Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Page 12
12 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Morðið á Ann Chapman Erlend bóksjá A FAREWELL TO MARX AH OUTUHE ANO APPRAl^LOT HS IMEÖWES Wo A V } D C O H' W A BaunaðáMarx og Friedman A FAREWELL TO MARX. Höfundur: David Conway. THE RISE AND FALL OF MONETAR- ISM. Höfundur: David Smith. Penguin Books, 1987. í þessum tveimur bókum er fjallað um andstæðar stjórnmála- og efnahagsstefnur. Höfundarnir eiga það sameiginlegt að líta mjög gagnrýnum augum á viöfangs- efni sitt. David Conway, höfundur bók- arinnar um kenningar Karl Marx, er ungur að árum og kenn- ir heimspekí við enskan háskóla. Afstaða hans til marxisma birtist reyndar í titli bókarinnar. Hann telur sem sagt að Marx hafl í flestu haft rangt fyrir sér. Conway tjallar um helstu grundvallarþætti í skrifum Marx: söguskoðun hans, efnahags- stefnu, stjórnmálaskoðanir og hugmyndafræði. Kenningar þessa hugmyndasmiðs kommún- ismans leggur liöfundurinn á borð reynslunnar og telur sig sýna fram á aö þær hafl reynst og séu í flestum atriöum rangar. Það sé því full ástæða til aö kveðja kappann. David Smith, sem skrifar um efnahagsmál í The Times í Lund- únum, kemst að ekki ósvipaðri niðurstöðu um mónetarismann, peningastefnuna, sem hérlendis hefur veriö kennd við frjáls- hyggju og hefur átt sinn fremsta og snjallasta talsmann í Milton Friedman. Smith rekur í bók sinni helstu hugmyndir um stjórn og þróun efnahagsmála sem felast í þessari stefnu, en fjallar síðan um framkvæmd hennar í Bretlandi Thatchers og Bandaríkjum Reagans. Meginniðurstaða Smiths er sú að framkvæmd þessarar stefnu hafi mistekist og þess vegna hafi boðberar hennar í breskum og bandarískum valdastólum vikið frá henni: hún sé í reynd komin á öskuhauga sögunnar. Það á við um báðar þessar bæk- ur að þær fjalla um pólitísk hitamál á gagnrýninn og áhuga- verðan hátt.Þeir sem eru sann- færðir í hugmyndafræðilegri trú og halda með Marx eða Fried- man, líkt og fótboltaliði, hafa vafalítið einhver svör á reiðum höndum gegn þeirri gagnrýni sem höfundarnir setja fram. Fyr- ir okkur hina undirstrika þessar bækur enn einu sinni þann sann- leika, að þótt pólitísk hugmynda- fræði sem slík geti verið nógu slæm, er þó sýnu verra þegar hin- ir trúuðu fá völd til þess aö reyna að koma kenningunum í fram- kvæmd. mim Fáif iii BLOOD ON THEIR HANDS. Höfundur: Richard Coftrell. Grafton Books, 1988. Ann Chapman, sem starfaði sem lausamaður við Lundúnastöð breska ríkisútvarpsins, var myrt í Aþenu árið 1971. Á þeim tíma var herfor- ingjastjórn við völd í Grikklandi. Erfiðlega gekk að upplýsa málið og tilraunir föðúr hennar, Edward Chapman, til að komast að hinu sanna mættu litlum skilningi hjá grískum og breskum stjórnvöldum sem virtust helst vilja gleyma málinu sem fyrst. En Edward neitaði að gef- ast upp og svo fór að lokum að Richard Cottrell, fyrrum fréttamað- ur, tók málið upp á vettvangi Evrópuþingsins þar sem hann átti sæti. Honum tókst að fá samþykkta þar rannsókn málsins og var reyndar falin framkvæmd hennar. Þaö var árið 1982. Skýrsla hans var samþykkt í Evrópuþinginu áriö 1984. Þar er því slegið föstu aö Ann Chapman hafi verið myrt af starfsmönnum grískra stjórnvalda. Útvarpsfréttakonan unga Ann Chap- man sem mætti dauða sinum i Grikklandi. I bókinni segir Cottrell annars veg- ar frá morðinu á Ann Chapman og ástæðum þess en hins vegar þrot- lausri baráttu föður Ann í fimmtán ár til þess að komast að hinu sanna um lát dóttur sinnar. Þetta er saga um pólitískt morð af hálfu handlang- ara grísku herforingjastjórnarinnar fog áhugaleysi borgaralegra stjórn- valda, sem tóku við af herforingjun- um í Grikklandi, að upplýsa glæpinn. Þetta er einnig skólabókadæmi um það hvernig bresk stjórnvöld, sem eiga aö þjóna borgurum lands síns og tryggja hagsmuni þeirra, skilja þá eftir á köldum klaka ef það hentar ímynduðum hagsmunum. Svikamylla Ann Chapman var ung og óreynd sem fréttamaður. Hún komst í kynni við aðila í London sem töldust til svonefndrar andspyrnuhreyfingar í Grikklandi. Við það vaknaði áhugi hennar á grískum atburðum. Ann var mikið í mun að slá í gegn sem fréttamaður. Það sem hún heyröi hjá andspyrnuhreyfingarmönnum taldi hún gefa góða möguleika á spenn- andi fréttum sem gætu skipt sköpum fyrir starfsferil hennar sjálfrar. Hún vildi því fara til Grikklands. Tæki- færið gafst þegar ferðaskrifstofa í London sendi hóp ferðaskrifstofu- fólks til Grikklands. Ann tókst að komast í þann hóp og var lofað að- stoð í Grikklandi við að ná í stórfrétt. En Ann áttaði sig ekki á því að einn þeirra sem hún var í sambandi við sendi allar upplýsingar um ferðir hennar beint til grísku öryggislög- reglunnar, sem fylgdist með henni af tortryggni frá því hún sté fyrst fæti á gríska grund. Öryggisgæsla var reyndar venju fremur mikil þessa daga vegna heimsóknar vara- förseta Bandaríkjanna. Þegar Ann hugðist hitta tengiliði sína í Grikk- landi til aö ná fréttinni stóru lenti hún hjá útsendurum öryggislögregl- unnar og í þeirra höndum lét hún lífið. Yfirhylming Þá hófst yfirhylmingin. Stjórnvöld létu líta út fyrir að Ann hefði orðið fyrir árás kynferðisglæpamanns. Líki hennar var varpað á afvikinn stað þar sem það fannst 2-3 dögum eftir að hún var myrt. En það tókst óhönduglega til meö yfirhylminguna syo margar spurningar vöknuöu við rannsókn málsins. Ári eftir morðið, þegar kröfur Ed- ward Chapman um skýringar voru orðnar óþægilegar, fundu grísk lög- regluyfirvöld sökudólg og fengu hann dæmdan fyrir morðið. En stað- reyndir málsins 'eins og þær lágu fyrir bendu allar til sakleysis hans svo Edward Chapman hélt áfram baráttu sinni. Hún var löng og ein- manaleg þar til loks að Cottrell tók máliö upp rúmum áratug eftir morð- ið. Þegar Evrópuþingið hafði sam- þykkt skýrslu Cottrells var sá maður sem dæmdur hafði verið fyrir morðið náöaöur. En morðingunum hefur aldrei verið hegnt: þeir gætu þess vegna enn verið starfsmenn grísku öryggislögreglunnar. Cottrell á heiður skilinn fyrir fram- lag sitt til lausnar Chapman-málsins, og þessa greinargóðu frásögn af mál- inu. En hetja sögunnar, reyndar eina hetjan, er Edward Chapman, sem notaði einn og hálfan áratug ævinnar til þess að hreinsa nafn dóttur sinnar og knýja fjandsamleg stjórnvöld til þess að viðurkenna að minnsta kosti hluta sannleikans um þetta tilgangs- lausa og ruddalega morð. Metsölubækur Bretland Söluhæstu kiljurnar: 1. Catherine Cookson: THE PARSON’S DAUGHTER. 2. Sally Beauman: DESTINY. 3. Colleen McCullough: THE LADIES OF MISSOLONGHI. 4. Sldney Sheldon: WINDMILLS OF THE GODS. 5. Melvyn Bragg: THE MAID OF BUTTERMERE. 6. Philippa Gregory: WIDEACRE. 7. Weis & Hickman: THE MAGIC OF KRYNN. 8. J. G. Ballard: EMPIRE OF THE SUN. 9. Tom Clancy. RED STORM RISING. 10. Margaret George: THE AUTOBIOGRAPHY OF HENRY VIII. Rit almenns eðlis: 1. Rosemary Conley: THE HIP AND THIGH DIET. 2. Bob Ogley: IN THE WAKE OF THE HURRIC- ANE. 3. Richard Dawkins: THE BLIND WATCHMAKER. 4. Robert Hughes: THE FATAL SHORE. 5. James Fox: WHITE MISCHIEF. 6. Whitley Strieber: COMMUNION. 7. Edward Behr: THE LAST EMPEROR. 8. P.L. Fermor: BETWEEN THE WOODS AND THE WATER. 9. RONAY’S CELINET GUIDE TO HOTELS & RESTAURANTS. 10. Adley, Tait 8 Stubbs: A QUESTION OF SPORT. (Bygg! á The Sunday Times) Bandaríkin Metsölukiljur: 1. Danielle Steel: FINE THINGS. 2. Jonathan Kellerman: OVER THE EDGE. 3. Dean R. Koontz: WATCHERS. 4. Dlck Francls: BOLT. 5. Colleen McCullough: THE LADIES OF MISSALONG- Hl. 6. LaVyrie Spencer: VOWS. 7. Sally Beauman: DESTINY. 8. Piers Anthony: OUT OF PHAZE. 9. John Gardner: NO DEALS, MR. BOND. 10. Larry McMurtry: TEXASVILLE. 11. Rosemary Rogers: BOUND BY DESIRE. 12. Pat Conroy: THE PRINCE OF TIDES. 13. A. C. Crispin: TIME FOR YESTERDAY. 14. Allstair MacLean: SANTORINI. 15. David Eddings: GUARDIANS OF THE WEST. Rit almenns eðlis: 1. Whitley Strieber: COMMUNION. 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 3. Carsten Stroud: CLOSE PURSUIT. 4. Robert Hughes: THE FATAL SHORE. 5. Judith Viorst: NECESSARY LOSSES. 6. Sam Donaldson: HOLD ON, MR. PRESIDENT! 7. Bette Davis/M. Herskowitz: THIS’N THAT. 8. Dorls K. Goodwin: THE FITZGERALDS AND THE KENNEDYS. 9. Beryl Markham: WEST WITH THE NIGHT. 10. Richard Bach: THE BRIDGE ACROSS FORE- VER. (Byggt á New York Tímes Book Review) Danmörk: Metsölukiljur: 1. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERENE. (1). 2. Wassmo: DET STUMME RUM. (-). 3. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. (3). 4. Jean M. Auel: HESTENES DAL. (2). 5. Helle Stangerup: CHRISTINE. (4). 6. Isabel Allende: ÁNDERNES HUS. (5). 7. Ballard: SOLENS RIGE. (8). 8. Andersen-Nexö: PELLE EROBREREN. (-). 9. B. Wamberg: J. LOTTEJBERG. (-). 10. Godfred Hartmann: CHRISTIAN. (7). (Töiur innan sviga tákna röð bókar vikuna á undan. Byggt á Politiken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson THKUJVIíNIUAOF janeAustenand CHARLO'ITKBRONTC Æskuverk tveggja skáldkvenna THE JUVENILIA OF JANE AUSTEN AND CHARLOTTE BRONTE. Penguin Books. Forvitni um þróunarferil þekktra rithöfunda verður gjarn- an til þess að sérhvert brot skáldskapar sem þeir hafa sett á blað lendir á bók. Hér hefur verið safnað saman æskuverkum tveggja enskra skáldkvenna, væntanlega í þeim tilgangi að varpa ljósi á þroskaferil þeirra sem skáldsagnahöfunda. Æskuverk Jane Austen, sem lifði á árunum 1775-1817, voru samin þegar hún var tólf til átján ára að aldri. Margt af þeim brot- um, sem hér birtast, er af léttara taginu og samið fyrir fjölskyld- una en ekki með opinbera birt- ingu í huga. Charlotte Bronte fæddist ári áður en Jane Austen andaðist. Þótt hún næði ekki fertugsaldrin- um samdi hún þó nokkrar skáldsögur, þar af eina ódauðlega - Jane Eyre. Þau verk hennar, sem hér eru birt, urðu til á árun- um 1829-1839 og fjalla um atburði í konungsríkinu Angria, og er ímyndunaraflinu hér gefinn harla laus taumurinn. Fyrir ákafa aðdáendur Jane og Charlotte eru þessi brot vafalítð girnileg til fróðleiks, en verkin eru afar veikt bergmál þess sterka hljóms sem síðar heyrðist úr skáldhörpu þeirra. Síðasta MacLean-sagan SANTORINI. Höfundur: Alistair MacLean. Fontana, 1987. Um árabil mátti ganga út frá því sem vísu aö spennusaga eftir skoska rithöfundinn Alistair MacLean væri ein mest selda bók ársins hér á landi. Bækur hans skipuðu sér einnig í efstu sæti metsölulista í nágrannalöndun- um enda nafn hans verið nánast táknrænt fyrir spennusögur síð- ustu áratugina. Nú er MacLean allur en eftir hann liggja um þrjátíu sögur. Santorini er sú síöasta sem hann sendi frá sér. Hún ber öll helstu einkenni bóka hans: hröð og spennandi atburðarás, einföld, læsileg frásögn og hæfilega ofur- mannleg söguhetja sem eftir mannraunir leysir vandann. Viðfangsefnið er að þessu sinni tímanna tákn: alþjóðleg hryðju- verkastarfsemi þar sem kjam- orkusprengjur koma við sögu. Síðari bækur MacLean hafa þótt bera mikinn keim fjölda- framleiðslunnar og svo er einnig um þessa. Fátt í atburðarásinni kemur á óvart: að lesa bókina er nánast eins og að ráða gamla gátu enn einu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.