Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Óvænt verkfall Því er ekki að neita að eftir að flest verkalýðsfélög fiskvinnslu- og iðjufólks höfðu náð samningum við vinnuveitendur áttu fæstir von á því að til verkfalls- átaka kæmi. í hugum þeirra, sem í samningum stóðu, beindust áhyggjurnar að kjörum fiskvinnslufólksins og þá reyndar einnig að stórum hópum opinberra starfs- manna sem búa við strípaða launataxta. Þegar samning- ar tókust norður á Akureyri um síðustu mánaðamót .töldu menn björninn unninn og aðrir samningar kæmu af sjálfu sér í kjölfarið. Reyndar leit út fyrir að svo yrði og þegar verslunar- menn í Reykjavík felldu samningana var það rakið til óvæntrar þátttöku afgreiðslufólks í stórmörkuðunum. Formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur fullyrti að atkvæðagreiðslan túlkaði andstöðu afgreiðslufólks- ins við opnunartíma á laugardögum. Aftur voru samningar gerðir, laugardagsopnun afnumin og efnt til allsherjaratkvæðagreiðslu. En allt kom fyrir ekki, VR felldi samningana og önn- ur verslunarfélög fylgdu í kjölfarið. Nú hafa verslunar- menn sett fram nýjar kröfur og boðað til verkfalls sem kemur til framkvæmda í lok þessarar viku. Ef af því verður mun öll almenn þjónusta lamast og áhrifm ná mun lengra heldur en til hefðbundinna verslunarstarfa. Starfsemi og þjónusta í landinu hefur tekið slíkum breytingum á undanfórnum árum að starfsmenn VR og annarra verslunarmannafélaga tengjast flestum svið- um atvinnulífsins með einum eða öðrum hætti. Verkfall verslunarmanna jafnast því á við allsherjarverkfall ef það verður langvarandi. Það sérkennilega við þessa verkfallsboðun er að for- ysta verslunarmanna og eflaust allur þorri stéttarinnar hefur ekki verið í neinum stellingum til að ganga fram fyrir skjöldu í hörðum átökum á vinnumarkaðnum. Forystan var tvisvar búin að undirrita samninga sem hún taldi aðgengilega fyrir sitt fólk. Mikill meirihluti félagsmanna í VR lét samningana afskiptalausa, rétt eins og þeir væru þeim óviðkomandi. Sem er nokkuð til í vegna þess að obbinn af verslunar- og þjónustugreinun- um er yfirborgaður og lætur sig taxtana engu varða. Sennilega hefur launaskriðið hvergi verið hraðara en í stéttum verslunarfólks. En óánægjan á sér skýringar. Afgreiðslufólk er illa launað, svo og margt starfsfólk hjá stærri fyrirtækjum. Á sama tíma hefur verslun og þjónusta þanist út og lif- að gósentíma ef tekið er mið af fjárfestingum í atvinnu- greininni. Þessar þverstæður kalla eðlilega á viðbrögð hjá þeim hópi sem telur sig afskiptan. Styrkur þessa undirmálshóps er sá að hann fær alla stéttina sér til hjálpar og máttur verkfallsaðgerðanna verður meiri. Gallinn er á hinn bóginn sá að nú verða að leggja niður vinnu launþegar sem eru margir hverjir í hópi hinna best launuðu í landinu. Það er skammt öfganna á milli. Önnur þverstæðan við þetta verkfall verslunarmanna er sú að verkfall skuli skella á í þeirri atvinnugreininni sem helst ætti að vera aflögufær. Það er kaldhæðni ör- laganna að starfsstéttir í framleiðslugreinunum, verka- menn og ýmsir aðrir láglaunahópar, skuli hafa sætt sig við nýja kjarasamninga meðan verslunarmenn boða verkfall. Og það aðallega fyrir mistök og vanmat á af- stöðu þess fólks sem þarf helst á samningum að halda. Vonandi finnst lausn á þessari deilu áður en í óefni er komið. Vonandi verður komist hjá verkfalli. En þá verð- ur líka að taka tillit til þeirra sem hingað til hafa gleymst. Ellert B. Schram I þjálfunarskólum á Islandi sem starfa fyrir þroskahefta eru á þessu skólaári, 1987-1988, skráðir 277 nemend- ur eldri en 18 ára. - Frá Safamýrarskóla. Framhaldsskóli fyrir þroskahefta Nýlega átti ég fund með aðilum sem menntamálaráðherra hefur skipað í nefnd til þess að „fjalla um fyrirkomulag fullorðinsfræðslu nemenda í þjálfunarskólum í Reykjavík og nágrenni." Nefndina skipa Kristján Jóhannsson skóla- stjóri Stjömugrófarskóla, María Kjeld skólastjóri Kópavogsbrautar- skóla, Þorsteinn Sigurösson skóla- stjóri Safamýrarskóla og Kolbrún Gunnarsdóttir sérkennslufulltrúi menntamálaráöuneytisins, sem er formaður nefndarinnar. Tilefni fundarins var að ræða frumvarp til laga um framhalds- skóla, sem nú liggur fyrir Alþingi til afgreiðslu. En um framhalds- nám fatlaðra eru ekki tii önnur lög en þau, sem gilda um framhalds- nám almennt. Fatlaður í 30. gr. frumvarps til laga um framhaldsskóla segir: „Á fram- haldsskólastigi skal veita fötluðum nemendum kennslu og þjálfun við hæfi og sérstakan stuðning í námi. í því skyni skal látin í té sérfræði- leg aðstoð og nauðsynlegur að- búnaður eftir því sem þörf krefur að mati menntamálaráðuneytisins. Fatlaöir nemendur skulu stunda nám við hlið annarra nemenda eft- ir því, sem kostur er.“ Nefndin sem og landssamtökin Þroskahjálp leggja mikla áherslu á að skýrt komi fram að hugtakið „fatlaður" sé í samræmi við skil- greiningu laga nr. 41/1983 en í 2. gr. þeirra laga segir: „Órðiö fatlaður í þessum iögum merkir þá sem eru andlega eða lík- amlega hamlaðir.“ í umsögn Þroskahjálpar um framhaldsskólafrumvarpið segir meðal annars: „Ekki'þarf aö fara mörgum orð- um um gildi þess að fatlaðir eigi kost á kennslu og þjálfun eftir að grunnskóla lýkur. Almennt séð gilda aö sjálfsögöu í því efni sömu rök og eiga viö um aðra nemendur, þ.e. að skólaganga veiti menntun er nýtist sem undirbúningur starfs eða frekara náms. Því til viðbótar má nefna að hæfileikar þeirra sem t.d. búa við skerta greind (treggefn- ir og vangefnir) þroskast hægar en þeirra sem svo er ekki ástatt um, en hægt er að rækta þá hæfileika og örva langt fram á fullorðins ár. Þá má fullyrða að með aukinni kennslu og þjálfun, sem og ráðgjöf um náms- og starfsval, má oft virkja og nýta starfsgetu fatlaöra mun betur en tekist hefur til þessa KjaHarinn Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn og þannig' stuðla að því að fatlaðir geti unnið arðbær störf, sjálfum sér til heilla og samfélaginu til gagns. Auk þess að efla persónulegan þroska og almenna vellíðan má benda á að aukin færni fatlaðra hefur beina þjóðhagslega þýðingu: Langflestir þeirra geta þá í auknum mæli lagt af mörkum vinnu, og þeir tiltölulega fáu sem eru svo al- varlega fatlaðir að vinnugeta þeirra er litil sem engin verða betur sjálfbjarga, þannig að vinna og kostnaður við umönnun þeirra verður minni.“ Staða mála í dag Á fundinum kynnti nefndin mér stööu mála í dag. Fjórir þjálfunar- skólar starfa á íslandi fyrir þroska- hefta. í skólunum þrem í Reykjavík og Kópavogi, þ.e. Stjörnugrófar- skóla, Safamýrarskóla og þjáifun- arskólanum Kópavogsbraut 5, eru á þessu skólaári, 1987-88, skráðir 277 nemendur eldri en 18 ára. Nemendur skólanna tengjast að- allega sólárhringsstofnunum, Kópavogshæh, Skálatúni, Tjalda- nesi og Sólheimum, en einnig dagvistar- og vinnustofum Styrkt- arfélags vangefinna að Ási, Bjark- arási og Lækjarási. Nefndin um fyrirkomulag full- orðinsfræðslu þroskaheftra telur nauðsynlegt að í tengslum við af- greiðslu frumvarps til laga um framhaldsskóla verði samþykkt heimildarlög um stofnun sérskóla á framhaldsskólastigi, þar sem áfram verði haldiö kennslu vangef- inna nemenda 18 ára og eldri. Þeirri kennslu hafa þjálfunarskólarnir haldið uppi undanfarin ár án skýrra lagafyrirmæla. Jafnframt yrði tryggö þróun á þessu sviði. í menntamálanefnd neðri deildar hefur í samráði við menntamála- ráðherra verið rætt um að bæta við 30. gr. frumvarpsins um fram- haldsskóla setningimni: „Heimilt er að stofna sérskóla fyrir þroska- hefta nemendur.“ Slík heimildargrein ætti að koma að notunv þar til síðar yrði lagt fram frumvarp um framhaldsskóla þroskaheftra. Þessi heimildargrein gefur færi á að leysa málið með reglugerð fyrst um sinn. Einangrist ekki Á hitt er auðvitað að líta að fram- haldsskólafrumvarpiö gerir ráð fyrir að framhaldsnám þroska- heftra verði leyst innan vébanda framhaldsskólanna sjálfra eða í tengslum við þá eftir því sem fram- ast verður við komið. Það er í samræmi við þá stefnu að tengja fatlaða lífi og starfi í þjóðfélaginu eins og unnt er og reyna að gæta þess að þeir einangrist ekki á sér- stofnunum. Fram hjá því verður eigi að síður ekki horft að hluti þroskaheftra getur ekki gengið þá leið. Þá er að leita annarra úrræða, og freista þess að ná sem mestum árangri með tiltækum leiðum. Þannig má helst rækta þann garð sem erfiðast er aö erja í mannlíf- inu. Guðmundur G. Þórarinsson „ ... meðaukinnikennslu ogþjálfun sem og ráðgjöf um náms- og starfsval, má oft virkja og nýta starfsgetu fatl- aðra mun betur en tekist hefur til þessa... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.