Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Side 35
I ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988. og ýmislegt sem hægt er að búa til úr þeim. Mjög áhugavert var að fá aðeins nasasjón af,því hvemig staðið er að þessum málum hér í landi. Landbúnaðarráðunauturinn heyrði á mæh mínu að ég var útlend- ingur og er hann heyrði að ég væri frá íslandi fannst honum mikiö til um. Hafði faðir hans verið hermaður á íslandi í síðari heimsstyrjöldinni og hafði komið með myndabækur þaðan heim til ijölskyldu sinnar. Fulltrúinn spurði hvernig land- búnaðurinn væri rekinn á íslandi. Það datt af honum andlitið þegar hann heyrði að ríkið ákvæði hvað afurðirnar ættu að kosta og greiddi framleiðsluna svo niður af almanna- fé. Einnig þótti honum merkilegt hve dýrar landbúnaðarvörur væru á ís- landi miðað við laun almennings. Hér í Bandaríkjunum eru alls kon- ar offramleiðslufjöll, bæði smjör- og ostafjöll. Er það ekki síst vegna þess Neytendur að mikið er framleitt hér af alls kyns viðbiti úr jurtaolíum, sem neytendur vilja frekar en náttúrulegt smjör. Fulltrúinn sagðist sjálfur aldrei nota smjör, alltaf smjörlíki. Sér þætti það betra og þar að auki væri smjör- ið svo dýrt. Það lá við að ég skellti upp úr þegar hann sagði þetta. Hér kostar pund af smjöri (tæpl. 453 g) innan við 2 dollara, eða sem svarar 80 ísl. kr. Ég gat ómöglega verið að segja manninum hvað smjörið kostar á Islandi. Hann hefði sennilega ekki trúað mér! Geta má þess að matarfjöllunum er ekki hent á haugana hér heldur er þeim úthlutað til þeirra sém minna mega sín í þjóðfélaginu. Orkusparnaður og neytendaþjónusta Við ræddum við tvo fulltrúa frá orkustofnun Coloradofylkis. Gefin eru út alls konar fræðslprit sem neytendur geta fengið sér að kostn- aðarlausu um ýmislegt sem þá varðar, bæði beint og óbeint. Við fengum t.d. bækling með ýmsum leiðbeiningum um hvernig hægt er að spara orku á heimilunum. I einum bæklingnum var að finna hve margar hitaeiningar eru í 90 g af hinum ýmsu kjöttegundum og hvernig hitaeiningarnar skiptast, hve margar koma úr fitunni og hve margar úr mettaðri fitu. 35 LíEsstOl Pttrtc-rhtuisu Sii\ik Hniil. i'tinhnni. Tcmlvrlnin Stenk** Hmii. I\mhmii. Top Rouik! Stvak riAN< SIRkOIN IHOST PlAlE TOPB SHANK Round Roíisi Hmis,\ Hmil Ptmhmii Pnnj Bonoless Shouklor Pot Roast Sirloin Steak. f'lai Bone Culvtl Sioak f^itifry. Hniist' < otuiiKl Beel Hmil. rmifiy. }\ for Kahohs flmil. Hmist' in l.iiiulti • RETAILCUTS • WHERE THEY COME FROM HOW TO COOK THEM Rih I \o Roasl \rm I\m Roasl Buek Rihs Blailo Rt»asl THIS CHABT APrifOvf D BY NATIONAL LIVE STOCK & MEAT BOARD Gefin er út „opinber“ niðurhiutun á kjöti, hvað hver biti heitir og hvaðan af skepnunni hann er. Þar kom m.a. fram að 20% af allri orku sem notuð er í Bandaríkjunum er notuð inni á heimilunum. Um 57,5% af þeirri orku fer til þess að hita íbúðarhúsnæði. Annar orku- frekasti pósturinn í heimilisnotkun- innj er heita vatnið en til þess aö hita það fer 15,1% af orkunotkun heimilanna. Aðeins 5,7% fara til matreiðslu og kælingar matvæla. Til loftkælingar eru notuð 3,6% og um 1,6% til þess að þurrka þvott. Þau 8 prósent sem eftir eru fara til ýmissa annarra nota svo sem útvarps, sjón- varps og annarra tóla og tækja sem daglega eru notuð á bandarískum heimilum. Við getum ekki betur séð en aðrar þjóðir gætu mikið lært af íslending- um hvaö varðar húsaupphitun. Sennilega er heita vatnið okkar á íslandi miklu meiri verðmæti en nokkur gerir sér grein fyrir. Miklu meira virði en olía í jörðu. Það verð- ur engin loftmengun þegar heita vatnið er unnið og notað. Hjá orkustofnuninni er hægt að fá leiðbeiningar um hagkvæma nýtingu á orkunotkun heimilisins og hvað þarf að gera til úrbóta ef orkunotk- unin er óeðlilega há. Má geta þess hér að á orkureikn- ingum, sem neytendur fá mánaðar- lega, er jafnan sundurliðuð dagleg notkun og hver kostnaðurinn er. Þannig er auðvelt að fylgjast með frá mánuði til mánaðar hver notkunin og þá jafnframt hver kostnaðurinn er og grípa inn í ef þörf þykir. Villandi auglýsingar Starfsmenn póstþjónustunnar voru með fjöldann allan af athyglis- verðum bækhngum. Einn íjallaði t.d. um villandi auglýsingar og hvernig bæri að varast þær. Er þar t.d. átt við auglýsingar þar sem óvenjulega há laun eru í boði, alls kyns undralyf og megrunarkúra og fieira í þeim dúr, sem er bannað að auglýsa hér í landi. Einnig eru keðjubréf bönnuð. Verði fólk vart við eitthvaö í þessum dúr er það hvatt til þess að hafa þeg- ar samband við neytendadeild póstþjónustunnar. Það getur hins vegar stundum ver- ið erfitt að greina á milh hvaða auglýsing er vísvitandi villandi, eða hver „virðist" aðeins vera það. Hér virðist allt vera yfirfullt af „vill- andi“ auglýsingum. Ef póstþjónust- an rannsakar þær allar ofan í kjölinn hefur hún víst nóg að gera. Neytendur eru hvattir til þess að athuga allt vel áður en þeir skuld- binda sig og skrifa nafnið sitt á blað. Má geta þess hér í leiðinni að fólk virðist alveg ótrúlega trúgjarnt. Um daginn var sagt frá fólki, sem hélt að það hefði unnið mikla fúlgu í ein- hveiju happdrætti sem það fékk einmitt í póstinum. Hafði fólkið feng- ið sent mikið bréf þar sem stóð með stóru letri að viðkomandi myndi fá milijón dollara, og svo með smáu letri fyrir neðan, ef nafnið hans yrði meðal þeirra heppnu sem dregið yrði úr milljón öörum nöfnum. Fólkið sagðist hafa trúað því að það hefði unnið, sagði starfi sínu lausu og keypti sér rándýran bíl! Vonandi hefur póstþjónustan haft hendur í hári svikahrappanna en af þeim er svo sannarlega nóg hér í landi. Áhuginn hefði mátt vera meiri Ótrúlega fáir notfærðu sér þessa gríðarlega fróðlegu ráðstefnu. Þeir sem skráðir voru hjá öllum þeim skara af upplýsendum sem þarna voru samankomnir voru ekki nema á þriöja tug þúsunda, en ráðstefnan stóð frá kl. 10 til 5.30 á laugardegi. Taka verður tillit til þess að í Denver og nærliggjandi borgum búa um 1,9 milljónir manns. Þeir, sem komu, voru svo sannar- lega ekki sviknir. Fyrir utan alla sem þarna sátu fyrir svörum fengu gestir stóra útgáfu sem er eins konar við- skiptaskrá fyrir fylkið. Þar er að finna upplýsingar um alla aðilana, sem á neytendaráðstefnunni voru, auk allra annarra hugsanlegra upp- Týsinga um Colorado. Vel mætti ímynda sér aö svona neytendaráðstefna yrði haldin heima á íslandi og þá auðvitað í Kringl- unni. Fyrirspurnirnar yrðu kannski eitthvað öðruvísi heldur en hér í Colorado. Á neytendaráðstefnunni hér í Denver sýndist okkur einhver vinsælasti básinn vera hjá skatta- yfirvöldum. Hér hefur einmitt nýlega verið gerð breyting á skattalögum og fólk á í vandræðum með framtölin rétt eins og heima á íslandi. BLAÐ BURDARFÓLK 1? 1? 1f t 1t 1t t t ^ t REYKJAVIK Vesturgötu Ánanaust Grettisgötu Frakkastíg Klapparstíg GARÐABÆ Asparlund Efstalund Einilund Skógarlund Þrastarlund Hörpulund AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 1t t 1? t 1f ii i 1t 1t 1t 1t SÍMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.