Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988.
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON ðg INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð i lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr.
Forréttindi SÍS
Forsvarsmenn samvinnuhreyfingarinnar eru haldnir
einkennilegri fóbíu. í hvert skipti sem einhver dirfist
aö hreyfa við málefnum SÍS. rjúka þeir sambandsmenn
upp til handa og fóta og kvarta undan árásum og atlög-
um.
Á undanförnum misserum hafa komið fram margvís-
legir rekstrarerfiðleikar hjá einstökum kaupfélögum og
fyrirtækjum innan samvinnuhreyfmgarinnar. Stjórn-
endur SÍS og kaupfélaganna hafa reynt að bregðast við
þessum vanda, meðal annars eru uppi hugmyndir um
sameiningu kaupfélaga og í ullariðnaðinum hefur iðn-
aðardeild SÍS sameinast Álafossi. Allt eru þetta eðlileg
viðbrögð, bæði til hagræðingar og bjargar rekstri. sem
stendur veikum fótum. Samband íslenskra samvinnufé-
laga er langstærsta fyrirtæki landsins og engar líkur á
að það breytist. Umsvif þess eru mikil og margvísleg,
starfsmenn margir og viðskiptavinir enn fleiri.
Sambandið þarf því ekki að vera undrandi eða grát-
bólgið þótt stjórnmálamenn, almenningur eða fjölmiðlar
hafi skoðanir á stöðu SÍS í þjóðfélaginu, ítökum og
ábyrgð, efnum og ástæðum. Það er til að mynda eftirtekt-
arvert þegar lítið kaupfélag, Kaupfélag Svalbarðseyrar,
verður gjaldþrota, hverjir það eru sem borga brúsann.
Ekki er það SÍS, ekki er það hin margrómaða félagsmála-
hreyfmg sem segir á hátíðarstundum að hún standi
saman. Ekki er það baktryggingin fyrir sunnan, ekki
hinar ýmsu deildir Sambandsins. Nei, þeir sem sitja í
súpunni eru nokkrir einstaklingar sem hafa gengið í
persónulega ábyrgð fyrir kaupfélagið og byggðarlagið.
SÍS þvær hendur sínar og vísar því á bug að gjaldþrota
kaupfélag eigi eitthvað inni hjá sér. Þó er manni sagt
að kaupfélögin myndi Sambandið og eigi það í nafni
tugþúsunda félagsmanna um land allt!
Þetta sérkennilega mál hefur leitt til þess að þrír þing-
menn sjálfstæðismanna hafa flutt frumvarp á þingi um
breytingar á lögum um samvinnurekstur sem hefur það
að markmiði að auka ábyrgð samvinnuhreyfingarinnar
í málum eins og að framan er rakið.
Eins og málum er háttað á alþingi þarf enginn að
halda að frumvarp þetta verði samþykkt. Tilgangurinn
er væntanlega sá að vekja athygli á þeirri þversögn sem
kemur fram í málflutningi samvinnuhreyfmgarinnar
annars vegar og raunveruleikanum hins vegar.
Þau eru fleiri málin sem vekja athygli. í DV í gær
er sagt frá því að SÍS njóti þeirra forréttinda í bankakerf-
inu að slá lán án veðtrygginga og fullyrt að SÍS skuldi
milljarð í Landsbankanum án nokkurar baktryggingar,
nema þá í verðlausum verðbréfum úr skreiðaviðskipt-
unum!
Þessi dæmi og mörg, mörg önnur sem lúta að lögum,
fjármálum, fyrirgreiðslu og forréttindum, draga það enn
og einu sinni fram í dagsljósið að Samband íslenskra
samvinnufélaga hefur algjöra sérstöðu í íslensku at-
vinnulífi. Þær staðreyndir liggja á borðinu og meðan
sambandsmenn og framsóknarmenn halda þeim forrétt-
indum til streitu geta þeir auðvitað ekki búist við öðru
en að á þau sé bent. Og það án þess að kvarta og kveina
um að verið sé að koma SÍS fyrir kattarnef. Stórveldi
eins og SÍS verður ekki lagt að velli, meðan það ber
ekki ábyrgð á vanskilum kaupfélaganna og hefur óheft-
an aðgang að lánsfé án veða eða trygginga. En þeir
mega vel heyra það, SÍS karlarnir, að þeir eru ekki einir
í heiminum.
Ellert B. Schram
„Og hvað
með það?“
Það er með ólíkindum hve ágætt
fólk getur komið manni á_óvart.
Stundum spyr ég jafnvel Ijálfan
mig hvetju mennt og menning fær
áorkað hjá þeim sem skortir að því
er virðist jarðsamband við raun-
veruleika lífsins sjálfs, hringiðu
þeirrar undirstöðu verðmætanna
sem landsbyggðarbúinn t.d. lifir og
hrærist í.
Nú skal ég ekki fara að draga í
dilka, svo sem alltof oft er gert
milli landsbyggðar og þéttbýlisins
suðvestanlands, heldur ekki milli
menntaðra og ómenntaðra, enda
erfitt um vik, því hver vill í alvöru
dæma um þaö hvað sönn menning
er, hvað „ekta“, hvað „óekta“.
Dekurbörn frjálshyggjunnar
En því hef ég þennan formála, svo
undarlegur sem hann er eflaust,
að fyrir nokkru ræddi ég við vel
menntaðan félagsfræðing, borinn
og barnfæddan Reykvíking, af vel
efnaðri fjölskyldu - svo efnaðri að
hann haföi aldrei þurft að vinna
fyrir námi sínu nema að vild og það
var ekki beysið. Hann var hins
vegar róttækur vel í skoðunum,
a.m.k. að eigin mati, og við vorum
raunar að ræða kjaramál fyrst og
síðast og vorum nokkuð sammála
um margt.
Báðir vorum við á þeirri ein-
dregnu skoðun að skellilegt væri
hversu misskipting auðsins væri
að verða áberandi hér á íslandi,
hversu einstakir auðfurstar á sviði
verslunar og viðskipta, ásamt sér-
þekkingu í skattsvikum, væru
verðlaunaðir af samfélaginu, for-
réttindahópar sem hagkerfi okkar
hossaði æ hærra á kostnað hins
almenna launamanns í þjóðfélag-
inu.
Okkur blöskraði báðum glæsi-
hallir verslunar og viðskipta og ég
benti réttilega á hvar þær risu og
hvernig landsbyggðin væri rúin
einmitt til þessara hluta, sem hann
samsinnti svona ansi mikið annars
hugar og eins og með semingi. En
báöir vorum viö að sjálfsögðu sam-
mála því aö hinn almenni launa-
þræll væri í raun réttri eigándi
þessara verðmæta, hinir ræningjar
sem skráðir væru eigendur, dekur-
börn frjálshyggjunnar, sem ríður
húsum eins og versti draugur úr
fomum sögum.
Á „menningarlínunni“
Óg við fórum að tala áfram um
hin raunverulegu verðmæti og
skapendur þeirra. Og þá fór nokk-
uð að kárna gamanið pg sátt og
samlyndi ekki eins einkennandi og
áður. Hann var nefnilega á „menn-
ingarlínunni", svo algerlega að
hann sá ekki út fyrir hana eða út
yfir hana, að mér fannst. Það voru
hin einu verðmæti og iðkendur
þeirra og unnendur öllum öðrum
æðri og göfugri og áttu að verð-
skulda umbun í fullu samræmi við
það, margfalda miöað við eymdar-
kjör dagsms. Ég fylgdi honum lengi
vel því ekki dreg ég gildi góðrar
menntunar í efa og þeim sem henni
miðla ann ég alls hins besta, m.a.
drjúgra aflafanga af ránsfeng
þeirra ríku.
Eins vil ég hlut þeirra sem að
menningu starfa sem mestan og
bestan og þykist hafa sýnt hvoru
tveggja sæmilega í verki á fyrri
vinnustöðum, þótt eflaust hefði allt
mátt vera betra og meira í þá veru.
Ég var honum sem sagt samferða
langleiðiná, eða a.m.k. vel upp í
miöjar hliöar, þótt þar væri tals-
vert langt í þann forréttindatopp
sem félagsfræðingurinn vildi láta
alla sína vel menntu vini tróna á.
En leiðir skildi þó ekki fyrr en ég
fór að koma mínu fólki virkilega
að sem gjarnan mátti fyrir honum
Kjallariim
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
eiga unandi verkalaun, en ekki
miklu meira. Þetta fólk hafði nefni-
lega svo ósköp takmarkaða
menntun, ef nokkra, enga próf-
gráðu, ekkert löggilt skírteini og
engin umtalsverð afrek hafði það
unnið á lista- eða bókmenntasvið-
inu sem gætu fært því lárviðar-
sveiga eða ódauðleika fræðarinnar
sem til fjár mátti meta í ríkum
mæli.
Hundleiður á snobbinu
Nú eru þetta ekki orð kunningja
míns beint en merkingin þó nokk-
uð nærri þessu. Og þá er ekki
seinna vænna að víkja að því fólki
sem ég taldi alveg sér í lagi að
þyrfti að huga að varðandi verðug
verkalaun. Þetta fólk er í fram-
leiðslustörfunum til sjávar og
sveita, fiskverkunarkonan, salt-
fiskkarlinn, bóndinn og kona hans
sem öll erja ærinn vinnudag pg
bera skarðan hlut frá borði. Ég
bætti raunar um betur og minntist
á iðnverkafólkið, fólkið í þjónustu-
störfunum - ófaglærðá fólkið sem
annast framar öðru sjúka, aldraða
og vanheila - já, langt umfram þá
sem þar standa ofar í þrepum og
þiggja mun hærri laun fyrir mun
minni vinnu.
Og þetta síðasta heíði ég eflaust
ekki átt að segja, enda ekki sann-
gjarnt með öllu, enda færðist nú
vinur minn allur í aukana. Hann
kvaðst löngu orðinn hundleiður á
þessu snobbi niður á við - snobbi
fyrir fjósalykt og slori og illa þefj-
andi elliheimilamat og öllu því fólki
sem þar væri að puða, einfaldlega
af því það hefði skort vilja eða getu
til að afla sér nauðsynlegrar
menntunar - trúlega hvort tveggja
- getulaust og viljalaust.
Eftir smálestur um lítilsiglda
pólitíkusa náði kunningi minn
nokkrum áttum og samsinnti mér
í því að vissulega mætti margt
bæta í kjörum þessa fólks sem
væri líklega nokkuð nauðsynlegt,
þegar allt kæmi til alls og kringlu-
leitir breiðvangsfurstar mættu
sannarlega blæða til þessa fólks.
En ljóst var að leiðir skildi að
mjög verulegu leyti. Félagsfræð-
ingurinn róttæki varð allt í einu
undarlega sammála þeim kringlu-
leitu frjálshyggjufyrirbærum eða
réttara sagt - líkt og þeir ómeðvit-
aður um upptök - uppsprettur þess
þjóðarauðs sem allt byggist þó á.
í kennslubókunum einum
Rétt eins og frjálshyggjufyrir-
bærin virðast halda að „Kringlum-
ar og Byko-Ikeurnar“ séu
uppsprettur auðsins, að ógleymdu
öllu „hollywoodinu", þá viröist
þessi góðkunningi minn á því að í
kennslubókunum einum sé öll
verðmæti að fmna. Og enn verra
var öllu skilningsleysinu, ákveðin
fyrirlitning, fjarræn og fordóma-
full, ásamt undrahroka þess sem
allt veit. Enda lauk samtalinu á
þann veg að ég var að burðast við
að segja þaö á minn menningar-
snauða máta að ef ekki væri fólk
sem vinna vildi þessi störf, væri
undirstaðan ekki til fyrir allt hitt,
svo nauðsynlegt sem allt það væri
nú, og því þyrfti sérstaklega að
huga að kjörum þess fólks því án
framleiðslunnar gerðist fátt mark-
vert í þjóölífinu. Og þá var þaö sem
félagsfræöingurinn spurði svo
spaklega: Og hvað með það?
Viö þessu átti ég engin svör,
hvorki félagsfræðileg né önnur, og
því er ég enn þann dag í dag jafn-
undrandi og jafnframt hugsandi -
hugsandi og hryggur um leið: Því
skyldu kringlukóngamir eiga
nokkra bandamenn betri en þá sem
hafa á sér fræðistimpil, kenna sig
við mennt og menningu og eru sós-
íalistar innan gæsalappa í þokka-
bót? Já, hvað með þaö?
Helgi Seljan
...því án framleiðslunnar gerðist fátt markvert í þjóðlífinu". - Saltfisk-
vinnsla á Hornafirði.
„Því skyldu kringlukóngarnir eiga
nokkra bandamenn betri en þá sem
hafa á sér fræðistimpil, kenna sig við
mennt og menningu og eru sósíalistar
innan gæsalappa í þokkabót. - Já, hvað
með það?“