Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 22
22 Bílar LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Ný gerð bensins, sem er blýlaust, kemur á markað hér á næstunni, fyrr en ætla mátti. Hefur þetta vakið marga bíleigendur til umhugsunar um það hvaða bensintegund henti þeirra bil. Blýlausa bensínið: FVrir hverja og hverja ekki? Fl Jeep EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI JEEP CHEROKEE LAREDO árg. 1987, ekinn 13 þús. km, 4,0 L vél, 173 hö., sjálfskiptur/selec-trac, rafm. í rúðum, sóllúga, útvarp/ segulband, 6 hátalarar, o.fl, o.fl. JEEP CHEROKEE PIONEER. árg. 1987, ekinn 15 þús. km, 2,5 L vél, 121 ha., beinskiptur, 4ra gira, út- varp/segulband. JEEP WAGONEER árg. 1984, ekinn 36 þús. km, sjálfskiptur/selec-trac, útvarp. JEEP EAGLE STW árg. 1987, ekinn 17 þús. km, sjálfskiptur, útvarp/ segulband. FIAT REGATA 85 SUPER árg. 1984, sjálfskiptur, rafdr. rúður og læsing- ar, má greiðast m/skuldabréfi. LADA LUX árg. 1984, ekinn 37 þús. km, sumar- og vetrardekk, laglegur bíll á góðum kjörum. OPEL ASCONA árg. 1982, ekinn 90 þús. km, góð kjör. Opið mán. - föstudaga kl. 9-12 og 13-18, laugardaga kl. 13-16. EGILL VILHJALMSSON HF., Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202. Blýlausa bensínið, sem er að skella fyrirvaralaust yfir okkur bifreiðaeig- endur, vekur upp ýmsar spurningar. Fyrir hvaða bíla hentar það og hverja ekki? Fram til þessa hefur það verið næsta vandalítið fyrir bifreiðaeig- endur að renna inn á næstu bensín- stöð og láta fylla, það hefur skipt minna máli hvort sett var 92 eða 98 oktan bensín á bílinn, að minnsta kosti í eitt og eitt skipti. Blýlausa bensínið setur okkur frekar í vanda því það hentar ekki öllum bílum og sumum alls ekki. Sumar bílvélar, sérstaklega í eldri gerðum bíla, myndu alls ekki þola þaö að fá blýlaust bensín í langan tíma og hreinlega skemmast eða eyðileggjast. Hvað þetta varðar þá er hér verið að ræða um háþrýstari gerðir bílvéla. Háfttil að auka þjöppun og brennslu Blý hefur verið í bensíni frá upp- hafl til að auka þjöppun og nýta bruna þess til fulls. Ástæða þess að það hefur verið bannað sem aukefni í bensíni er mengunin sem það veld- ur en ekki eru menn á eitt sáttir hvort það éitt að fella blý úr bensín- inu sé nóg til að koma í veg fyrir þau skaðlegu mengunaráhrif sem bíllinn veldur, nóg annað sé eftir í útblæstri bílvéla. Til að mæta mengun frá bílvélum hefur útblásturskerfi þeirra verið búið svokölluðum catalytic convert- er, eða búnaði til efnahvarfa í útblæstrinum. Ef bíll er búinn slík- um búnaði má alls ekki nota bensín með blýinnihaldi því blýið stíflar þepnan búnað og eyðileggur hann. Minni munur hefur verið á þeim tveimur gerðum bensíns, sem verið hafa hér á markaði, en mátt heföi halda. Þessar tvær gerðir eru seldar sem 92 oktan bensín annars vegar og sem 98 oktan bensín hins vegar. Reyndin undanfarin ár hefur hins vegar verið sú að sögn þeirra sem til þekkja að gæði lægra bensínsins hafi oft verið meiri, eða oft upp í 95 oktan. Blýlaust fyrir bílvélar með lágt þjöppuhlutfall Hvað varðar þetta nýja blýlausa bensín þá er einfaldast að gefa þá méginreglu að bílvélar með lágt þjöppuhlutfall, eða minna en 9:1, éiga að nota þetta nýja blýlausa bensín, bílvélar með hærra þjöppuhlutfall eiga hins vegar að halda sig við súp- erbensínið. Flestir bíleigendur eiga á auðveld- an hátt að geta fundið út hvert þjöppuhlutfall bílvéla þeirra er og á þann hátt ákvarðað hvaða bensín henti þeirra bíl. Það er meginþorri nýrri bíla á bíla- markaði hér sem getur notað blý- laust bensín. Þar á meðal eru flestir japönsku bílanna og meginþorri þeirra evrópsku. Bandarískir bílar af nýrri gerðum eru allir gerðir fyrir blýlausa bensínið. Fyrir nokkrar gerðir bílvéla hentar þetta blýlausa bensín, sem boðið verður upp á hér á landi, hins vegar alls ekki. Einkum eru það bílar með háþrýstar vélar. Þar á meðal má nefna Volvo en hann er með vélar með þjöppun á bilinu 9,5 upp í 10,3:1. Kristján Tryggvason, þjónustustjóri Veltis, sagðist ráðleggja öllum Volvo- eigendum að halda sig við gæða- bensínið. Ef nota ætti þetta blýlausa bensín á bíla frá þeim yrði að gera breytingar á blöndungi og skipta um heddpakkningu. Aörir bílar, sem ekki er ráðlegt að nota þetta nýja blýlausa bensín á, eru bílar eins og gamli fólksvagninn frá því fyrir 1977, en þær vélar þola ekki bensínið og ventlarnir brenna. . Finnbogi Eyjólfsson hjá Heklu hf. Ökuþór, málgagn FIB, barst inn um bréfarifuna hjá undirrituðum i síðustu viku. Þetta var fyrsta tölu- blað ársins, af íjórum til sex sem boðað er að komi út. Meðal efnis í blaðinu er forvitnileg úttekt Gísla Jónssonar prófessors á því hver kostnaðarauki sé að því ákvæði ejidurskoðunar umferðar- laganna, sem gildi tók 1. mars síðast- liðinn, að aka með ökuljósum jafnt í björtu sem dimmu. Ekki gagnrýni á ákvörðunina í upphafi máls síns tekur Gísli mjög ákveðið fram að úttekt þessi sé á engan hátt gagnrýni á þessa ákvörð- un stjórnvalda heldur aðeins til þess að gera sér grein fyrir hvað þetta kosti þjóðfélagið. Hann bendir einnig á að þegar lesandinn reyni að meta hversu arðbær þessi flárfesting sé verði að hafa i huga að „limlesting og örkuml verða aldrei bætt með peningum.“ Til grundvallar útreikningi sínum gefur Gísli sér 12 þúsund kílómetra akstur bíls með bensínvél á ári og enn fremur fleiri þætti, svo sem hve mikill hluti þess aksturs fari fram í sagði þá hafa gert könnun á því hvaða bílar þeirra gætu notað þetta nýja bensín og það hefði komið í ljós að nánast allir þeir bílar, sem þeir selja, geti vel notað þetta nýja bensín og ættu að gera það. Hins vegar vildi hann ráðleggja öllum, sem væru í vafa um það hvora tegundina bíllinn þeirra ætti að nota, að hafa samband við bifreiðaumboð sitt. Kraftmiklir bílar og „sterka“ bensínið Margir þeirra sem eiga bíla með kraftmiklum bílvélum telja sjálfsagt að setja „sterkara" bensínið, 98 okt- an, á bíla sína og telja þá að þeir séu að gera rétt. Þetta þarf samt ekki alltaf að vera það rétta. Tökum lítið dæmi: Tveir bíleigendur eiga Fiat Uno. Annar er Uno 45, með eldri gerðinni af vél, 999 rúmsm, 45 hest- öfl. Hinn á Uno Turbo i.e„ 1.301 rúmsm, 105 hestöfl. Sá þeirra sem á bílinn með minni vélinni myndi eflaust ætla að hann væri að gera rétt með því aö setja lægra, eða 92 oktan, bensínið á bílinn sinn en hinn með kraftmikla turbo- bílinn sinn myndi bruna beint að tanknum með súperbensíninu. Þetta ætti í raun að vera öfugt því litla vélin er með 9,8:1 í þjöppun og þarf á súperbensíni að halda til að ganga rétt. Turbovélin er hins vegar aðeins með þjöppunina 8,0:1 og gengur allt eins vel eða betur á nýja blýlausa bensíninu. 98 oktan bensínið er í raun ekki sterkara heldur er bruni þess betri og þar með fmnst mönnum það gefa meiri kraft. -JR björtú og við hvaða meðalhraöa. Nið- urstaða hans, miðað við gefnar forsendur, verður sú að- akstur í björtu verði 120 klukkustundir yflr árið og ljósanotkun 184 vött. Viðbótarkostnaður kr. 1,84 á dag Gísli gerir síðan glögga grein fyrir þeim þáttum sem reikna verður með í úttekt sem þessarú og kemst að þeirri niðurstöðu að samanlagður viðbótarkostnaður af stöðugri notk- un ljósa, þegar bíllinn er á annað borð hreyfður, sama hvort bjart er eða dimmt, sé samtals kr. 661 yfir árið. Það mun gera 55 krónur á mánuði - eina krónur og 84 aura á dag. Forsendur breytast allverulega þegar bíll með dísilvél á í hlut, ekki síst vegna pfsköttunar ríkisvaldsins á dísilbíla. í stuttu máli sagt reiknar Gísli i úttekt sinni með þrisvar sinn- um meiri ársakstri á dísilbíl heldur en bensínbíl og verður niðurstaða hans þá á þá lund að árleg kostnaðar- aukning af síljósum verði fyrir dísil- bíl kr. 1.041. UTSALA 175x16 Eigum þessi sígildu jeppadekk undir Lada-Sport á mjög góðu verði: Kr. 1.950 Ath. 5% staðgreiðsluafsláttur ef keypt eru 4 stk. Opið á laugardögum frá kl. 9-12. BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14, 107 Reykjavík, sími 681200 1 0 línur Hvað kostar að nota ökuljósin í björtu? Sig.Hr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.