Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1988, Síða 37
• % LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988. Jonathan Tisdall, sem íslending- um er að góðu kunnur af tafl- mennsku hans hér á landi, náði stórmeistaraáfanga á alþjóðlegu skákmóti í Osló á dögunum. þátttakendalistann í Osló, eftir erf- iöa raun í höfuðstað Norðurlands. Hann tefldi a.m.k. af miklum létt- leika á mótinu og slapp taplaus frá því, þrátt fyrir ævintýramennsku í nokkrum skákanna. Lítum á skákina við Jansa sem telja verður dæmigerða fyrir taflmennsku hans. Hvitt: Jonathan Tisdall Svart: Vlastimil Jansa Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 Scheveningen-afbrigðið er ávallt eftirlætisvopn Jansa. Tisdall bregður fyrir sig Keres-árásinni þrátt fyrir bitra reynslu úr síðustu umferð Reykjavíkurskákmótsins er Júdit litla Polgar (11 ára) mátaði hann glæsilega! 6. g4 h6 7. g5 hxg5 8. Bxg5 Rc6 9. h4 a6 10. Dd2 Db6 11. Rb3 Bd7 12. 0-0-0 Dc7 13. Be2 Be7 14. h5 0-0-0 15. Df4 e5 16. Df3!? Bg4 17. Dxf6!?? Þetta bjó vitaskuld að baki síð- asta leiks hvíts. Tisdall sendir drottningu sína í opinn dauðann en vonast til að fá nokkur stykki af léttum mönnum í staðinn eða jafnvel svörtu drottninguna eftir leikina 17. - BxfB 18. Bxg4+ Kb8 19. BxfB gxf'6 20. Rd5 og frúin er fónguð. Ef svartur reyndi 18. - Hd7 í þessu afbrigði yrði svarið 19. Bxf6 gicfB 20. Rc5! sem gefur hvítum betra endatafl. Önnur gildra er 17. - Bxe2? sem strandar á millileikn- um 18. Df5+ og hvítur vinnur mann. 17. - gxf6? Það er freistandi að taka drottn- inguna en eins og Tisdall benti sjálfur á eftir skákina er 17. - Be6! mun sterkara svar. Tisdall gefur upp framhaldið 18. Dxg7 Hdg8 19. Bf6! Hxg7 20. Bxg7 og síðan 21. h6 með afar óljósum færum. Sterkara virðist hins vegar 18. - Hhg8! 19. Bf6 (19. Bxe7 Hxg7 20. Bxd8 kemur sterklega til greina) Hxg7 20.Bxg7 BfB! með hugmyndinni 21. h6? Bxg7 22. hxg7 f6, eða 21. Bf6 Bh6+ og síðan 22. - Hg8. Hvítur á hrók, ridd- ara og frelsingja fyrir drottninguna en það er erfitt að meta stöðuna. Engu að síður var drottningarfórn- in skemmtileg. 18. Bxg4+ Kb8 Eftir 18. - ÍB 19. Bxf5+ Kb8 20. Rd5 Bxg5+ 21. Kbl á hvítur betra en 19. - Hd7!? er athyglisverð til- raun en áhættusöm. Jansa stýrir taflinu yfir á rólegri brautir með því að gefa drottningu sína til baka með góöu. 19. Rd5 fxg5 20. Rxc7 Kxc7 21. Hd3 Hh6 22. Rd2 Rb4?! 23. Hf3 Bf6 24. c3 Rc6 25. Rfl Re7 26. Re3? Tisdall telur 26. c4 sterkara. 26. - d5! 27. Bf5 g4? Tímahraksleikur! Svartur leikur af sér peði í jafnri stöðu án þess að fá nokkrar bætur. 28. Rxg4 Bg5+ 29. Kbl Hhd6 30. Rxe5 dxe4 31. Bxe4 f5 32. Bxf5 Hdl + 33. Hxdl Hxdl 34. Kc2 Hd2+ 35. Kb3 Hd5 36. Rf7! Hélt svartur að hann væri að vinna mann? 36. - Bcl 37. h6! Hd2 38. h7 Hxb2 + 39. Kc4 Hd2 40. Bd3 b5+ 41. Kd4 - Og Jansa gaf. -JLÁ 15. Rúnar Magnússon - Stefán Pálsson B.R. 16. Matthías Þorvaldsson - Ragnar Her- mannsson BFB/BR 17. Aðalsteinn Jörgensen - Ragnar Magnússon B.R. 18. Guðmundur Pétursson - Jónas P. Erlingsson B.R. 19. Gestur Jónsson - Friðjón Þórhallsson TBK/BB 20. KristjánMárGunnarsson-Vilhjálm- ur Þór Pálsson Selfossi • 21. Sigurður Sverrisson - Þorlákur Jóns- son B.R. / 22. Bragi Hauksson - Sigtryggur Sig- urðsson B.R./TBK 23. Amar Geir Hinriksson - Einar Valur Kristjánsson ísafirði 24. Björn Theodórsson - Ingvar Hauks- son B.R./TBK Varapör 1. Guðni E. Hallgrímsson - Gísli Ólafsson Grundarfirði 2. Vilhjálmur Sigurösson - Þráinn Sigurðsson Kóp./Akranesi 3. Guðjón Einarsson - Runólfur Jónsson Selfossi Keppnisstóri: Agnar Jörgensson Útreikningur: Kristján Hauksson Spilatími/staður: Hótel Loftleiðir. 30. aprfl/1. maí 1988. Hefst kl. 13 á laugar- deginum. Spiluð eru 5 spil milli para, allir v/alla alls'115 spil í barometer fyrirkomulagi. Spil gefin eftir tölvu- gjöf af Þórdísi Gissurardóttur. Keppendur eru minntir á notkun kerflskorta, sem er skylda í mótinu. Dómnefnd: Jakob R. Möller, Her- mann Lárusson og Páll Bergsson. Ít í % % Í % % BLAÐ BURDARFÓLK REYKJAVÍK GARÐABÆ Vesturgötu Asparlund Ánanaust Efstalund Grettisgötu Einilund Frakkastig Skógarlund Klapparstig Þrastarlund Túngötu Hörpulund Hólavallagötu Hrisholt Öldugötu Esklholt Norðurbrún Háholt Austurbrún Vesturbrún Síðumúla Suöurlandsbraut 2-16 ^ ^ ^ ^ AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 t ^ í 'k SIMI 27022 41 IþróttapistiU Haukarnir hetjur í Firöinum „Þetta er hreint stórkostlegur körfubolti og það er víst að þessi leikur verður körfuboltanum hér á landi til framdráttar. Ég á eiginlega ekki orð til að lýsa þessu. Ég hef aldrei séð annað eins.“ Þessi orð mátti heyra á rás 2 á þriðjudagskvöldið er leikur Njarð- víkur og Hauka stóð yfir í íþrótta- húsi Njarðvíkur, úrslitaleikur úrvalsdeildarinnar í körfuknatt- leik eins og flestir vita. Það voru íþróttafréttamenn sem viðhöfðu þessi orð og satt best að segja hélt ég að hér væri um nokkrar ýkjur aö ræða þar sem ég stóö stjarfur og hlustaöi á útvarpið mitt. Eftir því sem á leið leikinn æstust félag- amir upp í lýsingunni og ég stóð mig aö því að hafa hækkað útvarp- iö svo til eins og hægt var er leiknum var lokið. Einum mest spennandi kappleik hér á landi í mörg ár var lokið og Haukar íslandsmeistarar í körfu- knattleik 1988. Nokkuð sem engan hafði órað fyrir. Fallerfararheili Það sannaöist máltækið í vetur hjá Haukaliðinu að fall getur verið fararheill. Um tíma í vetur leit alls ekki út fyrir að Haukar myndu gera stóra hluti í úrvalsdeildinni. Pálmar Sigurðsson átti við meiðsli að stríða, Ivar Webster var dæmd- ur ímargfrægt leikbann í fjóra leiki og þar fram eftir götunum. En Haukar gáfust ekki upp. Með gífur- legri baráttu og dugnaði tókst þeim að tryggja sér rétt til að leika í úrsli- takeppninni og ég held að margir stuðningsmenn liðsins hafi verið ánægðir með þann árangur og ekki búist við frekari afrekum af liðinu. Pálmar hreint ótrúlegur Hlutur Pálmars Sigurðssonar í þessum árangri Haukanna, besta árangri hjá körfuknattleiksdeild félagsins frá upphafi, er mikill og' án hans hefðu Haukar aldrei orðiö meistarar. Snilld hans í þriðja úr- slitaleiknum í Njarðvík á þriðju- dagskvöld líöur mönnum seint úr minni. í körfuknattleik hér á landi þykir frábært að skora þrjár til fjórar þriggja stiga körfur í leik. Pálmar geröi sér hins vegar lítið fyrir og skoraði 11 slíkar körfur. Þeim sem ekki þekkja skal bent á að þriggja stiga körfur geta menn skorað af sjö metra færi og það er langt færi í körfuknattleik. - Fleiri eiga hrós skilið Þrátt fyrir að Pálmar hafi leikið eins og töframaður gegn Njarðvík- ingum og þjálfað liðið í vetur að auki, má ekki gleyma hlut annarra leikmanna. ívar Webster kemur næstur upp í hugann. Hann hefur mátt þola margt misjafnt í vetur en hefur sýnt mikinn „karakter". Rifið sig upp þegar mest á reyndi og staðið sig frábærlega í síöustu leikjum Haukanna. Það er ekki síð- I ur mikilvægt aö hirða fráköst í körfubolta en skora stig. Það hefur ekki verið óalgengt að Webster hafi tekiö um og yfir 20 fráköst í \ leik í vetur með Haukunum og slíkt ler ómetanlegt hverju liði. Ógleymanlegt „blokk“ Websters Þeim sem sáu leikinn á þriðju- dag, hvort heldur var í Njarðvík' eða sjónvarpi, líður seint úr minni atvik sem gerðist undir lok leiks- ins, það er síðari framlengingar- innar. Einn leikmanna Njarðvíkur komst þá í hraðaupphlaup. Webst- er var fljótur að „lesa leikinn", hljóp eins og spretthlaupari yfir allan völlinn og náði að verja eða blokkera skot Njarðvíkingins áður en knötturinn fór ofan í körfuna. Ef Njarðvíkingurinn hefði' skorað hefðu Njarövíkingar án efa hrósað sigri. Til hamingju Haukar Mig langar tfl að nota þetta tæki- færi og óska Haukunum til hamingju með íslandsmeistaratit-. ilinn og reyndar báðum liðunum fyrir hreint út sagt stórkostlegan leik. Frammistaða leikmanna lið- anna var þeim og íslenskum körfuknattleik til mikils sóma og vonandi megum viö eiga von á fleiri slíkum stórleikjum í framtíð- inni. Keppt um DV-bikarinn í Höllinni ídag í dag, laugardag, fer fram úrslita- leikurinn í bikarkeppni körfu- knattleikssambandsins. Þar leika til úrslita liö KR og Njarðvíkur. Til mikils er aö vinna því DV hefur ákveðiö að gefa stórglæsflegan bik- ar sem er töluvert á annan metra á hæð. Ég efa ekki að þetta sé glæsi- legasti bikar sem keppt hefur verið um í íþróttunum hérlendis og það liggur við að tvo menn þurfi til að hampa honum í leikslok. Ellert B. Schram, ritstjóri DV, verður heið- ursgestur KKÍ á leiknum og mun afhenda þennan glæsilega bikar að leikslokum. Annar stórleikur? Leikur KR-og Njarðvíkur veröur án efa skemmtilegur og spennandi ei.ns og algengt er um úrslitaleiki. Njarðvíkingar gera nú aðra at- rennu að titli á fáum dögum og það má mikið ganga á áður en þeir láta DV-bikarinn sér úr greipum renna. KR-liöið er dulítið spurn- ingarmerki. Liðið hefur ekki leikið í nokkuð langan tíma en hefur þar á móti haft nokkuð góöan tíma til aö undirbúa sig fyrir leikinn. Von- andi verður viðureign KR og UMFN jafn spennandi og skemmti- leg og stórleikur Hauka og UMFN á þriðjudagskvöld. -Stéfán Kristjánsson • Pálmar Sigurðsson þjálfari og leikmaöur Hauka var tolleraður eftir leikinn gegn UMFN og hefur varla áður verðskuldað betur slika flugferð. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.