Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 5
jurti-sf. ÞRIÐJUDAGUR 19. APRlL 1988. 5 Fréttir * Hvað stöðvast ef til verkfalls verslunarmanna kemur? Ovissuþættimir eru margir Eins og staðan í kjaradeilu versl- unarmanna og viðsemjenda þeirra er um þessar mundir er allt útlit fyr- ir að verkfall verslunarmanna skelli á næstkomandi föstudag og mánu- dag. Það mun að sjálfsögðu hafa mjög víðtækar afleiðingar fyrir allt at- hafnalíf í landinu. Samkvæmt orðanna hljóðan leggur allt félags- fólk í verslunarmannafélögunum niður vinnu en síðan er það verk- fallsnefnda félaganna að meta og veita undanþágui; og enginn veit hverjar þær verða fyrr en þar að kemur. Pétur Maack hjá Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur sagði að engin leið væri að segja til um það nú hvaða undanþágur yrðu veittar. Beiðnir um undanþágur yrðu teknar fyrir af verkfallsstjórn um leið og þær bærust og afgreiddar eftir aðstæðum hverju sinni. Ljóst er að allar stærri verslanir og skrifstofur munu lokast. Minni verslanir geta haft opið ef eigendur vinna sjálfir. Börn eigenda undir 16 ára aldri mega vinna ef þau hafa ein- hvem tímann unnið áður við fyrir- tækið. Sama er að segja um bakarí. Mjólkurdreifing til þeirra verslana sem geta haft opið mun stöðvast fljót- lega og kjötdreifmg svo að segja strax. Afgreiðslufólk. í apótekum leggur niður vinnu en lyfjafræðingar starfa áfram og mega afgreiða lyf. í Reykjavík era bensínafgreiðslu- menn í Dagsbrún og vinna því áfram, allavega meðan bensín er til á af- greiðslutönkunum. Ekki er ljóst enn hvort leyfilegt verður að fylla á þá tanka vegna nótuútskriftar. Á Akur- eyri eru bensínafgreiðslumenn í verslunarmannafélaginu og leggja því niður vinnu. Sækja þarf um undanþágu til að sækja það fólk sem dvelur í sólar- löndum á vegum ferðaskrifstofa og sagði Pétur Maack að engin hefð væri fyrir því að veita undanþágur til slíks en allt flug, bæði til útlanda og innanlands, leggst niður. Ef lottóiö og getraunir eiga að halda áfram verður að veita undanþágu fyrir því. Fólk, sem vinnur við þessi tvö happdrætti, et' í verslunar- mannafélagi. í lottóinu hafa margir keypt sér miða langt fram í tímann þannig að það kemur mjög illa við það ef starfsemin leggst nið- ur. Svona er lengi hægt að tína til dæmi en eins og Pétur Maack sagði þá er etjgin leiö að svara þessum spurningum fyrr en að þeim kemur og á reynir. -S.dór ENNEITT MEISTARAVERKI FRÁ PANASONIC Meistaraverk er eina oröiö sem hægt er að nota yfir þetta margslungna og fjöthæfa myndbandstæki. Gæði ofar öllu varþað sem Panasonic stefndi að með þessu tæki og var ekkert til sparað við hönn- un tækisins. Enda er útkoman tæki í algerum sérflokki sem t.d. hið virta tæknirit "What Video“ valdi besta tæki ársins í sínum verð- og gæðaflokki. Sömu sögu er að segja frá Þýskalandi, þar trónir tækið í fyrsta sæti í sínum gæðaflokki hjá fagritinu "Video". SENDIPENNINN Þessi stórkostlega heimsnýj- ung gerir upptökurfram í tím- ann að barnaleik. Á nokkrum sekúndum stillir þú upptöku- klukkuna, með 100% ná- kvæmni, engirlitlir, leiðinlegir takkar, aðeins nokkur penna- strik. Einfaldara getur það ekki verið. FJORIR MYNDHAUSAR Til að tryggja hreina kyrrmynd og hraðastillanlega truflunar- lausa hægmynd notar NV-G21 fjóra myndhausa. Nú er hægt að skoða hvert smáatriði í myndinni af mikilli nákvæmni. ÞÁ BÝÐUR ÞETTA TÆKI EINNIG UPPÁ: Alfullkomna fjarstýringu. HQ myndgæði (High Quality). Hraðanákvæmni 99,999%. Rafeindastýrða snertitakka. Tvöfaldan hraða. Mánaðarupptökuminni með 8 prógrömmum. 24 tíma skynditímatöku. Stafrænan teljara sem telur klukkutíma, minútur og sek- úndur. Sjálfvirka bakspólun. Sjálfvirka gangsetningu við innsetningu spólu. 99 rásir. 32 stöðva minni. Sjálfvirkan stöðvaleitara. Læsanlegan hrað- leitara með mynd. Leitara með mynd áfram. Leitara með mynd afturábak. Myndskerpustillingu. Fjölvísi sem leyfir þér að fylgj- ast með öllum gjörðum tækis- ins. Fjölþætta tengimöguleika. Tækið er byggt á steyptri ál- grind. Og ótal margt fleira. Nú býðst þetta tæki á kosta- boði, aðeins kr. 49J920r Staðgreitt, aðeins kr. 47A00r P.S. Efþú átt gamalt BETA eða VHS myndbandstæki þá tökum við það upp í á 7.000 kr. burtséð frá tegund, aldri eða ástandi. JAPIS3 BRAUTARHOLT2 • KRINGLAN • SiMI 27133 Auto Operation System Supct Öldl & Doubie Super Fina Sicvv/Cð&ociðf TtHTer Proflfanune t D i-n i C » L I ■ U L com n ■ n d D C U U L. J J Panasonic Video Cassette Recorder NV-G21 HQ super4 Ho»<i Qoubie Super Fine Slow VPS 111| | II | Digifoi Scanner | || |; j ,| AdaptstM lot VPS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.