Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 20. APRfL 1988.
Fréttir
Verkfall verslunarmanna
mun örugglega skella á
- Verzlunarmannafélag Reykjavíkur skipuleggur verkfallsvörslu
Nú er augljóst aö verkfall verslun-
armanna. mun skella yfir á fostudag
hjá þeim félögum sem þá hafa boðað
verkfall. Nýr sáttafundur hjá ríkis-
sáttasemjara verður ekki haldinn
fyrr en á morgun, fimmtudag, klukk-
an 15.00.
Á fysta sáttafundinum var gjáin
milli deiluaðila svo breið að ekki
þótti ástæða til að reyna annan sátta-
fund fyrr, en skylda er að halda
sáttafund áður en verkfall kemur til
framkvæmda.
Verkfall verslunarmanna mun
þegar í stað hafa víðtæk áhrif. Pétur
Maack hjá Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur sagði að verslunar-
mannafélögin yrðu mjög spör á
undanþágur í verkfallinu. Búið er að
skipuleggja verkfallsvörslu. Skipaðir
hafa verið 40 flokksstjórar til að ann-
ast verkfallsvörsluna og eru 5 til 20
menn í hverjum flokki og hefur hver
þeirra sitt svæði í borginni.
Pétur sagði að strax í dag myndu
verkfallsverðir fara í verslanir og
skora á félaga í Verzlunarmannafé-
Bakarí, þar sem eigandinn vinnur,
munu ekki loka í verkfaUi verslunar-
manna og þvi ætti engin hætta að
vera á brauðskorti í verslunar-
mannaverkfalhnu. Þar að auki
munu bakarar ekki leggja niður
laginu að vinna ekki yfirvinnu í dag,
síöasta vinnudag fyrir verkfall. Þeir
gætu aö vísu ekki gert annað en biðja
fólk að vinna ekki yfirvinnu.
„Við viljum með þessu minna á
okkur,“ sagði Pétur Maack.
-S.dór
vinnu, aðeins afgreiðslufólkið.
Þá mun mjólk fást eitthvaö fram í
næstu viku í þeim verslunum sem
mega hafa opið, en það eru minni
búðir þar sem eigendur geta annast
afgreiðsluna. -S.dór
Heilbrigðis-
þjónustunni
veitt
undanþága
í gær var haldinn fundur hjá
verkfallsnefiid Verzlunarmanna-
félags Reykjavikur þar sem fjall-
aö var um hluta af þeim
fjölmörgu beiönum til undan-
þágu frá verkfalli verslunar-
manna sem borist hafa til
Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur.
Pétur Maack hjá Verzlunar-
mannafélaginu sagði að ákveðið
hefði verið að veita undanþágu
til Læknasetursins, þar sem
krabbameinssjúklingar fá með-
ferð, og sömuleiðis Hótel Lindar
sem er sjúkrahótel. Einnig var
íjallað um undanþágubeiöni
meðferðarstofnana en þær ekki
afgreiddar.
Undanþágubeiðni barst frá apó-
tekunum og var henni hafnað þar
sem lyfjafræðingai’ geta afgreitt
nauösynleg lyf þótt afgreiðslufólk
sé í verkfalli.
-S.dór
ísafjörður:
Emir flýgur
á 3ja tíma
fresti til
Reykjavíkur
-eftilverkfaiis kemur
Ef til verkfalls kemur núna þá
mun Flugfélagið Ernír vera með
ferðir milli ísafiaröar og Reykja-
víkur á þriggja tíma fresti á
venjulegum fargjöldum eins og
gengur og gerist að sögn Harðar
Guömundssonar, forstjóra Em-
is.
Einnig sagði Hörður að hann
myndi fara utan næstkomandi
sunnudag til að sækja nýja fiug-
vél og kemur með hana hingað
til lands fyrir mánaöamótin.
ÁæUunaiflug og rútu-
ferðir leggjast niður
Ljóst er að samgöngur innanlands
munu leggjast af á fóstudaginn, þeg-
ar verkfall verslunarmanna kemur
til framkvæmda. Allt innanlandsflug
Flugleiða hf. mun leggjast af og Helgi
E. Guðbrandsson hjá Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur fullyrðir
að starfsfólk Arnarflugs tilheyri fé-
laginu og fái því ekki leyfi til að
vinna. Arnarflugsmenn hafa haldið
því fram að þeirra fólk geti unnið í
verkfallinu.
Allt starfsfólk Umferðarmiðstöðv-
arinnar í Reykjavík er félagar í
Verzlunarmannafélaginu og því
leggjast rútuferðir frá Reykjavík nið-
ur.
Verslunarmannafélag Suðurnesja
hefur boðað verkfall á mánudaginn
kemur og þá um leið leggst allt milh-
landaflug frá Keflavíkurflugvelli
niður. Þar með hafa allar almenn-
ingssamgöngur lagst af vegna verk-
falls verslunarmannafélaganna í
landinu.
-S.dór
Ferðaskrifstohir
verða að loka
„Það hefúr ekkert verið rætt um
undanþágu fyrir feröaskrifstofurn-
ar til að koma fólki heim frá
sólarlöndum. Ætli það veröi ekki
bara að kaupa sér meiri sólarolíu,“
sagði Pétur Maack hjá Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur í samtali
viö DV í gær. Hann sagði ljóst að
ferðaskrifstofumar yrðu aö loka
þegar til verkfallsins kemur og það
væri ekkert sjálfgefiö að undan-
þága yrði veitt til að sækja farþega
til sólarlanda.
Þess má geta aö í ferðaskilmálum
sem fólk undirgengst hjá ferða-
skrifstofunum þegar það fer í
skipulagðar hópferðir er tekiö fram
að ferðaskrifstofurnar séu ekki
skaöabótaskyldar vegna tafa eöa
óþæginda og beri ekki ábyrgð ef
verkfall skellur á, ef náttúruham-
farir eiga sér stað ellegar ef styrjöld
skellur á í því landi þar sem dvahð
er hveiju sinni. Hver farþegi í hóp-
ferð verður að undirgangast þessa
skilmála. -S.dór
Mikil ös var í matvöruverslunum í gær vegna yfirvofandi verkfalls og búist
er við miklum atgangi í dag. DV-mynd GVA
Bensínafgreiðsla
mun ekki stöðvast
Þaö mun eitthvað hafa borið á því
í gær að fólk hamstraði bensín af
ótta við að það yrði ekki afgreitt í
verkfalli verslunarmanna. Þetta er
óþarfi þar sem bensínafgreiöslu-
menn í Reykjavík eru í Dagsbrún og
■ fara því ekki í verkfall.
Bensín verður afgreitt áfram þótt
verslunarmenn fari í verkfall eins
og ekkert hafi í skorist. -S.dór
Engin hætta á brauðskorti
í dag mælir Dagfari
Bjórinn kemuri
Neðri deild alþingis mannaði sig
upp í þaö í gær að samþykkja bjór-
inn. Flutningsmenn frumvarpsins
voru búnir aö hóta því að láta
banna allan bjór í landinu ef frum-
varpið yrði fellt, þar á meðal
ferðamannaskammtinn, og við það
urðu alþingismenn logandi hrædd-
ir því þeir hafa margir hverjir látið
sig einu gilda bjór eða ekki bjór,
meðan þeir sjálfir hafa getað keypt
hann í fríhöfninni. Tillaga um að
visa málinu til þjóðaratkvæða-
greiðslu var líka felld enda treysta
þingmenn ekki þjóðinni fyrir þeirri
ábyrgð aö ákveöa það sjálf hvort
hún vilji bjór eða ekki. Þingmenn
verða að hafa vit fyrir íslendingum
í þessu máli sem öðrum og nú er
sem sagt bjórfrumvarpið komið í
efri deild og þar eru bjórstuðnings-
menn taldir í öruggum meirihluta.
Bjórinn er því á leiöinni og hlýtur
það að gleðja þessa þjóð sem hefur
haft af því miklu meiri áhyggjur
hvort bjór fáist í landinu heldur en
hinu hvort fólk geti lifað af kaupinu
eða hvort viöskiptahallinn er tíu
milljarðar eða tóif milljarðar.
Gert er ráð fyrir í þessu frum-
varpi að bjórinn verði til sölu á
næsta ári, énda verður að gefa
umboösmönnum bjórtegunda um
allan heim tækifæri til að undirbúa
bjórflóðið inn í landiö og það verð-
ur líka að veita innlendum bjór-
framleiðendum svigrúm til að
blanda öhð svo aö Egils öl og Sanit-
as verði samkeppnisfærir á
markaðnum þegar þjóöin dettur í
það.
Þessum tíðindum er væntanlega
fagnað á flestum vígstöðvum nema
þá helst í fríhöfninni, af farmönn-
um og Gutta í Ámunni. Bjórsalan
í fríhöfninni mun að sjálfsögðu
falla niður og sennilega fer Frí-
höfnin á hausinn. Farmenn munu
fjótlega fara í verkfall og heimta
hærri laun, vegna þess skaða sem
þeir verða fyrir þegar þeir geta
ekki lengur smyglað bjór inn í
landið. Ekki kæmi manni á óvart
þótt sigUngar legðust niður því
hvaöa maður fæst á farskipin leng-
ur þegar ekkert er upp úr þeim
hafandi eftir að búið er að eyði-
leggja smygUð. Síðast en ekki síst
getur Guttormur í Ámunni ekki
lengur aðstoðað heimabruggara
með leiöbeiningum um hvemig
ekki eigi að blanda áfengt öl og þar
með leggst útbreiddur heimilisiðn-
aður niður.
Að öðru leyti verður að gera ráð-
stafanir til aö áfengisútsölur séu
settar upp á öðru hverju götuhorni
og eins verður að fjölga almenn-
ingssalernum ef bæjarfélögin eiga
ekki að flæða af bjórhlandi í húsa-
sundum þegar bjórþambarar þurfa
að losa sig við niðurrennslið.
Þetta verður söguleg stund hér á
landi og mun jafnast á við lýðveld-
istökuna eða alþingishátíðina
þegar flóðbylgjan gengur yfir. Al-
þingi íslendinga mun geta sér
frægð og frama og flutningsmenn
bjórfrumvarpsins fá sennilega
styttur af sér á Austurvöll við hlið-
ina á Jóni forseta. Annað eins
frelsismál hefur ekki verið flutt og
fullnaðarsigurinn, sem framundan
er, mun valda byltingu sem kom-
andi kynslóðir munu minnast með
þakklæti og klökkum huga.
Hér eftir verður leitun að alls-
gáðum íslendingi. Hingað til hafa
íslendingar aöeins getað verið full-
ir í útlöndum en nú geta þeir veriö
fulhr á heimavelh og drukkið bjór
meö góðn samvisku frá morgni til
kvölds. íslenska þjóöin mun með
öðrum orðum lenda á bjórfylliríi
fyrir tilstuðlan alþingis og fer vel á
því. Alþingi íslendinga gerir sér
ljóst aö það er miklu betra að hafa
þjóðina sætkennda og hífaða þegar
áföllin dynja yfir í efnahags- og at-
vinnumálum. Hér er aht aö fara á
hausinn, sem á annað borð er með
lífsmarki, verslunarmenn komnir
í verkfah, Flugleiðir hætta að fljúga
vestur og þorskurinn horfmn af
núðunum. Hvað er þá betra en hafa
íslendinga hálffulla á bjórkennd-
eríi, fagnandi þeim áfanga í þjóðar-
sögunni að geta drekkt sorgum
sínum samkvæmt læknisvottorði
frá helmingnum af læknastéttinni.
Hinn helmingurinn mun þá fá nóg
að gera við aö lækna áfengissjúk-
dóma.
Þetta eru merkilegir tímar sem
við lifum, þökk sé alþingi sem hefur
ákveöið að hafa vit fyrir þjóðinni
með því að leyfa henni bjór-
drykkju, eftir aö hafa haft vit fyrir'
þjóðinni fram að þessu með því að
banna bjórinn.
Dagfari