Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Page 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRlL 1988.
Fréttir
Verkalýðshreyfing á krossgötum:
Ekki er ólíklegt að þeir Þórarinn V. Þórarinsson og Magnús L. Sveinsson verði að skipta um sæti i þeirri
samningalotu sem nú er að hefjast og að það verði Magnús sem bendi Þórarni á hvað gera skuli til að
leysa deiluna. DV-mynd GVA
Rangt stöðumat
Margir hafa bent á að stöðumat
verkalýðsforingjanna nú hafl verið
rangt. Margir þeirra, og þar á með-
al Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands-
ins og Dagsbrúnar. lýstu því yfir
viö fjölmiðla að hin haröa andstaða
í félögunum hefði komið sér á
óvart. Fleiri foringjar tóku í sama
streng. Þeir höföu í gegnum árin
getað treyst því aö samningar væru
samþykktir ef þeir mæltu með
þeim.
í sjálfu sér má segja að fyrst hægt
var að fá samþykkta samninga fyr-
ir rúmu ári, sem gerðu ráð fyrir
30 til 40 þúsund króna mánaðar-.
launum verkafólks og verslunar-
fólks, væri ekki óeölilegt fyrir þá
að reyna að koma nú í gegn samn-
ingum frá 32 til 42 þúsund krónum
á mánuði. Þeir virðast aftur á móti
ekki hafa gert sér grein fyrir því
að þolinmæði fólksins var á þrot-
um. Þetta bendir vissulega til þess
að þeir séu ekki í sambandi við sína
umbjóðendur.
Einnig má vel vera að sú stað-
reynd að ekki var samið í heildars-
amfloti verkalýðsfélaga innan
Alþýðusambandsins hafi haft sitt
að segja. Ekki er ótrúlegt að fólki
hafi fundist samningarnir nær sér
en áður hefur verið, þegar samið
var í samfloti.
Los á mörgu
í skoðanakönnun DV fyrir
skömmu kom í ljós að Kvennalist-
inn var kominn í tæplega 30% fylgi,
með 19 þingmenn ef þetta hefði
komið út úr kosningum. Margir
hrukku við og ekki síst foringjar
annarra stjórnmálasamtaka. Bent
var á ýmsar ástæður fyrir þessari
miklu fylgisaukningu Kvennalist-
ans, meðal annars almenna
óánægju með svo margt í þjóðfélag-
inu. Vel má vera að sú kenning sé
rétt og ekki er ólíklegt að fólk hafi
RAUTT GINSENG
ER SVARIÐ!
verið að lýsa þessari sömu óánægju
þegar það kaus um kjarasamning-
ana. Hver sem ástæðan er, þá er
alveg ljóst að þung undiralda er í
þjóðfélaginu á mörgum sviðum,
undiralda sem hvorki stjórnmála-
menn né verkalýðsforingjar virð-
ast hafa gert sér grein fyrir.
í sjálfu sér þarf enginn að vera
hissa þegar kjarasamningar, sem
bjóða fólki 32 til 42 þúsund krónur
í mánaðarlaun samkvæmt taxta,
eru felldir. Það er skrýtla að ætla
að bjóða fólki launataxta upp á
þetta árið 1988.
Launin hans Guðjóns
Þeir eru ófáir sem haldaþví fram
að launamál Guðjóns B. Olafsson-
ar, forstjóra Sambandsins, þar sem
talað var um meira en milljón á
Fréttaljós
Sigurdór Sigurdórsson
mánuði, hafi orðið til þess að vekja
fólk af Þyrnirósarsvefni. Margir
verkalýðsforingjar sem DV hefur
rætt viö um þessi mál fullyrða að
ef launamál Guðjóns hefðu ekki
komið upp á yfirborðið, hefði þessi
hvellur aldrei orðið. Þeir benda á
aö fólkið í verkalýðsfélögunum út
um allt land, með 32 þúsund til 42
þúsund króna launataxta og í
vinnu hjá Sambandinu, hafi sagt
hingað og ekki lengra þegar upp-
lýstist að forstjóri þess var ein-
hvers staðar á annari milljóninni í
mánaðarlaunum.
Ekki leikur vafi á að þetta hefur
haft sitt að segja, en það ber heldur
ekki vott um merkilegt stöðumat
að verkalýðsforingjunum skuli
hafa dottið í hug að ætla aö bjóða
fólki fyrrnefnd taxtalaun.
Matarskattur og aðrar
hækkanir
Ekki síst er það merkilegt vanmat
á stöðunni þar sem skömmu áður
en samningamir voru undirritaðir
haföi matarskatturinn skollið yfir
með öllum sínum þunga. Lofað
hafði verið að ýmsar vörur myndu
lækka í kjölfarið vegna tollalækk-
ana en þær lækkanir komu aldrei,
eins og ílestir höfðu reyndar bent
á um leið og matarskatturinn skall
yfir. Sömuleiðis höfðu ýmsar opin-
berar verðhækkanir komið til
Uppreisn félaganna eða
framkvæmda rétt fyrir undirskrift
samninga, svo sem rafmagn og
sími. Bifreiðatryggingaiðgjöld
hækkuðu um tugi prósenta og 6%
gengisfelling dundi yfir síðustu
dagana fyrir undirritun.
Margir verkalýðsforingjar höíðu
lýst því yfir í haust er leið að þolin-
mæði fólks væri á þrotum, löngu
áður en þessar álögur skullu yfir.
Samt sem áður reyndu þeir að
koma samningum um 32 þúsund
til 42 þúsund króna mánaðarlaun
í gegn í félögunum. Stóru orðin frá
í haust virtust þá aöeins hafa verið
innantóm orð. Ef þolinmæði fólks
var á þrotum í haust áður en kaup-
m|þ;ur tók að hrapa, hvernig var
henni þá háttað þegar samningarn-
ir voru bornir upp. Þetta bendir
vissulega til þess að foringjarnir
séu úr sambandi við sitt fólk.
Magnús L. Sveinsson og stjóm
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur báru upp samninga með
margnefndum töxtum. Þeir voru
felldir. Þeir reyndu aftur og höfðu
þá hækkað taxtana um 50 til 100
krónur á mánuði, allt eftir starfs-
aldri. Aftur voru samningarnir
felldir og þá í allsherjaratkvæða-
greiðslu. Svona vinnubrögð þættu
ekki merkilegt stöðumat í skák, svo
mikið er víst, og enginn yrði stór-
meistari ef stöðumatið væri ekki
betra en þetta.
Hvað tekur við?
Það hlýtur að vera eðlilegt að
velta því fyrir sér hvað nú taki við
í verkalýðsfélögunum. Eru þar að
eiga sér stað kynslóðaskipti, er
ungt fólk að taka við? Verður boðið
fram gegn sitjandi foringjum á
næsta ári? Margir halda því fram
að svo sé. Þeir hinir sömu benda á
að fylgisaukning Kvennalistans sé
ekki stundarfyrirbæri, Kvennalist-
inn muni fá stór- aukiö fylgi í næstu
Alþingiskosningum. Þeir benda
einnig á að þetta los sem komið er
á stjórnmálaflokkana muni einnig
ná til verkalýðshreyfingarinnar.
Óánægja sem lengi hefur verið að
grafa um sig innan verkalýðshreyf-
ingarinnar muni finna sér farveg í
mannaskiptum í æðstu embættum
fjölmargra verkalýðsfélaga á
næstu misserum.
í haust verður haldið þing Al-
þýðusambands íslands. Menn eru
þegar farnir að spá í hver verði
næsti forseti þess og hverjir verði
kosnir i miðstjórn. Vel má.vera að
það sama fólk og sagt hefur við
verkalýðsforingja sína: Hingað og
ekki lengra, bindist samtökum um
að koma fólki úr sínum röðum á
þing Alþýðusambandsins og hyggi
á breytingar. Ef til vill er of snemmt
að spá nokkru þar um, en það
þyrfti alla vega ekki að koma á
Óvart eftir það sem á undan er
gengið í vetur.
Hugsanlegt er að það sem gerst
hefur í verkalýðsfélögunum í vetur
sé bóla sem muni hjaðna. Meiri lík-
ur eru þó á að fólkið haldi áfram
og skipti um æðstu menn í félögun-
um og að við taki muri yngri menn
en sitja í flestum verkalýðsfélögun-
um um þessar mundir og hafa setið
, lengi. Ef af því verður má gera ráð
fyrir mun harðari átökum á vinnu-
markaði að ári en viö höfum þekkt
um áratuga skeið. Þá gæti sú undir-
alda sem nú virðist vera í þjóð-
félaginu á svo mörgum sviðum
orðið að broti sem allir yrðu varir
við þegar það ríöur yfir.
-S.dór
Þegar allur þorri verkalýðsfélaga
í Verkamannasambandinu felldi
kjarasamninga í vetur hrukku
menn við og spurðu sem svo: Hvað
er að gerast? Annað eins og þetta
halöi ekki átt sér stað í áratugi.
Eftir síðari lotuna, sem fram fór á
Akureyri, samþykktu félögin öll,
nema Vestmannaeyjafélögin og
kvennadeildin á Akranesi. Eftir þá
lotu komu verslunarmannafélögin
og félög iönverkafólks og sömdu.
Hin síðarnefndu samþykktu en
verslunarmannafélögin felldu svo
að segja öll og meira aö segja voru
samningarnir tvífelldir í Verslun-
armannafélagi Reykjavíkur. Það er
í sjálfu sér ekkert eðlilegra en að
menn velti ástæöunni fyrir þessu
fyrir sér. Um langt árabil hafa
samningar svo til undantekninga-
laust verjð samþykktir ef verka-
lýðsforingjar hafa skrifað undir þá
og mælt meö þeim á fundum. Nú
dugöi það ekki til.
sambandsleysi foringja?