Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Side 33
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 37 33 V íslensk tunga Tungan og tölvan Þaö þarf ekki aö segja neinum aö ' tölvunotkun er orðin almenn í landinu. Sjálfsagt eiga íslendingar fleiri tölvur miðað við höfðatölu en nokkur önnur þjóð í heiminum. Af flestu eiga íslendingar líka mest af öllum þjóðum í heiminum miðað viö höfðatölu, nema kannski af peningum og frítímum. En það stafar meðal annars af því hvað íslendingar eiga margar tölvur. Eins og öll ný tækni hafa tölvur áhrif á tunguna. Þær bera með sér erlendan orðaforða af þeirri ein- fóldu ástæðu að þær eru erlendar. Flest forrit eru erlend og líklega öll á ensku. Nokkuð hefur horið á því að fyr- irtæki hafa látið þýða erlend forrit á íslensku. Slikt er hið mesta þarfa- verk. Það eykur veg og virðingu ylhýra málsins. Og ekki síður þá gerir það þeim kleift að nota þessa tækni sem ekki kunna erlend mál nógu vel. Það er því tvöfold ástæða til að hvetja til þýðinga á forritum. Nýjar forritaþýðingar Nýlega barst mér í hendur frétta- blað frá innflytjanda Macintosh tölva á íslandi. Þar er meðal ann- ars sagt frá því að verið sé aö þýða hugbúnað fyrir þessa tegund tölvu og að til standi að þýða hann ailan. í bréfinu er sagt frá því að fyrir- tækið hafi fengið í sína þjónustu málvísindamann til að stýra verk- inu. Eiríkur Brynjólfsson En það er ekki sama hvemig til tekst við þýöingu af þessu tæi. Oft á tíðum þarf að búa til ný hugtök, annaðhvort með því að endurvekja gömul orð eða búa til ný. Þetta er því vandasamt verk. Mér sýnast Macintosh þýðingar vera vel gerðar eöa réttara sagt hugvitssamlega gerðar. Reyndar hef ég ekki nema takmörkuð kynni af þessari tegund tölvu. Þó nóg til þess að vita að þýðingin er vanda- verk. Ég rakst á eitt dæmi um bæði sniðuga og hugvitssamlega þýð- ingu. Eitt forritanna kallast á ensku Page-Maker. Þetta er um- brotsforrit. Á íslensku heitir það Síðu-Halli. En maður, líttu þér nær. Umrætt fréttabréf er ekki til neinnar fyrir- myndar um íslenskt mál. Það úir og grúir af stafsetningar- og mál- villum. Á blaðsíöu eitt fann ég fimm villur og ekki eru þær færri annars staðar í-bréfinu. Mér þótti rétt aö benda á þetta, í fullri vinsemd, með tilliti til metn- aðar fyrirtækisins til að vemda íslenska tungu. Vetur, sumar, vor og haust Nú er að koma sumar samkvæmt dagatali þótt ennþá snjói fyrir utan gluggann minn, þrátt fyrir góð orð veðurfræðinga. Mér datt af þessu tilefni í hug aö grafast fyrir um uppruna árstíðaheitanna. Ég byrjaði á vetri. í íslenskum orðabókum er engan fróðleik að finna um uppruna þess orðs. En orðið er greinilega samstofna enska orðinu winter og í enskum orðabókum er það talið skylt forn- enska orðinu wæter sem þýðir vatn. Mér þykir því óhætt að full- yrða að vetur og vatn séu skyld orð. Þá er hugsanlegt aö vetur sé upphaflega kenndur við vætutíðina sem þá ríkir. Næst verður fyrir okkur sumar. Það er tahð skylt latneska orðinu semi (- hálfur) og þýðir þá hálft ár. Haust er rakiö til orðs sem þýðir uppskera' og haustið er þá upp- skerutími. Um vorið fann ég því miður ekki neitt en leit að uppruna þess stend- ur yfir. Og gleðilegt sumar. „Mér þykir því óhætt að fullyrða að vetur og vatn séu skyld orð“. ___________________________________________Vísnaþáttur Mikið gull er þvogli þinn í fórum mínum á ég mikið af vísum sem ég ýmsra hluta vegna hef látið vera að birta, einkum vegna þess að höfunda vantar, nafn er aðeins án frekari upplýsinga um höfund, stundum nafn og hæjarheiti, hið síð- astnefnda er betra en ekki, en margir bæir eru samnefndir á íslandi og vísnahöfundar líka og hafa oft verið kenndir við fleiri en einn hæ. Þess vegna ættu nógu fróðir vísnamenn að láta fylgja hverri birtri vísu það sem einkennir höfundinn best; fæð- ingar- og fráfallsár, ef um látna höfunda er að ræða. Öll upplýsinga- bréf með slíku eru vel þegin. Það sem ég fæ verður sett á opinberan staö, þegar ég þarf ekki aö nota það, eða séð er að ég kem því ekki á prent. Alþingi 1911 Hér koma nokkrar lausavísur, og verða stökur frá þinginu 1911 fyrir vahnu að þessu sinni. Þeir, sem vel eru að sér í alþingis- og stjórnmála- sögunni, ættu auðveldlega að geta upplýst tilefnin. Fyrst er þó vísa sem nokkuö öruggt er eignuð Þorsteini Gíslasyni, skáldi og ritstjóra: „Ég skal feha hann,“ Ari kvað. „Ekkert skuldar Bensi. En guð veit: yrði gustuk að gera með exellence." Hér eru Ara Jónssyni, náfrænda Bjöms Jónssonar, ritstjóra og ráð- herra, gerð upp orðin. Hann tók síðar ættarnafnið Amalds, afi Ragnars og þeirra bræðra. Útlenda og síðasta orðið 1 vísunni var dönsk sletta á þessum ámm um ráðherra og kemur fyrir í fleiri þingvísum. Spói er al- þekkt dulnefni frá þessum tíma. Hér kemur vísa úr sama slag eftir hann: Vonin mörgum heitiö hefur heiðurskransi: Ætluöu að vera exelensi: Ari, Bjami, Skúh og Bensi. Þriðju vísuna af sama toga orti Guömundur Magnússon - Jón Trausti skáld - Það er orðið opinbert og ekki sagt í glensi, að þeir hafi í gærdag gert Gunnar að exellensce. En þama er eitthvað ofsagt því Gunnarsnafn kom ekki á ráðherra- hsta á þessum ámm. Mun hafa verið Gunnar á Selalæk. Hannes Hafstein orti á þessu þing- ári: Húnverja var huglaus vöm, heyktust þeir sem pijónar. Ahir spörkuöu í auman Björn Alþingisins Jónar. Á þessu þingi orti Hannes líka hina frægu vísu um Jón í Múla, fóður Áma, og afa frægra bræðra, sem enn em uppi og víða koma við sögu í póhtík og hstum nútíðar: Elskulegi Múli minn, mikiö gull er túli þinn: en vendu þig af þeim vonda sið að velta þér yfir kvenfólkið. Einhver ónefndur orti þá um Múla- þingmanninn þessa stöku, eða öhu heldur Skúla Thoroddsen: Heldur meiri hug og dáö hugði ég í Skúla, en að hann legöi aht sitt ráö undir Jón í Múla. En það er til önnur miklu eldri túlavísa en sú, sem Hannes Haf- stein orti um ættfóður Múla- manna, og minnir töluvert á hana. Hún er frá þinginu 1897 og um þingmann konungskjörinn, og mikilsvirtan höfðingja, sjálfan biskupinn Hahgrím Sveinsson sem þótti stundum • óþarflega margorður í ræðum sínum. Höf- undur er ókunnur en vísan er svona: Mikiö guh er þvogh þinn, það veit guö á hæðum: Þú þurrkar innan þingsahnn með þínum löngu ræðum. Ungur Reykvíkingur yrkir Konráð Friðfinnsson í Reykjavík er ungur maður sem fæst við vísna- gerð. Vísur, sem hann sendir mér eru misjafnar sem vonlegt er. Hann er að þreifa sig áfram, sumar hef ég birt, lagt aðrar til hhðar. Á því fer honum fram. Hér eru sumarleyfis- vísur. í öðrum fer hann út í aðra sálma, þær koma kannski síöar. Rykiö smýgur, regnið lemur, rysjótt er hér tíð. Einn á flakki, enginn kemur, áfram samt ég bíð. Tæki þjóta, tjöld upp rísa, togast á við vind. Þessu naumast þarf að lýsa, þetta er gömul mynd. Skrifað á bók Prentvihur eru vondar og geta stundum verið stórhættulegar, leið- inlegar í lausu máh, en sárastar fyrir höfunda bundins máls, hvort sem það er nú merkilegt eða hthsháttar þvi oftast hafa þeir haft meira en vandalausir ætla fyrir því að hnit- miða texta sinn. Og þeir sem hand- rita hann eftir skrifuðu eða prentuðu máh, lagt sig í framkróka um að hafa rétt eftir. Leiðréttingar eru yfirleitt gagnslausar eftir dúk og disk. Eigi þær að koma að gagni, þurfa þær aö vera margorðar. Ég læt því engar skýringar fylgja því, aö þessar hnur skuli fylgja eftir- farandi vísum, nema ef ég bætti þessu viö: Lausavísur, og ferskeytlur yfirleitt, eru mikið freistingarefni vísnaþáttamönnum, enda taldar rétt- lausari en annað prentað og umfljúg- andi mál: Ég geri ráö fyrir aö mínir þættir verði náma fyrir shka menn eftir 10-20 ár, eins og slíkir pistlar, sem ég kann nú að rekast á í gömlum bókum og blöðum, gera mig að sam- viskuforhertum manni. Og þó að ég verði þá kannski, og raunar líklega, dauður, Tyrirgef ég slíkt þegar, ef rétt er eftir mér haft, annars mega ófrómir eiga mig á fæti. Vísurnar héma mun ég sjáfur hafa ort th áhugamanns um ættfræði og skrifað á bók eftir mig: Veit ég eina væna byggð á Vesturlandi. Þar eru flestir undan öllum og ættfræöingar komaaffjöllum. Engu að síöur alhr þykjast öðrum fremri, hafa þeir þá að háði og spotti sem hrukku upp úr lukkupotti. Aumastar af öllum þykja aumum þegnum, ættarmanndóm ahan bresta, sem ekki sæKja neitt th presta. Ef aö ég verö einhvemtíma aldurhnigirin, einum bjána ég ætla að skipa ættarrohu mína að hripa. Þakka þeim sem senda mér bréf meö upplýsingum og vísum. Dragast vhl úr hömlu hjá mér að svara, kenni því um að ég hafi í of mörg hom aö hta og svo ruglast ég stundum á því hverju ég svara og hverjir eiga bréf inni. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, 200 Kópavogi.'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.