Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Page 21
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. 21 íþróttir íþróttir NBA-körfuknattieikur: Boston og Lakersá leið í úrslitin SL-deildin: Tvíþætt nýlunda á Islands- módnu í samkomulagi KSÍ, SL og Fé- lags fyrstu deildar félaganna, sem undirritaö var I gær, kemur fram tvíþætt nýlunda f tengslum viö sjálfa kappleikina. Sérstæöum getraunaleik verður annars veg- ar komið á fót þar sem áhorfend- ur fá kost á að geta til um úrslit sjálfra leikjanna. Fá þeir getspök- ustu verölaun í sinn hlut í lok hvers leiks en helmingur af and- viröi seldra getraunaseðla fer til vinningshafa. Hinn hluturinn rennur óskiptur til fyrstu deildar félaganna. Þátttökuseðlamir í getraima- leiknum bera allir númer og í lok íslandsmótsins verður dreginn út aukavinningur, sumarleyfis- ferð með SL til handa vinnings- hafa og flölskyldu hans. Hins vegar veröur komið á bráðabanakeppni sem er, mót drengja úr 6. flokki félaganna í SL-deildinni. Keppt verður í suður- og norð- urriðli en sjálf keppnin verður með þeim hætti að útilið mætir með markvörð og varnarmann en 5 pör heimaliðs fá eina mínútu hvert til að skora hjá þeim fyrr- nefndu. Þessar viðureignir eiga aö fara fram í leikhléi í irinbyrðisleikjum sunnanliöanna annars vegar og norðanliðanna hins vegar. ' _________ -JÖG Skíði: Stenmark heldur áfram Sænski skíðakóngurinn Inge- mar Stenmark ákvað un helgina að keppa eitt ár til viðbótar en áður hafði Stenmark gefið þá yfiriýsingu aö hann væri hættur fyrir fullt og allt. Stenraark á aö baki 15 ára keppnisferil og 85 sigra á heimsbikarmótunum á skíðura og að auki margfaldur ólympíumeistari. Stenmark, sem varð 32 ára í síð- asta mánuði, skýrði fréttamönn- ura frá þessari ákvörðun sinni kátur í bragði eftir sænska meist- aramótið sem fram fór um helg- ina í heimabæ hans Trandby. Það eru eflaust margir sem fagna á- kvörðun kappans því hann er án efa einn mesti skíðamaöur sem uppi hefúr verið. -JKS Lyfjapróf í V-Þýskalandi Á næsta tímabili munu knatt- spymumenn í V-Þýskalandi gangast undir lyfjapróf fyrir kappleiki. Er þetta meðal annars gert til að kanna hvort ftdlyrðing- ar Tony Schumacher, í bókinni Flautað til leiks, eigi stað í ver- unni. í þeirri bók er því haldið fram að lyf séu „hraustlega“ brudd af mörgum knattspymu- mönnum í úrvalsdeildinni v- þýsku. Er ætlunin aö ná til þeirra sem slíka ósvinnu stunda með iyfíaprófimum. Verði rnenn uppvfsir aö lyfja- tökum mun þeim refsað á tvenn- an hátt Annars vegar með ieikbanni og hins vegar raeð pen- ingasektum. Liöin sjálf þurfá einnig að sæta sektum og leikir dæmast tapaöir, 0-2, hafi sigur unnist eöa jafntefli fengist Svo virðist sem hð Boston Celtics og Los Angeles Lakers séu örugg með að sigra í austur- og vesturdeildinni í NBA-körfuboltanum. Deildakeppn- in sjálf er nú langt komin og úrslita- keppnin á næsta leiti. Lið Péturs Guðmundssonar lék tvo leiki um síð- ustu helgi. San Antonio Spurs sigraði Sacramento Kings á föstudagskvöld- ið og á laugardag tapaði liðiö mjög illa gegn Utah Jazz. Hér á eftir fara úrslit í síðustu leikjunum í NBA- deildinni: Cleveland - Boston.......120-109 Chicago - NJ Nets 100-99 Atlanta-76ers ...103-101 Detroit - MO waukee 92-91 Washington - NY Knicks 106-97 SA Spurs - Sacramento ...116-112 Denver-Houston ...132-125 LÁ Lakers - Phoenix ...117-114 Portland - Golden State ...147-113 Seattle-Dallas 115-88 NY Knicks - Atlanta 95-93 Detroit-NJNets 114^96 Indiana-76ers 126-92 UtahJazz-SA Spurs 107-82 Phoenix-Seattle ...121-119 Golden State - LA Clippers.. ...113-110 Houston - LA Lakers ...127-119 Chicago - Milwaukee 105-97 Washington - Boston 98-92 Denver-Dallas ...133-122 Portland-Sacramento......112-102 Staðan í NBA-deildinni • Nú er mjög algengt að liðin eigi • Larry Bird hjá Boston einn besti leikmaðurinn í NBA. „Eg er míög ánægður með mína frammistöðu á þessu móti og þessi sigur er mér virkilega mikils virði,“ ságöi kylfingurinn Greg Norman frá Ástralíu en um síðustu helgi sigraði hann á mjög sterku golfmóti at- vinnumanna í Bandaríkjunum, „Heritage Classic“ og er þetta í fyrsta skipti í tvö ár sem Norman tekst að sigra á móti á , .Bandaríkj atúrnum" en síðast sigraði hann á „Las Vegas Invitational" sem fram fór í maí 1986. Norman lék síðasta hringinn á 66 höggum Norman lék holurnar 72 á 271 höggi og þar af síðasta hringinn á aöeins 66 höggum. Þeir Gil Morgan frá Bandaríkjunum og David Frost frá eftir að leika fjóra til fimm leiki áður en úrslitakeppnin hefst. Staðan í dag er þessi: (Leikjaíjöldi, unnir leikir, tapaðir leikir og vinningshlutfall): AUSTURSTRÖNDIN 1. Boston ...78 55 23 70,5% 2.Detroit ...78 52 26 66,7% 3. Atlanta ...78 48 30 61,5% 4. Chicago ...78 48 30 61,5% 5. Milwaukee ..78 40 38 51,3% 6. Cleveland ..79 39 40 49,4% 7. NY Knicks ..79 37 42 46,8% 8. Washington.... ..79 37 42 46,8% 9. Indiana ..78 36 42 46,2% 10.76ers ..78 34 44 43,6% ll.NJNets ..79 18 61 22,8% VESTURSTRÖNDIN l.LALakers ..78 58 20 74,4% 2. Denver ..79 52 27 65,8% 3. Dallas ..78 50 28 64,1% 4. Portland ..78 50 28 64,1% 5. Houston ..78 45 33 57,7% 6.UtahJazz ..78 43 35 55,1% 7. Seattle ..78 42 36 53,8% 8. SA Spurs ..78 30 48 38,5% 9. Phoenix ..78 27 51 34,6% 10. Sacramento... ..79 22 57 27,8% 11. Golden State. ..78 20 58 25,6% 12. LA Clippers... ..78 17 68 21,8% • Atta efstu liðin í deildunum kom- ast áfram í úrslitakeppnina þannig að staða Péturs Guðmundssonar og félaga í San Antonio Spurs er góð en ekkert má út af bregða. Leiknar eru 82 umferðir í deildakeppninni. -SK • James Worthy hefur staðið sig vel með Lakers í vetur. S-Afríku léku einnig mjög vel og komu inn á 272 höggum eða aðeins einu höggi á eftír Norman sem fékk 4,5 milljónir króna fyrir sigurinn. Flestir bestu kylfingar tóku þátt í mótinu • Flestir bestu kylfmgar tóku þátt í mótinu um síðustu helgi og gekk. mönnum misjafnlega. Fred Couples, USA, lék á 274 höggum í 4. sæti, Paul Azinger landi hans lék á 276 höggum í 5. sæti, Curtis Strange, USA, á 277 höggum í 6. sæti, Sandy Lyle, Bret- landi, á 279 höggum í 13. sæti, Bernhard Langer, Vestur-Þýska- landi, í 14. sæti á 281 höggi og Nick Faldo, Bretlandi, í 15. sæti á 282 högg- um. -SK Sterkt mót í golfi: Norman vann loks sigur í USA „Sigurinn er mér mikils virði“ IMiarOVIKinaar urðu íslandsmeistara i 6. fiokki karla um helgina er þeir sigruðu nágranna sína i I Kefíavlk i úrslitaleik meöleímur stigum. DV-mynd ÆMK " KörfuknatHeikur: - Njarðvikingar meistarar í 6. flokki „ . Keppnin í 6. ílokki sem leikur svo- eru tveir synir þekktra körfúknatt- _____________ Suðumeajum. kallaöan minnibolta, þar sem notaður leiksmanna á Suðumesjum. Það eru „Þetta var mjög erfiöur leikur og er minni knöttur og hæð upp í körfu- þeir Njörður Stefánsson sem er sonur um tíma var ég hræddur um að við hring er lægri en hjá þeim eldri.. Stefáns Bjarkasonar og Ægir Gunn- myndum ekki vinna en núna er ég Njarðvíkingar sigmðu nágranna sína arssonsemersonurGunnarsÞorvarð- rosalega ánægöur," sagöi Siguröur í Keflavík í síðasta leik mótsins með arsonar, þjálfara úrvalsdeildarliðs ÍBK Jökull Kjartansson, fyrirliði 6. flokks 32 stigum gegn 30. Ef Keflavík heföi og fyrrverandi leikmanns með UMFN UMFN í körfuknattleik, en Njarðvík sigraöþáheföuGrindvíkingarhampað og íslenska landsliðinu. Þjálíari 6. varð um helgina Íslandsmeistari-í 6. íslandsmeistaratitlihum, svo naumt flokks UMFN er Júlíus Valgeirs- flokki. var það, Þess má geta aö í hði UMFN son. • Greg Norman frá Ástralíu lék siðustu 18 holurnar frábærlega á mótinu í Bandaríkjunum um siðustu helgi og fyrsti sigur hans á móti í Bandaríkjun- um i tvö ár varð staöreynd. Símamynd Reuter Reykjavíkumiótið í knattspymu: Valur sigraði í A-riðlinum Valsmenn tryggðu sér sigur í A-riðli Reykjavík- urmótsins í gærkvöldi með því að vinna Leikni, 2-0, á gervigrasinu í Laugardal. Nokkurt jafnræði var með liðunum í fyrri hálf- leik og þá fékk 3. deildar liðið færi á að klekkja á íslandsmeisturunum. Eina mark hálfleiksins skoraði hins vegar Sigurjón Kristjánsson á glæsi- legan hátt, skaut utan vítateigs í bláhornið á marki Leiknis. í seinni hálfleik sóttu Valsmenn. látlaust og þá skoraði Sigurjón öðru sinni, fylgdi vel þegar Kjartan, markvörður Leiknis, hélt ekki boltanum eftir skot frá Magna Péturssyni. Staðan í A-riðli þegar einum leik er ólokið: Valur................4 4 0 0 6-1 8 Víkingur.............3 1116-24 Fylkir...............3 1116-34 Þróttur..............4 112 51-7 4 Leiknir..............4 0 1 3 1-11 1 KR og ÍR leika lokaleik B-riðils í kvöld. ÍR dug- ar jafntefli til að hreppa annað sætið og komast í undanúrslit. Riðlakeppninni lýkur með leik Fylkis og Víkings annað kvöld. Það er einnig hreinn úrslitaleikur og þar dugar Víkingi jafn- tefli. í undanúrslitunum leikur Valur við ÍR eða KR og Fram mætir Víkingi eða Fylki. -VS Stórt strik í reikninginn hjá landsliðinu og Val: Guðni i uppskurð - missir af öHum landsleikjunum og fyrstu umferðum íslandsmótsins Guðni Bergsson, landsliðsmiö- vörður úr Val, gengst undir uppskurð vegna kviðslits á föstu- daginn kemur. Hann verður frá keppni næstu sex vikumar og það þýðir að hann missir af öllum leikj- um ólympíulandsliösins sem eftir eru í vor og af leik Ungverjalands og íslands í Búdapest þann 4. maí. Guðni getur heldur ekki leikið með íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð íslandsmótsins. „Ég fékk verki í nárann eftir leik í Miinchen fyrir nokkrum vikum og fór til læknis. Hann sagði mér að um kviðsht væri að ræða, báð- . um megin, og ég fékk þetta staðfest i dag. Þaö er auðvitað slæmt að lenda íþessu, en þó skárra að fara í uppskurö á þessura tíma en þegar keppnistfmabiliö væri byrjað. Ég ætti að geta byrjað að hreyfa raig eftir 2-3 vikur, en það þýðir varla að hugsa um alvörukeppni fyrr en snemma í júni,“ sagði Guöni í sain- tali viö DV í gærkvöldi. Fjarvera Guðna veikir mjög bæði ólympíulandsliöiö og A-landsliðið, en í háðum gegnir hann iykilhlut- verki í varnarleiknum. Missir Valsmanna er líka mikill því þeir verða án hans í hinum erfiöa upp- hafsleik íslandsmótsins, gegn bikarmeisturum Fram þann 16. maí. Guðni er nýkominn heim frá Vestur-Þýskalandi þar sem hann lék frá áramótum með 1860 Múnchen í 3. deild. Hann heföi ver- ið löglegur með Val í fyrsta leik íslandsmótsins ef þessi skakkaföll hefðu ekki sett strik í reikninginn. • Guðni Bergsson (t.h.) a æfíngu með ólympiulandsliöinu i Portúgal á siðasta hausti. Hann verður fjarri góðu gamni i leikjum liðsins i vor. Simamynd/Lusa Islandsmótið/SL-deild: Samvinnan heldur áffarn - nýr samningur undiritaður um stuðning SL við fyrstu deildina KSÍ, Félag fyrstu deildarfélaga og Samvinnuferðir Landsýn undirrit- uðu í gær samning um samstarf við framkvæmd íslandsmótsins í sumar. Þessir aðilar höfðu með sér sam- vinnu í fyrra sem gaf góða raun og á nú að halda áfram af tvöföldum þrótti. Með samningnum, sem nú var gerður, koma nefnilega fram ýmsar nýjungar sem hljóta aö bæta stöðu fyrstu deildarinnar og raunar knatt- spyrnunnar í heild. íslandsmótið/SL-deild Með samkomulaginu nýja skuld- bindur fyrirtækið Samvinnuferðir- Landsýn sig til að styðja við fyrstu deildar félögin með ýmsum hætti og kosta tilþess allt að á fimmtu milljón króna. Á móti fær skrifstofan meðal annars hlutdeiid í nafni 1. deildar- innar en hún mun kallast SL-deild íslandsmótsins í ár, í fyrra var titill- inn hins vegar SL-mótið, 1. deild. Veigamestu þættimir í stuðningi Samvinnuferða-Landsýnar veröa þessir: Kynning á íslandsmótinu, verð- laun félögunum til handa og get- raunaleikur fyrir áhorfendur þar sem félögin hljóta helming ágóða af sölu getraunaseðla. Áðurnefndir vinningar til félag- anna verða þannig að 25 þúsund krónur falla í hlut sigurvegara í hverjum leik. Skilji liðin hins vegar jöfn fellur vinningurinn niðUr. Þá leggur ferðaskrifstofan 12 þúsund krónur undir í hverri umferð og fell- ur féð því liði í skaut sem skorar 4 mörk eða fleiri í umferðinni. Þannig geta leikmenn fært liði sínu allt að 37 þúsund krónur fyrir unninn leik. Þá fá íslandsmeistarar einnig vegleg verðlaun. Heildarverðlaunafé félögunum tO handa getur orðið 2.466.000. Til að svo megi fara má engum leik SL-deildar lykta með jafnteíli og markaverðlaun þurfa að ganga út í hverri umferð. Allir þeir aðilar, er hlut áttu að samningnum, lýstu yfir ánægju sinni með hann á blaðamannafundi í gær. Fundurinn var haldinn samhliða undirritun samkomulagsins. JÖG Körfuknattieikur - Úwalsdeild: Hverjir hreppa titilinn í kvöld? Njarðvíkingar og Haukar leika hreinan úrslitaleik um íslandsmeist- aratitlinn í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Njarðvík og hefst kl. 20. Þetta er þriðja viðureign liðanna um titilinn. Fyrsta leikinn unnu Njarðvíkingar á heimavelli sl. föstudagskvöld, 78-58. í öðrum leiknum, sem fram fór í fyrrakvöld í Hafnarfirði, komu Haukar tvíefldir tO leiks og sigruðu, 80-74. Því þarf þriðja leikinn til að fá úr því skoriö hvort liðið hreppir íslandsmeistaratitilinn. Ekki er að efa að bæði liðin berjist til síðasta blóðdropa ef marka má yfirlýsingar leikmanna beggja liða fyrir leikinn. -JKS Knattspyma: Rússi til Húsa- víkur! -ráöinn 1989-1990 Sovétmaðurinn Ivan Varl- anov verður væntanlega þjálf- ari knattspyrnuliðs Völsunga á Húsavik árin 1989 og 1990. Hús- víkingar vænta þess að ganga endanlegá frá tveggja ára samningi viö hann eftir nokkr- ar vikur, og mun samningurinn taka gOdi frá og með næstu ára- mótum. Varlanov er reyndur þjálfari og hefur m.a. starfað hjá hinu þekkta félagi Spartak frá Moskvu. Hann muif taka við af Siguröi Halldórssyni, sem stjómar liöi Völsurtga i l. deOd- inni i ár, og er væntanlegur tO iandsins í febrúar á næsta áfi. / Það er sennOega einsdæmi í íslenskri knattspyrnu aö ráö- inn sé þjálfafi með svona löngum fyricVara, áður en næsta keppiústímabil á undan er hafið! / / -VS Evrópumot lögreglumanna í handbolta: Eins marks sigur „Þetta var hörkuleikur þar sem hvorugt liðiö gaf eftir. Við höfum tit- 0 að verja og við erum ákveðnir að halda honum áfram í okkar herbúð- um,“ sagði Hans Guðmundsson í íslenska lögreglulandsliðinu í hand- knattleik í samtali við DV en íslensk- ir lögreglumenn sigruðu franska starfsbræður sína, 22-21, í fyrsta leiknum á Evrópumóti lögreglu- manna í handknatleik sem hófst í Hafnarfirði i gærkvöldi. Frakkar höfðu eins marks forystu í hálfleik, KLll. íslenska liðið er mjög sterkt enda skipað mörgum af bestum hand- knattleiksmönnum hér á landi. Leikurinn í gær var mjög sveiflu- kenndur og náði íslenska liðið tvisv- ar sinnum íjögurra marka forystu í síðari hálfleik sem Frökkum tókst í bæði skiptin að brúa. ísland reyndist sterkara á lokasprettinum. Hans Guðmundsson var marka- hæstur méð 6 mörk, Sigurður Gunnarsson gerði 5 og Hannes Leifs- son 5. Leikið er í tveimur riðlum og skipa þrjár þjóöir hvorn riöil. Næsti leikur íslenska liðsins er á miðviku- dag gegn Noregi. í hinum riðlinum leika V-Þýskaland, Svíar og Danir. í gærkvöldi sigraði V-Þýskaland lið Svía, 25-16. -JKS • Birgir Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið gegn Frökkum i gærkvöldi og á myndinni ér eitt þeirra að verða staðreynd. DV-mynd G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.