Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1988, Qupperneq 37
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRlL 1988. 37 Kirkju- og safnaðarstarf í landinu er ótrúlega íjölbreytt. Þar leggja margir hönd á plóginn þótt almenn- ingur geri sér ekki alltaf grein fyrir því vegna þess að starfið er oft á tíð- um unniö í hálfgerðum kyrrþey, þótt ósérhlífið sé. Hinn almenni kirkjugestur gerir sér sjaldnast grein fyrir öllu safnað- arstarfinu sem fram fer þegar hann er viðstaddur messu á sunnudögum. Hann sér prestinn, heyrir í kórnum og organistanum og hugsar svo ekki út í þaö sem að baki er. Óeigingjarnt starf í hverjum söfnuði er safnaðar- nefnd sem vinnur mikið og óeigin- gjarnt starf. Nefndimar standa fyrir fjársöfnunum, skipta oft með sér starfi meðhjáipara og kirkjuvarðar. Þá sjá söfnuðimir oft um æskulýðs- starfið \ kirkjunum og aðstoð við Dægradvöl aldraða og ýmislegt annað er á þeirra könnu. Kvenfélög eru yfirleitt tengd söfn- uðunum, ýmist sem kirkjufélög eða sjálfstæð félög sem vinna óbeint eða beint fyrir kirkjuna og söfnuðinn með fjáröflun og aöstoð af ýmsu tagi. Þá má ekki gleyma kirkjukórunum. Söngfélagarnir verða að mæta í hverja messu og syngja þar og einnig við ýmsar aðrar athafnir. Kórfélag- arnir eru því yfirleitt að starfa fyrir kirkjuna á meðan annað fólk á frí, um helgar og á frídögum. Auk þess eru yfirleitt æfingar einu sinni í viku. Breiðholtskirkja Við kynntum okkur safnaðarstarf- ið í Breiðholtssöfnuði þar sem nýlega er búið að vígja kirkjuna þeirra. Messur Breiðholtssóknar hafa farið fram í Breiðholtsskóla í bráðum tutt- ugu ár svo og allt safnaðarstarfið. En eftir vígslu Breiöholtskirkju um miðjan mars hefur verið messað í nýju kirkjunni og safnaðarstarfið mun smám saman færast inn í kirkj- una einnig eftir því sem gengur að innrétta safnaðarheimilið sem er í kjallara kirkjunnar. Þai- mun Kven- félag Breiðholts einnig fá aðstöðu undir sína starfsemi. Það eru því allir sem koma nálægt kirkju- og safnaðarstarfi í Breið- holtssókn óskaplega ánægðir með að kirkjan þeirra skuli vera komin upp eftir að hafa verið um tíu ár í smíð- um. Þó gera allir sér grein fyrir aö ófá handtökin eru eftir áður en kirkj- an og safnaðarheimilið eru fullgerð og.eru allir tilbúnir að láta hendur standa áfram fram úr ermum ðg leggja sínum góða málstað lið. -ATA okkur mikið í staðinn og við sjáum ekki eftir neinu. Persónulega finnst mér þetta starf skemmtilegt og ánægjulegt. Annars hefði ég varla enst svona lengi í því.“ Húsnæðisskortur Sveinbjöm sagði að í söfnuðinum væm rétt rúmlega fiögur þúsund manns. í kirkjunni væm sæti fyrir þijú hundruö manns og því mættu ekki nema tæplega tíu prósent safn- aðarins jafnvel þótt ldrkjan væri ævinlega fuUskipuð sem sjaldnast er nema um jól og páska. Þó tæki hann eftir verulegri aukningu á fiölda kirkjugesta eftir að kirkjan var vígð, hvort sem það væri auknum trúar- áhuga að þakka eða nýjungagimi. „Starfið innan safnaðarins hefur ekki veriö mjög mikið og vil ég þar aðallega kenna um húsnæðisskorti. Núna er hins vegar smám saman að skapast aðstaða þó að óneitanlega séu mörg handtökin óunnin áöur en safnaðarheimilið verður tekið í notk- un. Kirkjubyggingin tímafrek Mikill hluti, langmestur hlutinn af tíma og kröftum safnaðamefndar- innar hefur farið í kirkjubygginguna undanfarin tíu ár. Svona kirkjá byggist líka aö miklu leyti upp á frjálsum framlögum og sjálfboða- vinnu. Það er því í ýms horn að líta fyrir safnaðamefndina, en ekki má gleyma ómetanlegu framlagi Kvenfé- lags Breiðholts sem svo sannarlega hefur lagt hönd á plóginn,“ sagði Sveinbjöm Bjamason. -ATA Lífsstfll Daníel Jónasson, organisti og stjórnandi kirkjukórs Breiðholtskirkju, þenur kirkjuorgelið. DV-mynd KAE einhverja smáþóknun fyrir að syngja. Þessir aurar eru greiddir út tvisvar á ári, fyrir jól og fyrir sumarfrí, þannig að peningamir koma sér vel þótt ekki sé um stórar upphæðir að ræða. En félagar í kirkjukórum eru sannarlega ekki að þessu til aö græða • peninga. Kórfélagarnir verða oftast klumsa þegar þeir fá peningana 'greidda. Þeir gera þetta ánægjunnar vegna.“ Alltaf sömu sálmarnir? - Eru þetta ekki alltaf sömu sálm- arnir sem þið eruð aö syngja? „Það er úr miklum fiölda sálma að velja. En það er presturinn sem velur hvað syngja skal. í gegnum árið eru sálmamir þó nokkuð mik- ið breytilegir en ef samanburður er gerður á milli ára má sjá þó nokkrar endurtekningar. Þegar skipt er um prest, eins og gerðist fyrir rúmu ári hjá okkur, breytist alltaf sálmavalið og við urðum að æfa upp marga nýja sálma. Það er líka skemmtilegt. Yfirleitt æfum við einu sinni í viku nema á sumrin, en þá látum við okkur nægja aö æfa fyrir messu á sunnudögum." Bindandi starf en skemmtilegt - segir Daníel Jónasson, organisti og kórstjóri „Ég er búinn að vera organisti og sfiómandi kirkjukórsins frá því söfnuðurinn var stofnaður áriö 1972. Ég hef verið svo heppinn að mér hefur haldist vel á kórfélögum og söngvararnir hafa ekki yfirgefið okkur, jafnvel þótt þeir hafi flutt í önnur bæjarhverfi," sagöi Daníel Jónasson, organisti og kórstjóri kirkjukórs Breiðholtskirkju. „Kórinn okkar er meö stærri kirkjukórum og hann er orðinn reyndur og góður. Kórinn syngur við allar athafnir, svo sem við messur, skírnir, giftingar og einnig á uppákomum eins og aðventu- kvöldum. Bindandi en skemmtilegt Þetta starf er dálítið bindandi fyr- ir kór og stjórnanda, þar sem við þurfum að vinna meðan aörir eiga frí. En okkur finnst þetta skemmti- legt og gefur okkur mikið. Annars stæðum við ekki í þessu.“ - Er organistinn og kórstjórinn í fullu starfi? „Nei, ég er í hlutastarfi. Ég er að auki tónlistarkennari í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Kórinn fær Ánægja og skemmtun - Hefurðu ánægju af þessu starfi? „ Já, ég hef bæði ánægju og gaman af starfinu, annars væri ég sjálfsagt löngu hættur. Samstarfiö við prest- •ana, kór og sóknarnefnd hefur verið afar gott og aldrei hlaupið snurða á þráöinn. Það gerir starfið enn ánægjulegra," sagði Daníel Jónasson. -ATA Gott starf en winið í kyrrþey - segir Þóranna Þórarinsdóttir formaður Kvenfélags Breiðholts „Kvenfélagið er ekki kirkjufélag en við störfum þó mjög náiö með kirkjunni. Við vinnum með prest- inum og söfnuðinum, höfum safnað fjármunum til kirkjunnar og sjáum meðal annars um kyrtlana fyrir fermingarbömin," segir Þóranna Þórarinsdóttir, formaður Kvenfé- lags Breiðholts. „Kvenfélagið var stofnað 21. október 1970 og þá var enginn söfn- uður til í hverfinu. Hverfið var reyndar mjög ungt þá, ég held að fyrstu íbúamir hafi flutt inn í íbúð- ir sínar 1968. Þá héldum viö fund- ina okkar í Breiðholtsskólanum, eins og við höfum reyndar gert alla tíð síðan. En nú hyllir undir að við fáum betri aðstöðu í Breiðholts- kirkjunni, eða réttara sagt í safnað- arheimilinu sem verður í kjallara kirkjunnar.“ Kjarnakonur! - Eru margar konur í Kvenfélagi Breiðholts? „Nei, þær eru í rauninni allt of fáar. Við erum ekki nema svona um fimmtíu talsins og þar af eru þrjátíu mjög virkar. Miðað við fjölda félagsmanna er fundarsókn- in hjá okkur mjög góð og þetta eru kjamakonur. Ef miðað er við höfðatölu höfum viö því gert mjög góða hluti og þar er dugnaði virkra kvenna fyrir að þakka.“ - Hvert er markmiðið með starf- semi kvenfélagsins? „Markmiðið hjá okkar kvenfélagi er, likt og hjá öðmm kvenfélögum, að vinna aö menningar- og líknar- málum. Þar sem kirkjubyggingin hefur staðið yfir lengstan hluta þess tíma sem kvenfélagið hefur verið starfandi, hefur stærstur hluti orku okkar og tíma farið í kirkjubyggingar- og safnaðarstarf- iö. Við höfum staöið fyrir mörgum fiársöfnunum fyrir kirkjuna. Við höfum verið með kaffisölur, köku- basara og blómasölur. Þá stóðum við fyrir söfnun meðal allra kvenna í Breiöholti 1. Við sendum þeim bréf og fylgdum þeim eftir. Margar kvennanna tóku mjög vel í söfnun- ina og gáfu af rausn. Stærsta Ijósakróna á landinu! Við erum mjög ánægðar með það hversu vel hefur gengið að safna til kirkjunnar. Við gáfum meðal annars ljósin í kirkjuna, stærstu ljósakrónu á landinu, fióra brúðar- stóla og krossinn. En viö höfum einnig unniö að ýmsum öðrum málum. Við gáfum knattspyrnudeild ÍR sjúkratöskur og við gefum árlega verðlaun sem veitt eru fyrir framúrskarandi ár- angur í Breiðholtsskóla. Þá hafa sjálfboðaliðar frá okkur farið í Gerðuberg og aðstoðað aldraða fólkið, spilað við það og fleira. Það er sérstaklega skemmtilegt starf og þakklátt. Kvenfélögin á landinu vinna oft á tíðum mikið og gott starf en það fer yfirleitt lítið fyrir því. Þaö sem við erum aö gera er oftast unnið í kyrrþey og kannski þess vegna finnst okkur stundum eins og áhugi ungra kvenna fyrir kvenfé- lögum hafi fariö minnkandi á undanfórnum árum.“ - Fer mikill tími í að starfa með Þóranna Þórarinsdóttir, formaður Kvenfélags Breiðholts, fyrir framan Breiðholtskirkju. Kvenfélagið hefur gefið kirkjunni margar og glæsilegar gjafir i gegnum árin og staðið fyrir f jársöfnunum fyrir kirkju og söfnuð. kvenfélögum? Hvað haldið þiö fundi oft á ári? „Það fer óneitanlega nokkur tími í starfsemina hjá þeim sem taka hana alvarlega. Við fundum einu sinni í mánuði og reynum að vera með ýmsa fræðslu á fundunum, til dæmis matreiðslu- og snyrtinám- skeið, svo eitthvað sé nefnt. Og einu sinni á ári hittast kvenfélögin þrjú í Breiöholtshverfunum á fundi. Á þeim fundum ræðum við sameigin- leg mál hverfisins og kynnumst hver annarri. Þetta eru mjög gagn- legir og góðir fundir." Kvenfélögin eru ekki gamaldags - Þú segir að áhugi ungra kvenna fari minnkandi fyrir kvenfélögun- um. Eru þau ekki bara orðin DV-mynd KAE gamaldags? „Nei, þau eru alls ekki gamal- dags. Og starfið í þeim er mjög skemmtilegt, annars væri ég ekki að standa í þessu. Ég bý ekki einu sinni í hverfinu lengur Ég flutti úr því árið 1975, en vegna þess hve ég hef gaman af því að vinna með þessum konum og fólkinu í söfnuð- inum myndi ég ekki fyrir nokkurn mun vilja hætta því. Ég vil endilega hvefia konur í hverfinu, og þá ekki síst ungar kon- ur, til að koma á fundi hjá kvenfé- laginu og sjá hvað þar fer fram. Ég held að þegar þær sjá hvað starf- semin er fiölbreytileg og skemmti- leg þá fái þær áhug^ fyrir að starfa með okkur,“ sagöi Þóranna Þórar- insdóttir. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.