Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 34
34
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988.
Nauðungaruppboð
Fimmtudaginn 28. apríl 1988 verður haldið nauðungaruppboð á lausafé
og hefst það við lögreglustöðina, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, kl. 14.00. Selt
verður eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og ýmissa eftirtalið lausafé.
Bifreiðarnar:
L-64, L-273, L-641, L-844, L-898, L-912, L-2161, L-2231, L-2471,
L-2581, G-25308, R-18690, R-22012, R-32682, R-54550.
Tengivagninn: Lt-10
Dráttan/élin: Ld-1482
Snjósleði: Lb-92
Sýslumaðurinn Rangárvallasýslu
TILKYNNING
UM LÓÐAHREINSUN í REYKJAVÍK, VORID 1988
Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar er lóð-
areigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum
og þrifalegum. Umráðamenn lóða eru hér með minnt-
ir á að flytja nú þegar af lóðum sínum allt er veldur
óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en
14. maí nk. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar
skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður
hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseiganda,
án frekari viðvörunar. Þeir sem óska eftir sorptunn-
um, hreinsun eða brottflutningi á rusli á sinn kostnað,
tilkynni það I síma 18000 eða 13210.
Til að auðvelda fólki að losna við rusl af lóðum hafa
verið settir gámar á eftirtalda staði: Við Meistara-
velli, Sigtún, Grensásveg og við Jaðarsel í Breiðholti.
Eigendur og umráðamenn óskráðra umhirðulausra
bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæð-
um, lóðum og opnum svæðum í borginni, eru minntir
á að fjarlægja þá hið fyrsta. Búast má við að slíkir
bílgarmar verði teknir til geymslu um takmarkaðan
tíma, en síðan fluttir á sophauga. Úrgang og rusl
skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tíma sem
hér segir.
Mánudaga-föstudaga kl. 08-21
laugardaga kl. 08-20
sunnudaga kl. 10-18
SJÓNVARPSBINGÓ Á STÖD 2
Mánudagskvöldið 18. apríl 1988.
Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var
um eina lárétta línu.
Spilað var um 10 aukavinninga, hvern að
verðmæti kr. 50.000, frá Hljómbæ.
68 11 52 80 9 74 19 60 37 20 78 33 17 64
25 1 12
Spjöld nr. 12404
Þegar talan 12 kom upp var hætt að spila
upp á aukavinningana.
Þegar spilað var um bílinn-komu eftirfarandi
tölur upp. Spilað var um þrjár láréttar línur
(eitt spjald).
46 73 7 51 26 87 28 39 66 57 81 48 14 6 44
55 86 23 59 71 54 49 65 82 43 69 42 53 38
13 88 21
Spjald nr. 12192
OGUR
STYRKTARFELAG
SÍMAR 673560 OG 673561
Jarðarfarir
Halldóra Jóhannesdóttir frá Umsvöl-
um verður jarösungin frá Hallgríms-
kirkju fóstudaginn 22. apríl kl. 13.30.
Halldóra Halldórsdóttir, Mýrum,
Villingaholtshreppi, er lést í Sjúkra-
húsi Suðurlands 13. apríl, verður
jarðsungin frá Villingaholtskirkju
laugardaginn 23. apríl kl. 14.00.
Garðar Ólason frá Hrísey, Sæviðar-
sundi 9, Reykjavík, sem lést 12. apríl,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fóstudaginn 22. apríl kl. 15.00.
Sólveig Guðsteinsdóttir, Álfaskeiði
28, Hafnarfirði, verður jarðsungin
frá Fríkirkjunni í Hafnarafirði föstu-
daginn 22. apríl kl. 13.30.
Dagný Halidórsdóttir frá Syðri-
Steinsmýri, Meðallandi, Sólvallagötu
42, Keflavík, lést 7. apríl. Útförin hef-
ur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Guðmunda Sigrún Símonardóttir
andaðist 4. apríl á Elli- og hjúkrunar-
heimihnu Grund. Jaröarforin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Alfreð Elíasson lést 12. apríl síðast-
liðinn. Hann fæddist í Reykjavík 16.
mars 1920. Fereldrar hans voru hjón-
in Áslaug Kristinsdóttir og Elías Kr.
Dagfmnsson. Hann kvæntist Kristj-
önu Millu Thorsteinsson og eignuð-
ust þau 7 börn. Alfreð var einn af
stofnendum Loftleiða árið 1944, for-
stjóri Flugleiöa 1954 og gegndi hann
því starfi þar til hann varð frá að
hverfa vegna veikinda. Alfreð veröur
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
ReyRjavík i dag, miðvikudag, kl.
15.00.
Andlát
Svanhvít Þorbjarnardóttir, Faxa-
braut 31d, Keflavík,lést í Landspítaf-
anum 17. apríl.
Guðrún Ásmundsdóttir Schouw lést
í Kaupmannahöfn 17. apríl.
Jóhannes G. Jóhannesson lést í Dval-
arheimili aldraðra, Borgarnesi, 17.
apríl.
Sigríður Einarsdóttir lést í Borgar-
spítalanum 18. apríl.
Katrín Ólafsdóttir, FaxasKjóli 10,
andaðist 18. apríl.
Jón Hjálmarsson, Laugateigi 11, and-
aðist 18. apríl.
Guðmundur Ingimarsson, Skóla-
gerði 46, Kópavogi, lést í Landspítal-
anum 19. apríl.
Tillcyiiningar
Félag eldri borgara
Goðheimum, Sigtúni 3, dans frá kl. 20.00
síðasta vetrardag.
Skagfirska söngsveitin:
Vortónleikar
Skagflrska söngsveitin heldur sína ár-
legu vortónleika í Langholtskirkju,
laugardaginn 23. apríl kl. 17.00. Á söng-
skránni verða verk eftir Mozart, Buxte-
hude og Vivaldi. Auk þess syngur kórinn
ýms lög eftir .önnur tónskáld, innlend og
erlend.
Kvenfélagiö Seltjörn
heldur sína árlegu kaffisölu í félags-
heimili Seljamarness á sumardaginn
fyrsta kl. 14.30. Selkórmn mun koma og'
syngja fyrir gesti.
Sumarfagnaður Húnvetninga-
félagsins
Húnvetningafélagiö í Reykjavík heldur
sinn árlega sumarfagnað í Domus Medica
laugardaginn 23. arpíl. Hefst hann kl.
21.00 með skemmtidagskrá, þ.á m. spum-
ingakeppni þar sem norðan- og sunnan-
menn efja kappi saman. Þar mætir lið
Húnvetninga úr þætti Ómars Ragnars-
sonar „Hvað heldurðu?" í Sjónvarpinu.
Að lokinni skemmtidagskrá léikur
hljómsveitin Upplyfting fyrir dansi.
Einnig verður spiluð félagsvist 23. apríl
í félagsheimilinu, Skeitúnni 17, og hefst
hún kl. 14.00.
Sumargleði í Þróttheimum
Á sumardaginn fyrsta verður hátíð hjá
nemendum Voga-, Langholts-, Lauga-
lækjar- og Laugamesskóla. Nemendum
skólanna, ásamt aðstandendum, er txiðið
í Þróttheima við Holtaveg. Hátíðin fer
fram bæði innan- og utandyra. Farið
verður í hina ýmsu leiki og einnig verða
seldar veitingar.
Fjölskylduhátíð í Árseli
Á sumardaginn fyrsta kl. 13-15 verður
fjölskylduhátíð í félagsmiðstöðinni Ár-
seli. Sumrinu verður heilsað með ýmsum
leikjum og keppni og er þeim sem hafa
hug á að taka þátt í hjólreiðakeppni bent
á að koma á hjólunum. Einnig verður
boðið upp á veitingar.
Kvikrnyndir
Háskólabíó/Stórboigin:
Ameríkaniserað-
ur reyfari
Stórborgln (Big Town) Framleióandi:
Martin Ransohoff
Handrlt: Michael Melvoin
og Robert Roy Pool
Byggð á sögu: Clark Howard
Leikstjórl: Ben Bolt
Aðalhlutverk: Matt Dillon, Diane Lane,
Tommy Lee Jones, Bruce Dern
og Tom Skeritt
Diane Lane og Matt Dillon eiga
það bæði sameiginlegt að hafa ver-
ið uppgvötuð af sjálfum Coppola
og leikið í myndum hans, en hins
vegar er augljóst að Coppola kemur
hvergi nærri kvikmyndinni Stór-
borginni sem Háskólabíó sýnir um
þessar mundir. Hún ber með sér
að vera eins konar milhbilsmynd
meðan beðiö er eftir „stórmynd-
inni“ Hentu mömmu af lestinni.
Stórborgin greinir frá sveita-
dreng (Matt Dillon) sem leggur í
borgina í leit að frægð og frama.
Hann hefur þá kosti fram yfir aðra
að geta kastað teningum og fengið
þær tölur sem • hentugastar eru
hverju sinni, með öðrum orðum
kemur það sér vel þegar íjármunir
eru annars vegar. Þá iðju leggur
hann fyrir sig í stórborginni
Chicago, Þar ríkir frumskógarlög-
máhö þar sem hið mannlega lýtur
í lægra haldi fyrir peningamálum.
í borginni kemst hann einnig í
kynni við kvenmenn, annars vegar
heiðarlega unga konu og hins vegar
nektardansmær (Diane Lane), sem
hann sér ekki sóhna fyrir. Maður
hennar (Bruce Dern) er útsmoginn
teningakastari og aðalkeppinautur
Dillons.
Söguþráðurinn er eins og sjá má
allkunnuglegur og myndin endar,
eins og við var að búast, vel. Auk
þess hafa íslendingar yflr höfuö
afskaplega lítinn skilning á ten-
ingaspih, sem er mjög ameríkanis-
eruð íþrótt.
Satt að segja sér maður ékki orð-
ið svona myndir nema í sjónvarpi,
eins reyfarakenndar, illa gerðar og
yfirborðslegar. Aðalleikaramir
Matt Dillon og Diane Lane, sölu-
nöfnunum, tekst illa upp. Því
miöur þeirra vegna, en það var
ekki við öðru að búast þegar allt
annað bregst.
-GKr
Hafnarfjörður - matjurtagarðar
Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynnist hér
með að þeim beri að greiða leiguna fyrir 1. maí nk.
ella megi búast við að garðlöndin verði leigð öðrum.
Bæjarverkfræðingur
RAKARASTOFAN
KLAPPARSTIG
Sími13010
HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTIG
Sími 12725
TILKYNNING FRÁ VERZLUNAR-
MANNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
Verslunar- og skrifstofufólk, sýnum sam-
stöðu í komandi verkfalli, sem hefst á
miðnætti aðfaranótt föstudagsins 22. apríl.
Mætið því til verkfallsvörslu á föstudags-
morguninn, í Húsi verslunarinnar, 9. hæð.
Hringið í síma 687100 og látið skrá ykkur
til verkfallsvörslu.
Mikilvægt er að algjör samstaða ríki í þess-
um aðgerðum.
Stöndum saman í kjarabaráttunrti.
Síminn er 687100.
VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR
VERKFALLSSTJÚRN