Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. TIL SÖLU Utlönd Chevrolet Blazer, árg. 1984, 6 cyl., vökvastýri. Verð 820 þús. Upplýsingar í síma 41060 eftir kl. 21.00. Bjóðast til að ganga ræningj- unum a hönd Vinningstölurnar 16. apríl 1988 Heildarvinningsupphæð: kr. 5.809.448,- 1. vlnnlngur var kr. 2.907.045,- og skiptist hann milli 3ja vinningshafa, kr. 969.015,- á mann. 2. vinningur var kr. 871.620,- og skiptist hann á 292 vinningshafa, kr. 2.985,- á mann. 3. vinningur var kr. 2.030.783,- og skiptist á 8.497 vinningshafa sem fá 239 krónur hver. Upplýsingasími: 685111 Ljósmyndarar beina linsum sínum að þotunni á flugvellinum í Algeirsborg og biða þess að eitthvað gerist. Simamynd Reuter Helgartilboð 2. hæo: Okkar vinsæli helgarkassi . Nautasnitsel, ca. 1 kg. Svínabógssneiðar, ca. 1 kg Nautahakk, ca. 1 kg. Kjötbúðingur, ca. 800 g. 4 máltíðir á aðeins 1800 kr. Rafdeild staðgreiðslu- afsláttur í matvörumarkaði og í öllum deildum. Ritfanga- og leikfanga- deild Stór- ■ aukið I \ úrval I ■I heilsuhorni Husgagna- deild Gjafa- og búsáhalda- deild JB VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER, IVERSLUNAR- MIÐSTÖÐ VESTUBÆJAR cac&xafci Iloc-cli oacKöSí f . i—' Z3 LflJOOi Jon Loftsson hf. E —.— uiafiuuuMuiti «in„ Bróðir emírsins af Kuwait og allt landslið Kuwait í knattspyrnu hafa boðist til þess að ganga flugræningj- unum, sem enn halda um þrjátíu manns í gíshngu í farþegaþotu á flug- vellinumn í Algeirsborg, á hönd í stað núverandi gísla. Fahd Al-Ahmed Al-Sabah, yfirmað- ur knattspyrnusambands Kuwait og bróðir emírsins, sendi í gær bróður sínum skeyti þar sem hann fór fram á heimild til þess aö allt landshðiö í knattspyrnu, fimmtíu og tveir menn, sem nú eru staddir í Malaysíu i keppnisferð, gæfu sig á vald ræningj- unum í skiptum fyrir núverandi gisla. Bróðirinn hvatti ennfremur þá embættismenn, sem nú reyna að ná samkomulagi við flugræningjana í Alsír, til þess að skýra þeim frá þessu boði og sagði liðið reiðubúið að halda þegar til Alsír ef það yrði þegið. Dagblöð í Kuwait fullyrtu í morgun að flugránið myndi enda innan tutt- ugu og fjögurra klukkustunda og aö allir gíslamir myndu verða látnir lausir óskaddaðir. Sagði blaðið að ekki vaéri enn að fullu ljóst með hver- um skilmálum yrði gengið frá málum utan að tryggt væri að gíslamir yrðu friálsir ferða sinna. Ræningjamir, sem nú hafa haldið gíslunum um borð í júmbó-þotunni frá flugfélagi Kuwait í flmmtán daga, krefjast þess að sautján fangar, sem afplána dóma fyrir sprengjutilræði í Kuwait, verði látnir lausir. Stjóm- völd í Kuwait hafa ekki viljað ljá kröfum þeirra eyra. Fátt annað en fullyrðingar dag- blaösins í Kuwait bendir til þess að lausn á flugráninu sé í raun í sjón- máli. Demjanjuk talinn ívan hræðilegi Hringbraut 121 Sími 10600 Lögregluvörður bar Demjanjuk nauöugan i dómssalinn til að hiýða á úrskurð réttarins. Símamynd Reuter ísraelskur dómstóll komst í gær að þeirri niðurstöðu að Bandaríkjamað- urinn John Demjanjuk væri í raun ívan hræðilegi, fangabúðavörðurinn sem vann svo mörg ógnarverk í dauöahúöum nasista á tímium síðari heimsstyijaldarinnar. Demnjanjuk, sem enn heldur fram sakleysi sínu, getur átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir voðaverk ívans hræðflega, en refsing verður ákvörð- uð næstkomandi mánudag. Það tók tólf klukkustundir að lesa niðurstöður réttarins í gær. Demj- anjuk neitaði sjálfur að vera við- staddur. Hann var borinn nauðugur í réttarsalinn. Demjanjuk hefur þegar ákveðið að áfrýja niðurstöðu réttarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.