Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 18
RDAGUR 23. APRÍL 1988. Giovanni Pampiglione. „Þegar ég geng á gö t- unni hér og horfi á fólk þá tek ég eftir því aö fólk horfir ekki mikið hvaö á annoð." DV-mynd KAE Islenskar konur eru eins og ungl- - segir Giovanni Pampiglione, leikstjóri hjá Þjóðleik- húsinu Viötal: . Guðbjörg Guðmundsdóttir „Þaö er einkum þrennt sem varð þess valdandi aö ég kom til íslands. Ég hitti margt íslenskt leikhúsfólk í Connecticut í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Þar var verið að kynna Brúðarmyndina eftir Guð- mund Steinsson og Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson. Hingað kom ég svo í september 1986 og heillaðist af Is- landi. Ég fór á fund þjóðleikhússtjóra sem gaf mér vonir, án loforða, um að sviðsetja leikritið Lygarinn (II Bugiardo)." Norðurljósin sígild söluvara „Norðurljósin höfðu gífurleg áhrifá mig, leyndardómar þeirra lokkuðu mig og örvuðu. Þetta þrennt var eins og töfrandi sending um að égættieftiraðkomahingaðaftur • og uppgötva leyndardóma Ufsins og listarinnar. Ég fékk svo símhring- ingu frá þjóðleikhússtjóra að sjö mánuðum liðnum þar sem hann bauö mér að leikstýra Goldoni og frumsýning var ákveðin þann 21. apríl 1988. í október 1987 kom ég svo aftur til íslands til þess að ganga frá samning- um og tillögum mínum um Santi Migneco sem leikmynda- og bún- ingahönnuður, tónlistin er efitir Stanislaw Radwan sem er mjög fræg- urj)ólskur tónUstarmaður. Eg eyddi hér 5 dögum í leikaraleit og sá Bílaverkstæði Badda, Brúðar- myndina og æfingar á Vesalingunum og Hugarburði. Leikaramir höíðu góð áhrif á mig, mér fannst þeir mjög tilfinninganæmir og hæfileikamikl- ir. Þeir geta leikið mjög mismunandi leikhúsverk, íslensk óg erlend, göm- ul og ný. Ég var mjögánægður með að fá tækifæri til þess að vinna við Þjóðleikhúsið og vil segja þjóðleik- hússtjóra það til hróss að hann gaf mér mikið fijálsræði sem er mjög jákvætt vegna þess að vinnan byrjaði undir merkjum frjálsræðis. Oft gerist það að leikhússtjórar eða einhverjir aðrir leikhúsmenn velja leikarana. Ég tel það mjög mikilvægt að fá að ráða vaU sjálfur, slíkt frelsi er ekki alltaf fyrir hendi. Ég valdi aðeins leikara sem ég sá á sviði. Æfmgatíminn hefur veriö skammur en samvinnan gengur vel og ég vona að ég fái að koma hingað aftur að leikstýra.“ Leikararvoruofsóttir í>að er mál manna að þessi uppsetn- i r á Goldoni sé góður skóU fy rir leikarana sem fæstir hafa leikið með grímur áður og ekki kynnst comme- dia dell’arte leikstílnum. Þarf ítala til þess að koma þessum stíl til skila? „Nei, commedia dell’arte er ekki ein- göngu ítalskt. Commedia deU’arte er alls staðar þar sem maður hefur góða leikara sem geta haldið hæfileikum sínum til aö spinna og opna sig. Auð- vitað er stílUnn sögulegur. Hann er bæði ítalskur og franskur, hann er að fmna hjá MoUére ogfjölda ann- arra leikhúsmanna. Ég sviðsetti „Lygarann" í Póllandi árið 1977 með leikurum sem voru námast fullkomnir. Trúðar eru alls staðar, til þess að vera góður trúður þarf maður ekki að vera ítaU, Amer- íkani eða Rússi. Ef leikarar hafa á annað borð tekið þá stefnu að leika góða trúða og þróa hæfileika sína í þá átt geta þeir náð langt í sinni list. Leikari verður ekki góður með því að leika eingöngu Shakespeare eða O’Neill eða Moliére. Góður leikari á að geta leikið hvað sem er. Mikilvæg rót allra vestrænna leikhúsa er þessi gamla gamanleikhúshefð. Gamanleikrit hafa þróast í öllum löndum, s.s. Shakespeare, Moliére, spánskir og ítalskir leikritahöfund- ar, Hoffman í Þýskalandi og Gogol í Rússlandi. Móðurland commedia dell’arte er Ítalía og þaö er vegna þess að kaþólsku kirkjunni á ítaUu var í nöp við leikhúsin. Leikhúsin voru í andstöðu við kirkjuna sem bannaði þau og leikarar voru ofsóttir og meinuð vinna, þeir voru jafnvel brenndir á almannafæri og taldir mjög hættulegir kirkjuveldinu og vai bannað að fara með tilbúinn talaðan texta. Grímurfyrir bannaðarskoðanir Upp úr þessum ofsóknum þróað- ist annars konar leikhús þar sem gripið var til grímunnar og lát- bragðsleiks. Spuninn er einnig andsvar við þessum ströngu reglum sem bönnuðu hugmyndafræði og gagnrýni ritaðs máls sem kirkjan hræddist því kirkjan var afturhald og lokaður öflugur valdapýramídi. Yfirmenn hennar ritskoðuöu allt sem var ekki í þeirra anda og reyndu að drepa allt sem laut að fijálsri túlk- un. Það var þeim skeinuhætt því leik- arinn gat sagt hvað sem honum sýndist og gagnrýnt kirkjuna beint eða óbeint undir yfirskini leikhstar- innar. Þannig myndaðist togstreita miUi leikhópa og trúarsöfnuða því að veldi kaþólsku kirkjunnar var gíf- urlegt og er ennþá mikið. Það mátti t.d. ekki jarða leikara í vígðri moldu allt fram á 18. öld, þeir voru taldir af hinu illa, voru djöflar eða púkar í augum kirkjunnar. Þessar sögulegu forsendur voru m.a. þess valdandi að commedia dell’- arte varð svo öflugt leikhúsform á Ítalíu og telst upprunnið þar. Lista- menn voru gerðir útlægir og fóru þá til Frakklands, Englands og Þýska- lands og frægustu félögin, s.s. Andreine, Petrarca, Arristo og Tasso, fóru til Frakklands og léku fyrir Lúðvík 14. og þar kynntist t.d. Moliére þeim ungur og fetaði í fót- spor þeirra og þar sem hann var snillingur blandaöi hann því besta úr ítölskum gamanleikjum saman við sitt hugvit og verk. Þegar Ítalía opnaði dymar á ný komu skopleikritin filefld aftur inn í landið. Og við þessar aöstæður þró- aðist t.d. ópera á Ítalíu með miklum kjamorkukrafti því okkur var leyft að syngja, það var ekki talið svo ógn- vekjandi og ekki svo hættulegt, því þar var ekki tekið á málum sem vom í deiglunni. Þaö mátti skopast í söng og slíkt var ekki taliö j afnhættulegt og hið talaða mál.“ Eins og hvalur eltir síld eðavalurrjúpur Leikstjórinn vildi ræða um ísland, konur og leikhús. Um kvenþjóöina sagði hann: „íslenskar konur em eins og ungl- ingsstelpur. Hér virðast gilda aðrar reglur um aldur kvenna, þær virðast unglegri en í Suður-Evrópu. Ef til vill er lífið hér ekki eins erfitt og streitukennt eins og í stórborgum á borð við París, Mílanó og New York. Tíminn virðist ekki líða eins hratt hér. Fólk lítur almennt miklu yngra út en það er í raun og veru. Það er ipjög mikilvægt að hægja á tímanum, það er mjög jákvætt andrúmsloft hér á landi. Fólk lifir allt of hratt annars staðar og virðist vera í eilífu kapphlaupi við tímann og týnir sjálfu sér og verður áttavillt. Hleypur til dauða án þess að spyija hvert, hvar, hvað og hvers vegna. Héma finn ég ekki fyrir þess- um hraða en auðvitaö þekki ég þetta þjóðfélag takmarkað af svo stuttri dvöl og öll þjóðfélög hafa sín vanda- mál. Rætur ítalskrar menningar er að finna í bókmenntunum og trúar- brögðunum. Á Ítalíu er ímynd kvenmannsins mjög sterk og konur em dýrkaðar þar. Konur em mjög mikilvægar og þær em aðalatriðið í-Iífi karlmanna. Þar nægir að benda á t.d. Dante og sikileysk ljóð um augnatillit. Ljóð um mikilvægi þess að horfast í augu, augun verða að mætast, augu kvenna og karla, sem er víðs fjarri íslenskri hefð. Þegar ég geng á göt- unni hér og horfi á fólk tek ég eftir því að fólk horfir ekki mikið hvaö á annað, ég á við dags daglega en ekki þessi síðkvöld þegar áfengi setur svip sinn á borgina og kallar fram gjöró- líkt mannlíf. Augunleynaekki tilfinningum En dags daglega og þegar fólk hittist innan herbergisveggja þá er heldur ekki horft sem er mikið atriði í suðrinu og það er ekki verið að vanvirða konur með því. Að karl- maður gefi konu auga þýðir ekki að hann sé að sýna vald sitt yfir henni, eigingimi eða reita hana til reiði. Hann er aðeins að líta á lífið í kring- um sig en auövitað getur augnatillit gengið of langt og talað sínu máli en slíkt gerist um allan heim því augun leyna ekki tilfinningum og ástum. Þetta er helsti og mesti munurinn sem ég finn á íslendingum og suð- rænum þjóðum. Á götum Ítalíu situr fólk á kaffihúsum á götunni og renn- ir augum á alla og glápir á hvað annað, hvort sem það eru gamal- menni eða böm, en auðvitað er sérstaklega horft á kvenþjóðina og ítalskar konur horfa einnig á karl- menn, það má segja að allir horfi á alla og þetta er „leikhús" götunnar. Konan hefur mjög mikilvægu hlut- verki að gegna, hún hefur töglin og hagldirnar og stjómar oft tilfinning- unum og framvindu listaverka því að karlmenn skrifa fyrir konur, þeir seipja tónlist til þeirra og mála fyrir þær. ítalska hefðin fyrir upphafn- ingu kvenna er sterk og hún er raunveruleg og nauðsynleg í lífi kvenna. Og þessi rótgróna hefð gerir það einnig að verkum að ég er eins og hver annar ítali æstur í að horfa á konur og ef ég sé konur reyni ég að ná augnaráði þeirra en lít ekki á fætur þeirra, ég Ht í augun á þeim og finnst lífið lítils virði ef ég fæ ekki áþeimaugastað." Tmðuátv.enntíheimi Hvaðumtrúmál? “ Ég er trúleysingi en trúi á leik- hús. Minn Guð er í leikhúsinu, á sviðinu, það er nokkuö sem gerist á sviðinu sem ég tel guðdómlegt. Ég er ekki trúaður í kirkjulegum skiln- ingi. En ég hef mínar trúarskoðanir sem eru ekki persónulegar því að alhr sem tilheyra leikhúsi eru úr sama hópi. Ég trúi á kraftaverk í leik- húsi og leita eftir því og reyni að skilja leyndardóma þess ásamt vin- um mínum, samstarfsmönnum, leikurumoglistamönnum. Og það er ef til vill líkt trúarbrögðum. List er sterkur leyndardómur í leikhúsum sem mér finnst stundum vera sterkari en trúarbrögð kirkj- unnar. Margt af því sem á sér stað í leikhúsi, trúin sem ríkir á milli manna, leikara á sviðinu og áhorf- enda, er tengd tilfinningum sem hafa engin takmörk en birtast í tónlist, óperum, ballettum og öllum tegund- um leiklistar, þaö eru trúarbrögð. Öðruvísi er ekki hægt að skýra það að ég hafi komið til íslands til þess að vinna í leikhúsi. Það er ekki hægt aö útskýra hvers vegna menn hoppa upp í flugvél í Róm til þess að hlusta á söng í New York. Þetta er nokkuð sem ekki getur talist eigingimi því slíkir menn vænta sér einskis annars en aö upplifa þetta ákveðna augna- blik, þeir hugsa yfirleitt ekki um hvað gerist í lífi þeirra eftir á, hvort aö það sé gott fyrir þá persónulega. Slík augnabliksupplifun gefur öll- um kost á jafnræði og frelsi, hún er lýðræðisleg í eðli sínu og spyr ekki um örlög eða áfangastað, á slíkum augnablikum er enginn saklaus eöa sekur, alhr em meðhöndlaðir eins og tilheyra í þeim skilningi sömu til- finningunum." Leikmynda- og búningahönnuður- inn Santi Migneco var viðstaddur viðtalið en Giovanni hefur orð fyrir þá báða þegar ég spyr að lokum hvert ferðinni sé heitið að lokinni frumsýn- ingu. „Við munum sviðsetja leikrit í Róm að þessu loknu, eftir aðalhandrita- höfund Fellinis, og svo höldum við til Póllands til þess aö vinna að óperu eftir Donigetti. Við vonumst til þess að koma aftur til íslands. Hér hef ég fundið frábaért leikhús og góöa leik- ara. Og ég hef fundið fyrir gestrisni og kurteisi á vinnustaðnum.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.