Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Síða 34
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. 3&' Handknattleikur unglinga___________________________ Úrslit - 5. flokkur: iz>v \ Stjarnan íslandsmeistari - sigraði Val eftir framlengingu slitakeppni í 5. flokki karla var háö í íþróttahúsi Seljaskóla. Það var Stjarnán úr Garðabæ sem tryggði sér Íslandsrtieistaratitilinn nokkuð óvænt eftir að hún hafði sigrað Val í úrslitaleik. Úrslitaleikurinn var æsispennandi og þurfti framleng- ingu til þess að fá fram úrslit. FH tryggði sér síðan þriðja sætið eftir að liðið sigraði HK í leik um brons- verðlaunin. • Stjarnan byijaði úrslitaleikinn við Val mjög vel. Leikmenn náðu fljótlega nokkuð öruggri forystu í byijun leiksins. Mestur varð munur- inn þrjú mörk. Valsmenn lögöu þó ekki árar í bát og með mikilli seiglu náðu þeir að minnka muninn í eitt mark og var staðan í hálfleik 5^4, Stjörnunni í vil. • Síðari hálfleikur var gifurlega jafn og spennandi og var jafnt á flest- um tölum. Valsmenn tóku það til bragðs um miðjan síðari hálfleik aö taka tvo Stjörnumenn úr umferð. Ekki dugði þaö því þá tók Viðar Erl- ingsson til sinna ráöa og skoraði grimmt, flest mörkin eftir gegnum- brot sem voru hvert öðru fallegra. Þegar flautað var til leiksloka var staðan jöfn, 12-12. Þurfti því að fram- lengja leikinn um 2x5 mínútur til þess að fá fram úrslit. Og spennan • Frá leik Vikings og HK i 5. flokki karla. .... m hélt áfram. Stjarnan skoraði fyrsta markið í framlengingunni og fagnaði gífurlega. En Valsmenn svöruðu að bragði og jöfnuðu leikinn, 13-13. Lið- in skiptust á að skora og var loftið lævi blandið og spennan ótrúleg. En það voru Stjörnumenn sem tryggðu sér sigurinn á lokamínútunni og sigruðu, 16-15, og var fógnuður þeirra gífurlegur. • Valsmenn léku þennan leik vel og geta verið ánægðir með sinn hlut. Þeir byrjuðu mótið í 3. deild en hafa verið mjög vaxandi í allan vetur og hægt og bítandi bætt sig og er það mikið afrek hjá þeim að ná því að verða í öðru sæti. Erfltt er að gera upp á milli leik- manna Vals. Þeir spiluðu allir vel en Hilmar Ramos var markahæstur með 7 mörk. • Stjarnan lék þennan leik eins þeir sem valdið hafa. Þeir léku mjög agaðan handbolta sem þeir réðu mjög vel við. Þegar tveir leikmenn þeirra voru teknir úr umferð létu þeir ekki slá sig út af laginu heldur héldu áfram að spila. Besti maður vallarins var fyrirliði þeirra, Viðar Erlingsson, en hann skoraði 9 mörk í leiknum, mikið efni þar á ferðinni. • Leikurinn um bronsið var síðan á milli FH og HK. FH sigraði þann leik nokkuð óvænt og tryggði sér 3. sætið. • Lið HK kom nokkuð á óvart fyr- ir slaka frammistöðu. Þeir eru búnir að vera deildarmeistarar í allan vet- ur og fengu tvö stig með sér í úrslita- keppnina. En allt kom fyrir ekki. Þeir voru heillum horfnir og þurftu að sætta sig við fjórða sætið. • Ekki var spilað um fleiri sæti þvi liðin voru farin heim vegna þess að enginn umsjónaraðili var í húsinu né heldur dómarar. Nánar er fjallað um umsjón Vals annars staðar hér á síðunni. Umsjón: Heimir Ríkarðsson og Brynjar Stefánsson • Islandsmeistarar Stjörnunnar i 5. flokki karla. Hvemig er staðið að umsjón? Að loknum úrslitum í yngri flokkunum er oft htiö yfir farinn veg og er þá aUtaf eitthvaö efst í huga manns. Leikmenn muna eftir skotinu sem þeir áttu í stöng og varð þess valdandi að þeir sigruöu ekki, þjálfararnir muna eftir ein- hveiju einu atviki sem hefði getað fært þeim sigur og foreldrar eða forráöamenn félaganna fylgjast kannski meira með einum leik- manni en öðrum. En allir þessir aðUar verða þó vitni aö sama hlutn- um, umsjóninni, sem er því miður misjafnlega leyst af hendi. Sum félög hiafa séð sóma sinn í þvi að sinna þessu hlutverki vel og hafa fyrir vikið fengið oftar umsjón heldur en þeim ber. Ekki ætlum við að telja upp þau liö sem hafa staðið sig sem best á þessu sviöi þvi að verkin tala sínu máli. Ef litið er á hvernig staðið var aö urasjón í 1. deild úrslitanna í vor kemur fram að margir umsjóna- raðilar hafa brotið a.m.k eina reglu hvað varðar hæfni dómara en í reglum HSÍ segir aö ,4 úrslitatúrn- eringura A-meistara yngri flokka Umsjónaraðilinn varð sér til skammar í 5. flokki karla skulu eingöngu dæma landsdómar- ar". Það er engin afsökun fyrir félögin að þau eigi ekki lands- dómara því aö þá ber þeim að láta HSÍ vita eða hreinlega að biðjast undan því að halda.A-meistaraúr- slit. í 2. flokki karla sá HKRR og HK um umsjónina og var hún nokkuð vel af hendi leyst. Sömu sögu er að segja af 2. flokki kvenna sem FH sá um en í þessum flokkum var ekki klæðnaöur dómara alltaf til fyrirmyndar. ÍBV sá um umsjónina hjá 3. flokki kvenna og HK í 3. flokki karla og var þar sama sagan. Selfoss var umsjónaraðilinn í 4. flokki kvenna og þar bar við að þjálfarar væru að dæma leiki og eirniig veit Unglingasíðan fli þess að eitt félagið hefur sent HSÍ kvört- un vegna umsjónarinnar. Var þar kvartað undan þvi að rétt marka- stærð hefði ekki verið notuð. Þessi kvörtun á fullan rétt á sér þrátt fyrir að ástæða sé til þess að endur- skoða hvort ekki megi stækka mörkin í 4. flokki kvenna aftur upp í eðlilega stærð. Án efa var umsjónin bestaf hendi leyst á Akureyrarfélaginu Þór sem sá um 4. flokk karla. Þar voru allir dómaramir landsdómarar og klæddir samkvæmt þvi. Tímasetn- ingar stóðust allar og vel var hugsaö um alla hlutaðeigandi. Hafl umsjónm verið til mikillar fyrirmyndar í 4. flokki karla er hægt að nota þveröfug lýsingarorð í 5. flokki karla þar sem Valur var með umsjónina. Einu Valsararnir sem stóðu iýrir sínu voru leikmenn félagsms sem fóru alla leið í úrslita- leikinn þrátt fyrir að mikill hiti væri út í forráðamenn Vals hjá öll- um þeim sem áttu leið í Seljaskóla þar sem úrslitin fóru fram. Ótrúlegar uppákomur voru i Seljaskóla er leitað var að dómur- um í áhorfendastæðunum og er umsjónarmenn Unglmgasíðunnar voru þar til að fylgjast með var svifið á þá og þeir beðnir að dæraa leik sem þá átti að vera hafínn, leik- raenn voru komnir mn á völlinn en það vantaði „bara" dómarann. Ætli allir áhorfendurnir, sem voru dregnir inn á völlinn og flautu stungið í munninn á, hafi verið með landsdómararéttindi? Við vitum að svo var ekki þvi að nokkrir af dóm- urunum voru ekki með nein rétt- indi. Þetta er ekki í fyrst skipti sem Valsarar sýna yngri flokkunum þessa lítilsvirðingu og er skemmst að minnast síðasthðins árs er þeir voru meö umsjón í 4. flokki karla sem fara átti fram að Hhðarenda en ekkert varð af henni þar sem þeir mættu ekki til aö sjá um um- sjónina. Liöin sem hlut áttu þá að máli urðu aö halda til síns heima og koma aftur seinna til að hægt væri að spila umferðina. Úrslitaleikimir í 5. flokki karla fóra fram mun seinna en áætlað var þrátt fyrir það að ekki væru allir úrslitaleikimir spilaðir þar sem sum liðin voru búin að fá sig fullsödd af umsjóninni. í 3. flokki karla átti Valur einmg að sjá um þrjá leiki í úrslitunura en gátu ekki einu sinni séð sóma sinn í að klára það verkefni. Dóm- arar mættu í fyrsta leikinn frá Val, síöan dæmdu dómarar á veg- um HSÍ en enginn dómari var til staðar til að dæma seinasta leikinn og þurftu þjálfarar liðanna að fmna dómara til þess að leikurinn færi fram. í 5. flokki sá KR um hluta umsjón- arinnar og stóðust tímasetningar hjá þeim og gott betur. Það væri óskandi að umsjónar- menn Vals færu að sinna yngri flokka umsjón af fullri alvöru séu þeir á annaö borð að taka þátt í mótum yngri flokka. Aö sögn Hákonar Sigurjónssonar hjá Val átti HSÍ að útvega dómara á þá leiki sem Valur átti aö spila en þeir sýndu sig ekki. En þetta er engin afsökun því aö þaö voru ekki eingöngu Valsleikir sem vantaði dómara á. Stjaman og Fram sáu um um- sjónina í 5. flokki kvenna og 6. flokki karla og mættu þar dómarar og timaverðir eins og ætlast var til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.