Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. Fréttir Væntanlegur niðurskurður hjá bandaríska vamariiðinu í Keflavík: Islenskir starfsmenn taki við af bandarískum í fjárlögum, sem nú eru til með- ferðar fyrir Bandaríkjaþingi, er gert ráð fyrir 14 prósenta niðurskurði á framlögum til ílotans. Þessi niður- skurður var meðal annars til um- íjöllunar á fundum Steingríms Hermannssonar utanríkisráðherra og bandarískra ráöamanna í Was- hington fyrir helgi. „Þessi niðurskurður var ræddur ítarlega. Það er yfirlýst stefna ís- lensku ríkisstjórnarinnar að draga úr þenslu. Við getum því ekki kvart- að þótt bandaríski herinn dragi hér úr framkvæmdum. Ég lagði á það áherslu að farið yrði eftir ákvæði í samningum frá 1974 um að íslenskir starfsmenn yrðu þjálfaðir til þess að taka aö sér störf sem bandarískir starfsmenn hafa sinnt, ef til niður- skurðar kæmi. Því hefur veriö komið til skila að það sé vilji okkar að bandarískum starfsmönnum verði sagt upp ef þeir kunni að þurfa að grípa til uppsagna. Ég greindi Banda- ríkjamönnum einnig frá vaxandi fjölda klögumála sem hafa borist til okkar hér í ráðuneytinu yegna þess að íslenskir starfsmenn telja at- vinnuöryggi sínu stefnt í hættu á Keflavíkurflugvelli," sagði Stein- grímur. Gjaldeyristekjur íslendinga af bandaríska hernum voru á síöasta ári tæpir 5 milljarða króna. Ef 14 prósent niðurskurður kemur að fullu til framkvæmda á Keflavíkurflug- velli geta þessar tekjur því minnkað um allt að 700 milijónir króna. Eru þetta ekki váleg tíðindi í ljósi hins mikla viðskiptahalla? „Það getur orðið einhver samdrátt- ur í tekjum okkar af varnarliðinu. Við eigum hins vegar frekar aö líta til jákvæðra áhrifa þessa niður- skurðar á þensluna," sagði Stein- grimur. -gse Olíumengun frá bandaríska hemum: Herinn boigi ný vatnsbol - segir Steingrímur Hermannsson Meðal þess sem Steingrímur Her- fyrir að herinn greiði 85 prósent af mannsson utanríkisráðherra ræddi um við bandaríska ráöamenn í Washington fyrir helgi var olíu- mengun frá svæði hersins á Kefla- víkurflugvelli. í samtali viö DV, sagði Steingrímur að hann hefði gert Bandaríkjamönnum grein fyrir sam- þykktum sveitarstjórna á Suðurnesj- um þess efnis að þær teystu sér ekki lengur til að taka vatn úr þeim vatns- bólum sem nú væru notuð. „í varnarsamningnum er gert ráð því tjóni sem hann veldur. Eg greindi þeim frá þeirri skoðun minni að ol- íumengunin félli undir þetta ákvæði. Þetta mál er ekki frágengið en ég tel vist að Bandaríkjamenn muni taka þátt í kostnaöi við gerð nýrra-vatns- bóla. Hvort það verður að 85 prósent hluta er enn ekki ljóst. Nú er verið að gera heilbrigðisathugun á varnar- liðssvæðinu öllu og við munum þurfa að bíða eftir niðurstöðum hennar," sagði Steingrímur. -gse JJtflutningsleyfín til Bandaríkjanna: Óvíst um endumýjun Nú er til athugunar í utanríkis- ráðuneytinu hvort þau leyfi, sem Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra veitti fimm fyrirtækjum til útflutnings á fiskafurðum til Bandaríkjanna fyrir síðustu jól, veröi endurnýjuð. Jón veitti leyfin stuttu áður en ut- anríkisviðskipti fluttust yfir í utan- ríkisráðuneytið. Að sögn Steingríms Hermannsson- ar utanríkisráðherra hafa þessi mál verið rædd á fundum með hags- munaaðilum, en enn hafa þau ekki komið til ákvörðunar. -gse Grafið var ofan af olíuleiðslu banda- ríska hersins til þess að finna lekann sem mengaði vatnsból Njarðvík- inga. Alþýðubandalagið: Gömlu verka- lýðsforingjamir úti í kuldanum Á sunnudaginn var haldinn aðal- fundur verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins og kosin stjórn fyrir næsta ár. Það vekur athygli að algeriega var stokkað upp i stjórninni og þeir verkalýðsforingj- ar, sem mest hefur borið á í flokkn- um undanfarin ár, voru ekki kjömir í stjórn, svo sem Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusam- bandsins, Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, Þröstur Ólafsson, ffamkvæmdastjóri Dagsbrúnar, og Benedikt Davíösson, svo nokkrir séu nefndir. Formaður verkalýðsmálaráðsins var kjörinn Bjöm Grétar Sveins- son, formaöur Jökuls á Höfn í Homafirði. Auk hans vora kosnir í stjómina Valgerður Eiríksdóttir kennari, Svanur Jóhannesson bók- bindari, Páll Valdimarsson úr Dagsbrún, Margrét Björasdóttir úr Sókn, Grétar Þorsteinsson, form- aður Trésmiðafélags Reykjavíkur, Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju á Akureyri, Jóhannes Gunn- arsson, varaformaður Starfs- mannafélags ríkisstofnana, Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri sama félags, Gísli Ólafur Pétursson, GísE Már Gísla- son, Bandalagi háskólamanna, Elínbjörg Jónsdóttir úr Þorláks- höfii, Elías Björnsson, formaður Sjómannafélags Vestmannaeyja, Bima Þóröardóttir og Anna Kristín Sigurðardóttir úr félagi opinberra starfsmanna á Suöurlandi. -S.dór í dag mælir Dagfari Gróðinn af matarskattinum Eins og Dagfari greindi frá í gær, eru verslunarmenn ekki að fara í verkfall vegna lágra launa. Þeir hafa heldur ekki verið að fella kjarasamningana vegna þess að þeir séu óánægðir með vérkalýös- forystuna sem skrifaði undir þessa samninga. Nei, verslunarmenn eru að fara í verkfall til að mótmæla matarskattinum. Þetta sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR, um leið og búið var að telja upp úr kössunum en Magnús er þeirri gáfu gæddur að geta lesið þaö af atkvæðaseðlunum hvers vegna fólk greiðir atkvæði með jái eða neii. Þetta eru mótmæli gegn mat- arskattinum, sagði Magnús og svo settu þeir fram nýjar kröfur upp á lágmarkskaup, krónur fjörutíu og tvö þúsund, til að eiga fyrir matar- skattinum. Allt væri þetta gott og blessað ef ekki vildi svo til að í sama mund og Magnús segir verslunarmenn mótmæla matarskattinum stendur Jón Baldvin fjármálaráðherra upp í þinginu til aö upplýsa alþingi og alþjóð um aö matarskatturinn sé mesta og besta kjarabótin sem lág- launafólk á íslandi hafi öðlast í heilan mannsaldur. Matarskattur- inn jafnar tekjumuninn, sagði Jón Baldvin í þinginu og ekki fer á milli mála að formaður Alþýðu- flokksins telur matarskattinn vera rós í hnappagatið fyrir jafnaðar- stefnuna og þá baráttu sem Alþýuflokkurinn heyr í þágu fá- tæka fólksins. Röksemdir Jóns Baldvins eru þessar, ef marka má ræðuna sem hann flutti og Morgunblaðið birti honum til heiðurs:' Matarskatt þurfa allir að borga, fátækir og rík- ir. Ríkir eru fleiri en fátækir og ríkir borða meir en fátækir af því ríkir hafa efni á aö kaupa meir í matinn en fátækir. Ergo: ríkir eyða meiri peningum í matarskatt en fátækir. Þessa peninga getur Jón Baldvin tekið og aukið greiðslurn- ar í barnabæturnar og trygging- arnar til fátækra. Þetta hefði hann ekki getað gert ef enginn matar- skattur hefði verið lagður á. Þá heföi maturinn að vísu verið ódýr- ari sem matarskattinum nemur, en af því að fátækir borða minna en ríkir og hafa ekki eins mikla pen- inga og ríkir til að kaupa í matinn þá tapa fátækir á því að maturinn sé skattlaus. Þeir græða sem sagt minna á að hafa ekki skatt heldur en hafa skatta og það er jú mergur- inn málsins. Röksemdir fiármálaráðherrans eru pottþéttar og auöskildar þegar að er gáð. Hækkunin á matvörun- um sem nemur matarskattinum er til mikillar blessunar fyrir lág- launafólkið og er í rauninni aldeilis furöulegur misskilningur, sem komið hefur upp meðal lands- manna, að þessi matarskattur sé íþyngjandi. Þvert á móti ætti lág- launafólkið að gleöjast yfir því að fá að borga matarskattinn því þannig eru kjör þeirra bætt með hverri krónunni sem bætist viö vöruveröið í formi matarskatts. Verkalýðshreyfingin á að samein- ast um þá kröfu að matarskattur- inn verði hækkaður verulega, í stað þess að mótmæla þessúm skatti og fara jafnvel í verkfall vegna hans. Hins vegar er ekkert á móti' því aö verslunarmenn og aðrar lág- launastéttir í landinu fari í verkfall til að fá kaupið bætt, til aö eiga fyrir matarskattinum, því auðvitað verða menn aö eiga fyrir kjarabót- unum til að þær komi að gagni. Það sem Magnús L. Sveinsson hefur átt við, þegar hann kvaö verslunar- menn hafa verið að mótmæla matarskattinum, er auðvitað hitt aö þeir hafa verið að mótmæla hvaö matarskatturinn er lágur. Þetta fattaði enginn nema Magnús og nokkrir forystumenn í verka- lýðsforystu verslunarmanna og nú hafa þeir sameinast um þá kröfu að hækka kaupið til að eiga fyrir matarskattinum til að þeir geti grætt meira í samræmi við jafnaö- arstefnuna hjá Jóni Baldvin. Ekki verður annað séð en Al- þýðuflokkurinn hljóti að styðja kröfu verslunarmanna um lág- markslaun. Því hærri lágmarks- laun því meira má hækka matarskattinn og því meira getur fólk keypt inn í matinn og því meira græðir láglaunafólkiö á matar- skattinum sem það greiðir. Versl- unarmenn eiga að sameinast með krötunum undir slagoröinu: Hækkum matarskattinn og bætum kjörin. Þá mun verkfallið bera árangurl Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.