Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Blaðsíða 29
ÞRIÐJÚDAGUR 19. APRÍL 1988. 29 Fólk í fréttum DV Magnús L. Sveinsson Magnús L. Sveinsson, formaöur Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, hefur verið í fréttum DV vegna verkfallsboðunar verslunar- manna. Magnús Leifur er fæddur 1. maí 1931 á Uxahrygg í Rangár- .vallahreppi og lauk samvinnu- skólaprófi 1951. Hann var skrif- stofumaður á Selfossi 1951-1958 og í Reykjavík 1958-1960. Magnús var skrifstofustjóri Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur 1960-1980 og framkvæmdastjóri frá 1980. Hann hefur verið í stjóm Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur frá 1964, varafórmaður 1965-1980, formaður frá 1980 og í stjóm Lífeyrissjóðs verziunarmanna frá 1981. Magnús var í stjórn Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu 1968-1980 og var formaður Æskulýðsráðs Reykja- víkur 1969-1970. Hann var í stjórn samtaka sykursjúkra frá stofnun 1971-1979 og varaformaður Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1972-1978. Magnús hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá 1974, í borgarráði 1974-1978 og frá 1982. Hann hefur verið formaður atvinnumálanefndar og Innkaupa- stofnunar Reykj avíkurborgar frá 1982 og forseti borgarstjórnar frá 1985. Magnús kvæntist 14. apríl 1957 Hönnu Sigríði Hofsdal, f. 10. apríl 1931, tannsmiði. Foreldrar hennar em Karl Guðmundsson, útgeröar- maður í Ólafsvík, og Sólveig Þorsteinsdóttir, húsfreyja á Húsa- vík. Börn Magnúsar og Hönnu eru: Sveinn, f. 4. september 1957, inn- kaupafulltrúi hjá Stálvik, kvæntur Sólveigu Skúladóttur; Sólveig, f. 25. október 1959, flugfreyja í Rvík, og Einar Magnús, f. 10. október 1966, menntaskólanemi og dagskrár- gerðarmaöur á Stjörnunni. Systkini Magnúsar: Jön Þórar- inn, f. 11. apríl 1925, forstjóri Stálvíkur í Garðabæ, kvæntur Þur- íði Hjörleifsdóttur; Kristján Grétar, f. 9. mars 1927, bifreiðarstjóri í Rvík, kvæntur Margit Zuber; Bjarni Hafsteinn, f. 28. október 1929, bifreiðarstjóri í Rvík, og Matt- hías Böðvar, f. 1. maí 1931, fram- kvæmdastjóri í Garðabæ, sambýliskona hans er íngibjörg Matthíasdóttir. Bróðir Magnúsar, samfeðra, er Ólafur Konráö, f. 18. júlí 1920, d. 9. mars 1988, rafvirki í Rvík, kvæntur Dór'u Magnúsdótt- ur. Foreldrar Magnúsar voru Sveinn Böðvarsson, d. 8. ágúst 1985, b. á Uxahrygg á Rangárvöllum, og kona hans, Guðbjörg Jónsdóttir. Fööur- bróðir Magnúsar var Böðvar, faðir Árna, málfarsráðunautar RÚV. Sveinn var sonur Böðvars, b. á Þorleifsstöðum á Rangárvöllum, Jónssonar. Móðir Böðvars var Ingibjörg, systir Arnheiðar, ömmu Gunnars Bergsteinssonar, for- stjóra Landhelgisgæslunnar. Ingi- björg var dóttir Böðvars, b. á Reyðarvatni, Tómassonar og konu hans, Guðrúnar Halldórsdóttur, hálfsystur Guðbjargar, langömmu Ingólfs Jónssonar ráðherra og Kristínar, móður Þorðar Friðjóns- sonar, forstjóra Þjóðhagstofnunar. Móðir Guðrúnar var Ingibjörg Halldórsdóttir. Móðir Ingibjargar var Guðbjörg Sigurðardóttir, systir Jóns á Hrafnseyri, afa Jóns forseta. Systir Guðbjargar var Salvör, Magnús L. Sveinsson. amma Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns. Móðir Sveins var Bóel Sigurðar- dóttir, b. í Múlakoti í Fljótshlíð, bróður Þorleifs, afa Ólafs Túbals listmálara. Siguröur var sonur Eyj- ólfs, b. í Múlakoti, Arnbjörnssonar, bróður Ólafs, langafa Bergsteins Gizurarsonar brunamálastjóra. Móðir Bóelar var Þórunn Jóns- dóttir, b. í Hlíðarendakoti, Ólafs sonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir „eldprests" Steingríms- sonar. Guðbjörg er dóttir Jóns, b. í Ey í Landeyjum, Gíslasonar og konu hans, Þórunnar ljósmóður Jóns- dóttur, b. á Sleif í Landeyjum, Nikulássonar. Móðir Þórunnar var Þorbjörg ljósmóðir Jónsdóttur, b. á Hrútsstööum í Flóa, Einarssonar. Móðir Jóns var Þorbjörg Guð- mundsdóttir, systir Brynjólfs, langafa Magnúsar Stephensen landshöfðingja, Þuriðar, móður Þorsteins Erlingssonar, og langafa Brynjólfs, langafa Erlends Einars- sonar, fyrrv. forstjóra SIS. Móðir Þorbjargar var Hallbera Erlends- dóttir, systir Helga, langafa Sigmundar, afa Sigmundar Guð- bjarnasonar rektors. Móðir Þórunnar var Sigríður Sig- urðardóttir, b.í Miðkoti í Landeyj- um, Ólafssonar, b. á Ey, Gestsson- ar, prests á Móum á Kjalarnesi, Þorlákssonar, bróður Ástriðar, langömmu Þorláks Ó. Johnson, kaupmanns í Rvík, afa Einars Lax- ness, framkvæmdastjóra Mennta- málaráðs. Móðir Sigurðar var Halldóra Þórhalladóttir, systir Guörúnar, langömmu Kjartans, föður Magnúsar ráðherra. Afmæli Öm Bjamason Öm Bjamason rithöfundur, Ránargötu 6, Reykjavík, er fertug- ur í dag. Örn fæddist á Akureyri og ólst þar upp hjá móðurforeldrum sín- um. Hann stundaði sjómennsku á togumm á sumrin meö skólanámi. Öm hóf prentnám og vann við prentverk hjá Skjaldborg á Akur- eyri en flutti til Reykjavíkur og hélt þar áfram prentnáminu hjá Gutenberg. Eftir að Örn kom til Reykjavíkur varð hann fljótlega þekktur fyrir söng sinn og gítarundirleik en hann samdi þá gjarnan sjálfur lög og texta. Öm hefur unnið aö ritstörfum á undanförnum árum en kunnustu leikrit hans em útvarpsleikritið Biðstöö þrettán og leikritið Fyrsta öngstræti til hægri, sem var frum- flutt hjá Leikfélagi Akureyrar 1979. Þá hefur Örn verið að vinna að þýðingum. Öm á tvö böm. Þau eru: Jón Kristján, f. 7.5. 1970, og Unnur Margrét, f. 14.9. 1983. Foreldrar Arnar: Bjami Bjarna- son; bryti frá Vestmannaeyjum, og Unnur Margrét Guömundsdóttir. Örn dvelur í Vestmannaeyjum á afmælisdaginn hjá systur sinni, Hólmfríði Arnar. Örn Bjarnason Antonía Kristjáns- dóttir Antonía Kristjánsdóttir, Fá- skrúðsfirði, er áttatiu og fimm ára í dag. Hún dvelur nú á elliheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Antonía Kristjánsdóttir. Jón Benjamín Jónsson Aubert Jóhann Högnason Aubert Jóhann Högnason véla- maður, Hamrabaorg 30, Kópavogi, er fertugur i dag. Aubert Jóhann fæddist í Miðdal undir Vestur-Eyjaíjöllum, og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann fór sextán ára til sjós frá Vestmanna- eyjum og var þar á ýmsum bátum, en 1975 stofnaði hann fyrirtækið Vélaleiga og traktorsgröfur - Au- bert Högnason, og hefur starfrækt það fyrirtæki síðan í Kópavogin- um. Kona Auberts er Margrét Stein- unn, f. 20.10. 1953, dóttir ísleifs Pálssonar, b. á Langekru áRangár- völlum og Guðrúnar Valmunds- dóttur. Börn Auberts og Margrétar Steinunnar eru Guðmar, f. 1974; Birna, f. 1977; og Steinar/f. 1983. Foreldrar Auberts Jóhanns eru bæði látin, en þau voru Högni Kristófersson b. í Miðdal og kona hans Anný S. Hermanssen, frá Vestmannaeyjum, norskrar ættar. Högni var sonur Kristófers b. í Stóra-Dal undir Vestur-Eyjaíjöll- um, Þorlákssonar og konu hans Auðbjargar Ingvarsdóttur frá . Neðra-Dal. Til hamingju með afmælið 80 ára Sigríður Þórðardóttir, Sundabúð 2, Vopnafirði, er áttræð í dag. 70 ára Eirikur Pétursson, Kvíabólsstíg 4, Neskaupstaö, er sjötugur í dag. 60 ára Jón Rafn Guðmundsson, Hraun- brún 31, Hafnarfirði, er sextugur í dag. Jóhanna Sigfúsdóttir, Laugar- brekku 18, Húsávík, er sextug í dag. 50 ára Inga K. Guðjónsdóttir, Túngötu 61, Eyrarbakka, er fimmtug í dag. Anna Sigurveig Sæmundsdóttir, Litlagerði 4, Hvolhreppi, er fimm- tug í dag. 40 ára Sigurður Friðriksson, Vesturgötu 37, Keflavík, er fertugur í dag. Sigurður Hafsteinn Matthiasson, Berghólum, Keflavík, er fertugur i dag. Guðmundur M. Johannsen, Dals- hrauni 13, Hafnarfiröi, er fertugur í dag. Kristinn E. Guðnason, rafvirki. Sævangi 17, Hafnarfirði, er fertug- ur í dag. Sólveig Róbcrtsdóttir, Fífuscli 13, Reykjavík, er fertug í dag. Guðmundur Gunnarsson, Skafta- hlíö 28, Reykjavík, erfertugur í dag. Andlát Jens Guðbrandson, frá Höskulds- stöðum, Helgubraut 31, Kópavogi, lést fóstudaginn 15. apríl. Marsibil Sigurðardóttir, frá Grund til heimilis að Smáratúni 12, Svalbarös- eyri, lést 17. apríl í Kristnesspítala. Bergur Lárusson, Vanabyggð 11, Ak- ureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu, Akureyri, sunnudaginn 17. apríl. Gunnhildur Oddsdóttir, frá Neskaup- stað, til heimilis að Vallartúni 1 Kefla- vík, lést í hjartadeild Landspftalans 17. apríl sföastliöinn. Erlendur Sigurjónson, Víðivöllum 2, Selfossi, lést á Rauöa kross-heimili Reykjavíkur sunnudaginn 17. apríl. Þorbjörn Sigurðsson lést í hjúkr- unarheimilinu Skjólgaröi, Höfn, 16. apríl síöastliöinn. Siguröur Jónsson, Auöarstræti 11, lést aðfaranótt 16. apríl. Jens Ragnarsson, Meistaravöllum 35, lést á St. Jósepsspítalanum í Hafnar- firði sunnudaginn 17. apríl. Karl Guömundsson, Dalsbyggö 3, Garðabæ, lést sunnudaginn 17. arpíl. Einar Þorleifsson, Faxabraut 68, Keflavík, er látinn. Björn Finnbogason frá Hvítárdal er látinn. Jón Benjamín Jónson skipstjóri, Dvalarheimili aldraðra að Hlíf í Torfnesi á ísafirði, er áttræður í dag. Jón fæddist aö Hlíð í Álftafirði í Súðavíkurhreppi og ólst þar upp og að Mýrum í Álftafirði, Hann byrjaði ungur til sjós. tók fiski- mannapróf á ísafirði 1933. og var síðan stýrimaður og skipstjóri á ýmsum bátum og skipum frá ísafirði í fjölda ára. Hann var stýri- maður á Sæbirni ÍS 1935-45, skip- stjóri á Ásbimi ÍS 1946-54. skipstjóri á Friöbert Guðmunds- syni 1955-56 og á Gunnvöru og Gunnhildi ÍS um skeið. Jón var svo verkstjóri íshúsfélags ísafjarðar um þriggja ára skeið, en hætti til sjós þegar hann var kominn undir sjötugt. Kona Jóns er Helga. 3.3. 1912, dóttir Engilberts Sigurðssonar. - sem lengst af var sjómaður frá Hnifsdal, og Þórdísar Ólafsdóttur. Jón og Helga eiga fimm börn. Þau eru: Ingibjörg, húsmóðir á ísafirði. f. 30.11. 1932, gift Oddi Bjarnasyni sjómanni. en þau eiga fimm börn: Helga Hulda. húsmóðir á ísafirði. f. 23.7. 1934. gift Jóni Kristmanns- syni. verkstjóra hjá íshúsfélagi' ísfirðinga, en þau eiga finmi dætur: Vignir. forstjóri hjá Oliufélaginu á ísafirði. f. 31.8.1935. kvæntur Láru Helgadótur, en þdu eiga þrjú börn: Jón Þór. framreiðslumaður i Revkjavik. f. 8.12. 1942. á tjögur börn: Margrét, húsmóðir á ísafiröi. f. 25.1. 1951. en hún er gift Guðna Jóhannessyni. og á lnin þrjú börn og hann tvö. Foreldrar Jóns voru Jón Jónsson sjómaðlir og Vigdís Gmmlaugs- dóttir. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og að- standendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.