Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988.
Sandkom
Gulir af öfund?
Samkepimin
tekuroftásig
skemmtilegar
myndir, ekki
sistsamkeppni
fjölmiðlanna. Á
Isafirðierugef-
inúttvöágætis
óháöfréttablöð,
Vestfirska fréttablaðið og BB. BB
stendur vístfyrir Bæjarins besta og
nafngiftin ein sér gefur til kynna álit
útgefendanna á sjálfum sér og sam-
keppnisaðilanum. Blöðin virðast eiga
dálitiö erfitt með að láta hvort annað
í friði og senda til skiptis smá pillur
á keppinautinn. í nýjasta tölublaði
Vestfirska fréttablaðsins er í slúður-
dálki talað um „að gula hafi skotið
upp kollinum á ísafirði". Þar er átt
við að Vestftrska fréttablaöið, sem
verið hefur rauðleitt eins lengi og
elstu menn muna, hafi skyndilega
orðið gult í síðustu viku. „Og svo var
Barna-Blaðið í gær orðíð svona líka!“
Hvort Vestfirska er hér að gefa i skyn
aö BB sé s vona ungt að árum eða að
ritstjórar þess séu bamungir skal
ósagt látið, en það verður spennandi
að sjá svar Bæj arins besta við þessu.
Heiðurs-
Þingeyingur
Einsogstund-
umáðurleyf-
umviðokkur
aðvitnaörlitið
í Víkurbiaðið á
Húsavík,að
þessusinnií
greinum
melstara
KristjánJÖ-
hannsson.
„Kristján er
orðinn slikur
sniliinguraðsú
spuming hlýtur að vakna hvort hann
sé ekki þar af leiðandi Þingeyingur
efirnig. Ekki síst í Ijósi þess að fáir
Þingeyingar komast með tærnar þar
sem Kristján hefur hæiana í þeirri
iist aö segj a þann sannieika um sjálfi
an sig sem sómi er að. “
Beinar
útsendingar
Sjónvarpiðhef-
urtekiðuppá
þvíuppásíð-
kastiðaövera
meðbeinarút-
sendingarfrá
hinum marg-
vislegustu
viðburðum.
Þettaergóðra
gjaldavert,ená
þessarigjöf
Njarðareruþó
tveirgallar.Sá
fyrri er að sárafáir vita um þessar
útsendingar og sá seinni að þær haía
verið á þeim tima dagsins þegar vel-
flestir eru í vinnu og fjarri skjám,
jafnvel þó þeir hafi vitað af útsend-
ingunum. Um daginn var bein
útsending frá flugvellinum í Alsír og
gátu þeir sem óvart kveiktu á sjón-
varpinu sinu séð stillimynd af flugvél
i beinni útsendingu í tuttugu mínútur
meðan fréttamaöur ruddi út úr sér
öllu sem hann vissi um flugræningja
og gísla. Á mánudaginn var Sjón-
varpið svo með beina útsendingu frá
atkvæðagreiðslu um bjórfrumvarpið
á Alþingi. Fáir vissu af þessari út-
sendingu og enn færri höfðu tækifæri
til að horfa á sj ónvarp á þessum tíma
dags. Nú má gera ráð fyrir aö við
fáum að sjá 1 beinni útsendingu þegar
dyr iokast í stórmörkuðum í dag, síð-
asta verslunardaginn fyrir verkfall.
Verstu árin
Ogþessier
fenginnúr
Vestfirska
fréttablaðinu:
„A dögunum
tókutveir
menn, Þingeyr-
ingurogFlat-
eyringur, tal
saman. Um-
ræðan snerist
umskólamál.
„Veistuhver
ærufiögurerf-
iðustu árin í lífi Patreksfirðings?"
spuröi Þingeyringurinn. „Nei,“ sagði
Flateyringurinn, eins og þeir segja
alltaf. „Það er einfalt," svaraði hinn,
„það er sjö ára bekkurinn!"
Umsjón Axel Ammendrup
Fréttir
Fiskmavfcaðurinn í Þýskalandi:
Verðhrun vegna
hitabylgju
- fiskur úr 28 gámum frá íslandi verður boðinn upp í dag
„Hér er nú mikil hitabylgja, sem
kom óvænt og alltaf þegar slíkt ger-
ist fellur verð á fiski. Hitinn í dag var
27 gráður og þetta er í fyrsta sinn á
vorinu sem fólk getur tekið útigrillið
fram og grillað á svölunum eða garð-
inum. Þegar svo er selst fiskur ekki.
Og eins og allir vita gera hitabylgjur
ekki boð á undan sér og því er erfitt
að stýra fiski inn á markaðinn eftir
þeim. Nú hefur útflutningsbanninu
á gámum frá íslandi til Þýskalands
verið aflétt og því hefur borist óvenju
mikið af þeim hingað. í dag verður
seldur fiskur úr 28 gámum hér í
Þýskalandi. Karfaveröið er nú um
40 krónur fyrir kílóið, sem þykir
mjög lágt,“ sagöi Samúel Sveinsson,
umboðsmaður í Þýskalandi, í sam-
tali við DV í gær.
Samúel sagði að Landssamband
íslenskra útvegsmanna hefði vitað
af þessum mikla gámafjölda og þvi
muni aðeins eitt skip frá íslandi selja
ferskfisk í Þýskalandi í þessari viku.
Hann sagði að ekki mætti selja karfa
á lægra verði en um 33 krónur fyrir
kílóið, og er það kallað lágmarksverð
Efnahagsbandalagsins.
Ekki sagðist Samúel eiga von á því
að verðið á karfanum hrapaði niður
fyrir fjörutíu krónurnar og því taldi
hann aö salan úr gámunum 28 myndi
sleppa fyrir horn. Hann sagði enn-
fremur að ef þetta góða veður héldist
áfram væri lítil von til þess að fisk-
verðið færi að ráði upp á meðan,
þótt þar kæmi sjálfsagt að fólk fengi
leið á grillmatnum. -S.dór
Kuldarnir setja strik í vorveiðina þessa dagana:
Um 1400 fiskar á land
„Ég var þarna í Varmánni í gær
og veiddi 30 fiska, sá stærsti var 3
pund og það er víða mikið af fiski í
læknum," sagði Jón Sigurðsson um
Varmá en þar hefur hann veitt
nokkrum sinnum í vor. „Ætli maður
sé ekki kominn með 200 fiska í það
heila úr læknum það sem af er, flugu-
veiðin hefur gefið vel,“ sagði Jón í
lokin.
Þessir miklu kuldar, sem hafa ríkt
síðustu vikur, hafa heldur betur
stoppað vorveiðina víða. Tvær veiði-
ár eru þær sem ganga þessa dagana
og það eru Varmá (Þorleikslækur-
inn) og Rangárnar, aðrar eru stopp
vegna ísa.
Veiðivon
Gunnar Bender
Geirland^á hefur gefið 38 fiska,
Vatnamótin eru komnar í 110-120
fiska, Fossálarnir eru í 45 fiskum og
í Skaftá eru einhver tugur á land.
Tunguíljótið hefur 5-10 fiska. Rang-
árnar hafa gefið reytingsveiði og
líklega eru komnir um 150-160 fiskar
á land, urriðar, bleikjur og sjóbirt-
ingar. Varmá og Þorleifslækur hafa
gefiö um 1000 fiska sem er mjög gott.
Hraunið hefur lítiö gefið ennþá,
kannski 10 fiska. Laxá í Leirársveit
og Leirá eru ennþá á ís og fáir hafa
komið þar niöur færi.
-G.Bender
Kuldarnir hafa sett strik í vorveiðina en þegar hlýnar gefur fiskurinn sig
örugglega og þá verður þessi sjón líklega algeng.
Aflaleysið á Snæfellsnesi:
Tugmilljónatap á
hverju fyrirtæki
man ekki eftir öðru eins ástandi, segir Soffanías Cecilsson í Gmndarfirði
„Ég hef nú fengist viö útgerð og
fiskvinnslu lengi hér í Grundarfirði
en ég man ekki eftir annarri eins
vertíð og þeirri sem nú er langt kom-
in. Ef aflinn hefði verið eins og
undanfarin ár hefðu best reknu fyr-
irtækin ef til vill getaö verið nærri
núllinu, en ég þori að fullyrða að
tugmilljóna króna tap verði á hverju
fyrirtæki eftir þessa hörmulegu vetr-
arvertíð," sagði Soffanías Cecilsson
í Grundarfirði í samtali við DV.
Soffanías tók dæmi af sinni fisk-
verkun. Hann sagðist undanfarin ár
hafa verkað um 800 lestir af saltfiski
á vertíðinni, en í ár sagðist hann
góður ef hann næði 100 lestum. Hann
sagði að útkoman hjá útgerðinni
væri að sjálfsögðu alveg í samræmi
við þetta.
„Það hefur líka gripið um sig eitt-
hvert vonleysi hjá fólki hér á
Snæfellsnesi eftir þessa vertíð. Út-
gerð og fiskvinnsla hafa enga sjóði
að hlaupa í þegar illa árar. Bændur
fá bætur, meira að segja er veriö að
tala um að bjarga skreiðarframleið-
endum, en við höfum ekkert slíkt að
hlaupa upp á og ég veit sannarlega
ekki hvernig þetta endar,“ sagði Soff-
anías
Ólafur Rögnvaldsson hjá Hrað-
frystihúsi Helhssands á Rifi tók í
sama streng og Soffanías. Hann sagði
aö nú væri verið að tala um 13% tap
á frystingunni í landinu en á Snæ-
fellsnesi bættist svo afaleysið ofan á
hjá fyrirtækjunum. Ólafur sagðist
eins og fleiri vera þeirrar skoðunar
að linnulaust smáfiskadráp togar-
anna undanfarin ár væri ástæðan
fyrir aílaleysinu nú.
„Maður átti von á aö því myndi
einhvern tímann fylgja högg, en aö
það yrði jafnhrikalegt og raun ber
vitni, hefði maður ekki trúað. í mörg
ár hefur verið farið fram á það við
sjávarútvegsráðherra að ekki væru
leyföir minni möskvar en 7 tommu
hér í Breiðafirði. Því hefur aldrei
veriö ansað fyrr en nú, eftir að högg-
ið hefur riðið af,“ sagði Ólafur.
Hann sagöi að nú væri ekki um
annað aö gera fyrir útgerðarfyrir-
tækin en að setja stóru bátana á troll
og taka þátt í smáfiskadrápinu eins
og aðrir.
Sem dæmi um aflaleysið hjá
Breiðaíjarðarbátum má nefna að í
marsmánuði var allur afli báta á
Vesturlandi 9.399 lestir en var í mars
í fyrra 21.519 lestir. Mánuðina jan-
úar, febrúar og mars í ár var afli
báta á Vesturlandi 32.279 lestir en var
á sama tíma í fyrra 43.602 lestir.
-S.dór
Viðtaiið dv
——---^
áhuga á ætt-
fræðiritum“
V i /
Nafn: Berglind Ásgeirs-
dóttir
Aldur: 33
Staða: sendiráðunautur
„Ég hlakka til að flytja til ís-
lands og takast á við nýtt starf.
Þegar maður er búinn að vera
búsettur erlendis hátt í sjö ár er
gott að hugsa til þess að flytja
heim,“ segii- Berglind Ásgeirs-
dóttir, - sendiráöunautur við
íslenska sendiráðið í Svíþjóð, en
hún hefur verið skipuð ráöu-
neytistjóri félagsmálaráðuneytis-
ins frá 1. september næstkom-
andi. Berglind er fyrsta konan
sem er skipuð ráðuneytisstjóri á
íslandi og tekur hún við af Hall-
grimi Dalberg.
í Þýskalandi og Svíþjóð
Berghnd útskrifaðist frá Há-
skóla íslands sem lögfræöingur
árið 1978. Á sumrin og fyrst eftir
að námi lauk var hún blaðamað-
ur hjá Dagblaðinu og Vísi. „Meö-
an ég var í lögfræðinni vann ég
sem blaðamaður á sumrin auk
fyrsta ársins eftir að ég útskrifaö-
ist. Áhugi minn beindist aö
blaðamennskunni á þessum tíma
og ég ætlaði að vera í faginu um
einhvern tima enda fannst mér
þetta mjög fjölbreytt og skemmti-
leg vinna. En um áramótin
1978/1979 tók ég til starfa hjá upp-
lýsinga- og menntadeild utanrík-
isráöuneytisins. Það má þó segja
að starf mitt í utanríkisráðuneyt-
inu hafi ekki veriö svo ólíkt
blaðamennskunni enda bæði
störfxn á sviöum upplýsingar.
Eftir tæp þrjú ár tók ég til starfa
í íslenska sendiráðinu í Bonn í
Þýskalandi en flutti svo yfir til
Svíöþjóðar 1984.“
. Eiginmaöur Berglindar er Gisli
Agúst Gufinlaugsson sagnfræö-
ingur og eiga þau einn son á
sjöunda ári sem heitir Ásgeir.
Foreldrar Berglindar eru Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri og Sæurrn
Sveinsdóttir ritari.
Aðaláhugamálið bókalest-
ur
„Alveg frá því að ég varð læs
hefur aðaláhugamál mitt verið
bókalestur og er ég eiginlega
alæta á bækur. Ég tek engar sér-
stakar bókmenntir fram yfir
aörar nema ef vera skyldu ætt-
fræðirit. Frá þvi ég var krakki
hef ég haft mjög gaman af ætt-
fræöiritum og þarf það þá ekkert
frekar að vera um mínar eigin
ættir. Þetta tengist bara áhúga
mínum á fólki.
Auk bókanna hef ég mjög gam-
an af því aö spila bridds og geri
ég það með vinum og kunningj-
um þegar tækifæri gefst. Hins
vegar er erfitt aö vera í bridds-
klúbbum þegar maöur býr er-
lendis.“
-JBj