Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Veröld vísindaruia Tóbaksframleiðendur leyna eigin niðurstöðum: Hafa þekkt hættuna af reykingum í þrjátíu ár 1972 þar sem segir aö stefria stofn- unarinnar skuli vera að „vekja efasemdir um niðurstööur óháðra aðila fremur en að hrekja þær.“ Plögg frá því fyrir 1960 benda til hins sama. Andstæðingar reykinga segja að gögn frá sérfræöingum framleið- enda taki af öll tvímæli um að markmið þeirra sé ekki að leita sannleika um tóbaksreykingar heldur að ónýta aðrar rannsóknir. Lögmenn framleiðenda segja að þetta séu aðeins glefsur shtnar úr samhengi og sanni ekkert um við- horf framleiðenda. Þrátt fyrir að gögn, sem eiga að sanna óheilindi tóbaksframleið- enda, hafi veriö lögð fram í dómsmálunum sem nú eru háð gegn þeim, er ekki gert ráð fyrir að þau hafi áhrif. í Bandaríkjunum hefur verið tekin upp sama regla og hér á landi aö prenta varnaðar- orð á tóbaksumbúðir. ÖUum reykingamönnum á því að vera ljóst að reykingar eru hættulegar. Styrkasta stoð framleiðenda í rétt- arhöldunum eru því niöurstöður sem þeir viðurkenna ekki sjálf- ir. „Nær öll efni í tóbaksreyk eru hættuleg heilsu manna,“ var nið- urstaða skýrslu sem sérfræðingar tóbaksfyrirtækisins Philip Morris sendu stjómendum fyrirtækisins árið 1961. Þessi skýrsla var þá ekki birt, en hefur nú verið dregin fram í dagsljósið í Bandaríkjunum vegna málaferla sem þar standa yfir og eiga að sanna ábyrgð á hendur tó- baksframleiðendum vegna dauða reykingamanna af völdum krabba- meins. Frá árinu 1980 hafa 300 slík mál farið fyrir dómstóla vestra og ávallt fallið tóbaksfyrirtækjunum í hag. Það á þó ekki að sanna að reyking- ar séu hættulausar, heldur að reykingamenn hefðu átt að vita betur. Framleiðendur halda því þó statt og stööugt fram að hættan af reykingum hafl ekki verið sönnuð og því er nú athyglinni beint að niðurstöðum þeirra eigin manna um að reykingar séu hættuleg- ar. Tóbaksframleiðendur hafa ítrek- að vísað til þess að nánari rann- sóknir þurfi til að sýna fram á hættuna af reykingum. í Banda- ríkjunum reka þeir rannsókna- ✓*. Sérfræðingar tóbaksframleiðenda eiga aö hafa fundið út fyrir löngu að reykingar eru hættulegar. stofnun til að sinna þessu verkefni. efa heilindi þeirra sem þar starfa. Ýmsir hafa þó orðið til að draga í Til er innanhússplagg frá árinu Efnafræðingar geta nú hlustað eftir „fölskum tón“ f sýnishornum sfnum. Hlustað á þvagprufu Tveir efnafræðingar við háskólann í Michigan í Bandaríkjxmum hafa fundið upp nýja aðferð við að koma niðurstöðum úr efnagreiningu á framfæri. Til þessa hafa niðurstöð- umar einkun verið birtar í tölum og þær síðan settar upp í gröf. Nú hefur þessum heiöursmönnum dottið í hug að gefa mönnum færi á að hlusta á efngreininguna. Með aðstoð tölvu er hægt að láta hvert efni hafa sinn tón. Við efna- greiningu á þvagi geta sjúklingamir til dæmis fengiö aö hlusta á þegar leitað er að óæskilegum efrium. Þetta er þó ekki gamanmálið eitt því í þvagi em um 300 efiii og seinlegt aö greina þau öll í leit aö efni sem ekki á að vera. Með nýju tækninni er hægt aö finna hinn „falska tón“ á augabragði án þess að verið sé aö fást um öli hin efnin. Ef menn vilja er einnig hægt aö fá niðurstöðuna í tölinn en sérfræðing- amir segja að oft sé þægUegra að hlusta eftir afbrigðUegum tóni en leita að einni óæskUegri tölu í miklu talnaflóði. Þetta er hUðstætt því að í hjartaritum fær hvert bjartaslag aö lújóma um leið og það birtist á ritan- mn og segja lækriar að þannig sé þægUegra aö greina frávik en með því aö horfa á línuritiö. Drykkja hefur ekkiáhrifá bijóstakrabba í nýrri bandarískri rannsókn hef- ur verið sýnt fram á að ekkert samband er á milfi áfengisneyslu og bijóstakrabba. Rannsóknin var gerð á 7.000 konum og er í algerri and- stöðu við hUðstæða rannsókn sem birt var á síðasta ári. Þá þóttu líkur benda til að jafnvel fáir drykkir á viku gætu aukiö verulega á hættuna á brjóstakrabba. Þetta varð tU þess aö sumir læknar ráðlögðu konum að hætta að bragða áfengi. Rannsóknin beindist einkum að því að finna hvemig áfengi gæti hugsanlega valdið krabbameini. Til að sanna það varð að finna einhver sérstök áhrif sem áfengið hefði á vefi í bijóstum kvenna. Ekkert sUkt fannst. Þeir sem stjórnuðu rannsókninni segja þó aö ekki sé rétt að draga of miklar ályktanir af þessari niður- stöðu því frekari rannsóknir gætu leitt ný sannindi í ljós. Þá benda þeir á að þessi niðurstaða segi ekkert um hvort skaðlaust sé að drekka eða ekki. í fyrri rannsókninni kom í ljós að líkurnar á að konur fengju brjósta- krabba jukust úr 7% í 11% ef þær neyttu tveggja drykkja daglega. Þetta þykir þó lítill munur og heUbrigðis- yfirvöld eru hikandi að taka.hann alvarlega. í fyrra þótti sannað að drykkja hefði áhrif á brjóstakrabba. Ef gerlarnir reynast vel geta þeir bætt nýtingu oliulinda verulega. Gerlar í olíuvmnslu og hún lekur niður eins og vatn.- unga sína Líffræöingar hafa lengi deUt um hvort risaeölur fornaldar hafi ann- ast um afkvæmi sín líkt og flest æðri dýr sem nú era uppi gera. Margir lífiræöingar hafa haldið því fam aö ungar risaeðla hafi náð þroska í hreiðrum og háð lífsbar- áttuna upp á eigin spýtur eftir að þeir yflrgáfu hreiörið. Nú hafa fundist steingerðar ley- far risaeðluunga sem hefur fylgt móður sinni án þess þó aö vera fær um að ganga vegna vanþroskaðra beina. Þetta þykir benda til aö móöirin hafi borið ungann meö sér. Enn óleyst reiknings- dæmi Við sögðum frá því hér í Veröld vísindanna fyrr í mánuðinum að japanskur stærðfræðingur, Miya- oka að nafni, hefði fundið lausnina á síðustu formúlu de Fermats sem svo er kölluö. Þetta er dæmi sem franski stærðfræðinurinn Pierre de Fermat bjó til fýrir 350 árum og staöið hefur óleyst síðan. Nú hafa stærðfræðingar legið yfir lausn Japanans um hríð og komist að þeirri niðurstöðu aö hún sé „ansi fátækleg og götótt“. Sagt er að Miyoka sjálfur sé orðinn efins um að lausn hans sé rétt og vinni nú að því að berja í brestina. Ástralskir efnafræðingar hafa búiö til blöndu af gerlum, sandi og vatni til að bæta nýtingu olíu úr olf ulindum. Nú tekst aðeins að nýta um þriðjung þeirrar olíu sem til er í olíulindum vegna þess að tveir þriðju loða við jarðefni og verður ekki dælt upp á yfirborðið. Nýja gerlablandan veldur þvi að yfirborðsspenna olíunnar brestur Til skamms tíma hefur enginn efast um að menn blikkuöu augunum ósjálfrátt til að jafria rakann á yfir- borði þeirra. Nú upplýsa bandarí- skir sálfræðingar að málið sé ekki svo einfalt. Með þvi að mæla hugar- starfsemina með heilarita og skrá hreyfingar augnalokanna samtímis hafa þeir komist að því aö menn bhkka augunum þegar þeir hafa meðtekið skilaboð eða komist aö Vísindamenn víða um lönd hafa árum saman leitaö lausnar á þessu vandamáh en án árangurs. Enn sem komið er hafa Ástralir aðeins gert tilraunir raeð blönduna í til- raunastofum en nú í lok mánaðar- ins á að dæla henni niður í olíulind í Queensland í Ástralíu til að sann- reyna kosti hennar. niðurstöðu eftir nokkra umhugsun. Samkvæmt þessu er blikkið til merkis um að tiltekinni hugarstarf- semi sé lokið. Hugsi menn fátt blikka þeir sjaidan augunum en þeim mun oftar sem hugarstarfsem- in er meiri. Þá hefur það komið í ljóst aö ungaböm blikka augunum nýög sjaldan og að loftraki hefúr engin áhrif á hve oft menn blikka augunum. Blikkað að lokum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.