Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1988, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Ofbeldi fylgir trúarofsa Flugræningjarnir, sem undanfarna daga hafa verið að misþyrma farþegum og drepa á vegum guðs síns, segjast stefna að sigri eða píslarvættisdauða fyrir Allah. Þéir eru félagar í vopnuðum ofsatrúarflokki í Líbanon, sem fylgir trúarsjónarmiðum Kómeinis klerks í Persíu. Múhameðstrúarmenn, einkum af sérgrein sjíta, standa framarlega í trúarofstæki, sem hefur einkennt heimsbyggðina síðustu áratugi. Þeir eru sámt ekki einir um hituna. Menn af öllum helztu trúarbrögðum heims standa fyrir hryðjuverkum ogstyrjöldum í nafni guðs. Kristnir menn á Norður-írlandi skipast í ofheldis- sveitir eftir sértrúarskoðunum rómversku og skozku kirkjunnar og drepa hver annan úr launsátri. Undir hatrinu kynda klerkar á borð við Ian Paisley, sem þar gegnir eins konar hlutverki Kómeinis í röðum and- pápista. í þessum heimi trúarofbeldis hefur tiltölulega verald- legur félagsskapur á borð við Palestínusamtökin PLO ekki vakið athygli fyrir hryðjuverk á síðustu árum. Þau hafa þvert á móti gerzt friðsamari með tímanum og reyna núna jafnvel að hafa vit fyrir flugræningjunum. Margir þeir, sem vilja ekki, að utanríkisráðherra okkar tali við Arafat eða aðra fulltrúa samtaka Palest- ínumanna, láta sér í léttu rúmi liggja, að við höfum stjórnmálasamband við afar herskátt ofsatrúarríki, ísrael, sem er að verða æxli á Miðausturlöndum. Um langt árabil hafá stjórnendur ísraels verið gamlir hryðjuverkamenn á borð við Begin og Shamir. í vetur hafa þeir látið herinn stunda skipuleg hryðjuverk á arabiskum unghngum, ákaft hvattir af hálftrylltum klerkum, sem ráða stjórnarmyndunum á þingi ísraels. Á sama tíma hafa kristnir Armenar og múhameðskir Azerbadsjar verið að slátra hver öðrum í Kákasusíjöll- um Sovétríkjanna. Reynt hefur verið að breiða yfir fréttirnar, en ljóst er, að hin verstu fólskuverk hafa verið unnin í nafni tveggja höfuðtrúarbragða heims. í Indlandi ganga hryðjuverkin í þríhyrning. Þar stendur stríðið milli hindúa, múhameðstrúarmanna og sikka. í nágrannaríkinu Sri Lanka eru hryðjuverkin enn stórkarlalegri, þar sem eigast við tamílar og sinhalar, það er að segja hindúar og búddistar. í Afríkuríkinu Súdan ríkir blóðbað milli kristinna Dinka í suðurhlutanum og múhameðskra valdhafa í norðurhlutanum og höfuðborginni Kartúm. Á Fihpps- eyjum er taflið öfugt. Þar berjast múhameðskir Moros á úteyjum við kristna valdhafa í höfuðborginni Manila. Trúarbragðasagan er blóði drifin. Þegar frumkristnir menn komust til valda í Rómaveldi, fóru þeir strax að kvelja og myrða heiðið fólk. Síðan skiptust þeir í fylgis- menn biskupanna Aríanusar og Aþaníasar, steiktu hver annan á víxl og stunduðu útrýmingarherferðir. Kunnugt er aldagamalt blóðbað kaþólskra í Róm og orþódoxra í Miklagarði og síðar þrjátíu ára stríð kaþ- ólskrá og mótmælendatrúarmanna norðan Alpafjalla, svo og rannsóknarrétturinn á Spáni. Ahs staðar voru klerkar í fararbroddi ofstækis, ofbeldis og hryðjuverka. Hið erna, sem kemst í samjöfnuð við trúarbrögð ann- ars heims í að baka mannkyni þjáningar, eru trúarbrögð þessa heims, svo sem í Sovétríkjum Stalíns og í Kambodsíu Pols Pots. Á síðustu árum hafa shk hryðju- verk þó vikið fyrir hryðjuverkum í nafni annars heims. íslenzk kirkja ætti að hvetja kristna klerká um heim allan til að leita samstarfs við klerka annarra trúar- bragða um andóf gegn ofbeldishneigðu trúarofstæki. Jónas Kristjánsson „Að gera eitthvað við viðskiptahallanum! - „Ein almennileg gengisfelling". Lausnarorð ugluspegla?" íslendingar hafa lengi verið ginn- keyptir fyrir einföldum lausnum sem eru meira í ætt viö barnalega trúgirni en hversdagslegan raun- veruleika. Fyrir nokkrum árum var t.d. stór hluti landsmanna sannfærður um að kaupa mætti úti í Bandaríkjunum vél fyrir lítið sem hægt væri að setjast upp á og aka hringinn í kringum landiö á einu sumri þanhig að eftir stæði beinn og breiður vegur. Menn firrtust við og urðu reiðir þegar einhverjir „fræöingar" af kontórum Vegagerðar ríkisins mölduðu í móinn og reyndu aö vekja fólk til umhugsunar um hvort íslenzkur leirruddi og mýra- mold væru varanlegt íblöndunar- efni í steinsteypu. Svo hart og ákaft var málið sótt að þekkingin beið skipbrot, afsalaði sér heils árs framlagi til rannsókna í vegamál- um á íjárlögum svo hægt væri að leigja þetta undratæki og heíja blöndun á staðnum. En svo undarlega brá þá við að þegar menn loks eftir langa og stranga baráttu gátu barið krafta- verkið augum þá gufaöi baráttu- fylkingin upp eins og dögg fyrir sólu og þrátt fyrir ítarlega eftir- grennslan finnst nú ekki nokkur maður lengur sem fæst til þess að viðurkenna að hafa trúað á „amer- íska drauminn“. Séu gamlar baráttugreinar eða ræður dregnar fram í dagsljósið verða höfundarnir sauöslegir í framan og muna skyndilega eftir því að þeir þurfa endilega að flýta sér á einhvern allt annan stað. ísland er gósenland fyrir uglu- spegla. Líka í pólitíkinni Þessir ugluspeglar eru auðvitað í pólitíkinni ekkert síður en þeir hafa verið í vegagerð, brunavarna- eftirliti úti á landi sællar minning- ar og í bisnissnum með farsíma og fótanuddtæki. Þegar. ríkisstjórnir eru að gera einhverjar ráðstafanir, sem ekki rúmast í einni setningu, stíga þeir ábúðarmikhr fram á völl- inn með sína afskaplega einfóldu allra-meina-bót svo fréttamenn standa alveg á öndinni. Þessum ugluspeglum nægir oft- ast að segja eitthvað sísona, að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu allt of takmarkaðar og gangi langtum of skammt, eins og sjá megi t.d. af því að ekkert sé hreyft við viðskiptahallanum. Út á þessa einu setningu fá ugluspeglar upp- slátt og einkaviðtöl eins og meiri- háttar mannvitsbrekkur og þessir upplýstu fjölmiðlastrákar sjá auð- vitað ekkert ósamræmi í því að þessir sömu ugluspeglar skuli svo greiða atkvæði gegn þessum „tak- mörkuðu ráðstöfunum ríkisstjóm- arinnar" á Alþingi því þær gangi allt of nærri fólkinu og bæti svo við að ef ríkisstjórnin ætli aö halda áfram á þessari braut þá muni þeir barasta gera stjórnarsht. Nei, þá væri nú vitið meira að gera eitthvað við viðskiptahallan- um! Og flölmiðlungar stara meö opinn munninn á dýrð þessa og dásemd og segja ekki múkk - því þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir ættu helst að segja. Lík börn leika best, það er nefni- lega það. Gengið og gengið Þessi einföldu lausnarorð uglu- speglanna hafa fengið því áorkað að jafnvel forystumenn launafólks komi útflutningsatvinnuvegunum aö varanlegu haldi er að sjá svo um að áhrif hennar komi ekki fram í kostnaðarhækkunum innan- lands, m.a. þannig að launafólkið veröi að bera þessa „almennilegu gengisfellingu" óbætta? En þetta er kannski of flókið fyr- ir töfraformúluna. Miklu einfald- ara að skrækja bara; gengisfelhng, meiri gengisfelling, með ugluspegl- unum - og víkja svo nokkrum orðum að viðskiptahallanum sem bráðnauðsynlegt er að takast á við en þó ekki þannig að það komi við hagsmuni nokkurs lifandi manns! Eg legg til að áður en langt um hður verði íslenzkum ugluspeglum reistur minnisvarði á viðeigandi stað. Ég hef mína skoðun á því hvar sá staður á að vera, hveijum verði sérstaklega boöið til þess að vera við vígsluathöfnina og hver fenginn verði til þess að afhjúpa styttuna. „Þar mun verða veislunni margtí," svo maður vitni nú i þjóð- skáldin. Sighvatur Björgvinsson eru farnir að orða það að það eina sem bjargaö geti undirstöðuat- vinnuvegunum og landsbyggðinni sé „ein almennheg gengisfelling" en ekki þetta bévítans kákl ríkis- stjórnarinnar við gengið. Ja, hjálpi mér! Maður, sem fylgst hefur með póhtík frá fyrri hluta 7da áratugarins, getur átt á ýmsu von - en að heyra frá sumum forvígis- mönnum verkafólks að haldbesta úrræðið til þess að tryggja hag undirstöðuatvinnuveganna og hinna vinnandi stétta kunni að vera aö hafa gengisfelhnguna nógu stóra er svo ótrúlegt, að það getur ekki verið satt nema af því að það er satt. Dettur þessum mönnum virki- lega ekki í hug að einasta leiðin til þess að tryggja að gengisfelling KjaUariiui Sighvatur Björgvinsson alþingismaður „Og fj ölmiðlungar stara með opinn munninn á dýrð þessa og dásemd og segja ekki múkk - því þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir ættu helst að segja.“ A< ..Wl.. r-ma mmp^mmm speglum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.