Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 19
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 19 Spumingaleikur Yeistu fyrr en í fimmtu tilraun? Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö spumingar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur stigin og sjáið hve glögg þið eruð. 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig lstig *o 5—i O tJD <X> Þ-! „Syndin er laun dyggðar- innar skrifaði hann í einni af sínum fyrstu bókum. Sú bók hafði að geyma skáldskap en annars var hann þekktari sem fræði- maður. Hann var Húnvetningur, fæddur árið 1886 og andaðist árið 1974. Hann var um áratugaskeið * prófessor við Háskóla ís- lands. Frægasta bók hans heitir íslensk menning. Staður í veröldinni Um er að ræða skaga sem hefur Azovhaf á aðra hönd. Skaginn hefur oft komið við sögu hemaðar. Á skaganum er bærinn Yalta þar sem leiðtogar heimsins funduðu í lok síð- ari heimsstyijaldarinnar. Um skagann var eitt sinn háð stríð sem við hann er kennt. Skaginn er við norðanvert Svartahaf. Fólk í fréttum Hún hefur verið í fréttum vegna þekkingar sinnar. Hún er guðfræðingur og hyggur á prestskap. Auk þess að vera guðfræð- ingur er hún líffræðingur. Á síðasta ári fékk hún nafii- bótina „meistarinn". Hún hefur tekið þátt í spumingakeppni Sjón- varpsins Hvað heldurðu? Frægt í sögunni Um er að ræða samkomu sem haldin var fyrir 205 árum. Samkoman var guðsþjón- usta. Hún er fræg vegna þeirra aðstæðna sem hún var hald- in við. Guðsþjónustan var haldin á Kirkjubæjarklaustri. Sá sem þar messaði hét Jón Steingrímsson. Sjaldgæft orð Þetta orð er oft notað um það að hafa rangt fyrir sér. Það er einnig notað um það að fara ranga leið. í hhðstæðri merkingu er það notað um að hitta ekki eða missa marks. Það er einnig notað í orða- sambandi um að láta örlög- in ráða. Þá er talað um að láta... að sköpuðu. é| 'O S ’-C? cö ^ 53 a Hann var ráðherra íslands á árunum 1909 cil 1911. Hann var einn helsti and- stæðingur sölu áfengis á íslandi. Hann var þekktastur fyrir að ritstýra einu helsta blaði landsins. Blaöið hét ísafold og var stofnað árið 1874. Sonur hans varð fyrsti for- seti íslands. Rithöfundur Hann fæddist árið 1898 og andaðist fyrr á þessu ári. Hann kenndi sig við mann sem varð Halldón Laxness fyrirmyndin að Ólafi Kára- syni Ljósvíkingi. Fyrstu bók sína kallaði hann Fiðrildi. Hann samdi íjölmargar bamabækur. Þekktasta saga hans heitir Suður heiðar. Svör á bls. 36 ISienSK iynani Leggiö manmnum orö 1 munn. Merkiö tillöguna: „íslensk fjmdni“, DV, pósthólf 5380,125 Reykjavík Höfundur: Inga Þorláksdóttir, Góuholti 3, ísafirði. Úti í hinum stóra heimi er verið að þróa full- komnari gerðsjónvarpsbúnaðar. Sjónvarpstæki framtíðarinnar verða þaðfullkomin að minnsta gretta sést á andliti fótboltamannsins sem var að brenna af. En nýrri tækni fylgir mikil peninga- eyðsla og nýju tækin verða dýr. íslendingar eru tækniglöð þjóð og taka áreið- anlega betri sjónvarpstækjum fegins hendi, þó ekki verði fyrr en á næstu öld. í Lífsstíl á mánu- dag verður sagt frá hinni nýju tækni Á Neytendasíðu á mánudag verður sagt frá einni nýjung hér á landi. Nýjung þessi er hlífðarhanski, kall- aður „4 h". Hanski þessi hlífir höndum sem þurfa að vinna mikið með sterk efni, eins og sýrur og þess háttar. í Lífsstíl á mánudag verðurfjallar nánar um þennan stórkostlega hanska og það gagn sem hann gerir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.