Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Page 15
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 15 Verslunarfólk skráir sig til verkfallsvörslu. Vitlaust verkfall Verkfall verslunarmanna er skollið á. Ennþá hefur maður ekki tilfinningu fyrir viöbrögöum eða almenningsáliti gagnvart þessari vinnudeilu. Ekki er að efa að hópar meðal verslunarfólks telji réttlætið og málstaðinn sín megin og foryst- an sjálf mun að sjálfsögðu sefja sig upp í baráttuanda á verkfallsvökt- unum. En hver skyldi samúðin og samstaðan vera meðal annarra stétta, meðal almennings ogjafnvel í eigin röðum verslunarmanna? Á þetta verkfall hljómgrunn í landinu? Og svo er það sem mest er um vert: eru til þess málefnaleg og skynsamleg rök? Nú ætla ég ekki að tala fyrir munn almennings eins og allsherj- ardómari. Ég ætla þaðan af síður að tala eins og upphafmn sljóm- málamaður sem þaif að gæta þess að styggja ekki atkvæöin. Ég ætla bara að tala eins og maðurinn á götunni, án ábyrgðar, án skinhelgi og án nokkurrar meintrar árásar á verslunarfólk í verkalýðsbaráttu. Ég ætla einfaldlega aö segja það sem mér finnst: Þetta verkfall er rugl, fáránleg mistök og furðulegt sjálfskaparvíti. Þessi sk'oðun mun eflaust ekki mælast vel fyrir á verkfallsvakt- inni og vinir mínir í Verslunar- mannafélaginu verða sennilega ekki kátir yfir þvi að undanþága þeirra gagnvart fjölmiölunum sé notuð til þess að taka þá i gegn. En þá er líka á þaö að líta að þeir hafa sjálfir reitt til höggs, þeir hafa sjálfir kallað yflr þjóðina neyöar- ástand og komast ekki undan þeirri ábyrgð sem því ástandi fylgir. Þetta verkfall er mistök og timaskekkja frá upphafi til enda. Og vinur er sá er til vamms segir. Launastefnan mörkuð Verkamannasamband íslands hafði forystu um að setja fram kröf- ur og standa í samningum fyrr í vetur. Einkum bar það hag fisk- vinnslufólks fyrir brjósti enda virtust flestir sammála um að sú stétt væri verst sett. Björn Þór- hallsson, forseti Landssambands verslunarmanna, lét þá í sér heyra og benti á rannsóknir sem gerðar höfðu verið á kjörum launafólks en þar kom fram að ófaglært versl- unarfólk í afgreiðslustörfum og öðrum hliöstæðum störfum væri verst setti hópurinn. Á þetta var ekki mikiö hlustað og öllum er minnisstætt hvernig einstök félög fiskvinnslufólks klufu sig út úr samningagerðinni, felldu samning- ana sem forysta Verkamannasam- bandsins hafði skrifað undir og börðust sjálf til þrautar. Niðurstað- an varð sú að víðtækt samkomulag var gert á Akureyri í síðasta mám uöi þar sem línur virtust vera lagðar um launastefnu í landinu sem bæði vinnuveitendur, verka- lýðsfélög og stjómvöld sættu sig við. Verslunarmenn fylgdu í kjölfar- ið, svo og margar aðrar stéttir, og það kom ipjög á óvart þegar félags- fundur í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur felldi samkomulag sem VR-forystan hafi skrifað undir. Þvi var kennt um að hópar starfs- fólks í stórmörkuðum hefðu mætt á fundinn og greitt atkvæði gegn samkomulaginu. Þama var sem sagt kominn hópurinn sem fyrr- greind könnun hafði talið hinn ‘ raunverulega láglaúnahóp í landinu. Athygli skal þó vakin á því að félagsfundurinn í VR var sóttur af sirka einu prósenti af fé- lagsmönnum VR og brotið, sem réð úrslitum, var auðvitað enn minna. VR-forystan gekk aftur til samn- inga við vinnuveitendur og gerði nýtt samkomulag og nú var efnt til allsherjaratkvæðagreiðslu. Á þriöja þúsund manns greiddu at- kvæði og eru það vel innan við þrjátíu prósent félagsmanna. Og aftur var samkomulagið fellt af rúmlega helmingi þeirra sem greiddu atkvæði, samtals um fimmtán prósentum félagsmanna. Opinbert leyndarmá! Helgarpósturinn hefur minnt á að Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, gerði lítið úr því þegar tíu þúsund manns mótmæltu ráðhúsbyggingunni í ReyKjavík. Magnús fullyrti aö áttatíu og fimm prósent Reykvíkinga hefðu ekki séð ástæðu til að skrifa undir mót- mælin og hann ætlaði ekki að láta minnihlutann taka völdin af svo miklum meirihluta. Magnús L. Sveinsson er ekki bara forseti borg- arsljórnar. Hann er líka formaður í VR þar sem nær áttatíu prósent félagsmanna „sáu ekki ástæðu“ til að taka þátt í atkvæðagreiöslu um kjarasamninga. Athugasemd Helg- arpóstsins er neyðarleg ábending til Magnúsar um að lýðræðið taki á sig breytilega mynd eftir því meö hvoru munnvikinu talað er. Hvers vegna skyldi það nú vera að félagsmenn í VR taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu um þeirra eigin kjör? Skýringin er auðsæ. Það er opinbert leyndarmál að verslunar- fólk er verulega yfirborgað. Launaskriðið hefur verið hraðast í þessari atvinnugrein enda hafa verslunar- og þjónustustörf verið sá vaxtarbroddurinn í atvinnulíf- inu sem mest hefur notið góðæris- ins á undanfórnum árum. í skjóli kaupmáttar, gjaldeyrisútsölu og aukinna viðskipta hafa ný fyrir- tæki sprottið upp, önnur blómstrað sem aldrei fyrr og geta verslunar- innar í landinu hefur almennt verið slík að launagreiðslur hafa ekki haft afgerandi áhrif á rekstur- inn. Kröfur um opnunartíma stórmarkaöa, kröfur um fiörutíu og tvö þúsund króna lágmarkslaun eru þorra verslunarfólks óviðkom- andi. Jafnvel almennir samningar um fimmtán prósent kauphækkun fara fyrir ofan garð og neðan hjá fjölmörgu verslunarfólki vegna þess að kjör þess ráðast af eftir- spurn og framboði á vinnumark- aðnum og eru löngu hætt að taka mið af launatöxtum. Tvöfaldur rassskellur En gott og vel. Við skulum viður- kenna að afgreiðslufólk og starfs- fólk hjá stórum fyrirtækjum hafi goldið fyrir lága taxta hjá VR. Það á betra skilið fyrir langan vinnu- dag. Það lifir enginn af þrjátíu og fimm þúsund króna daglaunum ef það er rétt að slíkar greiöslur tiðk- ist í stórverslunum og sjoppum. En þá er að eingangra þau vandamál, taka á þeim sérstaklega, í stað þess að efna til allsherjarverkfalls versl- unarmanna og lama allt atvinnulíf- ið. Og það er auðvitað hreint ábyrgðarleysi hjá VR-forystunni og öðrum forystumönnum verslunar- mannafélaga að setja fram kröfu um fjörutíu og tvö þúsund króna lágmarkslaun þegar vinnumarkað- urinn var búinn að hafna slíkum samningum og það beggja vegna borðsins. Það er ábyrgðarleysi vegna þess að ef ganga á að slíkum samningum er launaramminn í landinu sprunginn og forsendur jafnt kjarasamnjnga annarra stétt- arfélaga og efnahagsstefnunnar foknar út í veður og vind. Þetta á Magnús L. Sveinsson að vita og veit. Þetta eiga menn eins og Björn Þórhallsson að vita en hann er jafn- framt varaforseti Alþýðusambands íslands. Hann veit hvaða áhrif og afleiðingar þaö hefur ef verslunar- menn ná fram kröfum sínum um lágmarkslaun og hann veit líka að í nýgerðum kjarasamningum fóru menn fram þjá þessum prinsipp- deilum með starfsaldurshækkun- um, flokkaleiðréttingum og bónusum. Stundum hefur veriö sagt að kommamir séu hættulegir í verka- lýðsforystunni vegna þess að þeir séu ábyrgðarlausir í að æsa fólkið upp í óraunhæfum kröfum. Barátt- an í íslenskri pólitík hefur um árabil gengið út á það aö draga úr áhrifum sósíalista í verkalýðs- hreyfingunni og landsmálapólitik- inni vegna þess að þeir væm ósamstarfshæfir um skynsamlega stefnu og allsheijarhagsmuni. En nú er svo komið aö það eru sjálf- stæðismenn sem ganga fram fyrir skjöldu og setja allt á annan end- ann. Verslunarmannafélögin hafa verið sterkasta vígi borgaralegra afla og þar hafa sjálfstæðismenn tögl og hagldir. Þetta eru mennim- ir sem æsa til verkfalla og grafa undan sinni eigin ríkisstjórn. Og maöur getur ekki betur séð en að það sé mest fyrir þeirra eigin mis- tök, eigin handvömm viö að kynna þá samninga sem þeir voru tvíveg- is búnir að skrifa undir og mæla með. Hvernig er hægt að snúa svo rækilega við blaðinu eftir að hafa fengið rassskell í tveim atkvæða- greiðslum? Forystan var ekki í betra jarðsambandi en svo að hún haföi ekki hugmynd um hvað lág- launafólkið í félögunum vildi að samið yrði um! Mannalæti En látum þetta vera. Höfum sam- úð með hinum verst settu í verslun- ar- og afgreiðslustörfunum. Tökum undir það að starfsfólk í stórmörk- uðum sé illa launað. En hvaða vit er í því að setja þjóðfélagið allt á annan endann og lama allt at- vinnulíf þegar afmarkaðir hópar og afmörkuð fyrirtæki eiga j hlut? Var ekki hægt fyrir verslunar- menn að einbeita sér að þeirri starfsemi sem hér á i hlut í stað þess að loka öllum vinnustöðum, allri þjónustu, stöðva hjól atvinnu- lifsins, framleiðslunnar, ferðaþjón- ustunnar, viðskiptalífsins, vegna þess að rúmlega tíu prósent af fólk- inu í VR féllst ekki á tillögur forystunnar? Er ekki nær fyrir þá hjá VR og öðrum verslunarfélögum að gera upp sakirnar við sína eigin menn í stað þess að láta allt þjóðar- búið gjalda fyrir seinheppnina og sambandsleysið innan verslunar- mannafélaganna sjálfra? Eftir svona uppákomu fer maður að taka undir með Þórarni Þórar- inssyni, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins, að brýna nauðsyn beri til að endui;- skoða vinnumálalöggjöfina. Þaö verður að koma í veg fyrir að fá- mennir hópar, tíu prósent félags- manna í tíu þúsund manna stéttarfélögum, geti greitt þjóðfé- laginu rothögg og villst út í verkfóll vegna þess að forystan er ekki í jarðsambandi. Þeir hjá Verka- mannasambandinu skildu skila- boðin og drógu sig í hlé þegar samningar þeirra voru felldir. Þeir sneru ekki við blaðinu og settu fram nýjar kröfur í algerri mótsögn viö það sem þeir höfðu samiö um sjálfir. Þeir játuðu sig sigraða og voru ekki með nein mannalæti til aö reka af sér slyðruorðið. Forystan í verslunarmannasam- tökunum kom samningamálunum sjálf í hnút af því að hún gleymdi að leggja sérstaka rækt viö þann hópinn innan samtakanna sem verst stóð. Hún var ekki í jarðsam- bandi og tapaði bæði á félagsfundi og í allsherjaratkvæðagreiðslu af því hún skynjaði ekki stemninguna í sínum eigin röðum. Hún þekkti ekki fólkið sem mætti á fundinum í sínu eigin félagi. Og til að sanna krafta sína og forystu sína er nú gripið til þess ráðs að segja eins og vinnumaðurinn forðum: Sástu hvernig ég tók hann! Þetta verkfall gengur eiginlega ekki út á annað. Ellert B. Schram I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.