Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 7
'LAÚGÁRDAGUR 23.ÁPRÍL 1988. 7 Utlönd INNRÖMMUN Sérverslun með innrömmunarvörur Gallerí-plaköt Ath: 20% afsláttur af smellurömmum 30x40 cm og 40x50 cm Tilbúnir álrammar og smellurammar í mörgum stærðum Lífgaðu upp á heimilið og vinnustaðinn Alhliða innrömmun Næg bílastæði RAMMA MIÐSTOÐIN Sigtún 10 - sími 25054 Skáhallt á móti Bílaþvottastöðinni Blika o p i ð á I a u 9 a r d ö 9 u m Atkvæði fylgismanna Le Pens, leiðtoga öfgamanna til hægri i Frakklandi, gætu ráðið úrslitum í seinni umferð forsetakosninganna og fullyrðir Le Pen að honum sé ætlað stærra hlutverk i frönskum stjórnmálum en hingað til hefur verið. Símamynd Reuter Frekar kos- ið um menn en málefni Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Frambjóðendur til forsetakosning- anna í Frakklandi hafa nú haldið sína síðustu kosningafundi og annað kvöld verður ljóst hvaða tveir þeirra halda áfram að berjast í seinni um- ferðinni. Franska stjórnarskráin kveður á um tvær umferðir með fimmtán daga millibili svo að fransk- ir stjórnmálamenn og kjósendur geti nú örugglega gefið stjórnmálunum þann napóleónska stórorðaþlæ sem öllum sönnum Frökkum finnst henta, með dágóðum skammti af leikhúsi, krydduðum háfleygum sví- virðingum og listrænum bakstung- um. Eftir fyrri umferðina eru flestir úr leik og eftir munu standa fulltrúar þeirra afla sem sterkust eru í frönsku þjóðfélagi, annars vegar sósíalistar og hins vegar hægri menn. Francois Mitterrand, núverandi forseti, er ör- uggur fulltrúi vinstri manna og ennþá talinn vísastur með sigur í seinni umferðinni. Fjandvinirnir Jacques Chirac forsætisráöherra og Raymond Barre, leiðtogi miðju- manna, munu berjast um hægri manna sætið þótt fæstir láti sér nú- orðið koma til hugar að Barre eigi þar nokkra möguleika. Chirac hefur háð öfluga kosninga- baráttu með amerískum „showbusi- ness“-stæl og kaffært greyið Barre sem hefur ekki náð upp baráttuanda í sínum herbúðum fyrr en undir það síðasta. Sumir af stuðningsmönnum Barre viðurkenna þegar ósigur með því að tala um að hann geti treyst á þá í næsta framboði eftir sjö ár en sjálfur telur Barre úrslitin engan veginn ráðin og að skoðanakannanir gefi ranga mynd af stöðu mála. Þegar ljóst verður hvor þeirra hefur komist áfram munu frambjóðendurnir tveir hittast og samræma baráttuna fyrir síðari umferðina gegn frambjóðanða sósíalista því að nafninu til eru þess- ir menn vinir og samstarfsmenn setn eiga sér þá ósk heitasta að hægri. menn ráöi ríkjum og Frakklandi sé hlíft við sósíalistum. Eftir rólega byrjun og vissa sam-. skiptaörðugleika við stuðningsmenn sína í sósíahstaflokknum hefur Mit- terrand sett allt á fullt. Sérstaklega þegar kannanir sýndu að fylgi hans fór minnkandi. Þar sem forsetinn reyndi aö höfða til allra Frakka voru tengsl hans við flokkinn dálítið í lausu lofti á tímabili en nú hefur því verið kippt í lag. Reyndar er sagt að Mitterrand njóti sín best þegar að- stæður eru erfiðar og nauösynlegt er að berjast. Það sem allir tala um núna er hven- ær sjónvarpskappræður sigurvegar- anna úr fyrri umferðinni skuli fara fram, á hvaða hátt og á hvaða sjón- varpsstöð. Chirac hafði upphaflega talað um lok næstu viku en þegar Mitterrand lagði til fimmtudaginn 28. apríl snerist forsætisráðherrann við og vill nú að kappræðurnar fari fram í vikunni þar á eftir. Síðustu vikuna fyrir seinni um- ferðina eru skoðanakannanir bannaðar og Chirac er hræddur viö að þótt honum takist vel upp í kapp- ræðum muni Mitterrand eiga hægt um vik með að gera lítið úr oröum hans á þeim kosningafundum og í þeim viðtölum sem fylgja í kjölfar kappræðnanna. En Chirac er stund- um fljótfær og fullyrðingar hans reyna oft á þanþol sannleikans. Því vill hann aö kappræðurnar fari fram eins seint og mögulegt er. Vanalega fer þetta einvígi fram á franskan hátt, það er að segja frambjóðend- urnir ræða málin sín á milli, en sumir hafa stungiö upp á bandarísku aðferðinni þar sem stjórnandi og hópur blaðamanna leggja fyrir fram- bjóðendurna spurningar. Af öðrum frambjóðendum er það helst að frétta að Le Pen, leiðtogi öfga hægri manna, fer ekki í neinar graf- götur um að honum sé ætlað stærra hlutverk í frönskum stjórnmálum eftir kosningarnar en hingað til hef- ur verið. Atkvæði fylgismanna hans gætu ráðið úrslitum í seinni um- ferðinni. Það sem einkennir málflutning helstu frambjóðendanna er að hann er í fiölmörgum málaflokkum sá sami. Eina ferðina enn er frekar kos- ið um menn en málefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.