Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 28
28 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Sérstæð sakamál Evi og Stefán Benker á ströndinni. Hjónabandiö haí'ði verið mikil nið- urlæging fyrir Stefán Benker. Konan hans, Evi, hélt fram hjá honum með hveijum manninum á fætur öðrum og þar kom að hún fór fram á skilnaö.. Stefán Benker var rólyndur renni- smiður og hafði lifað heldur fábrotnu lífi. Eitt sinn fór hann í sumarleyfi til Austurríkis og þar hitti hann unga konu, Evi. Hún var saumakona og átti fimm ára gamla dóttur. Evi var þá nýskilin við mann sinn. Stefán Benker fann til með ungu konunni og þá ekki síst dótturinni, Astrid, því honum þótti framtíð þeirra mæðgna mjög óviss. Örlagahjólið tók nú að snúast eins og oft gerist þegar þannig stendur á. Hálfu ári eftir að Stefán og Evi hittust fyrst voru þau gift. Brúðkaup- ið var haldið í nokkrum flýti því Evi var með barni. Hún ól svo dóttur, dökkhærða og brúneyga, sem skírð var Díana. Hún er nú sextán ára. Fyrirlitning Strax eftir að Díana fæddist fór að halla á ógæfuhliðina í hjónabandi Stefáns og Evi. Evi fór ein í bæinn til að skemmta sér og brátt duldist manni hennar ekki að hún var hon- um ótrú hvað eftir annað með ýmsum mönnum. Þá tók hún að sýna honum fyrilitningu og stundum mátti halda að engin takmörk væru fyrir því hve langt hún vildi ganga í því að sýna honum fyrirlitningu. Niðurlæging Framhjáhaldið og fyrirlitningin leiddu yfir Stefán Banker mikla niö- urlægingu. Þannig bauð Evi einum elskhuga sinna og fjórum bömum eitt sinn heim til sín á afmælisdag- inn. Þá gekk Steán um beina án þess að láta í ljósi óánægju sína. í annað skipti lýsti Evi því yfir á veitinga- húsi að það gæti engin kona haft neina ánægju af því að búa með manni sem drykki bara appelsínu- safa. Síðan stökk hún upp á borð og og fór að dansa en drakk um leið úr heilli vínflösku af stút. Leiðindi í Friedrichshafen Stefán og Evi bjuggu í Vestur- Þýskalandi. Eitt sinn var þeim boðið á hátíð hjá íþróttasambandi Fri- edrichshafen. Þar var þá heilt ísknattleiksliö. Evi fór nú að gefa hveijum liðsmanninum á fætur öðr- um undir fótinn og varö sem hömlulaus. Er Stefán gagnrýndi hana fyrir framkomuna svaraöi hún: „Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að ég nenni ekki að vera þér ein- um bundin." Heim úr leyfi 2. april 1986 kom Evi Benker heim úr átta daga leyfisferð til Júgóslavíu. Þangað hélt hún, að eigin sögn, til þess aö „slaka á“. Sannleikurinn var þó sá að hún fór þangað með einum elskhuga sinna til þess að gera um það áætlun hvernig best væri að binda enda á hjónaband hennar og Stefáns, en hún og elskhuginn höfðu þá í huga að ganga í hjónaband. Góðar móttökur Stefán Benker hafði búið sig vel undir heimkomu Evi. Hún kom árla dags og hafði hann lagt á morgun- verðarborð og á því voru heimabak- aðar bollur. Þá voru á því blóm og kertaljós. Evi Benker leit ekki við honum þegar hún kom heim en veitti þess í stað Díönu, yngri dótturinni, sem þá var heima alla athygli sína. Er Stefán spurði hvort eitthvað væri að, svaraði Evi því engu en sagði að hann mætti taka upp úr feröatöskum sínum. Undarlegt andrúmsloft ríkti nú við morgunverðarborðið. Er þau hjón höfðu setið þegjandi yfir kafFinu og bollunum um stund lýsti Evi því yfir að hún ætlaði að sækja um skilnað. Þetta kom Stefáni úr jafnvægi. Er hann spurði um ástæðuna svaraði kona hans: „Hún er sú að þú ert fábjáni. Ég hef aldrei elskað þig. Ég hef alltaf viljað skilja við þig. Ég ætlaði bara að bíða þar til Díana yrði nógu göm- ul til þess að sjá um sig sjálf og það er hún nú. Þess vegna höfum vð ekki meiri not fyrir þig. Þú getur farið þína leið.“ Einsog eldingu ... Viðbrögð Stefáns Benkers urðu eins og eldingu hefði slegið niður í Ákærandinn, Dr. Rudolf Wrz. um. Þar sagði meðal annars: „Ákærði er mjög hlédrægur og sér- lega sparsamur maður. Ahugi hans á starfi sínu og iðni hans eru yfir meðallagi og hann hefur verið í miklu áliti bæði hjá samstarfsmönn- um sínum og atvinnurekendum. Hann hefur ekki reynst vera haldinn árásarhneigð og hefur ætíð viljað komast hjá illdeilum." Það vakti at- hygli er dómarinn í réttinum í Ravensburg las þessa lýsingu á Stef- áni Benker. „Eins og vatn og eldur," sagði dóm- arinn er hann lýsti hjónabandi Stefáns og Evi. „Það var eins slæmt og hugsast gat. Hann var hæglátur og innhverfur maður en hún ástríðu- full og blóðheit kona sem tók kynlífs- ævintýri fram yfir allt annað.“ Það lék enginn vafi á því að dómar- inn hafði verulega samúð með Stefáni Benker og það gerði saksókn- arinn, Dr. Rudolf Wrz, einnig en hann sagði meðal annars: „Herra Stefán Banker hefur af konu sinni verið niðurlægður langt fram yfir það sem nokkur getur látið bjóða sér.“ Þó fór saksóknarinn fram á níu ára fangelsi yfir Stefáni. Veijandinn, Johannes Bruggers, lagöi í vörn sinni mikla áherslu á það hve slæmt hjónaband þeirra Stefáns og Evi hefði verið. Rifjaöi hann upp sögur um framkomu Evi og sagði bæði frá nánum kynnum hennar af öðrum mönnum um fimmtán ára skeið og margs kyns yflrlýsingar hennar við mann sinn og um hann í annarra áheyrn. Var auðheyrt að hann vildi kenna Evi um hve slæmt Húsið sem Benkerhjónin bjuggu í í Ravensburg. hann. Öll þau ár sem hann hafði ver- ið giftur Evi haföi hann þolað þá fyrirhtningu sem hún sýndi honum og niöurlæginguna sem hún haföi leitt yfir hann með framkomu sinni. í raun hafði hann svo oft orðið að beygja sig að segja mátti að það væri oröinn lífsmáti hans. Þó var á þess- ari stundu eins og honum fyndist betra að búa í þessu ömurlega hjóna- bandi en að verða að þola upplausn fjölskyldunnar. Lögregluskýrslan þar sem greint er frá atburðum á heimili Benkers- hjónanna að morgni þessa dags, 2. apríl 1986, er meðal annars á þessa leið: „Ákærði greip kökuhníf með tuttugu sentimetra löngu blaöi. Hníf- urinn lá á morgunverðarborðinu. Hann rak hann síðan undir vinstra herðablaö Evi Benkers svo aö hann gekk beint inn að hjartanu. Þótt stungan væri banvæn gat Evi Benker staðið á fætur og hrópaö á hjálp. Hún komst síðan fram í anddyri íbúðar- innar en maður hennar sem var í miklu uppnámi elti hana þangað. Þar stakk hann hana hvað eftir annað." Líkskoðun leiddi í ljós að stungurn- ar voru sextán. Þótti ýmsum það undarleg tilviljun að þær skyldu vera jafnmargar og árin sem hjónabandið hafði staðið. Lýsing á Stefáni var gefin í réttin- hjónabandið hafði verið. Benti hann einnig á að ekkert hefði komið fram um hegðan Stefáns á þessu tímabili sem háegt væri að leggja honum til lasts. Þó var ljóst að ýmsir litu svo á að Stefán hefði átt að skilja við konu sína, og það fyrir löngu, því hjóna- bandið hefði verið svo slæmt, en langlundargeð Stefáns og ef til vill skoöanir hans á hjónabandi og sú þörf sem hann taldi á fjölskyldusam- heldni komu í veg fyrir það. Réttarhöldin vöktu athygli Þótt réttarhöldin yfir Stefáni Benk- er í Ravensburg stæðu aðeins í þijá daga vöktu þau verulega athygli, enda aðdragandi málsins óvenjuleg- ur og eðh þess sömuleiðis. í lokaræðu sinni sagði veijandinn, Johannes Bruggers, meðal annars: „Skjólstæðingur minn drap vegna úrræðaleysis." Bæði kviðdómendur og dómari virtust sömu skoðunar. Dómurinn yfir Stefáni Benker hljóðaði upp á fjögurra og hálfs árs fangelsi. Saksóknarinn, Wrz, hafði eins og fyrr segir farið fram á níu ára fangelsisdóm en bæði dómari og kviðdómendur litu svo á að um „mildandi aðstæður" hefði verið að ræða. Þar meö lauk máli hægláta rennismiðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.