Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. 7 Stjómmál Bjórinn samþykktur í neðri deild: Bjorandstæðmgar með að fella þjóðaratkvæði Bjórfrumvarpið var samþykkt frá neðri deild í gær með lítUs háttar breytirígum. Atkvæði féllu þannig að 23 greiddu atkvæði með en 17 á móti. Tveir deildarmanna voru fjarver- andi, þau Málmfríður Sigm-öardóttir og Sighvatur Björgvinsson. Spennan í atkvæðagreiðslunni var mest þegar atkvæði voru greidd um breytingartillögu frá Árna Gunnars- syni og fleiri um þjóðaratkvæða- greiðslu. Vitað var aö nokkrir fylgjendur bjórsins mundu greiða þessari tillögu atkvæði. Aörir fylgis- menn hans höfðu lýst því yfir að þeir mundu ekki samþykkja frum- varpið með þessum breytingum. Atkvæðagreiðslan um þessa tillögu gat því í raun fellt frumvarpið. Flestir andstæðingar bjórsins greiddu atkvæði með þessari tillögu en þrír brugðu þar út af: Albert Guð- mundsson og Friðjón Þóröarson greiddu atkvæði á móti og Hreggviö- ur Jónsson sat hjá. Fjórir stuðnings- menn bjórsins greiddu hins vegar atkvæði meö tillögunni: Guðmundur Bjarnason, Guðmundur G. Þórarins- son, Kristín Halldórsdóttir og Ragnar Arnalds. Tveir stuðningsmenn sátu hjá: Hjörleifur Guttormsson og Kristín Einarsdóttír. Niðurstööur atkvæðagreiöslunnar urðu þær að þjóðaratkvæðagreiðslan var felld með 19 atkvæðum gegn 18. í raun munaði tveimur atkvæðum þar sem tillagan hefði verið feUd á jöfnum atkvæðum. Það má því segja að atkvæði þeirra þriggja andstæð- inga bjórsins, sem greiddu tillögunni ekki atkvæði sitt, hafi komið bjóm- um í gegnum deildina. Aðeins ejn breytingartíllaga af fjór- um var samþykkt. Það var tillaga um skipun nefndar sem gera á tíllögur er stuðlað gætu að þvi að draga úr heildameyslu áfengis. Þá var og frá- vísunartillaga felld í upphafi at- kvæðagreiðslunnar með 23 atkvæðum gegn 16. -gse Þingmenn fylgjast grannt með atkvæðagreiðslu um bjórinn í neðri deild Alþingis í gær. DV-mynd GVA Efri deild: Meirihluti í skoðanakönnun, sem DV gerði meðal þingmanna í mars, lýstí meirihluti þingmanna efri deildar sig fylgjandi bjórfrumvarpinu. Alls gáfu 17 deildarmanna upþ afstöðu sína. 11 voru fylgjandi en 6 voru á móti. í deildinni á 21 þingmaður sætí. Þessir ellefu, sem lýstu sig fylgjandi í mars, eru því nægur meirihluti. Tveir þingmenn aörir hafa lýst sig vilhalla bjórnum; þau Danfríð- ur Skarphéöinsdóttir og Eiður með bjór Guðnason. Þau vildu hins vegar ekki gefa upp afstöðu sína í mars. Eins og fram kemur í ummælum Áma Gunnarssonar hér á síöunni ganga margir þingmanna út frá því sem vísu að frumvarpið veröi sam- þykkt í efri deild. Þó á eftir að koma í ijós hvort deildin samþykkir ein- hverjar breytingar og sendir málið þar með aftur til meðferöar neðri deildar. Eins getur afstaða vara- manna stuðningsmanna bjórsins breytt afstöðu deildarinnar. -gse Ami Gunnarsson um bjórinn: Þeir munu sjá eft- ir atkvæðum sínum „Það er ekkert við þessari niður- stöðu að gera en mér finnst hún sorgleg þingsins vegna. Ég held að menn eigi eftir að sjá eftir þeim at- kvæðum sem þeir greiddu með bjórnum. Þetta mál á eftir að koma tU kasta þingsins aftur með auknum framiögum til heilbrigðismála og öðru sem Alþingi verður að taka í kjölfarþiessarar ákvöröunar sinnar," sagöi Árni Gunnarsson, einn flutn- ingsmanna tillögu um þjóðaratkvæði um bjórfrumvarpið. Sú tillaga var felld með 19 atkvæðum gegn 18. „Mér finnst sorglegt að Alþingi skuli ekki hafa samþykkt þjóðarat- kvæðagreiðslu um þetta alvarlega ,mál. Eina breytingartillagan, 'sem samþykkt var, var sú að skipa nefnd. Það er einkennilegt þegar það liggur uppi í ráðuneyti óafgreiddur þykkur bunki af niðurstöðum frá nefnd sem Er orðinn „Efri deild á enn eftír að íjalla um bjórinn. Þar geta allar sömu breyt- ingartillögumar komið fram. En ég er orðinn vongóður um að þetta mál verði loks afgreitt frá þinginu. Það er búið að vera tíl afgreiðslu frá ann- arri viku í október," sagði Geir Haarde, einn flutningsmanna upp- haflega bjórfrumvarpsins frá því í haust. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með úrslit atkvæðagreiðslunar í dag. En „Það munaði ekki nema einu at- kvæði að bjórinn yrði drepinn. Mann rak í rogastans þegar Friðjón Þórðar- son og Hreggviöur Jónsson, sem hafa talið sig bjórandstæðinga, greiddu atkvæöi gegn þjóðaratkvæða- greiöslu. Maður er þrumu lostinn yfir þessari afstöðu eftir að bjórmenn höfðu lýst því yfir að þeir myndu aldrei samþykkja frumvarpið meö þjóðaratkvæðinu inni,“ sagði Sverrir Herniannsson, einn helsti andstæð- ingur bjórsins á þingi. - Telur þú að bjórinn verði nú sam- þykktur í efri deild? „Þaö liggur ekkert fyrir um það. hér var skipuð til að móta nýja áfeng- isstefnu. Samþykkt þessarar breyt- ingartillögu er ekkert annað en smyrsl á vonda samvisku." - Telur þú að frumvarpið verði sam- þykkt í efri deild? „Já, þaö er enginn vafi á því að þar er mikill meirihluti fyrir þessu frum- varpi.“ - Telur þú að þaö hafi haft áhrif á afgreiðslu þessa máls hversu lengi bjórinn var búinn að velkjast í þing- inu? „Já, ég held aö meðal þingmanna hafi margir talið að þeir yrðu sjálfir að bera ábyrgö á afgreiðslu málsins, ekki síst vegna þess hvaða meðferð það hefur fengið í þinginu. Það má segja að eini ljósi punkturinn við þessa afgreiðslu sé að þetta mál er nú loksins afgreitt," sagði Árni Gunnarsson. -gse vongóður ef frumvarpið hefði verið fellt hefði það ekki verið alslæmt. Hingað tíl hafa bjórfrumvörp aldrei komist til atkvæöagreiðslu. Þau hafa verið felld með þingtæknilegum brögðum." - Munt þú fagna þessum lyktum sérstaklega? „Nei. Til dæmiá var ég að koma frá útlöndum og keypti ekki bjór. Ég vildi frekar gleðja konuna með port- víni,“ sagði Geir Haarde. Ég ætla mér ekki að gera upp hug þingmanna í efri deild. Við skulum vona að eitthvað af þeim rökum móti bjómum, sem blasa við mönn- um, nái eyrum efri deildar. Ég trúi því ekki að óreyndu að það komi til þess ráðs að þingið muni ausa meira af áfengi yfir þjóðina. Það sem hefur fariö fram hér í þing- inu er aðeins vopnaskak. Það þarf enga spámenn til þess að segja tíl um það að þetta er stórpólitískt mál. Það yrði kosið um bjórinn ef gengið yrði til kosninga innan tveggja ára frá því að þetta yröi leyft," sagði Sverrir Hermannsson. -gse Jón Kristjánsson, forseti neðri deild- ar, merkir við nöfn þingmanna í nafnakalli um bjórinn. DV-mynd GVA Svona féllu atkvæðin Atkvæðagreiðslan um bjórfrum- varpiö með áorönum breytíngum um skipun nefndar til að gera tillögur um hvemig draga megi úr heildar- neyslu áfengis fór þannig: Þessir voru með: Birgir ísleifur Gunnarsson, Eggert Haukdal, Einar Kr. Guðfinnsson (varamaður Matthiasar Bjamason- ar), Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde, Guðmundur Bjarnason, Guðmundur G. Þórarinsson, Guðni Ágústsson, Guðrún . Helgadóttir, Hjörleifur Guttormsson, Ingi Björn Albertsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Jón Kristjánsson, Kristín Einarsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Matthías Á Mathiesen, Ólafur G. Einarsson, Pálmi Jónsson, Ragnar Amalds, Rannveig Guðmundsdðttir (vara- maöur Kjartans Jóhannssonar), Steingrímur Hermannsson og Þor- steinn Pálsson. Þessir voru á móti: Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, Al- bert Guðmundsson, Alexander Stefánsson, Árni Gunnarsson, Birgir Dýrfjörð (varamaður Jóns Sæmund- ar Sigurjónssonar), Friðjón Þórðar- son, Geir Gunnarsson, Hreggviður Jónsson, Jón Sigurðsson, Ólafur Þ. Þórðarson, ÓU Þ. Guðbjartsson, Páll Pétursson, Ragnhildur Helgadóttir, Stefán Valgeirsson, Steingrímur Sigfússon, Sverrir Hermannsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Þessi voru fjarverandi: Málmfnður Sigurðardóttír og Sig- hvatur Björgvinsson. -gse Geir Haarde: -gse Sverrir Hermannsson: „Rak í rogastans“ - þrumu lostinn yfir afstöðu Fnðjóns og Hreggviðs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.