Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Popp The Smithereens eru komnir á kreik að nýju Hyggjast koma til íslands í haust Liðsmenn hljómsveitarinnar The Smithereens er með góðri samvisku hægt að telja til íslandsvina. Þó ekki væri nema vegna þess að hér á landi komst sveitin í fyrsta skipti í topp- sæti vinsældalista. Það var fyrsta breiðskífa Smithereens, Especially For You, sem náði þeim áfanga. Nú er önnur platan komin út. Gre- en Thoughts heitir hún og var ekki iengi í smíðum að sögn Pats DiNizios söngvara, gitarleikara og laga- og textasmiðs The Smithereens. „Ég samdi öll lög plötunnar í nóv- ember síðasthðnum,“ sagði hann í einkaviötali við DV. „Læsti mig inni, tók símann úr sambandi, settist nið- ur og lét gamminn geisa. Þegar lögin voru tilbúin héldum við eina æfmgu í New York þar sem við renndum yfir væntanlegt efni plötunnar. Við tókum þessa æfingu upp á kassettu og sendum hana til upptökustjórans, Dons Dixon. Þegar hann var tibúinn fórum við tíi Hollywood og tókum 22 lög upp á tveimur dögum. Þetta var allur undirbúningurinn. Við reynd- um að hafa tónhstína eins einfalda og við gátum enda tók það samtals aðeins sextán daga að hljóðrita plöt- una, hljóðblanda og finpússa það sem þurfti að laga til.“ Meira en nóg af lögum Á plötunni Green Thoughts eru ellefu lög. Pat DiNizio var spurður að því hvað yrði um hin ehefu sem ekki komust með. „Upphaflega áttí Green Thoughts aðeins að verða tíu laga plata,“ svar- aði hann. „Við bættum síðan einu við á síðustu stundu, laginu Elaine. Þau ehefu lög sem ekki komust með að þessu sinni ætíum við að setja á B-hliöar smáskífanna og sem auka- lög á tólf tommur. Eg samdi reyndar ekki öll ellefu lögin sem urðu afgangs," hélt DiNizio áfram. „Jim Babjak, gítarleikarinn okkar, lagði eitt lag í púkkið og einn- ig hljóðrituðum við nokkur gömul og þekkt lög. Eitt þeirra er Something Stupid sem Frank og Nancy Sinatra sungu í gamla daga. Bandarísk söng- kona, sem heitír Martí Jones, syngur það með mér. Einnig tókum við upp Iggy Pop-lagið Lust For Life, Psycho Daysies, furðulegt lag sem Yardbirds sendu frá sér síðla á sjöunda ára- tugnum, Harlem Knockturn, Ruler Of My Heart, sem er gamalt New Orleans-lag og einhver fleiri.“ Uppáhaldslagiö Lagið Only A Memory hefur þeg- ar verið gefið út á smáskífu. Pat DiNizio kvaðst ekki viss um hvaða lag yrði á þeirri næstu. „Það eru ákaflega skiptar skoðanir um það,“ sagði hann. „Það er altént betra en. ef við gætum ekkert lag fúndið. Sjálf- ur hefði ég áhuga á að Drown In My Own Tears yrði gefið sérstaklega út.“ Það hlýtur að vera erfitt fyrir laga- höfund að verða að velja eitt lag af plötu sinni og segja að það sé uppá- haldslagið. Pat Dinizio var eigi að síður beðinn um að velja eitt öðrum fremur. „Þau eru raunar öh uppáhaldslög, hvert á sinn hátt,“ svaraði hann. „En úr því að þú biður um aðeins eitt, vel ég Drown In My Own Tears. Það er raunar gott dæmi um hvemig The Smithereens hljómar um þessar mundir. Og ég held ég getí fuhyrt að platan Green Thoughts í hehd sinni gefi mun betri mynd af því hvemig The Smithereens hljómar í raun og vem en Especiahy For You gerði.“ Nokkrir gestaleikarar koma fram á Green Thoughts ef svo má að oröi komast. Marti Jones, sem fyrr var nefnd, syngur bakrödd í einu lagi. Steve Berlin, saxófónleikari Los Lo- bos, spilar í einu lagi og gamla kempan Del Shannon kemur lítillega við sögu. Hann var poppstjama um 1960 og gerði til dæmis vinsæl lögin Runaway og Hats Off To Larry. Hvemig skyldi það hafa atvikast að gamah poppari, löngu hrofinn úr sviðsljósunum, skyldi taka lagið með The Smithereens á plötu? „Þetta var eiginlega fyrir hreina thviljun," sagði DiNizio. „Trommu- leikarinn okkar, Dennis Diken, cr ákafur aðdáandi Shannons og eftir að Especiahy For You kom út sendi hann gamla manninum spólu með lögum plötunnar. Del Shannon varð ákaflega glaður, hringdi sérstaklega í Dennis og þakkaði honum fyrir. Jafnframt bað hann okkur að hta inn tíl sín ef við yrðum á ferðinni í Kali- fomíu. Popp Ásgeir Tómasson Þegar við vorum mættir í Capitol stúdíóið í Hohywood datt Dennis í hug að hringja í Del. Og einhvem veginn æxlaðist það svo th að hann kom í heimsókn daginn sem við vor- um að hljóðrita lagið The World We Know. Einhver spurði hvort Del vhdi syngja með. Hann var meira en th í það þegar hann haíði sannfærst um að okkur væri alvara. Og í raun og vem var það mikhl heiður fyrir okk- ur að þessi gamla kempa skyldi vhja taka lagið með okkur." Dan Dixon Þaö er einn af ungu, upprennandi upptökustjórunum í Bandaríkjunum sem hefur pródúseraö báðar breið- skífur The Smihereens. Don Dixon heitír hann. Dixon hefur meðal ann- ars unniö með R.E.M. og fleiri þekktum bandarískum hljómsveit- um auk þess sem hann hefur sent frá sér tvær sólóplötur. Tekur það ekki hljómsveitir langan tíma aö bíða eftir jafn önnum köfnum stjömuupptöku- stjórum og Dixon? Pat DiNizio var inntur eftir því. „Það leit satt aö segja út fyrir að við ynnum ekki með Don Dixon að Green Thoughts plötunni. En röð af thvhjunum hagaði því þannig að við vorum staddir á sama stað á sama tíma og allir meira en th í að vinna hver með öðmm. Don Dixon hefur mikið að gera um þessar mundir og er ákaflega eftirs- óttur upptökustjóri auk þess sem hann þarf náttúrlega að líta eftir eig- in tónlistarferli. Sem betur fer vomm við heppnir í þetta skiptíð. Vonandi eigum við eftir að vinna meira saman í framtíðinni því að mínum dómi náum við ákaflega vel saman.“ Hljómleikaferðin er hafrn The Smithereens veröa með hljómleikahald út þetta ár að minnsta kosti th að fylgja nýju plöt- unni eftír. Ferðin hófst þann 15. þessa mánaðar í Norfolk í Virginiu. Síðan ferðast hljómsveitin fram og aftur um Bandaríkin aht fram tíl hausts. „Eftir það hyggjumst við fara yfir hafið og spha í Bretlandi og megin- landi Evrópu og þá vildum viö gjaman koma við á íslandi í leið- inni,“ sagði Pat DiNizio. Hljómsveitin hélt tvenna tónleika hér á landi í febrúar í fyrra og fyhti Gamla bíó tvisvar. Eftir tónleikana hér lá leiðin th Bandaríkjanna þar sem The Smithereens sphuðu aht sumarið og fram á haust. Fjórmenningamir voru í slagtogi með Los Lobos um tíma og héldu einnig tónleika með ýmsum öðrum listamönnum. Pat DiNizio var spurð- ur að því hvort The Smithereens hygðust verða aðalnúmerið á tón- leikaferð sinni núna eöa koma fram sem upphitunarsveit með öðram þekktari. „Við vonumst til að þetta verði sem mest „okkar“ tónleikar," svaraði hann. „Það hefur talsverða ókosti að vera upphitunarsveit. Hljómkerfið og ljósin em þá stiht fyrir einhveija aðra og maöur verður að láta sér það lynda. Við ætlum að spha mikiö í sumar. Sleppa öhum risastóm stöðunum og vera í staðinn með fleiri konserta í htlum og miðlungsstómm sölum. Th dæmis verðum viö fjögur kvöld í röð í Bottom Line í New York og álíka oft í The Roxy í Los Angeles. Báðir þessir staðir em hthr en ákaflega vel þekktir. Það er rétt að við sphuðum mjög mikið eftir að fyrsta breiðskífan okk- ar kom út. Við emm sammála um það fjórmenningamir að það sé ekki sjálfgefinn hlutur að fá aö halda Ihjómleika og fá fólk th að flykkjast á þá. Það em forréttindi sem okkur hafa hlotnast og sem betur fer höfum við gaman af að leika á hljómleikum. Satt best að segja lítum viö miklu fremur á okkur sem hljómleika- hljómsveit en stúdíómúsíkanta. Áður en við slógum í gegn með eigið efni sphuðum við ánjm saman ann- arra tónhst eða vomm undirleikarar þekktra hstamanna eins og Otis Blackwehs. Við þekkjum því dökku hhöamar á vinnunni okkar ágætlega líka.“ Pat DiNizio kvaðst aö lokum hlakka th þess að koma til íslands í haust og hehsa upp á þann hóp fólks sem hann kynntist síðast er hann kom í heimsókn. -ÁT-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.