheimta skuldim-
ar eða þann hluta þeirra sem væri
innheimtanlegur væri þaö mjög gott.
í skýrslu skreiðamefndarinnar er
talað um að skuldirnar séu rúmar
800 mhljónir króna og þar af sé helm-
ingurinn glatað fé. Vitað er að
skuldimar eru meiri en þetta og hafa
jafnvel verið nefndar tölur upp á 1,4
mhljarða króna en það hefur þó eng-
inn viljað staðfesta.
-S.dór
Kvikmyndir
Frönsk kvikmyndavika ’88
Á veraldar vegi/Le grand chemin
á öðm. Louis, en svo nefnist strák-
ur, verður illhega fyrir barðinu á
missætti þeirra hjóna, ekki hvað
síst fyrir þá sök að þau nota hann
óspart til að klekkja hvort á öðra.
Hann kemst fljótlega að því hvaðan
missætti þeirra er komið.
Leikararnir Richard Bohringer,
sem leikur Pelo, húsbóndann, og
Anémone, sem leikur húsfreyjuna
Marcehe, hlutu Césarverðlaunin
fyrir leik sinn í þessari mynd og
era þau vel að þeim komiri því leik-
ur þeirra er með eiridæmum góður.
Sérstaklega nýtur Anémone sín í
þessu hlutverki, sviðsleikarinn
gægist hins vegar fram öðra hvoru
í leik Bohringer.
Myndin sjálf er með eindæmum
hugljúf og hrifust bíógestir í troð-
fuhum A-sal Regnbogans mjög af
myndinni. Áhorfendur ýmist hlógu
eða grétu og minnist maður ekki
annarra eins viðbragða í íslensku
kvikmyndahúsi. Þetta er mynd
sem á fuht erindi inn á almennar
sýningar og vonandi fær Regn-
boginn að sýna hana áfram því hún
er gullmoh fyrir þá andleysu sem
einkennt hefur kvikmyndafram-
boð í Reykjavík í vetur. -PLP
Leikstjóri: Jean-Loup Hubert
Aðalhlutverk: Anémone, Richard Bo-
hringer, Antoine Hubert, Vanessa Guedj
Frönsk kvikmyndavika ’88 hófst
með sýningu myndarinnar Á ver-
aldar vegi. Myndin fjallar um níu
ára gamlan Parísarstrák sem kom-
ið er í fóstur um stundarsakir í litlu
sveitaþorpi í Suður-Frakklandi.
Þar á hann eftir að komast að raun
um ýmsar staðreyndir lífsins og
ekki allar era jafnþægilegar.
Honum er komið í vist hjá hjón-
um sem keppast við að troða hvert
Antoine Hubert og Vanessa Guedj í hlutverkum sinum f A veraldar vegi