Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 21
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 21 Veiðivon Margir ungir veiðimenn eru heppnir og fá að renna með pabba, afa eða frænda. Þessi var einn af þeim og renndi i Elliðaárnar með pabba sinum. En til eru ungir veiðimenn sem ekkert fá að renna, þeir þurfa á veiðiklúbbi að halda. DV-mynd G.Bender Vantar klúbb íyrir yngstu veiðimennina Eitt af því sem virðist vanta er veiðiklúbbur fyrir unga veiöi- menn, nokkuð sem Æskulýðsráð Reykjavíkur starfrækti fyrir 15-16 árum og var vinsælt. Veiðimenn fóru saman til veiða í Hafravatni, Úlfljótsvatni og Þing- vallavatni. En núna er enginn svona klúbbur til. Hvers vegna ekki? Er þetta ekki það sem þarf fyrir unga veiðimenn? Þessi klúbbur var svo fjölsóttur á sínum tíma og færri komust að en' vildu. Ungir veiðimenn fengu þarna sína eldskírn í veiðinni og hafa margir hverjir haldið áfram að veiöa síöan. Klúbb fyrir unga veiðimenn mætti byrja með í sumar, hvort sem það yrði Æskulýðsráð eða eitt- hvert stangaveiöifélagið. Málið er brýnt, fyrr en seinna. G.Bender Veiðieyrað Er Alþingi staðurinn þar sem málið gæti komist á skrið? Mikill kurr er þessa dagana í mörg- um veiðimönnum vegna þess að ekki eru lágmarksráðstafanir gerð- ar til að forðast skemmdir á laxa- stofnunum. Þrátt fyrir miklar umræður um þessi mál víða meðal veiðimanna virðist ekkert bóla á aðgerðum. Veiðimálastofnun virö- ist ekkert gera í málinu og varla Mörgum veiðimanninum finnst kominn tími tit að gera eitthvað róttækt til að vernda laxastofnana okkar í veiðiánum. Við eigum enn- þá einhverja fallegustu laxa i heimi, hvað sem seinna verður, hvort sem það er i Laxá í Kjós eða Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu. DV-myndir virðist hún hlusta á þéssar umræð- ur. Reyndar hafa nokkir flskifræð- ingar á stofnuninni skrifað undir samþykkt Landvérndar um málið og ættu þeir að þekkja þetta vanda- mál vel. Þaö sem veiðimenn sjá núna í stöðunni er að allur sá fjöldi veiðimanna sem er á Alþingi geri eitthvað í málinu og taki af skarið. En veiðimenn á Alþingi eru meðal annars Steingrímur Hermannsson, Sverrir Hermannsson, Birgir ísleif- ur Gunnarsson, Guðmundur Ágústsson, Friðrik Sophusson, Árni Gunnarsson, Ólafur G. Ein- arsrson og Guðmundur H. Garðars- son. Þetta er álitlegur hópur áhugamanna um stangaveiði og getur með áhrifamætti sínum gert mikið til að láta framkvæma lág- marksráðstafanir fyrir laxastofna okkar. Þetta er málið sem veiði- menn vilja fá á hreint. Því fyrr, því betra. Hve oft veiðir hann í vatninu í sumar? Hlíðarvatn í Selvogi þykir eitt af skemmtilegri veiðivötnum á ís- landi, segja þeir sem taka ástfóstri við það. Við fréttum af einum veiði- manni sem veiðir þar mikið og núna í apríl hefur hann farið þrisv- ar sinnum til veiða í vatninu. Eða eins og hann segir: „Hlíðarvatn er mitt vatn.“ Menn spyrja fyrst hann hefur farið til veiða þrisvar í apríl, hve oft þá í allt sumar? Verður hægt að dorga á Mývatni í dag? í dag á að reyna að halda dorg- veiðikeppnina á Mývatni en veðurguðirnir vildu ekki að hún yrði haldin um síðustu helgi. Um síðustu helgi mættu reyndar Norð- menn galvaskir út á ísinn til veiða þrátt fyrir mjög slæmt veðurfar. Dorgar vona að veðurfarið verði betra þessa helgi en síðustu og hægt verði að renna í vakir víða um vatnið. G. Bender River Phoenix vekur athygli sem Ieikari: Sautján ára kvikmyndastjama River Phoenix er sautján ára gam- all og þegar orðinn að fyrirbæri í kvikmyndunum. Hann á að baki leik í tveimur myndum sem báðar hafa náð vinsældum og þrjár eru á leið- inni. Hann þykir hafa ótvíræða leikhæfileika. í myndinni Stand by Me lék hann son verkamanns og gerði það svo vel að menn ruglast oft á honum og persónunni sem hann lék og kalla hann Chris Chambers. Hann lék í The Mosquito Coast við hliö Harrisons Ford og Peters Weir og varpaði skugga á þá með því að skila hlutverki sínu betur en þessir reyndu leikarar. Hann lék af lifi og sál í myndinni. Trúaðir foreldrar River Phoenix er fæddur í Oregon og fékk að sögn foreldra sinna nafn sitt eftir Fljóti lífsins sem kemur fyr- ir í einni af sögum Hermanns Hesse. Fjölskyldan bjó um skeið í Venezúela og sinnti trúmálum en faðir hans hefur prestsvígslu. Nú er hann kom- inn langa leiö frá lífi prestssonarins gyðingur sem hafði yfirgefið eigin- mann sinn en John hafði lifað á flækingi alltsittlíf. Fjörutíu flutnigar Nú býr fjölskyldan í stóru, hvítu húsiíFlórída. „Eiturlyfjasalar bjuggu hér eitt sinn,“ segir River. Húsið er tómlegt og fáft um húsgögn. River skýrir þaö með því að fjöl- skyldan hafi flutt um 40 sinnum á síðustu tuttugu árum. Þótt eiturlyfjasalarnir séu farnir er umræöan um eiturlyf ekki fjarri þessu húsi. John segir frá því að á hippatímanum hafi hann reynt að öðlast trúarlega reynslu með því að taka LSD. „Ég komst fljótt aö því að ég var staddur i fúafeni," segir hann og River bætir við: „Þú hefðir varla þurft að taka eiturlyf til aö komast að því.“ „Viö litum á LSD eins og sakra- menti,“ segir Arlyn. „Þaö átti að lyfta .okkur upp yfir heiminn sem við lifð- um í og hjálpa okkur að finna Guð. Þess vegna tókum við það.“ Þau hjón hættu eiturlyfjaneyslu hefur frama barnanna að helsta við- fangsefni. River er enn unglingur og hefur fengið að finna fyrir því álagi sem fylgir frægðinni. Hann er sprottinn upp úr umhverfi sem er ólíkt því sem margir jafnaldrar hans hafa kynnst og það er erfitt að rísa upp gegn for- eldrum sem eru jafnuppreisnar- gjarnirsjálfir. Alhr í fjölskyldunni eru græn- metisætur og því mataræði er fylgt svo stranglega að jafnvel hunang er á bannlistanum. River hefur þá skýr- ingu á þessu að eftir að hreyfing Barna Guðs liðaðist í sundur hafi foreldrar hans orðið að finna sér ein- hvern annan fastan punkt í veröld- inni. „Afhverjuekkigrænmetisæt- ur?“spyrhann. Átök við hlutverk River segir að þetta líf sé ekki erfitt þvi hann sé vanur því. í einni af þeim myndum með honum, sem frumsýndar verða á þessu ári, leikur hann þó strák sem lifir gjörólíku lífi. Þetta er menntaskólastrákurinn River Phoenix er sautján ára en hefur leikið i fimm kvik- myndum. því á þessu ári verða s'ýndar þrjár myndir með honum. Fyrsta aðalhlutverkið er í mynd sem heitir A Night in the Life of Jimmy Reardon. Þá leikur hann á móti Sidney Poitier í mynd sem heit- ir Little Nikita. Þriðja myndin er Running on Empty og þar er það Sid- ney Lumet sem leikstýrir. Þegar fjölskylda Phoenix bjó í Venezúela tóku foreldrar hans þátt í trúboðsstarfi sem kennt var við Börn Guðs. Faðir hans var yfirmaður þessa trúfélags þar og á Karabísku eyjunum. River Phoenix er sjálfur trúaður og þegar hann er sþurður hvort hann biðji enn til Guðs svarar hann hiklaust. „í morgun var ég að lesa í Biblíunni. Það var um bæn- ina.“ í æsku aðstoðaði River við trúboðið og Arlyn, móðir hans, segir að hann hafi alltaf verið trúaður. Arlyn er sú sterka í fjölskyldunni. John, fjöl- skyldufaðirinn, er aftur á móti sagðutdraumóramaður. Þau kynnt- ust í Kaliforníu árið 1968. Hún er þegar þau gengu til liðs við Börn Guðs. Leiðtogi þeirra var maður að nafni David Berg. Hann hafði sam- band við trúbræður sína með bréfa- skriftum. Þetta voru innblásin bréf með miklum kenningum. Seinna sáu þau grein um Berg í blaði og myndir af honum í skartklæðum og um- kringdum kvenfólki. Eftir þetta hrundi hreyfingin og Phoenix-fjölskyldan sat eftir í Venezúela, vegalaus og allslaus. Það var þá sem þau tóku upp nafnið Pho- enix eftir goðsagnafuglinum sem rís upp úr eigin ösku. Þau vilja ekki segja hvert hið raunverulega fjöl- skyldunafn er. Fjöguríkvikmyndum Þau ákváðu að byrja upp á nýtt og nú fæddist sú hugmynd að láta börnin leika í kvikmyndum en for- eldrarnir gerðust umboðsmenn þeirra. Fjögur barnanna hafa komið fram í kvikmyndum. Phoenix-fjöl- skyldan er orðin að fyrirtæki sem Jimmy Reardon sem er laus í rásinni og á vingott viö eldri konu. „Þetta líf er ólíkt því sem ég þekki og ólíkt þeim hiutverkum sem ég hef leikið áður,“ segir River. „Ég hélt fyrst aö þetta væri voða þroskandi og allt það en þetta er nú bara hlutverk. Samt finnst mér aö ef ég legg mig verulega fram þá breytist ég í samræmi við hlutverkið. Það er ekki mikið spunn- ið í þessa sögu og ef menn eru eins og þessi strákur á annað borð þá reynir ekki mikið á leikhæfiieikana." River tók þann pól í hæðina að leggja sig allan fram. Myndin var tekin upp í Chicago og meðan hann var þar hafði hann aöeins afa sinn að leita til. „Ég þekkti afa lítið og komst upp með hvað sem var,“ segir River. „Eg vissi ekki hvenær ég var að leika og hvenær ég var ég sjálfur. En svona ruglar allt þetta umstang mann. Stundumvildi ég vera laus við þetta allt. Það væri mun auðveld- ara.“ , ' Þýtt/-GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.