Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 8
MÁLNINGAVERSLUN Austurströnd 6 sími 612344 Stærsta málningarsérverslun vestan Lækjar! SÝNDU LlT NOTAÐU HELGINA Opið alla daga LAUGARDAGA 10-16 Sunnudaga 1 _______iéí BOGE MOBICAR STERK, MEÐFÆRILEG OG HUÓDLÁT LOFTPRESSA • Hönnuð fyrir stöðuga notkun og góða end- ingu. • Auðfæranleg, sterk og læturvel að stjórn. • Þýsk gæðaframleiðsla, áralöng reynsla. • Hentar þörfum iðnaðar- mannsins. Einnig mikið úrval af öðrum stærðum ©RAFVERHF SKBFUNNI3E, SlMAR 82415 & 82117 LITASTÁL ER LISTASTÁL Plasthúðaðar stálklæðningar á þök og veggi frá Inter Profiles eru tii í 17 litum. - Prófílhæð 20 mm og 35 mm - Allir fylgihlutir - Skrúfur frá SFS - Þéttilistar frá DAFA - Verkfæri frá BOCH - Fáanleg bogalaga - Fáanleg með ALUZINK húð - Ókeypis kostnaðaráætlanir VERÐIÐ ER HAGSTÆTT GARÐASMIÐJAN GALAX SF LYNGÁSI 15 210 GARÐAM SÍMI 91-53511 GÆÐI ÚR STÁXJ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Söngvakeppni Sjónvarpsins í síðasta sinn? Stórkarlalegt aótalaum sigur - segir Bjöm Emilsson, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar „Eg er búinn að hlusta nokkr- um sinnum á erlendu lögin í keppninni og spá í þau og eftir þaö er ég þess nær fullviss aö við eigum eitt af þremur lögum sem eru sigur- strangleg. Annars er best að segja sem minnst því þetta hefur verið sagt á hverju ári.“ Svo segir Björn Emilsson, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar, sem nú er á leiö til Dyflinnar ásamt fóruneyti. Rétt vika er þangað til úrslitin veröa kunngjörö. Það er einmitt næsta laugardag sem þeir félagar Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson syngja lagiö Sokrates í beinni útsendinu fyrir milljónir manna um alla Evrópu. Þeim til halds og trausts verða fjór- ar bakraddir sem jafnframt líta út á sviðinu sem hljómsveit. Þaö eru þau Edda Borg úr Módel, sem leik- ur á hljómborð, Kristján Viðar Haraldsson úr Greifunum, sem leikur á hljómborð, Guðmundur Jónsson, sem leikur á gítar, og Þor- steinn Gunnarsson á trommur. Hljómsveitin kallar sig Beathoven. Æft á mánudag „Strax á mánudaginn klukkan hálftíu hefjast æfingar og við veröum fyrstir þar eins og á öðrum æfmgum sem fylgja á eftir. Það má búast við að blaðamenn verði mikið á sveimi í kringum okkur eins og hefur verið undanfarin tvö ár. Það vildi svo til að ég var staddur í Bergen þegar Icy hópurinn keppti, var þar á eigin veg- um. Sambýliskona mín, Ragna Fossberg, var förðunarmeistari hópsins. í Bergen voru blaðamenn alltaf á höttunum á eftir listafólkinu og ég reikna með að það sama verði uppi á teningnum núna. Að mínu viti er Sverrir með mjög gott og heppilegt lag í þessa keppni og ég hef heyrt það frá öðrum löndum að menn séu aö bera saman Breta og íslend- inga og að íslendingar hafi vinning- inn. Bretar eru oft taldir sigurstrang- legir. Annars finnst mér best að taka öllu meö fyrirvara miðað við reynslu fyrri ára,“ sagði Björn ennfremur. Byijað að veðja eftir helgi Hann sagði að önnur keppnislönd væru á mjög svipuðum tíma og við hvað varðar sýningu laganna. „Flest Evrópulöndin haldast í hendur vegna þess að sett eru þau skilyrði að síðasti dagur til sýningar á lögun- um sé á sunnudegi." Bjöm sagði að lögin, sem flutt væru seinni hluta keppninnar, væm heldur betri en þau sem væru framar í röðinni, að undanskildu lagi Sverris. Búast má viö að strax eftir helgina fari menn í alvöru að velta lögunum fyrir sér og þá taka veðbankamir við sér. Undanfarin ár hafa íslendingar lent ofarlega í veðmálunum og jafnvel verið spáð fyrsta sætinu. Það hefur gert landann mjög bjartsýnan svo best er að taka öllu slíku með fyrir- vara. Evrópuþjóðimar eru með ákaflega mismunandi lagasmekk og margar hveijar em harla ólíkar okk- ur. DV hefur þó fregnaö að lag Sverris hljómi oft í frönsku útvarps- stöðvunum svo gaman verður að vita hve mörg stig við fáum frá þeim. Það er nefnilega stigagjöfm sem ræður í lokin. Björn sagði að dagskráin þá viku, sem dvalist verður í Dyflinni, yrði mjög ströng. „Við verðum mest- megnis í þvi að kynna okkur, land og þjóð. I rauninni er þetta meiri landkynning en fólk gerir sér grein fyrir. Haldinn verður sérstakur blaðamannafundur á okkar vegum eins og undanfarin ár. Síðan má bú- ast við að nóg verði að gera alla dagana en mitt hlutverk snýr nær eingöngu að því er varðar stjómun og útlit.'Við erum einmitt með fund núna á eftir þar sem ákveðið verður endanlega hvernig hljómsveitarmeð- limir verða klæddir,“ sagði, Bjöm. Viötahð fór fram á þriðjudaginn þeg- ar lokaspretturinn var að heíjast áður en lagt yrði í hann. „Ég reikna fastíega með að fatnaðurinn verði grár og umfram allt látlaus, ekki ósvipaður og fatnaður sá sem þeir klæddust í keppninni hér heima. Sviðið í Dyflinni verður svart, blátt og bleikt með stjörnuljósum í bak- sýn. Ég veit sem upptökustjóri að svartur maður með svartan bak- gmnn með svörtum flygh getur aldrei komið vel út. Hvítt kemur heldur ekki vel út, þaimig að við fór- um milliveginn." Aðeins í seinni kantinum Bjöm sagði ennfremur að öll undirbúningsvinna hefði gengið nokkuð vel, „nema“, sagði hann og brosti: „Ég verð að viðurkenna að við erum í seinna lagi og ég hefði kosið að vera búinn aö öllu núna en það er ekki alvarleg seinkun. Æfing- ar standa yfir þessa dagana hjá hópnum." Þegar út er komið verður Bjöm Emilsson nokkurs konar leikstjóri hópsins. Hann stjómar hreyfingum á sviðinu og þá sérstaklega Stefáns. „Ég hef ákveðið að vera ekki með mjög miklar breytingar frá því sem áður var. Það verður þó að taka tillit til staðsetninga myndavélanna. Minn helsti aðstoðarmaður og milli- göngumaður við írana í undirbún- ingsvinnunni er Ágústa Kristins- dóttir, en hún fer með okkur út, einnig Hrafn Gunnlaugsson, sem verður nokkurs konar höfuðsmaöur okkar, og svo Hermann Gunnarsson sem verður kynnir heim. Hver mað- ur hefur sínu hlutverki að gegna. Auk þess fara einhverjir vandamenn á eigin vegum. Einnig skilst mér að áhugahópur æth að fara og vera í salnum.“ í Belgíu í fyrra vakti söngkona okk- ar, Halla Margrét Ámadóttir, mikla athygli blaðamanna og kannski fyrst og fremst fyrir að vera glæsilegur kvenmaður. Heldur Bjöm aö tveir karlmenn í aðalhlutverki veki jafn- mikla athygli? „Nei, Halla Margrét hafði náttúrlega allt annan karakter en þeir bræður, Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson, það er ekkl hægt að bera það saman. Ekki nema Sverrir geri eitthvað skondið sem hans væri von og visa sem ég tel aö væri kannski best að láta kyrrt hggja. -Það er til mikils að vinna fyrir hann. Ég verð að segja að ég er handviss um að Sverrir nær ofar en lögin okkar áöur. Ef hann vinnur hefur hann sjálfur bent á félags- heimihð í Kjós sem ákjósanlegan stað fyrir Eurovision. Ég keyrði þangað upp eftir um daginn og skoð- aði húsið og leist ekkert svo illa á það. Án gríns, þá held ég að ef viö ynnum yrðum við ekki tæknilega til þess búin. í gamni - ef svo færi að við ynnum keppnina þá myndi ég veðja á Þjóðleikhúsið og fmnst það engin helgispjöll. Annars er það hlut- ur sem við ættum kannski að ræða seinna.“ Eurovisionkeppnin hefur verið gagnrýnd hér á landi og margir á móti því að við séum þátttakendur í henni. Nú hafa heyrst raddir um að þetta verði í síðasta skipti sem við verðum með, er það rétt? „Það hafa verið uppi raddir um það og Hrafn Gunnlaugsson hefur nefnt að það geti komið til greina að þetta verði í síðasta skipti sem við verðum meö í keppninni í bih. Ég sé ekkert athuga- vert við að þátttaka okkar sé endur- skoðuð en tel að það sé vanmetið hversu mikil landkynning keppnin er fyrir okkur. Ef Sverrir vinnur keppnina þá er ekki neinn vafi á hversu mikil landkynning það yrði og ég veit að hann á mörg góð lög til að halda áfram.“ Fannst lagið grípandi Bjöm Emilsson sat í dómnefnd í upphafi, er lögin voru valin, sem varamaður þar sem Ingimar Eydal var veðurtepptur og komst ekki í bæinn. „Ég get upplýst þaö núna að þegar ég heyrði lagið hans Sverris, er það kom upp úr svarta kassanum, þá fannst mér það mjög grípandi. Ég hefði þó sjálfur haft útsetninguna hrárri án þess að ég skýri það nán- ar. Þegar ég síðan var að taka upp lögin og vinna þau, þá vissi ég að þetta lag var eitt af topplögunum. Mér þótti misvænt um lögin og ég get ekki sagt að mér hafi þótt vænst um þetta lag. Tvö önnur lög í keppn- inni þóttu mér mjög góð. Lagið hans Sverris hefur samt vissan persónu- leika og maður sér það best þegar horft er á öll erlendu lögin í keppn- inni.“ Björn sagði að litlar breytingar hefðu verið gerðar á laginu fyrir svið, en Island er eina landið í ár sem ekki er með stjómanda. Lagið er flutt af bandi en söngurinn er „hfe“. „Það var tekin sú ákvörðun að láta það ekki henda aftur, eins menn töldu að hefði gerst í Bergen, þegar fyrsta innkoman á fiðlunum í Gleðibankan- um var svo flókin að menn réðu ekki við hana. Sókrates er að mörgu leyti einfaldara lag en það var ákveðið að hafa þetta „play back“. Ég er ekki endilega að segja að ég hafi verið sammála því. Við þurfum þess vegna ekki hljóðmann þar sem öll forvinn- an hefur veriö unnin hér heima. Bakraddirnar hjálpa síðan mikið upp á lagið í lokin þegar klappað er og trallað. Mér fannst í upphaflegu út- . setningunni svolítið fátæklegt að Stefán væri einn að klappa,“ sagði Björn. „Ég hlakka mikið til að fara út tíl Dyfhnnar en ég neita því ekki að ég kvíði því ef við vinnum. Ég er ekki búin að sjá að það verði auðvelt viðureignar. Annars ér það stór- karlalegt að tala um sigur og það hefur nú gerst áður.“ Tveggja manna starf Bjöm Emilsson hefur unnið i tuttugu ár hjá Sjónvarpinu. Hann var um árs skeiö hjá Stöð 2 en kom

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.