Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 14
14 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð i lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. / skugga sumars Hún er blandin, kveöjan hjá okkur íslendingum þeg- ar sumri er heilsað. Eftir tiltölulega hógværan vetur, hefur kyngt niöur snjó og frost hefur komist allt niður í fimmtán stig síðustu dagana. Veturinn hefur heldur betur misst tímaskynið og sjaldnast hefur sannast betur að hér á landi er allra veðra von. Það gildir um fleira en veðráttuna. í stjórnmálunum er einhver iða komin af stað, sem erfitt er að lýsa en ókyrrðin leynir sér ekki. Né heldur óvissan. Margir settu upp stór augu þegar Framsóknarflokk- urinn boðaði til miðstjórnarfundar um þessa helgi, en sú fundarboðun mun ekki vera samkvæmt venjunni í flokknum. Leiddar voru að því líkur, að Framsókn væri á leiðinni út úr ríkisstjórninni og einhverjar þreif- ingar munu hafa átt sér stað um annars konar stjórnar- myndun ef núverandi ríkisstjórn hrykki upp af. Framsóknarflokkurinn fékk skammir fyrir að grafa undan ríkisstjórninni og spurt er: Er Framsókn í stjórn eða í stjórnarandstöðu? Nú fer þessi Framsóknarfundur fram í dag og satt að segja sýnist ekki vanþörf á. Það getur varla tahst óábyrgt af Framsóknarflokknum að kalla saman til aukaþings til umræðna um efnahagsmál, eins og þeim málum er komið. Það getur varla talist til stjórnarand- stöðu hjá Framsókn að vilja nú knýja á um ákveðnari stjórnvaldsaðgerðir og leggja fram sínar tillögur um þær. Sannleikurinn er sá, að útlitið er afar dökkt, og Þor- steinn Pálsson, forsætisráðherra, hefur viðurkennt að undanfórnu að efnahagsforsendur hafi tekið miklum breytingum frá því í febrúar, þegar ríkisstjórnin greip til gengislækkunarinnar. Það þarf heldur ekki orð for- sætisráðherra til. Verðlag á erlendum mörkuðum hefur lækkað verulega á fiskafurðum okkar. Viðskiptahahinn er næstum því einn mihjarður króna í hverjum mán- uði. Undirstöðuatvinnuvegirnir hanga á heljarþröm- inni. Viðtal Morgunblaðsins við Brynjólf Bjarnason, framkvæmdasfjóra Granda, er glögg lýsing á ástandinu. Enn er ósamið um laun og engar sættir hafa skapast um launastefnu. Verkfah verslunarmanna skilja fæstir. Kröfur þeirra eru langt út úr kortinu og sprengja launa- rammann sem flestir aðrir eru búnir að semja um. Verslunarmannaforystan ætlar greinilega að gera sitt besta til að skapa enn meiri usla og óvissu á vinnumark- aðnum. Enda er fljótt í atvinnuleysið við þessar kring- umstæður. Grandi segir upp sextíu manns um þessi mánaðamót og skriðan er komin af stað. Þarf einhver að vera hissa þótt Framsóknarflokkur- inn telji ástæðu til fundarhalda? Fréttir hafa einnig kvisast út um undanhald ráðherra í fastgengisstefnunni og sýnt er að ríkistjórnin verður fljótlega að grípa til róttækra aðgerða ef hún vih ekki fljóta sofandi að feigð- arósi. Framsóknarmenn munu leggja fram sínar thlögur um helgina og fara ekki dult með þær. Hvað vilja hinir flokkarnir? Við heilsum sumri í skugga. í skugga síðbúins vetrar og í skugga ískyggilegra tíma í efnahags- og atvinnumál- um. Lamandi áhrif víðtæks verkfaUs bæta þar ekki um. Veðurfræðingar spá hlýnandi veðri á næstunni. Efna- hagsráðgjafar geta ekki sagt það sama. Það eru engin hlýindi framundan á þeim vettvangi. Því miður. Er það ekki dæmigert um seinheppni okkar að veður- farið, sem ekki er á okkar valdi, það batnar? En efnhagsmálin sem við getum stjórnað. Þau klúðrast. EUert B Schram Sagan með siðferði- lega boðskapnum Þetta er dúndurhverfi sem við búum í hér í Róm. Barinn okkar lokar um leið og verslanimar. Hér er engin póststofa, enginn banki, ekkert slökkvilið, engin slysadeild. Við þurfum heldur enga slysa- deild. Við enun svo vandað fólk. í fyrra tókst okkur að meija lög- gæslu út út borgarstjóminni. Nú er blár aftanívagn, merktur Lög- regla, við aðalgötima. Inní honum er einn lögregludrengur sem stend- ur þrotlausa varðstöðu fyrir framan sjónvarpið. Við þurftum ekkert á honum að halda. Fengum okkur hann bara út af fólki sem villist inn í hverfið okkar og keyrir á bílana okkar. Það er svo rólegt héma. Strætó kemur voða sjaldan aö trufla fólk á biðstöðvunum. Það er dáldið slæmt. Þannig er nefnilega, að ein blokkin er full af negrum, indverj- um og aröbum. Þetta fólk er eitt- hvaö voðalega iUa statt, ekki nema einn bOl á húshald. Þess vegna standa oft háfættar negrakonur tímunum saman á stoppistöðinni og em svo töff í tauinu, að það er ekki nokkur leið að utanaðkom- andi, sem æða í gegn eftir aðalgöt- unni, taki þær fyrir farandvinnu- konur. Grænu blettirnir okkar em ekki þaktir bréfarusli og bömum. Svo aUt önnur áferð en í öðrum hverf- um, þar sem komið hefur veriö upp bekkjum og rólum og böm og hundar velta sér í viðkvæmri gras- rótinni, við látum okkar böm leika sér á bUastæðunum. Hér em heldur engin eiturlyf. Við vitum vel að það fannst ekkert maríúana í gagnfræðaskólanum í haust. Það eru bara lygar úr öfund- sjúkum lögreplumönnum með heimska hund.a, sem bjuggu allir í öðmm hverfum. En best af öUu er, að hverfið okk- ar er byggt réttu fólki. Það er aUt með andUt í réttum skorðum. Arki- tektinn hefði ekki fengið betri andUt á stigagangana sína þótt hann hefði teiknað þau sjálfur. Þau haggast ekki, þessi andUt, þótt fólk- ið sem á þau dragi búntin af gluggaumslögunum upp úr póst- kössunum sínum. Hér er friðsælt eins og í Þang- hafinu, marandi í háffu kafi sómakærleikans bíða innfæddir dauða síns. Þaö á að verða snyrti- legur dauðdagi, engin óp, engin svitaböð. Konumar ætla aUar í hárgreiðslu áður en þær hitta Drottin. Á sunnudagsmorgnum er farið til kirkju. Fingumir lesa sig eftir í talfæri Auður Haralds talnaböndunum og fóUdð trúdr á líf eftir dauðann. Hér er næstum enginn sem trúir á lff fyrir dauðann. Þetta er alveg dúndurhverfi. En hér leynist líf. Ég veit það. Veggimir era svo þunnir. Meira að segja fiör líka. Það fer fram hjá skósmiðnum. Skósmiður- inn er maður að mínum smekk. „Það verða sex þúsund,“ segir hann höffilega við eldri mann. Maðurinn er kUpptur, kembdur og rakaður með rétta gerð andlits. „Af hverju," spyr ég þegar mað- urinn er farinn, „borgar þessi maður sex þúsund fyrir sömu við- gerð og ég borga þrjú?“ „Suss,“ segir skósmiðurinn. „Þetta er þannig maður.“ Er skósmiðurinn kommúnisti? Hann er það ekki. Heldur: „Ég læt þessa lffandi dauðu borga fuUt verð. En fólk sem er almenni- legt, sem getur brosað og talað og telur það ekki eftir sér, það borgar háfft verð.“ Ég er á leyniverðlista skósmiðs- ins. Það er líkt og að hafa fæðst í örbirgð, en meikaö það inn í frí- múrararegluna. Bara öfugt. Svo bregðast hælar sem sólar. Ég er komin aftur tU skósmiðsins efdr viku, enn með nýju vetrarstígvéUn sem ég keypti á umframviðbótar- aukaláni frá Visa. „Hafiö þér heyrt...“ hrópar skó- smiðurinn og rífur sólann undan eldri kvenskó, án blíðu. „Hafið þér heyrt það nýjasta frá SikUey?“ Það hef ég ekki. „Ástfangið par sem strauk að heiman. TU aö njótast. Getið þér ímyndað yður hvað þau vom göm- ul?“ Það get ég ekki. „Hún var yfir áttrætt og hann nímlega níræður. Struku, ha? Hvað,“ vUl skósmiðurinn vita, „hvað halda þau eiginlega að þau geti gert?“ „Það,“ segi ég. „Þetta Uð þarna suöurfrá er á fengitíma fram í dauðann." „Það?“ fnæsir skósmiðurinn. „Á þessum aldri? Ég held nú síður.“ Sjáffur er hann nefnUega rétt yfir fertugt. Um kvöldið segir unglingurinn sonur minn: „Nei, ekki slökkva á sjónvarpinu. Það er erótísk mynd á sjöundu rás.“ „Nú, er fagmynd á sjöundu,“ segi ég. Svo sitjum við og horfum á þennan leiðarvísi um notkun kyn- færa. Það er fátt um tæknUeg atriði. Nema ef vera skyldi, að við fáum það á hreint að þótt þröngar gaUa- buxur séu hasarsexý, þá hafa þær aftrandi áhrif. Það er ekki nokkur leið að komast úr þeim, ekki einu sinni með aöstoð sjálfboðaUða. Já, það er ekki hægt að kaUa þetta fag- filmu fyrr en kemur að félagslega innlegginu. Foreldrar stúlkunnar reyna aö bjarga hjónabandi sínu á baðinu. Um leið og rennur upp fyrir okkur að frúin er ekki að skríða í gólfinu af því að hún missti spennuboxið, heldur hangir í náttbuxum pabba, sem öfugt viö gaUabuxur renna létt og Upurlega niður, þá gargar ungur sonur minn: „Ojjjjjjbara... þessi gamal- menni...“ Ég sný mér í sófanum og segi; harðri, kaldri röddu: „Þau em í hæsta lagi þrjátíu og sex.“ Hann hugsar, hratt. Segir svo, fuUur umburðarlyndis: „Já, ég er ekki að segja að þau séu of gömul til að vera að þessu... En mér finnst ekki að það eigi að sýna það...“ SiöferðUegi boðskapur þessarar sögu er ekki sá, að það er nokkuð sem við höldum að aðeins við höf- um áhuga á, og henti í hæsta lagi okkar aldursflokki. Heldur, aö öldmðu elskendurnir á SikUey hafa lent í bölvuðu brasi við að ná út elUlífeyrinum sínum eftir að þau vom strokin úr bæjar- félaginu. SpakmæU: Þegar fátæktin kemur inn um dyrnar, flýgur kærleikur- inn út um gluggann. „Hafið þér heyrt þaö nýjasta frá Sikiley?"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.