Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Síða 31
segir Ragnheiður Erla Bjamadóttir sem keppir í Hvað heldurðu? á morgun „Æ, ég veit ekki nema mér sé alveg sama. Ég tek þetta ekki of hátíölega. Þetta gleymist aftur áður en langt um líður,“ segir Ragnheiður Erla Bjarnadóttir sem vakið hefur athygli vegna þekkingar á öllu milli himins og jarðar. Henni er sama um alla athyglina sem hún hefur fengið fyrir frammistöðu sína í Hvað helduröu? Hún hefur kynnst þessu áður því í fyrra varð hún „meistarinn" í sam- nefndum spumingaþætti á Stöð 2. Baraleikur Hún á aö keppa annað kvöld í Stykkishólmi. Hún vill engu spá um úrslitin og allra síst bóka sigur þótt flestir veðji á hana og skósveina hennar, sem Guöjón Friðriksson kaflar svo. Samt leggst úrslitaorrust- an vel í hana og hún minnir á að „keppnin er bara leikúr. Þaö er svp sem sama hvernig fer,“ segir hún kæruleysislega og hristir hausinn. Samt læðist að gestum sá grunur að henni sé ekki sama. Á borðum eru erlendar spuriúngabækur og viö stólinn flggur Ólafs saga helga hin meiri. „Ég hef aldrei lesið hana áð- ur,“ segir Ragnheiður til útskýring- ar. Hún er ekki að undirbúa sig. Ragnheiður talar um að hún sé með „spumingaleikjaæði" og hún er ótví- rætt sú skæðasta sem komið hefur fram í spurningaþáttum í mörg ár. Upphafiö var aö nágrannar hennar bentu á hana þegar keppt var um „meistarann" á Stöð 2. „Það forfall- aðist einhver og þegar þessir ná- grannar mínir í 30 ár höfðu bent á mig var ég beöin að hlaupa í skarðið. Fyrirvarinn var stuttur en eftir smá- tiltal ákvað ég að vera með. Ég sagði viö sjálfa mig: Ef þetta læknar mig ekki af spurningaleikjaæðinu þá ger- irekkert það. Nú en lækningin lætur bíða eftir sér. Ég var stressaðri fyrir þann þátt en núna en var þó ekki ákveðin í aö hætta ef ég tapaði. Ég tók þátt í spurningakeppni þegar ég var 21 árs og fékk þar að kynnast því hvernig það er að sigra og einnig aö tapa. Sumir halda að ég sé voðalega tapsár enéger þaö ekki.“ Dómari hjá fjölskyldunni Spurningaleikjaæöið hjá Ragn- heiði lýsir sér í því aö hún er alltaf að búa til spurningar. „Ég bý til spurningar sem ég legg fyrir fjöl- skylduna,“ segirRagnheiður. „Um jólin höldum við keppni með tveim liðum og ég er komin út í að reyna aö finna eitthvað óviðráöanlegt til að leggja fyrir liðin. í þessari fjöl- skyldukeppni er ég dómarinn en við spilum líka oft Trivial Pursuit. Ég kynntist því í Bandaríkjunum áður en spilið kom fyrst hingað." Ragnheiður hefur mikið dálæti á Trivial Pursuit og segir að enn hafi ekki komið að því að hún læri spilið utan að því hún á spurningakassa frá fjölmörgum löndum og affjölmörg- um sviðum. Þar á meöal eru 6.000 „ofboðslega erfiðar" spurningar um kvikmyndir sem eru sérstakt áhuga- mál Ragnheiðar. Hún segir líka að þótt spurningar úr einum kassa læ- rist þá séu þær gleymdar aftur eftir ár. Ragnheiður segist hafa æft sig fyrir keppnina á Stöð 2 í fyrra og þá eink- um haft hraða í huga en ekki sjálft efnið. „Þærspurningakeppnirer- lendar, sem ég hef séð, eru helmingi hraðari en Hvað helduröu?" segir Ragnheiður. „Þá kemur oft fram eins kónar taktur mflli spyrjenda og keppenda. Hér kemur þetta ekki oft fyrir.“ Ragnheiður segist ekki vita hvaðan áhugi hennar á spumingaleikjum sé runninn. „Áhugi á svona efni hefur aukist mikið síðustu árin,“ segir hún. „Spumingaþættirvoruekkií tísku í nokkuð mörg ár en ég man eftir að hafa hlustað á þætti Svavars Gests í útvarpinu á sínum tíma og hafði gaman af og langaði oft til að verameð. Langaðimeð í Austurríki, þar sem ég hef ver- ið, er sjónvarpið með helling af ólíkum spumingaleikjum og ég fylgdist með þeim. Þeir eru líka með einn samevrópskan spumingaþátt þar sem keppendur frá átta löndum koma saman. Það lá við að ég skrif- aði þeim og spyrði hvort þeir vildu ekki fá keppanda frá íslandi,“ segir hún og hlær að sjálfri sér. „En svo guggnaði ég. Þannig gengur þetta oft.“ Ragnheiður segist lesa mikið og þá sjaldnast með spurningaþætti í huga og lítið velta því fyrir sér hvort spurningar úr daglega lífinu komi fyrir í keppninni. „Mamma sagði eitt sinn við mig að nú yrði áreiðanlega spurt hver væri nýi skátahöfðing- inn,“ segir Ragnheiöurbrosandi. „Ég taldi það ekki líklegt og sagði að þeir spyrðu aldrei þannig en svo kom spurningin en að vísu ekki hjá okk- ur. En venjulega er ég ekkert aö velta þessu fyrir mér. Það er helst nú síð- ustu vikurnar, þegar þættirnir koma svona þétt, að keppnin leitar oft á en lengst af hef ég lítið hugsað um hana. Fjölskyldan er aftur á móti mjög spennt fyrir keppninni.“ Flakkumheiminn Ragnheiður hefur farið víða um lönd og komið til allra landa Vestur- Evrópu nema írlands og FinnlandL Hún hefur einnig ferðast um lönd Ameríku og fór í haust til eyjanna í Karíbahafinu. í sex ár bjó hún í Aust- urríki og neitar aö ferðalögin stafi af ríkidæmi., ,Þetta er ekki eins dýrt og margur heldur, “ segir hún ákveö- in. „Ferðalög til fjarlægari landa þurfa ekki að vera dýrari en venju- legar sólarlandaferöir ef allur kostn- aöur er tekinn með. Ég eyði ekki peningunum í brennivín og drekk ekkert sterkara en léttvín og lítið af því.“ í Austurríki var Ragnheiður í söngnámi og hún segir aö söngurinn jaðri við að vera jafnmikið áhugamál og spurningaþættirnir. Hún hefur þó gert hlé á söngnáminu um tíma. Hún hefur aldrei sungiö opinberlega en „það kemur að því einn daginn að ég auglýsi tónleika," segir hún og hlær við. Ragnheiður var reyndar beðin að syngja í lokaþætti spurn- ingakeppninnar en vildi það ekki. „Það yrði alltof stressandi,“ segir hún. Prestsskapur í vændum Ragnheiður hefur lengst af veriö í námi og ekki stundað vinnu fyrir utan hefðbundna sumarvinnu með námi „og leiddist óskaplega,“ segir hún með áherslu. Hún hefur þó núna sótt um prestakall noröur í landi og ef allt fer að óskum veröur hún þar næstu árin. „Áhuginn á trúnni hefur komið smátt og smátt,“ segir hún. „Ég hef ekki frelsast með látum. Ég átti fyrst erfitt með að sjá sjálfa mig í prestsembætti og var lengi að gera þaö upp við mig að fara í guð- fræði. Það var erfið ákvörðun en ég tók hana á endanum. Ég er núna fyrst aö veröa logandi hrædd viö þetta starf, en ég er ákveðin.“ Ragnheiður segist ekki hafa verið mikil námsmanneskja'nema í þeim greinum sem hún haíði áhuga á. „Ég nenni ekki að læra þaö sem ég hef ekki áhuga á,“ segir hún. „Ég féll aldrei en árangurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir í sumum grein- um. Ég fékk 2,5 í stjörnufræði í menntaskóla en 10,0 í íslensku. Ég verð sjálfsagt að teljast löt manneskja. Ég nenni ekki að hafa meira fyrir hlutunum en þörf er á og ég hef áhuga fyrir. Ef ég hef áhuga á einhveiju nenni ég ýmsu en ef ég hef ekki áhuga þá nenni ég sko alls engu. Ég kann betur við að liggja í bókum en að hlaupa úti. Ég var alger bókaornur í æsku og vildi helst liggja úti í horni með mín- ar skræður. Þetta féll þó ekki alveg í kramið hjá öörum en foreldrum mínum. Þau skildu þetta alveg.“ Ragnheiður er alin upp í vesturbæn- um og býr þar enn, spölkom frá heimili foreldranna, Bjarna Bjama- sonar og Ölmu Thorarensen. Hún var sjö ára þegar íjölskyldan flutti í Skerjaíjörðinn. Þá var hann eins og þorp og eiginlega ekki hluti af Reykjavík. Enn segist hún vilja búa í nágrenni við Skeijafjörðinn. Hvergihrædd En þaö er bein útsending frá hörkukeppni sem bíður Ragriheiðar og félaga hennar á morgun. Ragn- heiður segist ekki vera kvíðin því það muni ósköp litlu hvort upptaka sé send beint eða ekki. „Þessir þættir renna svo vel í gegn og það má ekki gleyma að áhorfendur fylgjast með á hveijum stað,“ segir Ragnheiður. „Þegar nokkur hundmð áhorfendur fylgjast hvort eðier með breytir litlu þegar þeim fjölgar í nokkur þúsund. Það væri verra ef engir áhorfendur hefðu verið með til þessa.“ -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.